Morgunblaðið - 28.12.1984, Page 29

Morgunblaðið - 28.12.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984 29 þessu hlutverki, þannig að ég get ekki hugsað mér kerlu öðruvísi, í senn ljúfa, lítilláta, en svolíltið bragðvísa, og ekki var Jón Sigurbjörnsson síðri í hlutverki nafna síns. Það má deila um frammistöðu Arnars Jónssonar í hlutverki Kölska, en þó hygg ég, að sá mikli leik- ari njóti sín best í sem hann fær að láta öllum illum látum og getur nýtt hjólliðugan lík- amann til hins ýtrasta. Nú, fleiri leikara mætti hefja uppá stall, en ég held að ég láti nægja að minnast á Sigríði Hagalín og Guðmund Pálsson, er léku foreldra kerlu og Gest Einar Jónasson í hlutverki sóknarpestsins. Svo sannarlega hundleiðinlegt pakk á æðra til- verustigi, enda var það himna- ríki, er Davíð Stefánsson bregður upp í Gullna hliðinu harla dauflegt, einna líkast föndurstofu á elliheimili. Það var hins vegar býsna ánægju- legt að kíkja eina kvöldstund inní þá stofu nýinnréttaða, en muniði næst, Ágúst og félagar, að setja texta við filmuna, við eigum öll jafnan rétt á að njóta jafn frábærs texta og flóir hér úr penna Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓIIONNU KRISTJÓNSDÓTTUR Friðurinn í Miðausturlönd- um er ekki í sjónmáli enn Hussein Jórdaníukonung- Khomeini erkiklerkur í ur. íran. Prátt fyrir viðleitni af ýmsu tagi, stjórnarskipti í ísrael, sáttagerð í Líbanon og margt fleira, er friður í Miðausturlöndum ekki í sjónmáli við áramót. Margir höfðu vonað að á árinu 1984 tækist að binda endi á margs konar greinir í þessum heimshluta og tilraunir Líbana í þá átt að fá stríðandi aðila þar til að sættast á vopnahlé, svo að hefja mætti Uppbygg- ingu eftir árastríð, hafa ekki tekizt. Simon Peres er orðinn forsætis- ráðherra í ísrael eins og alkunna er, en honum hefur lítið orðið ágengt; eitt af aðalmálum kosningabaráttu Verkamannaflokksins um að fsraels- her yrði fluttur á brott frá Suður-Líbanon hefur ekki verið efnt enn. Og ekkert bendir til að írakar og íranir muni slíðra sverð sín í bráð. Hinn kaldi friður Egypta og ísraela stendur enn. Þó hafa nú borist af því fregnir að fulltrúar þessara tveggja landa muni hittast á næstunni til viðræðna undir forsjá Bandaríkjamanna. Jórdanir hafa ekki treyst sér til að gefa yfirlýsingar um að þeir vilji ræða við ísraela um framtíð Vestur- bakkans og Gaza-svæðisins, einkum vegna þrýstings frá PLO. Yassir Arafat hefur að vísu gefið í skyn að PLO sé reiðubúið að viðurkenna Ísraelsríki, að uppfylltum nokkrum skilyrðum. ísraelar harðneita að tala við fulltrúa PLO og hafa ekki dregið úr stóryrðum sínum í þeirra garð. Sýrlendingar hafa sem fyrr leikið tveimur skjöldum hvað varðar framvindu Líban- onmálsins, en menn vona að ein- hver niðurstaða verði af fundi Gemayels og Assads sem átti að hefjast í Damaskus í gær, fimmtudag. Hvað varðar landnemabyggðir ísraela á Vesturbakkanum er þar einnig ríkjandi hin mesta óvissa. Lýst hefur verið yfir að hafin verði bygging nýrra byggða á næsta ári, hvort sem stjórn ísraels leggur blessun sína yfir það eða ekki. Þetta gæti svo valdið ólgu og sundrungu innan ísraels. Þá hafði kjör Meirs Kahane, hins öfgasinnaða rabbía, á ísraelska þingið, afleit áhrif út á við. Kahane hefur að vísu ekki tekist að vekja á sér þá athygli sem hann stefndi að, en mönnum bar saman um að það hefði verið hnekkir fyrir Israela að maður á borð við Kahane skyldi ná kjöri. Efnahagsástandið í ísrael hef- ur ekki batnað, þrátt fyrir nýja stjórn og boðaða nýja stefnu I efnahagsmálum. fsraelar brugð- ust ókvæða við áminningarbréfi sem var sent til ríkisstjórnar- innar þar fyrir skömmu þar sem Bandaríkjamenn gefa í skyn, að þeir muni draga úr efnahags- aðstoð við ísrael ef ekki takist að koma landinu að nokkru leyti á kjöl. Þótt nýr forsætisráðherra hafi einnig tekið við í Líbanon, Rashid Karami, þekktur fyrir að vera einarður og skeleggur, hef- ur verið ófriðsamt þar. Hús sprengd í loft upp, leyniskyttur hafa stöðugt verið á kreiki, ein- kum í Beirút, og hvað eftir ann- að hefur slegið í brýnu. Hinn al- menni líbanski borgari hefur því enn litla ástæðu til bjartsýni og þar er hið mesta skelfingar- ástand. Hvað viðkemur styrjöld- inni milli íraka og írana hefur þar allt setið við hið sama. Fréttir af framvindu stríðsins eru sem fyrr af skornum skammti, vegna þess að fáir fréttamenn fá að fara á vígvell- ina og sjá hvað þar er að gerast i raun og veru. En harkan hefur ekki minnkað, svo mikið er víst og upp á síðkastið hafa árásir á skip um Persaflóa færst í aukana. írakar hafa þar oftar verið að verki, að því er talið er. Með þessum aðgerðum reyna ír- akar að veikja efnahagsstöðu Ir- ana, sem er bágborin fyrir, svo að þeir neyðist til að setjast að samningaborðinu. Ekki bólar á því að íranir hugsi sér að gefast upp, og enn virðist Khomeini klerkur halda öllum valdaþráð- um í gömlum höndum sér og veldi hans virðist ekki í neinu ógnað. Á hinn bóginn hafa vonir írana dofnað, hvað sem kok- hraustum fullyrðingum líður, um að þeim takist að velta for- seta Iraks, Saddam Hussein, úr sessi. Þrátt fyrir að óeining sé innan araba virðist þó sýnt, að fleiri og fleiri arabalönd hafa komið til liðs við Iraka í stríðinu með vopnasendingum, en opin- berlega er tilkynnt um. Araba- þjóðir Miðausturlanda munu ekki dús við að Khomeini-bylt- ingin flytjist til þeirra landa. Dregið hefur úr stuðningi Sýr- lendinga við írani, þótt það hafi einnig farið lágt. Og ef svo skyldi nú fara að einhvers konar sam- komulag takist milli Assads Sýrlandsforseta og Gemayels forseta Líbanons, má búast við Jóhanna Kristjónsdóttir er blm. í erlendri fréttadeHd Mbl. Simon Peres, forsætis- Assad, forseti Sýrlands. ráðherra ísraels. Saddam Hussein, forseti traks. að Sýrlendingar reyni að draga enn úr stuðningi við írani. Sýr- lendingum er uggljóst ljóst, að hvað sem öðru líður muni það verða arabaríkjunum til fram- dráttar á alþjóðavettvangi, að reyna að ná einhvers konar sam- stöðu sín á milli og hvað sem trúmálum líður eru íranir ekki af arabískum kynþætti svo að það gæti haft sitt að segja líka. Bandaríkjamenn geta all- sæmilega unað sínum hlut í þessum heimshluta á árinu 1984. Það má enn endurtaka að þar er friðurinn ekki í sjónmáli, en Bandaríkjamenn hafa óumdeil- anlega aukið áhrif sín og ítök í hinum arabíska heimi á árinu. Sérstaklega á þetta við hvað Sýrlendinga varðar og að því ógleymdu að Bandaríkjamenn og írakar tóku upp stjórnmálasam- band 1984 eftir sautján ár. Samstaða milli araba þyrfti ekki að vera ógnun við ísraels- ríki, þótt þeim áróðri sé haldið nokkuð á lofti í ísrael. Enda virðast arabaríki eða að minnsta kosti leiðtogar þeirra gera sér fullkomna grein fyrir að ísra- elsríki verður ekki eytt. Það bendir vissulega til að leiðtogar arabaríkja séu loksins farnir að horfast í augu við veruleikann og skilja að Israel mun blíva. (Jerusalem Post, AP o.fl.) Lifað og leikið í Kardimommubæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.