Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.12.1984, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 • Þossí nemandi er með það á hreinu hverjir eru númer eitt. Skólaíþróttir eru stórfyrirtæki Heimur bandarískra íþrótta hef- ur lengst af veriö lokaöur okkur islendingum, eins og reyndar má segja um flestar aörar þjóðir í Evr- ópu. Þetta skapst fyrst og fremst af því aö hér í Bandaríkinrium er þessi heimur svo til aó öllu leyti frábrugöinn íþróttaheimi annarra landa. Tvennt kemur hór aöallega til. Bandaríkjamenn stunda mest sínar „eigin“ íþróttir sem lítt eru stundaöar i öðrum löndum, s.s. „footbair (bandarísk knattspyrna) og „basebair (hornabotti). Auk þess hafa þeir yfirleitt sér reglur í öllum íþróttum sem stundaöar eru út um allan heim, s.s. í körfuknatt- leik, knattspyrnu og íshokkí. Þeir hafa því skapaö sér mikla sérstööu gagnvart öörum þjóöum i íþrótt- Þaö sem þó er e.t.v. mikilvæg- ara í þessu sambandi er skipulag á iþróttasamtökum hér i Bandaríkj- unum. Víöast hvar í Evrópu eru íþróttir stundaöar i tengslum viö íþróttaliö sem skiptast eftir svæö- um. Þessi liö eru síöan í landssam- tökum í viðkomandi íþróttagrein, sem sér þá um stjórn á keppni (sbr. hér á íslandi). Bandaríkja- • Klappstýrur „Bowlíng Green“-skólans eru af báðum kynjum. Hár leiöa þau leikmenn skólans inn á leikvanginn þegar þeir koma til leiks. • Hluti hinnar miklu 250 manna lúörasveitar. menn hafa allt annan hátt á í þess- um efnum. Hér þekkjast lítiö bæj- ar- eöa hverfalið, heldur tengjast langflestar íþróttir skólunum. Skólaíþróttir eru stórfyrirtæki, (big business) eins og heimamenn kalla þaö. Samkeppni milli háskóla í Bandaríkjunum um nýja nemend- ur er geysihörö. Eftir því sem eftir- spurnin um skólavist eykst því meira geta skólarnir hækkaö skólagjöldin, en þau standa aö miklu leyti undir rekstri skólanna. Fyrir utan suma rótgrónustu skól- ana leggja flestir háskólar mikla áherslu á aö auglýsa sig út á viö. Þetta gera þeir m.a. til þess aö fá tryggari fjárframlög frá fyrrum nemendum, en þeir hafa í hverjum skóla samtök („The alumni") sem ánafna miklum peningum til skól- anna á hverju ári. Besta leiöin til aö auglýsa skólana og auka jafn- framt áhuga fyrrum stúdenta telja skólarnir aö hafa öflug íþróttaliö. Þetta á sérstaklega viö tvær helstu íþróttirnar sem draga aö áhorfend- ur, þ.e. körfuknattleik og banda- ríska knattspyrnu. En þessi íþróttaheimur hér vestra hefur líka aöra hliö, sem er stemmningin á íþróttakappleikjum. Undirritaöur fór og kannaöi máliö á einum skólaleik í knattspyrnu („football"). Þegar maöur fer á völlinn er- lendis er yfirleitt sama stemmning- in á leiöinni þangaö. Undiritaður hefur séö á annan tug knatt- spyrnukappleikja á Bretlandseyj- um og á leiðinni á völlinn hverju sinni er alltaf sama eftirvæntingin í loftinu eftir því sem nær dregur. Mannþröngin þéttist og allra leiðir beinast í átt til vallarins. Hér í Bandaríkjunum er engin undan- tekning þar á. Ég fór á fyrsta leik skólaliös míns í bandarískri knattspyrnu í haust. Á ieiöinni á völlinn virtist flest benda til aö stemmningin væri lík í Bandaríkjunum og Evr- ópu. En þegar ég var aö koma aö vellinum blasti viö sjónum mínum 250 manna lúörasveit í fullum skrúöa aö bandarískum siö. Hún kom svo stormandi inn á völlinn viö mikinn fögnuö áhorfenda. Hólt hún mikla sýningu fyrir leikinn, í hálfleik og eftir leik. Aö sögn margra koma allmargar fjölskyldur ekki síöur á þessa leiki háskólaliö- anna til aö sjá allar skrautsýn- ingarnar í kringum leikina en aö horfa á leikina sjálfa. Á meöan á leiknum stóö sátu meölimir lúöra- sveitarinnar á afmörkuöu svæöi á áhorfendastæðunum og voru til- búnir aö taka nokkur stef þegar heimaliöinu tókst vel upp. Inni á vellinum er stemmningin nokkuö óiík því sem viö íslend- ingar höföum séö á evrópskum knattspyrnuleikjum. Hér í Banda- ríkjunum þekkjast stæöi á íþrótta- völlum varla heldur eru yfirleitt ein- tóm sæti, og eru áhorfendur því ekki jafn þétt saman. Þetta gerir þaö aö verkum aö það myndast ekki jafn náiö samband á milli þeirra og eru því öll hróp og köll frekar sundurlaus. i nokkur skipti á leiknum náöist þó samstaöa um hróp frá áhorfendum, en banda- rískir áhorfendur eru ekki vanir aö taka frumkvæöiö í þessum efnum, heldur láta svokallaöar „klappstýr- ur“ (cheerleaders) um slíkt. iiiTtniina Annað sem maöur tekur eftir á sínum fyrsta leik í Bandaríkjunum er hversu íþróttaandinn meöal áhorfenda er ólikur okkar Evrópu- búa. Í bandarískum íþróttum þekkist þaö varla aö áhorfendur fari á úti- leiki hjá liöum sínum. Þaö gerist helst þegar nágrannaliö í skóla- íþróttum keppa. Áhorfendur eru því venjulega allir á bandi heima- manna og minna er um aö þeir hrópi ókvæðisorö i garö andstæö- inganna en t.d. Englendingar gera. En virki hegðun áhorfenda hérna ólíkt því sem viö eigum aö venjast frá Evrópu, er þaö þó leik- urinn sjálfur („footbaH”) sem slær öll met. Bandarísk knattspyrna er ekki leikin meö fótunum, heldur mestmegnis meö höndunum. Leikmenn klæöast heilmiklum út- búnaöi s.s. hjálmi meö grímu, axlapúöum, auk ýmissa belta, púöa og hlífa. Þetta er taliö nauö- synlegt þar sem árekstrar í þessari íþrótt eru allharöir á köflum. Fyrir utan aö leikmenn líti út sem hálf- geröir geimfarar eru hvorki meira né minna en um og yfir 50 leik- menn í hvoru liöi í hverjum leik, þó aöeins 11 séu inná í einu. Þetta kemur til af því aö í hverju liöi eru bæöi varnar- og sóknarlið, auk „sérliöa" sem þeir kalla svo hér. Þvi eru venjulega allflestir þessara leikmanna notaöir í hverjum leik, og ekki veitir af þar sem mikiö er um meiösl í þessari íþrótt, þrátt fyrir allan útbúnaöinn. Leikurinn sjálfur felst í megin- dráttum í aö koma knettinum inn á endasvæði andstæöinganna, ann- aöhvort meö því aö hlaupa meö hann eöa kasta honum til sam- herja. Liöin fá visst margar tilraun- ir til þess og mistakist þaö veröa þau aö láta hann af hendi. Hver leiklota er stöövuö þá er leikmaður með boltann er felldur eöa kast milli samherja mistekst. í eöli sínu er þessi leikur því ákaflega hernaöalegur, sem er ein sennilegasta skýringin á vinsæld- um hans hér vestra. Sá sem stjórnar sóknaraögeröum („kast- arinn") er nokkurs konar hershöfö- ingi á vellinum, sem reynir aö vinna svæöi og koma liöi sínu nær endamörkum andstæöinganna. Allt fer þetta fram eftir flóknum reglum og gerist leikmaður brot- legur er leikurinn stöövaöur og liö hans fært aftur. Áhorfendur hafa því nóg aö gera aö fylgjast meö leiknum þó hver leiklota taki venjulega aöeins fá- einar sekúndur. En þá veröa þeir líka aö kunna reglurnar nokkuö vel. Þeir sem ekki þekkja þær e.t.v. eins vel geta þá horft á markatöfluna á meöan leikurinn er stopp. Já, markatöfluna! Markatöflur hér í Bandaríkjunum eru yfirleitt mjög fullkomnar og miöla í sífellu upplýsingum og hvatningu til áhorfenda. Sá sem stjórnaöi töfl- unni á þessum skólaleik var meö húmorinn í lagi. i hvert skipti sem heimamönnum tókst vel upp í leiknum komu hrósyröi upp á Ijósatöfluna s.s. „How ’bout that“, „Ftun’em over“, „Big air attack“ o.s.frv. en þegar gestirnir skoruðu var hitastig dagsins og tími sett á Ijósatöfluna! Þegar leiknum lauk hóf lúöra- sveitin mikla sýningu sem stóö í ca. 20 mínútur. Ég gekk heim á leiö og fann fyrir því aö ég haföi ekki séö nein læti eöa slagsmál allan daginn. Já, ólíkt hafast þeir aö, Bandaríkjamenn og Bretar. Q.VaL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.