Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1985
Réttarverndarsjóður Verslunarráðsins:
Styrkir málarekstur
gegn Framleiðsluráði
FRAMKVÆMDASTJÓRN Verslunarráös íslands hefur ákveðið að
Réttarverndarsjóður ráðsins styrki Eggjabúið Hýrumel í Borgarfirði
í málaferlum þess við Framleiðsluráð landbúnaðarins með greiðslu
málsvarnarlauna í héraði. Eggjabúið neitaði að greiða sjóðagjöld vegna
ársins 1982 og hélt uppi vörn í lögtaksmáli Framleiðsluráðs vegna
gjaldanna.
hluta gjaldanna látið ná fram að
ganga. Búist er við að málið komi
til kasta Hæstaréttar með áfrýjun
annars eða beggja aðila en endan-
legar ákvarðanir hafa þó ekki ver-
ið teknar í því efni eftir því sem
næst verður komist.
Réttarverndarsjóður Verslun-
arráðs íslands var stofnaður árið
1981. I Viðskiptamálum, frétta-
bréfi Verslunarráðs íslands, segir
að tilgangur hans sé að styrkja
einstaklinga og fyrirtæki til að
leita réttar síns fyrir dómstólum
gegn meintri valdníðslu hins
opinbera. Segir að mál Eggjabús-
ins á Hýrumel sé annað verkefni
sjóðsins en fyrsta verkefni hans
hafi verið að styrkja málshöfðun
svínabónda í Ölfusi vegna álagn-
ingar kjarnfóðurgjalds. Hæsti-
réttur hefur það mál nú til um-
fjöllunar og er búist við dómi á
næstu vikum. Báðir málsaðilar
áfrýjuðu dómi undirréttar sem
var á þá leið að álagning skattsins
hefði verið ólögleg í fyrstu þegar
hún var lögð á með bráðabirgða-
lögum en lögleg samkvæmt þeim
lögum sem síðar voru sett og
gjaldheimtan byggir nú á.
Eins og fram hefur komið hér í
Mbl. féll dómur hjá sýslumanns-
embættinu í Borgarnesi í vetur
þar sem lögtaki var synjað vegna
hluta gjaldanna þar sem talið var
að gjaldtakan væri andstæð
stjórnarskránni en lögtak vegna
Afkoma bankanna 1984:
Útlit fyrir
mjög slæma
afkomu
- segir Jónas Haralz
bankastjóri
ÚTLIT er fyrir að afkoma
viðskiptabankanna á síðasta
ári hafi verið mjög slæm, að
sögn Jónasar Haralz banka-
stjóra í Landsbanka íslands.
Jónas sagði, að ársreikn-
ingar bankanna lægju ekki
fyrir fyrr en eftir tvær til þrjár
vikur og því væri ekki vitað
hver afkoman væri. Sam-
kvæmt áætlunum liti þó út
fyrir að afkoman yrði slæm.
Nýja
bíó
selt?
KOMIÐ befur til tals meðal eig-
enda Nýja bíós að selja kvik-
myndahúsið. Að sögn Sigurðar
Guðmundssonar er málið enn til
umræðu og endanleg ákvörðun
ekki verið tekin um sölu eða
söluverð.
Eigendur Nýja bíós eru erf-
ingjar Bjarna Jónssonar frá
Galtafelli, Guðmundar Jens-
sonar sem lengi var fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins og
Lárusar Fjeldsted hæstarétt-
arlögmanns. Fyrirtækið á fast-
eignirnar Austurstræti 22 b og
Lækjargötu 2.
Vitni vantar
ÁREKSTUR varð á gatnamótum
Hverfisgötu og Rauðarárstígs í
hádeginu í gær, nánar tiltekið
klukkan 12.30. Þar rákust saman
bíll af Subaru-gerð og Fiat-bif-
reið. Ágreiningur hefur risið með-
al málsaðila um það, hverrig
áreksturinn varð. Lögreglan veit
að vitni voru að óhappinu og eru
það nú tilmæli hennar að þau gefi
sig fram.
MorgunblaAið/Friftþjðfur
Það er nánast einsdæmi að golf sé leikið á Nesvellinum á Seltjarnarnesi í byrjun janúar, eins og sjá mátti í gær.
Sama dag í fyrra, eða 4. janúar, var 10 stiga frost f Reykjavík og yfir Suð-Vesturland gekk eitt versta veður
vetrarins þannig að vegir tepptust gjörsamlega og nánast var ófært í höfuðborginni í margar klukkustundir um
miðbik dagsins. Annasamasti dagur í sögu lögreglunnar í Reykjavík, stóð í frétt á baksíðu Morgunblaðsins
daginn eftir.
Hlýrra hér í gær en
víða í Evrópu og Ameríku
HLÝRRA var á íslandi í gær en í
fiestum öðrum löndum Evrópu og
mörgum borgum í Ameríku og
Kanada. í Reykjavík fór hitinn
mest upp í 6,9 stig en meðalhiti var
5,8 stig. Til samanburðar má nefna
að á sama tíma var 6 stiga frost í
Chicago, 1 stigs hiti í New York, 6
stiga frost í Montreal, 12 stiga
frost { Helsinki og 6 stiga frost i
Osló og Berlín.
Útlit er fyrir að ágætis
brennuveður verði um land allt
um helgina. Bætir það vonandi
fyrir ofsarokið sem skall á á
gamlárskvöld og olli því að
fresta varð brennum og slökkva í
þeim sem þegar hafði verið
kveikt í.
Hjá Veðurstofu íslands feng-
ust þær upplýsingar að gert er
ráð fyrir lægð við austurströnd
landsins. Um helgina verður
hæg, suðaustlæg átt og skýjað á
Suður- og Vesturlandi. Á Norð-
ur- og Austurlandi er gert ráð
fyrir hægri, breytilegri átt og
víða léttskýjuðu. Ef til vill verð-
ur þó þokuslæðingur við suður-
og suðvesturströndina.
45 milljónir til heimilis-
lækna en 100 til sérfræðinga
GREIÐSLUR frá Tryggingastofnun
ríkisins til beimilis- og heilsugæslu-
iækna námu fyrstu tíu mánuði síðast-
liðins árs eða fram til 1. nóvember 45
milljónum króna samtals. Ef reiknað
er með að um sé að ræða 110 lækna á
landinu öllu jafngildir þetta því að
hver þeirra hafi fengið um 410 þús-
und krónur í sinn hlut fyrstu tíu mán-
uði ársins. Fyrir sama tímabil námu
greiðslur Tryggingastofnunar vegna
sérfræðilæknishjálpar 100 milljónum
króna.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
Bráðabirgðatölur um afkomu A-hluta ríkissjóðs 1984:
Sýna batnandi stöðu
gagnvart Seðlabanka
- sem nemur tæpum 900 milljónum kr.
A-HLUTI ríkissjóðs hefur bætt stöðu
sína á árinu 1984 um tæpar 900
millj. kr., samkvæmt bráðabirgðatöl-
um um stöðu A-hlutans hjá Seðla-
bankanum 1 árslok 1984. Heildar-
skuldir A-hluta ríkissjóðs námu í
ársbyrjun rúmlega 1.400 milljónum
króna en í árslok 740 milljónum
króna.
Bráðabirgðatölur um einstaka
þætti ríkisfjármálanna fyrir árið
1984 liggja ekki fyrir fyrr en um
miðjan janúar nk. Hinsvegar er
talið nokkuð Ijóst samkvæmt
heimildum Mbl., að sú greiðslu-
afkoma sem var hjá A-hluta ríkis-
sjóðs hjá Seðlabankanum gefi til
kynna að jákvæður rekstrarjöfn-
uður verði hjá honum á árinu 1984
sem gæti numið nokkrum hundr-
uðum milljóna króna.
Lántökur A-hluta ríkissjóðs
nema um 1,6 milljörðum króna,
þar af innlend fjáröflun 164 millj-
ónir króna. Frá áætlun um lán-
töku A-hluta ríkissjóðs á árinu
1984, sem gerð var, er lög um
ráðstafanir í ríkisfjármálum voru
samþykkt i maímánuði 1984, hafa
iántökur verið lægri sem nemur
767 milljónum kr. Þar af hefur
innlend fjáröflun orðið 600 millj-
ónum kr. lægri fjárhæð en þá var
gert ráð fyrir.
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir ár-
ið 1985 var áformað að A-hluti
ríkissjóðs myndi lækka erlendar
lántökur á árinu 1984 um 600
milljónir króna. Nú hafa erlendar
lántökur verið lækkaðar um 166
milljónir króna og ákveðið hefur
verið að endurgreiða erlendar
lántökur á árinu 1984 að fjárhæð
434 milljónir króna af greiðsluafg-
angi A-hluta ríkissjóðs hjá bank-
anum. Lántökur A-hluta ríkis-
sjóðs á árinu 1984 hafa því verið
lækkaðar um 1,2 milljarða króna
frá heimildum sem lög um ráðst-
afanir í ríkisfjármálum gáfu en
lántökuheimildir námu 2,4 millj-
arða króna. Lækkun lántöku
skiptist jafnt á milli innlendrar og
erlendrar lántöku. Eftirstöðvar
greiösluafgangs á árinu 1984 að
fjárhæð 460 milljónir króna mun
ganga til að lækka fjárþörf
A-hluta ríkissjóðs á árinu 1985.
miðlum eru samningar heimilis- og
heilsugæslulækna lausir, nema
sérsamningur heilsugæslulækna
sem verður iaus 1. mars næstkom-
andi. Hafa læknar rætt uppsagnir i
sínum röðum náist ekki samningar.
Þess ber að geta að inní þessum
45 milljónum króna er greiðsla til
heimilislækna vegna kostnaðar af
rekstri læknastofu, en þessi
greiðsla nemur rúmum 20 þúsund
krónum á mánuði.
Læknar sem starfa á heilsu-
gæslustöðvum fá greidd auk þessa
föst laun frá launadeild fjármála-
ráðuneytisins. Byrjunarlaun þeirra
eru samkvæmt 111. launaflokki, 5.
þrepi BHM. Samkvæmt tölum
launadeildarinnar voru meðaltals
föst laun þeirra f maí 1984 krónur
24.866, auk þess sem meðaltal yfir-
vinnu- og álagsgreiðslna nam krón-
um 9.640. Samtals gerir þetta
34.506 kr. Þeir fá ekki greiddan
kostnað vegna læknisstofu, þar eð
þeir hafa aðstöðu á heilsugæslu-
stöðvum.
Föst laun heimilislækna eru innl
framangreindum greiðslum Trygg-
ingastofnunar og nema þau um 24
þúsund krónum á mánuði fyrir að
hafa skráða hjá sér 1.750 sjúklinga
eða hlutfall af þeirri upphæð í
samræmi við fjölda sjúklinga.
Bæði heimilis- og heilsugæslu-
læknar fá greitt samkvæmt gjald-
skrártaxta, þar sem lágmarksgjald
fyrir viðtal og skoðun er um 90
krónur. Af þeirri upphæð greiðir
sjúklingur samkvæmt reglugerð
heilbrigðismálaráðherra frá því á
síðastliðnu vori 75 krónur. Sé lækn-
isaðgerðin dýrari en 90 krónur
greiðir Tryggingastofnunin allan
kostnað sem er þar fram yfir.
Sérfræðingar fá greitt sam-
kvæmt taxta um sérfræðilæknis-
hjálp. Þá greiðir sjúklingurinn 270
krónur. Lágmarkstaxti fyrir sér-
fræðilæknishjálp er 350 krónur, en
hæstur 580 krónur. Allar rann-
sóknir og aðgerðir eru fyrir utan
þetta og greiðast sérstaklega.
Tryggingastofnunin greiðir allan
kostnað umfram þessar 270 krónur
sem sjúklingurinn greiðir. Vegna
þessarar tegundar læknishjálpar
hafði Tryggingastofnunin greitt
100 milljónir króna frá áramótum
til 1. nóvember á síðastliðnu ári,
eins og fyrr sagði. Flestir sérfræð-
ingar eru í föstu starfi á spítölum,
en hafa auk þess opnar læknisstof-
Lézt af völd-
um slyss
SKXTÍIJ og átu ára kona lézt síð-
astliðinn sunnudag af völdum
áverka er hún hlaut í umferðarslysi
hinn 11. desember sfðastliðinn, er
hún varð fyrir bifreið á gatnamótum
HringbrauUr og Bjarkargötu, fyrir
framan Gamla Garð.
Konan, Elín Steindórsdóttir, til
heimilis að Rauðarárstíg 5,
Reykjavík, var fædd 27. apríl 1916.
Hún lætur eftir sig eiginmann.