Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 33 Andlát meöal Is- lendinga í Minnesota — eftir Valdimar Björnsson Mannalát meðal Minnesota- íslendinga teljast í fréttum fær- andi í pistlum héðan og mætti þá minnast á nokkur upp á síðkastið. Gary Athelstan missti móður sína 20. október 1984, Louise Bonhus, sem var fyrri kona Arnolds At- helsta, dó skyndilega í Minnea- polis, 68 ára. Gary kenndi við Há- skóla íslands fyrir nær ári og er hann prófessor við endurhæfinga- deild læknaskólans við Minne- sota-háskólann. Tvær dætur og fimm barnabörn syrgja líka móð- ur sína og ömmu. Minningarat- höfn fór fram í Mindekirken — Norwegian Lutheran Memorial Church — í Minneapolis. Móðir Gary prófessors, Svanhvít Jó- hannsdóttir frá Seyðisfirði, er enn á lífi, varð 93 ára hinn 30. marz síðastliðinn. Gunnlaugur Tryggi Aðalsteinsson, fæddur á Akureyri, dó fyrir nokkrum árum. Ekkja hans hefur búið á Jones-Harri- son-elliheimilinu í Minneapolis í fleiri ár, giftist þar samvistar- manni, Claude Rossman, fyrir fimm árum, en hann dó fyrir nokkrum mánuðum, 99 ára. Svana er þannig ekkja í annað sinn, við hrapandi heilsu. Síðbúið bréf vestan af Kyrra- hafsströnd færði kunningjum hér fréttir um lát íslenzkrar konu í Los Angeles í febrúarmánuði 1984, frú Alice Thorvardsson Heiderich. Hún var 86 ára er hún dó. Jakob Heiderich, fæddur í Þýzkalandi, giftist Alice Thorvardsson fyrir ♦mörgum árum í Minneapolis eftir að hann varð „first violinist í Minneapolis Symphony Orch- estra". Jakob er enn á lífi í Los Angeles, kominn okkuð yfir átt- rætt, lengi fyrsti fiðluleikari í Los Angeles symfóníuhljómsveitinni. Árni, elsti sonurinn, sver sig í ætt- ina, er fiðluleikari í Los Angeles symfóníunni; annar sonur, Robert, var lengi í hljómsveitinni en er með verzlun núna, og eina dóttirin heitir Ellý. Frú Alice var dóttir Árna Þorvarðarsonar bókbindara, bróður Þorvarðar prentara, kona hans, á Eskifirði á fyrri árum en þau eru bæði dáin í Minneapolis fyrir mörgum árum. Frú Alice var píanósnillingur og söng vel; kenndi hún ótal mörgum ungling- um á píanó og kom oft fram sjálf. Hún var einbirni foreldra sinna, glæsileg kona, tignarleg í fram- komu og vingjarnleg að eðlisfari. Þrír úr Islendingahópnum í Minneapolis dóu i september, Carl F. Gíslason, Anna Joshepson, ekkja Alfreds Gross og Robert Younger, sem lætur eftir sig alís- lenzka konu, Vera May, dóttir Jó- hanns G. Gestssonar, Jóhannsson- ar kennara og Stefaníu Gísladótt- ur, en þau eru bæði dáin. Carl F. Gíslason var 82 ára, hættur störfum eftir margra ára skeið í háu embætti í skattadeild Minneapolis. Hann dó um miðjan septembermánuð 1984 í Minnea- polis eftir stutta legu. Missti hann fyrri konu sína fyrir nokkrum ár- um en seinni konan, Marion, lifir hann ásamt stjúpbörnum. Carl átti tvær dætur í fyrra hjónabandi og þá eru líka tvær systur hans og þrír bræður á lífi. Foreldrar Carls voru Kristján Magnússon Gísla- sonar úr Bárðardalnum og Jó- hanna Jóhannesdóttir Pétursson- ar og var sá Jóhannes bróðir Frið- riks Péturssonar, föður séra Frið- riks í KFUM. Kristján Magnús- son, faðir Carls, var alltaf kallað- ur C.M. Gíslason, var bóndi og lengi lögfræðingur í Minneota og Ivanhoe, Minnesota, kjörinn á ríkisþingið í Minnesota frá Lin- coln-héraði og var seinna í mörg ár í ríkisembætti, State Board of Grain Appeals, með umsjón yfir mati á kornvörum. Frú Anna Gross var 87 ára er hún lézt á elliheimili sem er rekið af Frímúrarareglunni skammt frá Minneapolis. Frú Anna var í kvennadeild Frímúrara, Eastern Star, í 50 ár. Hún missti mann sinn, Alfred Groff, af norskum ættum, rakara í Minnesota, fyrir mörgum árum; lifðu hana tvær dætur, barnabörn og fleiri barna- barnabörn. Anna var sjúpdóttir Árna Sigfússonar Jósepssonar úr Vopnafirði, sem dó í Glenboro, Manitoba, fyrir nokkrum árum, jarðaður í Minneota, Minnesota, og þar í grennd var hann fram- úrskarandi bóndi í mörg ár. Árni var þrígiftur og var Anna dóttir Bjargar, miðkonu hans; Friðrikka Whit, ekkja í St. Paul, er dóttir Bjargar og Árna, hálfsystir Önnu. Hún var fríð kona, hlýleg í við- móti, trygg í störfum og ekki síst í Heklufélagi kvenna í Minneapolis og St. Paul. Það er íslénzk kona sem missti manninn sinn í Minneapolis rétt eftir miðjan septembermánuð 1984, Vera Johannsson Younger. Hét hinn látni Robert R. Younger og dó hann úr krabbameini eftir langa legu, sjötugur. Minningar- athöfn fór fram í Mount OLivet Lutheran Church í Minneapolis 21. september; líkið var brennt og askan jörðuð í leiði foreldra Rob- erts í Winnipeg. í nokkuð mörg ár var hann við starf hjá trygginga- félagi í Minneapolis en Winnipeg var heimili þeirra hjóna á yngri árum og þar gekk Robert í kan- adiska flugherinn og hélt lautin- antstign stríðsárin. Hann var fé- lagslyndur, mikill starfsmaður í Richifield Kiwanis Club í útjaðri Minneapolis, og í öðrum félögum, alltaf boðinn og búinn að aðstoða konu sína í því mikla starfi sem hún hefur innt af hendi í Heklu- klúbbnum. Áttu þau dóttur sem með manni sínum og syni syrgja hann. Vera er dóttir þekktra leið- toga meðal íslendinga í Kanada, bæði látin. Johann Gestsson Jó- hannsson var kennari í mörg ár og var lengi í þvi starfi við Daniel Mclntyre High School í Winnipeg og Stefaníu konu hans Gísladóttur Árnasonar úr Öxnadal. Jóhann og Gestur Jóhannsson, lengst af á Seyðisfirði, og giftur Fríðu frá Múla, voru bræðrasynir. Valdimar Hjömsson er fyrrum tjár- málarádhcrra í Minnesota. Margir hafa áhuga á togara Landsbankans: ísfirzk útgerð hefur boðið 90 milljónir í hann NOKKRIR aAilar hérlendis hafa þegar sýnt áhuga á kaupum á togara Landsbankans, Bjarna Herjólfssyni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið boðið í hann yfir 90 milljónir króna, en Landsbankinn greiddi 82 milljónir fyrir togarann á uppboði fyrir skömmu. Þess má geta að Lands- bankinn átti fjárkröfur í skipið upp á 15 milljónir króna. Meðal þeirra, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, sem áhuga hafa sýnt á kaupum á Bjarna, er útgerð Arnarness ÍS 42, sem var áð- ur Ingólfur GK 42. Hefur hún boðið um 90 milljónir króna í togarann. Arnarnesið er gert út á rækju og hyggjast eigendur þess, breyta Bjarna, verði af kaupunum, í frysti- skip til veiða á rækju og botnfiski. Stefán Pétursson, yfirmaður lögfræðideildar Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mál þetta væri skammt á veg komið og engin formleg tilboð hefðu borizt í skipið. Hann gæti heldur ekki gefið upp hverjir hefðu sýnt áhuga á kaupum á skipinu, það væri enn sem komið væri trúnaðarmál, en þeir væri allnokkrir. Bankinn hefði feng- ið skipið útlagt á uppboði, sem ófull- nægður veðhafi, en hann ætti í því veðskuldir, sem næmu um 15 millj- ónum króna á næstu veðréttum í skipinu. Því yrði reynt að fá meira en uppboðsverðið fyrir hann til þess aö bankinn yrði skaðlaus af þessum viðskiptum. * Islenskir hestar í Skotlandi: „Möguleiki á útflutningi þangað með öflugri kynn- ingu og reiðkennslu“ — segir Mónika Pálsdóttir sem starfaði þar á hestabúgarði Hestar Valdimar Kristinsson ÞAÐ ERU sjálfsagt ekki margir sem vita að íslenskir hestar fyrir- finnast á Bretlandseyjum og það sem merkilegra er, er að þar eru til nokkuð góðir hestar. Nú í sumar starfaöi Mónika Pálsdóttir, dóttir Páls heitins á Kröggólfsstöðum, á búgarði í Skotlandi þar sem ís- lcn.sk hross voru. Eigandinn, Holmann að nafni, kora til íslands fyrir um það bil tíu árum og keypti fimm hryssur og einn stóðhest og hefur síðan ræktað eða í það minnsta látið hrossin tímgast, en eftir því sem Mónika tjáði blaða- manni eru fáir sem kunna að meta ganghæfni íslensku hestanna þannig að fólk gerir sér ekki grein fyrir því eftir hverju skal leita f ræktun. Blaðamaður hitti Móniku að máli á afmælishátíð Hollend- inganna sem haldin var i sept- ember sl., en hún var þar ásamt skoskum pilti, Clive Phillips, sem nýlega hefur sagt skilið við stóru hestana og snúið sér að þeim íslensku, og var hann spurður hvað hafi valdið þessum umskiptum. „Það eru margar ástæður fyrir því. Ég var búinn að læra tals- vert á stórum hestum og var far- inn að keppa í hindrunarstökki meðal annars og mér fannst þetta orðið frekar tilgangslítið að ríða bara í hringi á litlu af- mörkuðu svæði og láta hestana stökkva. íslensku hestarnir bjóða upp á meiri fjölbreytni, það gerir gangurinn og þeir eru miklu líflegri en þeir stóru og hafa meira og skemmtilegra skap. Stóru hestarnir eru til- breytingarlausir og þungir, þannig að það var skemmtilegt að uppgötva þessa nýju gerð af hestum. Ef sagt hefði verið við mig fyrir tveimur árum að ég ætti eftir að ríða íslenskum hest- um, hefði ég þvertekið fyrir það. Mónika og tvær hollenskar stúlkur sem voru í Skotlandi í sumar breyttu þessari skoðun minni, þannig að nú vil ég helst ekkert nema íslenska hesta," sagði Clive og greinilegt var að hann hafði fengið bakteríuna eins og það er kallað. Mónika taldi að það væru eitthvað á bilinu 100—150 hross á Bretlandi og væru það þrír að- Mónika og Clive í Uddel í Hollandi. MorgunblaðiA/VK. Mónika og Ciive Phillips á tveimur af þeim hrossum sem seld voru til Hollands. Mónika situr Pryst, sem er níu vetra gamall, en hann var graður til sex vetra aldurs. Þetta er alhliða hestur, en ekkert verið átt við skeiðið í honum fyrr en Mónika kom. Clive situr fimm vetra hryssu sem heitir Eva, en bæði þessi hross eru frá Rickarton í Skotlandi. „Hún er alhliöa hross, en ekkert verið átt við skeið í henni, en ég býst við að hún gæti orðið vel vökur,“ segir Mónika. Bæði þessi hross voru seld fyrir 14.000 ísl. krónur. ilar sem fengjust við ræktun. Hún taldi að um 20 manns ættu þetta einn og tvo hesta, en þessi hross væru aðallega notuð fyrir krakka og hún hélt áfram: „Þessi Holmann hefur selt nokkuð af hestum og stuttu áður en ég kom til hans hafði hann selt nokkra bestu hestana til Hollands á fjórtán þúsund krón- ur stykkið og benti ég honum á hvaða vitleysu hann hefði gert og dauðsá hann eftir því, en það varð ekki aftur snúið. Ég reið þessum hestum og ég held að þeir hefðu sómt sér vel á þessu móti hér og ég býst við að það hefði verið hægt að komast langt í keppninni á þeirn." — Eru möguleikar fyrir ís- lendinga að selja hesta til Bret- lands? „Já, sjálfsagt væri það hægt, en ég held að það yrði að byrja með öflugri kynningu, þá með því að senda nokkra góða hesta og knapa til þátttöku í sýningum og svo þyrfti að fylgja reið- kennsla samhliða sölu á hross- um,“ sagði Mónika að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.