Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 29 þessu hlutverki, þannig að ég get ekki hugsað mér kerlu öðruvísi, í senn ljúfa, lítilláta, en svolíltið bragðvísa, og ekki var Jón Sigurbjörnsson síðri í hlutverki nafna síns. Það má deila um frammistöðu Arnars Jónssonar í hlutverki Kölska, en þó hygg ég, að sá mikli leik- ari njóti sín best í sem hann fær að láta öllum illum látum og getur nýtt hjólliðugan lík- amann til hins ýtrasta. Nú, fleiri leikara mætti hefja uppá stall, en ég held að ég láti nægja að minnast á Sigríði Hagalín og Guðmund Pálsson, er léku foreldra kerlu og Gest Einar Jónasson í hlutverki sóknarpestsins. Svo sannarlega hundleiðinlegt pakk á æðra til- verustigi, enda var það himna- ríki, er Davíð Stefánsson bregður upp í Gullna hliðinu harla dauflegt, einna líkast föndurstofu á elliheimili. Það var hins vegar býsna ánægju- legt að kíkja eina kvöldstund inní þá stofu nýinnréttaða, en muniði næst, Ágúst og félagar, að setja texta við filmuna, við eigum öll jafnan rétt á að njóta jafn frábærs texta og flóir hér úr penna Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓIIONNU KRISTJÓNSDÓTTUR Friðurinn í Miðausturlönd- um er ekki í sjónmáli enn Hussein Jórdaníukonung- Khomeini erkiklerkur í ur. íran. Prátt fyrir viðleitni af ýmsu tagi, stjórnarskipti í ísrael, sáttagerð í Líbanon og margt fleira, er friður í Miðausturlöndum ekki í sjónmáli við áramót. Margir höfðu vonað að á árinu 1984 tækist að binda endi á margs konar greinir í þessum heimshluta og tilraunir Líbana í þá átt að fá stríðandi aðila þar til að sættast á vopnahlé, svo að hefja mætti Uppbygg- ingu eftir árastríð, hafa ekki tekizt. Simon Peres er orðinn forsætis- ráðherra í ísrael eins og alkunna er, en honum hefur lítið orðið ágengt; eitt af aðalmálum kosningabaráttu Verkamannaflokksins um að fsraels- her yrði fluttur á brott frá Suður-Líbanon hefur ekki verið efnt enn. Og ekkert bendir til að írakar og íranir muni slíðra sverð sín í bráð. Hinn kaldi friður Egypta og ísraela stendur enn. Þó hafa nú borist af því fregnir að fulltrúar þessara tveggja landa muni hittast á næstunni til viðræðna undir forsjá Bandaríkjamanna. Jórdanir hafa ekki treyst sér til að gefa yfirlýsingar um að þeir vilji ræða við ísraela um framtíð Vestur- bakkans og Gaza-svæðisins, einkum vegna þrýstings frá PLO. Yassir Arafat hefur að vísu gefið í skyn að PLO sé reiðubúið að viðurkenna Ísraelsríki, að uppfylltum nokkrum skilyrðum. ísraelar harðneita að tala við fulltrúa PLO og hafa ekki dregið úr stóryrðum sínum í þeirra garð. Sýrlendingar hafa sem fyrr leikið tveimur skjöldum hvað varðar framvindu Líban- onmálsins, en menn vona að ein- hver niðurstaða verði af fundi Gemayels og Assads sem átti að hefjast í Damaskus í gær, fimmtudag. Hvað varðar landnemabyggðir ísraela á Vesturbakkanum er þar einnig ríkjandi hin mesta óvissa. Lýst hefur verið yfir að hafin verði bygging nýrra byggða á næsta ári, hvort sem stjórn ísraels leggur blessun sína yfir það eða ekki. Þetta gæti svo valdið ólgu og sundrungu innan ísraels. Þá hafði kjör Meirs Kahane, hins öfgasinnaða rabbía, á ísraelska þingið, afleit áhrif út á við. Kahane hefur að vísu ekki tekist að vekja á sér þá athygli sem hann stefndi að, en mönnum bar saman um að það hefði verið hnekkir fyrir Israela að maður á borð við Kahane skyldi ná kjöri. Efnahagsástandið í ísrael hef- ur ekki batnað, þrátt fyrir nýja stjórn og boðaða nýja stefnu I efnahagsmálum. fsraelar brugð- ust ókvæða við áminningarbréfi sem var sent til ríkisstjórnar- innar þar fyrir skömmu þar sem Bandaríkjamenn gefa í skyn, að þeir muni draga úr efnahags- aðstoð við ísrael ef ekki takist að koma landinu að nokkru leyti á kjöl. Þótt nýr forsætisráðherra hafi einnig tekið við í Líbanon, Rashid Karami, þekktur fyrir að vera einarður og skeleggur, hef- ur verið ófriðsamt þar. Hús sprengd í loft upp, leyniskyttur hafa stöðugt verið á kreiki, ein- kum í Beirút, og hvað eftir ann- að hefur slegið í brýnu. Hinn al- menni líbanski borgari hefur því enn litla ástæðu til bjartsýni og þar er hið mesta skelfingar- ástand. Hvað viðkemur styrjöld- inni milli íraka og írana hefur þar allt setið við hið sama. Fréttir af framvindu stríðsins eru sem fyrr af skornum skammti, vegna þess að fáir fréttamenn fá að fara á vígvell- ina og sjá hvað þar er að gerast i raun og veru. En harkan hefur ekki minnkað, svo mikið er víst og upp á síðkastið hafa árásir á skip um Persaflóa færst í aukana. írakar hafa þar oftar verið að verki, að því er talið er. Með þessum aðgerðum reyna ír- akar að veikja efnahagsstöðu Ir- ana, sem er bágborin fyrir, svo að þeir neyðist til að setjast að samningaborðinu. Ekki bólar á því að íranir hugsi sér að gefast upp, og enn virðist Khomeini klerkur halda öllum valdaþráð- um í gömlum höndum sér og veldi hans virðist ekki í neinu ógnað. Á hinn bóginn hafa vonir írana dofnað, hvað sem kok- hraustum fullyrðingum líður, um að þeim takist að velta for- seta Iraks, Saddam Hussein, úr sessi. Þrátt fyrir að óeining sé innan araba virðist þó sýnt, að fleiri og fleiri arabalönd hafa komið til liðs við Iraka í stríðinu með vopnasendingum, en opin- berlega er tilkynnt um. Araba- þjóðir Miðausturlanda munu ekki dús við að Khomeini-bylt- ingin flytjist til þeirra landa. Dregið hefur úr stuðningi Sýr- lendinga við írani, þótt það hafi einnig farið lágt. Og ef svo skyldi nú fara að einhvers konar sam- komulag takist milli Assads Sýrlandsforseta og Gemayels forseta Líbanons, má búast við Jóhanna Kristjónsdóttir er blm. í erlendri fréttadeHd Mbl. Simon Peres, forsætis- Assad, forseti Sýrlands. ráðherra ísraels. Saddam Hussein, forseti traks. að Sýrlendingar reyni að draga enn úr stuðningi við írani. Sýr- lendingum er uggljóst ljóst, að hvað sem öðru líður muni það verða arabaríkjunum til fram- dráttar á alþjóðavettvangi, að reyna að ná einhvers konar sam- stöðu sín á milli og hvað sem trúmálum líður eru íranir ekki af arabískum kynþætti svo að það gæti haft sitt að segja líka. Bandaríkjamenn geta all- sæmilega unað sínum hlut í þessum heimshluta á árinu 1984. Það má enn endurtaka að þar er friðurinn ekki í sjónmáli, en Bandaríkjamenn hafa óumdeil- anlega aukið áhrif sín og ítök í hinum arabíska heimi á árinu. Sérstaklega á þetta við hvað Sýrlendinga varðar og að því ógleymdu að Bandaríkjamenn og írakar tóku upp stjórnmálasam- band 1984 eftir sautján ár. Samstaða milli araba þyrfti ekki að vera ógnun við ísraels- ríki, þótt þeim áróðri sé haldið nokkuð á lofti í ísrael. Enda virðast arabaríki eða að minnsta kosti leiðtogar þeirra gera sér fullkomna grein fyrir að ísra- elsríki verður ekki eytt. Það bendir vissulega til að leiðtogar arabaríkja séu loksins farnir að horfast í augu við veruleikann og skilja að Israel mun blíva. (Jerusalem Post, AP o.fl.) Lifað og leikið í Kardimommubæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.