Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 27 Símamynd/AP. Sokolov marskálkur eftirmaður Ustinovs LÍK DMITRI F. Ustinov fyrrver- andi varnarmaálaráðherra Sovét- ríkjanna á viðhafnarbörum í höll verkalýðsins í Moskvu. Ustinov lézt á fimmtudag í fyrri viku eftir erfið veikindi. Eftirmaður Ustinovs á stóli varnarmálaráðherra hefur verið valinn Sergei L. Sokolov marsk- álkur. Hann var í 17 ár fyrsti varavarnarmálaráðherra Sov- étríkjanna og þvi næstur Ust- inov í ráðuneytinu. Það vakti mesta athygli við útför Ustinovs á mánudag, að þar vantaði Konstantin U. Chernenko leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins. Var hann ekki meðal æðstu manna, sem tóku sér stöðu á svölunum á grafhýsi Lenins við Rauða tor- gið. Chernenko er sagður eiga við öndunarerfiðleika að stríða. Virtist hann heilsulítill er hann var í broddi fylkingar fyrir með- limum stjórnlaganefndarinnar í upphafi opinberrar sorgarstund- ar í höll verkalýðsins á laugar- dag. Afmælis Maos ekki minnst nú PekinK, 27. desember. AP. Stjórnmálasérfrædingar og vest- rænir diplómatar í Kína vöktu at- hygli á því að afmæli Mao Tse Tung fyrrverandi flokksleiðtoga hefði ekki verið minnzt að þessu sinni. Mao hefði orðið 91 árs þann 26. des- cmber. í fyrra var nítugasta afmælis- dags Mao minnst með miklum há- tíðarhöldum og löngum lofræðum í blöðum og á veggsjöldum. Að þessu sinni var afmælisins getið i örlítilli frétt í Málgagni alþýðu- nnar, og afrek hans í engu tíund- uð. í fyrra var aftur á móti gríð- arlöng grein um Mao. Nú var á forsíðu flokksmálgagnsins löng og ítarleg grein eftir forsætisráð- herra Zhao Ziyang, þar sem hann fagnar komu utanríkisráðherr.i Sómalíu og rifjar upp samskipti landanna. Mynd af Mao er enn við Tian- anmentorg í Peking og í fæð- ingarbæ hans er safn sem er til- einkað honum. Aftur á móti hefur verið tekið rækilega fram, þegar Mao þurft hefur nð minnast á Mao, að hann hal erió snjall byltingar- leiðtogi í upphafi ferils síns, en síðan hafi honum orðið á margar og alvarlegar skyssur. Fuglar ráðast á trimmara BoNton, 27. desember. AP. BIRT hefur verið skýrsla slysalækna í Boston, þar sem segir að í ljós hafi komið að trimmarar sæti æ oftar árásum fugla. Síðustu tvö árin segjast lækn- arnir hafa gert að alvarlegum höfuðsárum trimm- ara, sem fuglar höfðu ráðist á, þegar trimmararnir voru í mesta meinleysi að hlaupa sér til heilsubót- ar. Læknarnir segja að hugsanlegt sé að trimmar- arnir gæti ekki nægilega vel að því hvar þeir stígi niður og því geti hér verið um hefnd að ræða af hálfu fuglanna. Einn trimmaranna hefur tvívegis orðið fyrir svo heiftugri fuglaárás, að hann hefur þurft að leita læknis. í skýrslunni segir að trimm- urum sé greinilega ekki óhætt nema þeir sýni meiri varúð og ef til vill sé nauðsynlegt að þeir hafi hjálma á höfði við hlaupin. A FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Reykjavík: Skátabúðin, Snorrabraut 60 Fordhúsið, Skeifunni 17 Seglagerðin Ægir, Grandagarði Alaska, Breiðholti Við Miklagarð Við Vörumarkaðinn, Eiðistorgi Á Lækjartorgi. Garðabær: Hjálparsveitarhúsið Kópavogur: Toyotu-salurinn, Nýbýlavegi 8 Skátaheimilið Kaupgarður, Engihjalla 7 Fljótsdalshérad: Gamla bakaríið (Slátursala KHB) Egilstöðum Njardvík: Netaverkstæði Suðurnesja íþróttavallarhúsið, Njarðvík Hrunamannahreppur: Hue.ranprAi- HiálDarsveitin Snækollur 9 Hjálparsveitin Snækollur ísafjörður: Skátaheimilið Adaldalur: Hjálparsveit Skáta, Aðaldal Blönduós: Björgunarstöðin við Efstubraut Hjálparsveitarhúsið Akureyri: Hjálparsveitarhúsið Lundur v.Þingvallastræti Söluskúr við Sunnuhlíð Söluskúr við Hagkaup Söluskúr norðan við Slökkvistöð Vestmannaeyjar: Heiðarvegur6 Telescope-húsið við Friðarhöfn Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.