Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 15 Jón Karl Helgason skrifar frá ísrael: Verðbólgustríð er hafið í viðtali við frammámenn sam- taka atvinnurekenda sem birtist í dagblaði hér fyrir skömmu sagði einn þeirra sögu af verksmiðjueig- anda sem sest hafði við skrifborð sitt eina kvöldstund með reiknivél og talnadálka og komist að því eft- ir nokkur heilabrot að hann væri búinn að vera gjaldþrota í eina þrjá mánuði án þess að taka eftir því. Þetta var sögð sönn saga héð- an úr ísraelska efnahagslífinu. Hún er kannski ögn kímin en sýn- ir fremur stöðu mála. Þjóðin hefur verið svo upptekin við að reyna að fylgjast með spretti þindarlausrar verðbólgunnar að ekkert annað hefur komist að. Þótti orðið mörg- um að staða efnahagsmála væri meiri ógnvaldur en arabaþjóðirn- ar í nágrenninu. Þegar núverandi samstjórn Verkamannaflokks og Likud var komið saman um miðjan septem- ber var vitað að grípa átti til rót- tækra aðgerða. Þær létu bíða eftir sér. Samstarfsvilji stjórnarflokka reyndist brothættur og það var loks eftir mánaðarbið að innflutn- ingsbann á ýmsar neyslu- og mun- aðarvörur gaf almenningi tóninn um hertar mittisólar. Tveim vik- um síðar hóf þingið fyrst störf sín. í opnunarræðu þess kallaði Shim- on Peres forsætisráðherra þjóðina til efnahagslegrar föðurlandsást- ar, hvatti fólk til þess að spara, greiða opinber gjöld sín af sam- viskusemi og vinna að aukningu þjóðarframleiðslu. Fyrsta ákvörðun hins nýja þings varðaði val milli tveggja ráðstafana í efnahagsvandræðun- um: annars vegar að binda efna- hagslífið við gengi Bandaríkja- dollara um hríð eða gangast fyrir beinni kjaraskerðingu launafólks. Seinni kosturinn var tekinn og í kjölfarið fylgdu viðræður stjórnar atvinnurekenda og samtaka laun- þega um það sem nefndist pakka- samningurinn. Viðræðurnar gengu síður en svo hljóðalaust fyrir sig. Ásakanir flugu milli fylkinga sem innan þeirra og á tímabili virtist allt standa fast. 2. nóvember náðu aðilar þó sam- komulagi um víðtækustu efna- hagsaðgerðir þjóðarinnar í ára- tugi. Um hvað var samið? Meginatriði pakkasamningsins kvað á um frystingu verðs, launa og skatta um þriggja mánaða skeið. Með 20% kjaraskerðingu á 'A hluti byrðarinnar að falla á herðar launþega en þeir njóta 5% lækkunar tekjuskatts þetta tíma- bil. Atvinnurekendur axla afgang- inn með því að halda sig við sama vöruverð en skattalækkanir og lækkun vaxta á lánum kemur á móts við þá. Ríkisstjórninni er frjálst að fella gengi shekelsins en hefur opinberlega lofað að reyna að halda því sem stöðugustu. Inn- an tveggja sólarhringa eftir und- irritun komu í ljós ágreiningsefni um hvernig bæri að túlka samn- inginn. Fjármálaráðherrann Yitzhak Moda’i, sagði vissar vörur undanþegnar frystingunni en Yisrael Kessar, forkólfur verka- lýðssamtakanna, kvað slíkt ekki vera. Shimon Peres forsætisráð- herra studdi Kessar og lagði ríka áherslu á að í engu skuli vikið frá ákvæðum nema að leggja atriði undir alla samningsaðila fyrst. Mál þetta leystist en margvíslegir gallar hafa sýnt sig á samkomu- laginu siðan. Þegar í upphafi var ljóst að erf- itt yrði að hafa eftirlit með að verslunarrekendur fylgdu lögum og engin leið var að koma í veg fyrir miklar verðhækkanir af þeirra hálfu dagana fyrir fryst- inguna. Fyrrnefnda vandamálinu hefur verið mætt með lista fyrir kaupendur útgefnum af ríkis- stjórninni er tilgreinir rétt verð þeirra nauðsynjavara sem notaðar eru við útreikning framfærslu- kostnaðar. Eftirlit með öðrum vörum eiga síðan .sérstakir starfs- menn hins opinbera að annast auk þess sem sjálfboðaliðar hafa geng- ið milli búða með glyrnurnar glenntar. Þrátt fyrir að viðlög séu allt að þriggja ára fangelsi og 5.000$ sekt hafa þó nokkrir bíræfnir verslun- arrekendur verið sakfelldir fyrir að brjóta „frostalögin". Þeir framleiðendur sem flytja inn sitt hráefni hafa kvartað sár- an yfir að lækkandi gengi, meðan þeim sé skipað að halda söluverði sínu óbreyttu, grenni gróðamögu- leika þeirra stöðugt. f hinu al- menna atvinnulífi berja bændur sér, segjast sjá sér þann kost vænstan að stöðva rekstur sinn þetta tímabil frekar en kikna und- an fyrirsjáanlegu tapi. Tilætlaður samdráttur er þegar farinn að skila sér í auknu atvinnuleysi og skyndileg röskun vaxtahraða kem- ur niöur á fólki sem stendur t.d. að íbúðarsamningum. Svona mætti lengi telja, margir álita samkomu- lagið meingallað og spá því að verðstöðvunin þiðni áður en tíma- bilið er hálfnað. Olnbogarými keypt Stjórnvöld trúa því staðfastlega að aðgerðirnar beri tilætlaðan árangur, enda eiga þau ekki um annað að velja. Hver svo sem niðurstaðan verður er sýnilegt að eitthvað þurfti að gerast og 2. nóv- ember var hin ellefta stund. Á mánaðargrundvelli var verðbólga októbermánaðar 24,3%, að vísu aðeins lægri en við var búist en engu að síður nýtt met. Önnur tala sem skýtur manni skelk í bringu er að skuldir við útlönd námu á síðasta ári 126% af þjóðarfram- leiðslu og höfðu aukist það sem liðið er af þessu ári. Almennt er viðurkennt þó að pakkasamkomulagið sem slíkt þjóni ekki öðrum tilgangi en að gefa ríkisstjórninni olnbogarými til að takast á við rætur vandans og þá fyrst niðurskurð ríkisút- gjalda. Hann hefur verið á döfinni frá stjórnarmyndun án þess að samkomulag hafi náðst um raun- verulegan niðurskurð. Stærsti hluti útgjaldanna fer til varnar- mála eða um 33% þjóðarfram- leiðslu (Bandaríkin eyða 2% þjóð- arframleiðslu til varnarmála) og er það líka sá kostnaðarliður sem ísraelsmenn vilja síst svelta um fé. Helst binda menn vonir við að hann lækki ef hersveitunum í Líb- anon verði unnt að koma heim og nú nýverið komst skriður á samn- ingaviðræður um það málefni. Megrun annarra útgjaldaþátta ríkis felur óhjákvæmilega í sér uppsögn opinberra starfsmanna sem auka mundi atvinnuleysis- vandamálið. Einn þáttur áætlunar stjórnar- innar er gjaldmiðilsbreyting. Er fyrirhugað að skera eitt núll aftan af shekelnum. Von um varanlegan bata liggur í útflutningsmörkuð- unum. Uppi eru áætlanir um að draga úr atvinnuleysi, m.a. með endurmenntunarnámskeiðum sem veita mundu vinnuafli í farveg út- flutningsframleiðslu. Forsenda þess að þetta afsprengi vinnu- og félagsmálaráðuneytisins gangi upp er aukin fjárfesting. í fljótu " bragði finnst manni mjög ólíklegt að fjársterkir aðilar hyggi á fjár- festingar hér eins og ástandið er en ísraelska þjóðin á hauk í horni þar sem gyðingar búsettir erlendis eru. Peres forsætisráðherra hefur jafnframt því að kalla á samstöðu landa sinna höfðað til annarra gyðinga. Eftir fund sem hann átti með frammámönnum nokkurra alheimssamtaka gyðinga birtist í dagblöðum yfirlýsing undir fyrir- sögninni: Sjálfstæðisframkvæmd þess efnis að gyðingdómur heims- ins mundi leggja sitt af mörkum til að efnahagsbata mætti ná m.a. með fjársöfnun og fjárfest- ingarhvatningu. Sem stendur er aðeins hægt að biða eftir niðurstöðum næstu mánaða. Vonast er til að mánað- arverðbólga falli niður í 7—10%. í lok verðstöðvunartímabilsins en tölfræðingar segja að raunhæfar tölur um áhrif aðgerðanna berist fyrst um miðjan janúar þegar framfærslukostnaður verði reikn- aður út. Það eitt er víst að bati er fjarlægur ef eiginhagsmunasjón- armið ráða. Eða eins og Ólafur vinur minn Haraldsson sagði í bréfi sem hann sendi hingað í Miðjarðarhafsbotninn: það er ekki nóg að segja: Við deilum byrðinni jafnt og ég pant bera léttasta hlutann. FLUGELDAR GEYSIFJÖLBREYTT ÚRVAL - GERIÐ VERÐSAMANBURÐ i < Z 3 O 0) >■ o D < O >■ UJ O I > HANOBt 130- p-‘ I ífALlHllF ♦«♦ Tl 275- Wmjm Æ/Jæ 115- 9 ★ lT py|iM | |47D| ■|miith [j(J |||f- K 331 IBfe-- - j : | ptxv. 1 1 ? | M 13 Viö höfum sóö landsmönnum fyrir áramótaflugeldum og neyöarmerkjum frá 1916. Aöeins 1. flokks vörur. Reynsla okkar tryggir gæöin. Mjög góö kaup í fjölskyldupokum á kr. 600, kr. 1.000 og kr. 1.500. Til skipa Pains Wessex-línubyssur — Svifblys og handblys — Vörur meö gæöastimpli. ÁNANAUSTUM, GRANDAGARÐI. SÍMAR 28855 — 13605. Opið í kvöld til kl. 21.00 — Á morgun, laugardag, til kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.