Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 • Þossí nemandi er með það á hreinu hverjir eru númer eitt. Skólaíþróttir eru stórfyrirtæki Heimur bandarískra íþrótta hef- ur lengst af veriö lokaöur okkur islendingum, eins og reyndar má segja um flestar aörar þjóðir í Evr- ópu. Þetta skapst fyrst og fremst af því aö hér í Bandaríkinrium er þessi heimur svo til aó öllu leyti frábrugöinn íþróttaheimi annarra landa. Tvennt kemur hór aöallega til. Bandaríkjamenn stunda mest sínar „eigin“ íþróttir sem lítt eru stundaöar i öðrum löndum, s.s. „footbair (bandarísk knattspyrna) og „basebair (hornabotti). Auk þess hafa þeir yfirleitt sér reglur í öllum íþróttum sem stundaöar eru út um allan heim, s.s. í körfuknatt- leik, knattspyrnu og íshokkí. Þeir hafa því skapaö sér mikla sérstööu gagnvart öörum þjóöum i íþrótt- Þaö sem þó er e.t.v. mikilvæg- ara í þessu sambandi er skipulag á iþróttasamtökum hér i Bandaríkj- unum. Víöast hvar í Evrópu eru íþróttir stundaöar i tengslum viö íþróttaliö sem skiptast eftir svæö- um. Þessi liö eru síöan í landssam- tökum í viðkomandi íþróttagrein, sem sér þá um stjórn á keppni (sbr. hér á íslandi). Bandaríkja- • Klappstýrur „Bowlíng Green“-skólans eru af báðum kynjum. Hár leiöa þau leikmenn skólans inn á leikvanginn þegar þeir koma til leiks. • Hluti hinnar miklu 250 manna lúörasveitar. menn hafa allt annan hátt á í þess- um efnum. Hér þekkjast lítiö bæj- ar- eöa hverfalið, heldur tengjast langflestar íþróttir skólunum. Skólaíþróttir eru stórfyrirtæki, (big business) eins og heimamenn kalla þaö. Samkeppni milli háskóla í Bandaríkjunum um nýja nemend- ur er geysihörö. Eftir því sem eftir- spurnin um skólavist eykst því meira geta skólarnir hækkaö skólagjöldin, en þau standa aö miklu leyti undir rekstri skólanna. Fyrir utan suma rótgrónustu skól- ana leggja flestir háskólar mikla áherslu á aö auglýsa sig út á viö. Þetta gera þeir m.a. til þess aö fá tryggari fjárframlög frá fyrrum nemendum, en þeir hafa í hverjum skóla samtök („The alumni") sem ánafna miklum peningum til skól- anna á hverju ári. Besta leiöin til aö auglýsa skólana og auka jafn- framt áhuga fyrrum stúdenta telja skólarnir aö hafa öflug íþróttaliö. Þetta á sérstaklega viö tvær helstu íþróttirnar sem draga aö áhorfend- ur, þ.e. körfuknattleik og banda- ríska knattspyrnu. En þessi íþróttaheimur hér vestra hefur líka aöra hliö, sem er stemmningin á íþróttakappleikjum. Undirritaöur fór og kannaöi máliö á einum skólaleik í knattspyrnu („football"). Þegar maöur fer á völlinn er- lendis er yfirleitt sama stemmning- in á leiöinni þangaö. Undiritaður hefur séö á annan tug knatt- spyrnukappleikja á Bretlandseyj- um og á leiðinni á völlinn hverju sinni er alltaf sama eftirvæntingin í loftinu eftir því sem nær dregur. Mannþröngin þéttist og allra leiðir beinast í átt til vallarins. Hér í Bandaríkjunum er engin undan- tekning þar á. Ég fór á fyrsta leik skólaliös míns í bandarískri knattspyrnu í haust. Á ieiöinni á völlinn virtist flest benda til aö stemmningin væri lík í Bandaríkjunum og Evr- ópu. En þegar ég var aö koma aö vellinum blasti viö sjónum mínum 250 manna lúörasveit í fullum skrúöa aö bandarískum siö. Hún kom svo stormandi inn á völlinn viö mikinn fögnuö áhorfenda. Hólt hún mikla sýningu fyrir leikinn, í hálfleik og eftir leik. Aö sögn margra koma allmargar fjölskyldur ekki síöur á þessa leiki háskólaliö- anna til aö sjá allar skrautsýn- ingarnar í kringum leikina en aö horfa á leikina sjálfa. Á meöan á leiknum stóö sátu meölimir lúöra- sveitarinnar á afmörkuöu svæöi á áhorfendastæðunum og voru til- búnir aö taka nokkur stef þegar heimaliöinu tókst vel upp. Inni á vellinum er stemmningin nokkuö óiík því sem viö íslend- ingar höföum séö á evrópskum knattspyrnuleikjum. Hér í Banda- ríkjunum þekkjast stæöi á íþrótta- völlum varla heldur eru yfirleitt ein- tóm sæti, og eru áhorfendur því ekki jafn þétt saman. Þetta gerir þaö aö verkum aö það myndast ekki jafn náiö samband á milli þeirra og eru því öll hróp og köll frekar sundurlaus. i nokkur skipti á leiknum náöist þó samstaöa um hróp frá áhorfendum, en banda- rískir áhorfendur eru ekki vanir aö taka frumkvæöiö í þessum efnum, heldur láta svokallaöar „klappstýr- ur“ (cheerleaders) um slíkt. iiiTtniina Annað sem maöur tekur eftir á sínum fyrsta leik í Bandaríkjunum er hversu íþróttaandinn meöal áhorfenda er ólikur okkar Evrópu- búa. Í bandarískum íþróttum þekkist þaö varla aö áhorfendur fari á úti- leiki hjá liöum sínum. Þaö gerist helst þegar nágrannaliö í skóla- íþróttum keppa. Áhorfendur eru því venjulega allir á bandi heima- manna og minna er um aö þeir hrópi ókvæðisorö i garö andstæö- inganna en t.d. Englendingar gera. En virki hegðun áhorfenda hérna ólíkt því sem viö eigum aö venjast frá Evrópu, er þaö þó leik- urinn sjálfur („footbaH”) sem slær öll met. Bandarísk knattspyrna er ekki leikin meö fótunum, heldur mestmegnis meö höndunum. Leikmenn klæöast heilmiklum út- búnaöi s.s. hjálmi meö grímu, axlapúöum, auk ýmissa belta, púöa og hlífa. Þetta er taliö nauö- synlegt þar sem árekstrar í þessari íþrótt eru allharöir á köflum. Fyrir utan aö leikmenn líti út sem hálf- geröir geimfarar eru hvorki meira né minna en um og yfir 50 leik- menn í hvoru liöi í hverjum leik, þó aöeins 11 séu inná í einu. Þetta kemur til af því aö í hverju liöi eru bæöi varnar- og sóknarlið, auk „sérliöa" sem þeir kalla svo hér. Þvi eru venjulega allflestir þessara leikmanna notaöir í hverjum leik, og ekki veitir af þar sem mikiö er um meiösl í þessari íþrótt, þrátt fyrir allan útbúnaöinn. Leikurinn sjálfur felst í megin- dráttum í aö koma knettinum inn á endasvæði andstæöinganna, ann- aöhvort meö því aö hlaupa meö hann eöa kasta honum til sam- herja. Liöin fá visst margar tilraun- ir til þess og mistakist þaö veröa þau aö láta hann af hendi. Hver leiklota er stöövuö þá er leikmaður með boltann er felldur eöa kast milli samherja mistekst. í eöli sínu er þessi leikur því ákaflega hernaöalegur, sem er ein sennilegasta skýringin á vinsæld- um hans hér vestra. Sá sem stjórnar sóknaraögeröum („kast- arinn") er nokkurs konar hershöfö- ingi á vellinum, sem reynir aö vinna svæöi og koma liöi sínu nær endamörkum andstæöinganna. Allt fer þetta fram eftir flóknum reglum og gerist leikmaður brot- legur er leikurinn stöövaöur og liö hans fært aftur. Áhorfendur hafa því nóg aö gera aö fylgjast meö leiknum þó hver leiklota taki venjulega aöeins fá- einar sekúndur. En þá veröa þeir líka aö kunna reglurnar nokkuö vel. Þeir sem ekki þekkja þær e.t.v. eins vel geta þá horft á markatöfluna á meöan leikurinn er stopp. Já, markatöfluna! Markatöflur hér í Bandaríkjunum eru yfirleitt mjög fullkomnar og miöla í sífellu upplýsingum og hvatningu til áhorfenda. Sá sem stjórnaöi töfl- unni á þessum skólaleik var meö húmorinn í lagi. i hvert skipti sem heimamönnum tókst vel upp í leiknum komu hrósyröi upp á Ijósatöfluna s.s. „How ’bout that“, „Ftun’em over“, „Big air attack“ o.s.frv. en þegar gestirnir skoruðu var hitastig dagsins og tími sett á Ijósatöfluna! Þegar leiknum lauk hóf lúöra- sveitin mikla sýningu sem stóö í ca. 20 mínútur. Ég gekk heim á leiö og fann fyrir því aö ég haföi ekki séö nein læti eöa slagsmál allan daginn. Já, ólíkt hafast þeir aö, Bandaríkjamenn og Bretar. Q.VaL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.