Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 19 Frá viðbúnaði Rússa á flugvellinum í Kabul skömmu eftir innrásina. Rússneskur eftirlitsflokkur við þjóðveginn frá Kabul til Jalalabad. Rússneskir hermenn á verði í Kabul skömmu eftir innrásina. 5,260 Hópar uppreisnarmanna héldu áfram árásum á vegi og útvirki. Talsmenn samtaka stjórnarand- stæðinga í Pakistan lýstu því yfir að barizt yrði unz allir Rússar hefðu verið reknir frá Afghanist- an. Næsta sumar höfðu fyrrverandi ráðherrar úr Khalq-arminum ver- ið teknir af lífi og 80—100.000 rússneskir hermenn og flugmenn tóku þátt í aðgerðum í Afghanist- an. Aðeins höfuðborgin Kabul og borgir eins og Jalabad, Herat og Kandahar voru örugglega á valdi stjórnarinnar. Baráttuhugur af- ghanskra hermanna var í lág- marki og svo margir hermenn svikust undan merkjum að stjórn- arherinn var lamaður. Þannig snerist borgarastyrjöld- in, sem geisað hafði í landinu fyrir innrás Rússa, upp í þjóðarand- spyrnu. Landið var kjörið til skæruhernaðar og uppreisnar- menn réðu lögum og lofum í sveit- um landsins. Klettar gnæfa yfir öllum helztu þjóðvegum og helztu byggðakjarnar eru í grennd við fjallasvæði, sem veita skæruliðum gott skjól. Hvergi kemst kyrrð á fyrr en Rússar gera út hefndarleiðangra til tiltekinna svæða. Sovézka her- liðið, sem hefur aldrei verið skipað færri en 100.000 mönnum, hefur óspart beitt þyrlum og brynvögn- um, en fáir vegir eru í landinu og það hefur háð hernámsliðinu. Rússar beittu í upphafi annars flokks hermönnum frá Asíu, sem voru illa í stakk búnir til að dvelj- ast til langframa í landinu og taka þátt í langvinnum bardögum. Síð- an hafa þeir verið sendir heim og við af þeim hafa tekið sérþjálfaðir hermenn, sem. þekkja landslagið betur og eru búnir stríðstólum, sem eru ætluð til baráttu gegn uppreisnarmönnum í hrjóstrugu landsvæði. Aðgerðir Rússa hafa takmark- azt við svæði í grennd við borgir. Margar „hreinsunaraðgerðir" hafa farið fram á tveimur svæðum skammt frá Kabul, í Panshir-dal og umhverfis Pagman. Hins vegar hafa skæruliðar haft afskekktari svæði algerlega á sínu valdi, einkum héruðin Bamiyan og Ghor. Rússar og leifar afghanska hersins hafa örugg yfirráð yfir vegakerfinu, en erfitt er að flytja birgðir út fyrir það. Flóttamenn hafa streymt yfir landamærin: um ein milljón fór inn í Pakistan 1980 og settist að umhverfis Peshawar. Önnur hálf milljón fór til írans. Ári síðar hafði sjöundi hver Afghani flúið land. Auk þess hafa hundruð þús- unda manna flúið frá landsbyggð- inni til Kabul. Panjshir-dalur ÞRÁTEFLI Síðan hefur ríkt þrátefli í stríð- inu. Sovézku hermennirnir hafa gert borgirnar óhultar fyrir stjórnina, en ástandið er ótryggt eftir að dimma tekur. Staða Rússa hefur lítið batnað á landsbyggð- inni. í þessu fjandsamlega and- rúmslofti hefur Karmal-stjórnin reynt að koma á þjóðfélagsbreyt- ingum á grundvelli marxisnia. Áhrifa stríðsins gætir á öllum sviðum þjóðlífsins og mikil aftur- för hefur átt sér stað. Stjórnleysi ríkir á landsbyggðinni. íbúarnir ráða málum sínum sjálfir og ef þeir greiða skatta renna þeir fremur til skæruliða en stjórnar- innar í Kabul. Kennslu og heil- brigðisþjónustu hefur hnignað og bændur eiga erfitt með að útvega sér áburð. Kennsla í afghönskum skólum er hápólitísk. Samtök „ungherja" hafa verið skipulögð að sovézkri fyrirmynd. Sérfræðingar frá Sov- étríkjunum, Tékkóslóvakiu og Austur-Þýzkalandi aðstoða við námskeið, sem tengjast pólitískri hugmyndafræði. Hundruð sovézkra kennara hafa tekið við störfum afghanskra og vestrænna kennara í háskólanum í Kabul. A.m.k. 10.000 Afghanir stunda nám í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Fátt veldur Kabulstjórninni meiri áhyggjum en afghanski her- inn. Baráttuhugur stjórnarher- manna hefur aldrei verið eins deigur og nú. Hermenn svíkjast stöðugt undan merkjum og stöð- ugur straumur liðhlaupa er til stöðva skæruliða í Panjshirdal. Flestir þeirra hafa verið í hernum í innan við sex mánuði. Um leið er ekkert lát á illdeilum liðsforingja úr Khalq- og Parch- am-örmum stjórnarflokksins. Pólitísk sundrung ríkir einnig í röðum skæruliða, þótt það sé sam- eiginlegt markmið þeirra allra að reka Rússa úr landi. Flokkar hóf- samra stjórnarandstæðinga í Pak- istan mynduðu bandalag í des- ember 1981 og flokkar strangtrú- armanna í maí 1982. Meirihluti skæruliða virðist styðja þessa Karmal flokka, sem eru sjö talsins og taka við allri hernaðarlegri og efna- hagslegri aðstoð sem þeir fá og sér um málefni afghanskra flótta- manna. Skæruliðar hafa háð hefðbund- inn skæruhernað og það hefur komið sér vel fyrir þá að landa- mæri Afghanistans og Pakistans eru löng og að pakistönsk stjórn- völd hafa sýnt þeim umburðar- lyndi. VOPNASMYGL Hergögnum og útbúnaði er smyglað frá bækistöðvum skæru- liða í Pakistan og Rússum gengur illa að stöðva þetta smygl. Vopn sín fá skæruliðar frá Bandaríkj- unum, Kína, löndunum við Persa- flóa, íran og liklega Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. ' Skæruliðar hafa einnig náð miklu magni vopna og útbúnaðar af rússneskum og afghönskum hermönnum. Algengt er að skæru- liðar fái hergögn frá liðsforingjum í stjórnarhernum, sem hafa sam- starf við þá. Þetta er talin ein helzta ástæða þess að Rússar neiti að útvega hernum beztu fáanleg vopn. Aðalskotmark skæruliða hefur verið aðalþjóðvegurinn, lífæð samgangna Rússa, sem auðvelt er að rjúfa. Skæruliðar geta ekki valdið Rússum stórfelldum áföll- um, en manntjón Rússa á fyrstu þremur árum stríðs þeirra í Af- ghanistan er talsvert og var álíka mikið og í herliði Bandaríkja- manna í Víetnam á sex árum. Baráttuaðferðum skæruliða hefur verið áfátt. Reyndur sér- fræðingur hefur sagt að ekkert land sé eins kjörið til skæruhern- aðar og Afghanistan, en af- ghönsku skæruliðarnir kunni ekki að færa sér það í nyt. Yfirleitt hafa skæruliðar fengið litla þjálfun, en nokkrar góðar æf- ingastöðvar eru starfræktar í Af- ghanistan, einkum tvær í Panjsh- irdal. Nokkrar æfingabúðir eru í Pakistan. Leiðtogar stjórnarandstæðinga hafa stöðugt beðið vestræn ríki um vopn og aðstoð við að þjálfa skæruliða. Yfirmenn skæruliða segja að þeir verði að fá loftvarna- flaugar af gerðinni SAM 7 til að geta varizt flugvélum Rússa, en þrátt fyrir skort á þeim hafa skæruliðar fundið upp góðar að- ferðir til að forðast sovézku flug- vélarnar og verjast þeim. Mikil beiskja ríkir í garð Banda- ríkjamanna, sem hafa ekki viljað senda fullkomin vopn til svæðis svo nærri Sovétríkjunum. Banda- ríkjamenn telja að ef þeir gerðu það mundu Rússar taka upp her- skárri stefnu í Mið-Ameríku. Auk þess munu Pakistanar hafa tekið nákvæmlega fram hvers konar aðstoð þeir heimili að Af- ghanir fái og útilokað SAM 7-flaugar. Þeir óttast afleið- ingarnar, sem slík stigmögnun stríðsins mundi hafa á landamær- um þeirra. Blað eins og „The Times" hefur SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.