Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 ptnrip Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Fimm ára stríð í Afganistan GULLNA HLIÐIÐ Leiklist Igær, þriðja í jólum, voru liðin fimm ár síð- an sovéski herinn réðst inn í Afganistan. Sovétmenn mættu strax andspyrnu og í fimm ár hafa frelsissveitir Afgana barist við innrásar- liðið og leppa þess. Með ótrúlegri þrautseigju hefur frelsissveitunum tekist að hindra að Afganistan yrði innlimað í Sovétríkin sem er endanlegt markmið her- námsstjóranna. Allt þar til innrásin var gerð 1979 ræddu ráðamenn í Moskvu um sambúð sína við Afganistan sem fyrirmynd. Þar gætu menn séð hvernig stórveldi kæmi fram við til- tölulega lítið nágrannaríki. Stórveldið virti að sjálf- sögðu hlutleysi þess, sjálfs- ákvörðunarrétt og fullveldi. Þessi áróður Kremlverja ómaði um heim allan fyrir tilstilli þeirra manna sem telja hina sovésku ógn meg- infirru og segja eins og Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, í grein 1973: „Það hef- ur alltaf verið lygi að árás frá Sovétríkjunum væri yf- irvofandi." í sömu grein nefnir Árni einmitt Afgan- istan til marks um að Sov- étmenn séu ekki að „ólmast inn í þau mörgu hernaðar- lega veiku lönd, sem liggja umhverfis hin víðlendu Sov- étríki og hafa þó ekki verið í neinu hernaðarbandalagi við Bandaríkin ...“ Sovétmenn og talsmenn þeirra hafa látið í veðri vaka, að innrásarliðið hafi verið kallað til Kabúl, höfuð- borgar Afganistan. Þar hafi það átt að veita réttum stjórnvöldum aðstoð. Sá megingalli er á þessari opinberu söguskoðun, að fyrsta verk innrásarliðsins var að drepa þann sem á „hjálpina“ kallaði. Frá fyrsta degi hefur sem sé ver- ið reynt að sveipa sovésku hernaðaraðgerðirnar lyga- hulu. Mörg hundruð þús- unda sovéskra hermanna hafa verið sendir til að lemja á Afgönum með hin- um fullkomnustu vopnum eða útrýma þeim með eit- urgasi. Með lík fallinna Sov- étmanna og gang stríðsins er farið sem ríkisleyndarmál heima fyrir. Nálægt fimm milljónir Afgana, um þriðj- ungur þjóðarinnar, hafa flú- ið land sitt og rúmlega millj- ón Afgana fallið. Stríðið í Afganistan hefur alls ekki vakið þá reiði- og hneykslunaröldu sem jafnan fer um hinn lýðfrjálsa heim þegar mönnum þykir Banda- ríkjastjórn koma fram af valdhroka. Þeir sem ákaf- astir eru í gagnrýni á „heimsvaldastefnu" Banda- ríkjamanna svo sem vegna Víetnamstríðsins telja inn- rásina í Afganistan helst sambærilega við borgara- styrjaldir í Mið-Ameríku — í báðum tilvikum eigi risa- veldi í hlut. Þeir sem helst bera blak af sovésku innrásinni í Afg- anistan hérlendis eru hinir sömu sem hampa því mest, að íslendingum væri best borgið án varnarviðbúnaðar — í tómarúmi. Þetta segir sína sögu. Því miður eru litlar líkur á að Afgönum takist að sigr- ast á innrásarhernum. Kostnaður Sovétmanna við stríðsaðgerðirnar er aðeins brotabrot af herútgjöldum þeirra. Kremlverjar þurfa ekki að standa neinum reikningsskil heima fyrir. Almenningsálit í lýðræðis- löndum láta þeir sem vind um eyru þjóta. Þeir vita sem er að vestræn ríki munu ekki beita hervaldi til að stemma stigu við sókn innrásarliðs- ins. Langtímamarkmiðið er að innlima Afganistan. Hvað margar milljónir Afg- ana falla áður en það markmið næst skiptir Kremlvérja engu. Þetta er hroðaleg lýsing en byggð á raunsæi. Miklu skiptir fyrir Afgana að þeir njóti siðferðilegs og fjárhagslegs stuðnings sem flestra í frersisbaráttu sinni. í því efni megum við íslend- ingar ekki láta okkar eftir liggja. Við hljótum að vona að blóðugt hernám Sovét- manna í Afganistan verði ekki varanlegt, að tilvist Afgana sem sjálfstæðrar þjóðar verði ekki að engu. Lærdómurinn sem við get- um dregið af fimm ára stríð- inu í Afganistan er skýr og ótvíræður: Þar sem Sovét- menn sjá tómarúm og þeir telja sig komast upp með að fylla það án þess að lenda í hernaðarlegum útistöðum við vestræn ríki, þar láta þeir til skarar skríða. Ólafur M. Jóhannesson Leikrit eftir DavíA Stefáns-son frá Fagraskógi. Prologus fluttur af Val Gíslasyni. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Myndataka: Einar Páll Einars- son. Lýsing: Haukur Hergeirsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason og Bjarni Rúnar Bjarnason. Sviðsmynd: Gunnar Baldursson. Vatnslitamyndir: Snorri Sveinn Friðriksson. Förðun og andlitsgervi: Ragna Fossberg. Búningar: Hulda Kristír Magnúsdóttir. Stjórn upptöku: Andrés Indriða son. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur tónlist Páls ísólfssonar. Matarhátíðinni miklu senn að ljúka og andanum orðið hálf bumbult, birtist þá ekki Ágúst Guðmundsson á annan með hið dægilegasta heilafóður, fyrst Gullsandinn sem rennur ljúft milli fingra líkt og Indiana Jones Spielbergs og síðar um kveldið Gullna hliðið. Sannar- lega kærkomin hvíld frá ham- borgarhryggjum og dúfu- brjóstum, þótt slíkt sé nú ætíð maganum fagnaðarefni. Hvað um það, hið Gullna hlið Davíðs Stefánssonar í meðförum Ágústar og félaga hjá Sjón- varpinu, öðlaðist nýja dýpt að mínu mati og endurnærði þá leikstjórnarlegu hefð sem vax- ið hefir kringum þetta verk hér Þjóðleikhúsið sýnir: Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner. Tónlist: Thorbjörn Egner og Christi- an Hartman. Þýðing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Hljómsveitarstjóri: Agnes Löve. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningateikningar: Thorbjörn Egner. Leikstjóri: Klemens Jónsson ásamt Erik Bisted sem stjórnaði hóp- og söngatriðum. Kardemommubærinn var fyrst sýndur hér árið 1959 og síðan tví- vegis. Einnig hefur verið gefin út plata með Kardemommusöngvun- um, svo að íslenzk börn á ýmsum aldri hafa kynnzt þessu glaðlega verki vel og rækilega. í uppfærsl- unni nú er að því er bezt verður séð farin hefðbundin leið og var auðheyrt að það féll áhorfendum vel í geð sem fylgdust með af mikl- um áhuga. Inntak leiksins er ákaf- lega aðgengilegt og notalegt: Kardemommubærinn er friðsæll staður þar sem menn nota flest tækifæri til að gera sér glaðan dag og það eina sem skyggir á eru ræningjarnir þrír, sem búa í út- á landi. Kemur þar fyrst og fremst til snjöll beiting vatns- litamynda, er runnu áreynslu- laust úr pensli Snorra Sveins Friðrikssonar saman við at- burðarásina. Fannst mér mikil upplyfting að horfa á gamal- kunnugar persónur þessa meistaraverks Davíðs, upphefj- ast í vatnslitamyndum Snorra Sveins, uns þær urðu næsta eðlilegur hluti himnaríkis, þess er íslenskir sveitamenn meitl- uðu í huga sér fyrr á öldum. Finnst mér að Sjónvarpinu hafi hér tekist að staðfæra svo hið þjóðsagnabundna verk Davíðs, að það eigi fullt erindi til okkar í dag og raunar langt út fyrir landssteinana, til allra þeirra er spekúlera í fram- haldslífi og innsta eðli krist- indóms frá nýjum sjónarhóli. Raunar hefir Gullna hliðið öðl- ast vinsældir gegnum tíðina, hvort sem það hefir borið fyrir á fjölunum hér heima eða erl- endis, enda má hiklaust skipa þessu verki á bekk með okkar fremstu leikhúsverkum þeirra er byggja á þjóðsagnalegri og sögulegri arfleifð, verkum eins og Skugga-Sveini, Skálholti, Fjalla-Eyvindi og íslands- klukkunni, en það er ekki þar með sagt, að verkið hitti ætíð sjálfkrafa í mark, í krafti eigin verðleika. Ég er til dæmis þeirrar skoðunar, að Ágúst hafi valið hér í hlutverk af fá- dæma innsýn, þannig að eng- um hafi verið ofaukið nema ef til vill Steindóri Hjörleifssyni, sem naut sín ekki sem skyldi í hlutverki Páls postula, en þar er ekki við Steindór að sakast. En hvílík heppni að Guðrún Þ. jaðri bæjarins og fara ránsferðir til bakarans og pylsugerðar- mannsins öðru hverju. Bastian bæjarfógeti er ekki á því að hand- taka ræningjana að svo stöddu, enda hafa þeir ljón hjá sér sem er þeim hlíf og skjöldur. Þeir eru ómyndarlegir við matseld og til- tekt, ræningjarnir, og taka til bragðs að ræna Soffíu frænku, sem er mikið skass en væn inn við beinið. Þegar Soffía ætlar svo að fara að ala ræningjana upp og skipa þeim fyrir, gera þeir sér lítið fyrir og ræna henni heim aftur. Á endanum eru þó ræningjarnir gripnir og varpað í fangelsi og þar búa þeir undir elskulegri hand- leiðslu Bastians bæjarfógeta og hans frúar í hinu mesta eftirlæti. Þegar eldur kemur upp í þorp- inu reynast ræningjarnir hjálpar- hellur og er launað að verðleikum tápleg framganga. Kasper verður slökkviliðsstjóri og fær ungfrú Soffíu fyrir konu, Jónatan verður aðstoðarsveinn hjá bakaranum og Jesper verður sirkusstjóri. Syngja svo allir Kardemommusönginn og lýkur þar með leiknum. Ræningjarnir þrír hafa frá upp- hafi notið mikilla vinsælda meðal barna, enda eru þeir góðar sálir, einfaldar nokkuð, hjálpfúsir og sniðugir með afbrigðum. Þeir Pálmi Gestsson, Randver Þorláks- Jón bóndi liggur banaleguna. Kerling hittir foreldra sína og prest í Hin Stephensen rataði í hlutverk kerlingar. Svo sannarlega meistaralegt val, því Guðrún varð hreint og beint samgróin son og Örn Árnason fóru með hlutverk þeirra nú og gerðu það leikandi létt. Hlutverk Jónatans varð þó ekki eins fyrirferðarmikið í meðförum Arnar Árnasonar eins og þegar Bessi Bjarnason lék það á árum áður og kannski ekki von. Pálmi Gestsson skilaði Kasper með sóma, en vekja mætti athygli á að það gæti nú verið tvíbent að ekki sé búin til mynd, fært upp leikrit eða lesið inn á auglýsingu nema Pálmi sé þar kvaddur til liðs. „Ofnotkun" á mjög efnilegum leikurum hefur stundum beinlínis orðið fjötur. Soffía frænka er hæfilega skemmtilegt skass í með- förum Lilju Þorvaldsdóttur og Róbert Arnfinnsson er Sem fyrr ágætur Bastian bæjarfógeti, mild- ur og föðurlegur og umfram um að þegnum í Kardemommubæ líði sem allra bezt. Jón Gunnarsson, Pétur Einarsson og Þórhallur Sig- urðsson fara liðugt með sín verk og Kamilla litla söng vel og var sannfærandi ærslabelgur hjá Brynju Gísladóttur. Mikill fjöldi leikara kom fram í sýningunni, börn og fullorðnir og skiluðu allir sínum hlut. Hópatriði voru prýðilega unnin og í heild hin skemmtilegasta sýning sem ætti að eiga langa og góða lífdaga fyrir höndum á fjölum Þjóðleikhússins. Að lifa og leika sér Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.