Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 1 \ Tröllahreðka Ný grænmetistegund á markaðinum NOKKRIR garðyrkjubændur eru farnir að huga að ræktun matjurtar sem ekki hefur verið ræktuð hér á landi áður. Hefur þessi matjurt verið nefnd tröllahreðka en tilraunir með ræktun hennar hafa farið fram í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Tröllahreðka er mikið rækt- uð í Asíu og Mið-Evrópu en þar eru hún talin ómissandi við hliðina á bjórkoliunum og er því vel við hæfi hjá garðyrkjubændum að hefja rækt- un hennar hér á landi á tímum sem nýjar bjórstofur eru opnaðar í hverri viku. Tröllahreðkur eru svipaðar á bragðið og venjulegar radísur. Hægt er að rækta afbrigði af næstum því hvaða lit og lögun sem er. Hægt er að rækta þær bæði inni í gróðurhúsum og úti en inni vaxa þær mjög hratt, þannig að hægt er að ná a.m.k. 3 uppskerum á ári. Tilraunir með ræktun henn- ar hafa gengið vel og uppskera orðið góð. Sérstaklega er mælt með tröllahreðkum niðursneidd- um sem snarli með bjór. Húsavík: Hvít jól llúsavík, 27. desember. JÓLIN Iiðu hér með hefðbundnum hætti að öðru leyti en því að veður var sérstaklega hagstætt og eftir snjólausan vetur, fengu þeir sem þess óskuðu hvít jól. Fjölmennt var til aftansöngs hjá séra Birni H. Jónssyni á aðfangadag klukkan 18. Bærinn var ljósum prýddur og Húsavíkurflotinn var allur í höfn ljósum prýddur. Dansleikur var í gærkvöldi og fór hann vel fram. Fréttaritari. Jarðskjálftar við Krísuvík JARÐSKJÁLFTA varð vart á höfuð- borgarsvæðinu kl. 24.30 í fyrrinótt. Upptök hans voru á Krísuvíkursvæð- inu og mældist hann 2,6 á Richt- erskvarða. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings voru upptök jarðskjálftans rétt vestan við Kleifarvatn á Krísuvíkursvæðinu. Hann sagði, að ennfremur hefði orðið vart jarðskjálfta í fyrradag um kl. 17.35, sem færri hefðu þó orðið varir við. Sá skjálfti hefði mælst 2,8 á Richterskvarða og upptök hans hefðu verið á svipuð- um slóðum. Dregið í símanúmera- happdrættinu DREGIÐ var hjá Borgarfógeta á Þorláksmessu í símanúmerahapp- drætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: 91—39470 Toyota Tercel-station; 91—52833 Toyota Corolla 3ja dyra sport; 91—33118 Toyota Pickup- Hilux; 91—81854 Toyota Corolla 5 dyra DL; 91—16552 Toyota Terc- el-station. (Birt án ábyrgðar.) MorgunblaiiA/Hukiir Gúluon. Þorbjörg Marta Bergsdóttir með nýfædda dóttur sína. „Fegin að þetta er afstaðið“ Selfoss: Tvær á fæðingar- deildinni — báðar hafa fætt í bíl Selfossi 27. des. ÞAÐ er ekki í frásögur færandi þótt tvær sængur- konur liggi samtímis á fæð- ingardeild Sjúkrahúss Suð- urlands eins og nú er, en svo einkennilega vill til að þær hafa báðar orðið fyrir sömu reynslu, að ala barn í sjúkrabíl. Önnur þeirra, Þorbjörg Marta Bergsdóttir úr A-Landeyjum, eignaðist stúlkubarn rétt austan við Selfoss, hin, Guðbjörg Runólfsdóttir frá Flúðum í Hrunamannahreppi, ól stúlkubarn fyrir 6 árum við Rauðavatn skammt frá Reykjavík. Ekki var á þeim að heyra að þeim þætti það neitt tiltökumál að ala barn í sjúkrabíl, fæðing barns væri alltaf jafn eðli- legur atburður, hverjar svo sem aðstæðurnar væru. Þó voru þær sammála um að sjúkrakarfa sjúkrabílsins væri ekki heppilegasti stað- urinn til fæðinga. Sig. Jóns. Selfossi, 17. desember. Á ANNAN í jólum varð Þorbjörg Marta Bergsdóttir, húsfreyja á Gulárási í A-Landeyjum fyrir þeirri reynslu að ala barn sitt í sjúkrabíl rétt austan við Selfoss. Þegar sýnt var að hverju stefndi kallaði bílstjóri sjúkrabflsins upp lögregluna á Selfossi og bað um að Ijósmóðir yrði send á móti þeim og stóðst það á endum að barnið fæddist rétt í þann mund sem Magnúsína Þórðardóttir Ijósmóðir kom í sjúkrabflinn til Þorbjargar ásamt aðstoðarstúlku, á móts við Laugardæli um 2 km austan við Selfoss. Fæðingin gekk að óskum þarna á Flóaveginum og 14 marka stúlka leit dagsins Ijós kl. 10.27. Móðir og barni heilsast vel á Sjúkrahúsi Suðurlands þar sem við hittum Þorbjörgu að máli daginn eftir atburðinn. Rætt við Þorbjörgu Mörtu Bergsdóttur sem ól barn í sjúkrabfl á annan í jólum rétt austan við Selfoss „Þetta bar þannig til að ég vaknaði um klukkan 5 og var með dálitla verki sem ég hélt að væru bara venjulegir fyrirvara- verkir. En þetta ágerðist og um níuleytið hringdum við á sjúkra- bíl. Þegar við vorum komin vel áleiðis fann ég að þetta var alveg að koma. Þá hafði bílstjórinn kallað á sjúkrabíl frá Selfossi með ljósmóðurina. Ég var ekkert of hrifin né spennt að þurfa að fæða barnið þarna í bílnum, en úr því sem komið var þýddi ekkert að hugsa um það. Mér fannst nú frekar óþægilegt að liggja þarna í sjúkrakörfunni í bílnum eftir að legvatnið var komið, en það var allt annað að vita af sjúkrabíln- um á leiðinni til okkar með ljósmóðurina. Fæðingin sjálf gekk mjög vel og það lá við að maður vissi ekki af því þegar það gerðist. Núna á eftir erum við báðar afslappaðar, þetta gekk allt eðli- lega fyrir sig og hafði engin eft- irköst og maður er feginn að þetta er afstaðið." Þorbjörg býr ásamt manni sínum, Ólafi Árna Óskarssyni, að Gulárási í A-Landeyjum, þar eru þau með um 200 ær og hrossastóð, um 20 hryssur. Stúlkan sem fæddist á annan í jólum er fjórða barn þeirra hjóna. Systkinin, Bergur óskar 9 ára, Kristbjörn 7 ára og Alma 2ja ára, bíða spennt eftir að sjá litlu systur. Ólafur, maður Þorbjargar, stóð frammi fyrir því að þurfa að taka á móti stúlkunni í bíln- um. Aðspurður um hvernig hon- um hefði orðið við þá tilhugsun að þurfa að taka á móti barninu i bílnum sagði Ólafur: „Maður hefði orðið að standa sig í því. Það var lítið hægt að hlaupa af hólmi og ætli það hefði ekki far- ið fyrir manni eins og öðrum sem lenda í slíku að maður verð- ur að standa sig. En það var fyrir mestu að þetta gekk allt vel.“ SigJóns. Fæddi í sjúkrabfl fyrir 6 árum Selfossi, 27. desember. JÓLABARNIÐ á Sjúkrahúsi Suðurlands fæddist á jóladagsmorgun, 13 marka drengur og 53 sm, sonur hjónanna Guðbjargar Runólfsdóttur og Georgs Ottóssonar sem búsett eru að Flúðum í Hrunamannahreppi. Fyrir 6 árum varð Guðbjörg fyrir þeirri reynslu að fæða barn í sjúkrabíl á móts við Rauðavatn á leið til Reykjavíkur. Þá var maður hennar með í för og tók á móti barninu. í stuttu samtali við Guðbjörgu um þennan atburð, í tilefni þess að með henni á stofu liggur Þorbjörg Marta Bergsdóttir sem fæddi barn í sjúkrabíl á annan í jólum, segist henni svo frá að þau hjónin hafi verið á leið á leiksýningu að Flúðum þar sem frumsýna átti Dansinn í Hruna. Hún kvaðst hafa fengið verki á leiðinni á sýninguna. Kallað hafi verið á sjúkrabíl sem kominn var að Flúðum kl. 20.45 og kl. 21.45 skammt frá Reykjavík fæddist stúlka sem nú er 6 ára og heitir Láretta. Georg tók á moli leipunm og gekk allt að óskum. Guðbjörg sagði að alltaf þegar Dansinn í Hruna hefði verið frumsýndur gerðist eitthvað óvænt. Árið 1950 þegar sýna átti Dansinn fór rafmagnið af allri uppsveitinni og fæðing hennar í sjúkrabílnum hefði verið sett í samband við sýninguna. Guðbjörg kvaðst líka hafa ætl- að til Reykjavíkur núna til að eiga barnið en Georg maður hennar hefði ekki tekið það í mál og strákurinn fæddist tveimur tímum eftir komuna á Selfoss. „Þetta var lúxuslíf að eiga í sjúkrabílnum, sú fæðing gekk miklu betur en þessi," sagði Guð- björg og hló við. Þetta er þriðja barn þeirra hjóna, fyrir eiga þau Daða 9 ára og Lárettu 6 ára. Sig. Jóns. Morgunblaftið/ Haukur Gislason. (ÍuðbjörK með nýfæddan son sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.