Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 41 Raforkuverð frá RARIK hækkar um 16 til 20% VEGNA hækkana á heildsöluverAi raforku frá Landsvirkjun, geng- isbreytinga og annarra hækkana á verólagi aA undanfornu, hafa Rafmagnsveitur ríkisins nú orAiA aA hækka smásöluverA á raforku um 16—20 prósent til jafnaAar. Hækkunin tók gildi fyrsta janúar sl., segir í frétt frá RARIK. Þrátt fyrir ýmsar verðlags- hækkanir hefur tekist að halda smásöluverði óbreyttu í nærri hálft annað ár, eða frá því í ágúst 1983 þar til nú, að ekki varð kom- ist hjá að hækka verðið. Raunar má segja að á þessu tímabili hafi smásöluverð RARIK lækkað lítið eitt, því lagfæringar, sem gerðar voru á töxtum í mars 1984, höfðu í för með sér u.þ.b. eins prósents tekiurýrnun fyrir RARIK. A þessu sama timabili hefur heildsöluverð Landsvirkjunar hækkað tvívegis — um 5 prósent í maí 1984 og um 14 prósent nú — eða samanlagt um 19,7 prósent. Meginhluti orkuöflunar RARIK eru orkukaup af Landsvirkjun. Aðhaldsstefna Rafmagnsveitn- anna hefur skilað neytendum þeim árangri, að þrátt fyrir þessar og aðrar hækkanir á kostnaði hef- ur verið unnt að komast Hjá hækk- unum á smásöluverði fram að síð- ustu heildsöluverðshækkun Landsvirkjunar. Til samanburðar má jafnframt taka, að á umræddu tímabili, þ.e. frá í ágúst 1983 þar til nú, hefur byggingarvísitala hækkað um nærri 30%. Með tilliti til þess er raunverð raforku f smásölu um 8 prósent lægra að meðaltali nú, en í ágúst 1983. Flugfreyjur gáfu Krabba- meinsfélaginu fé til tækjakaupa HINN 30. desember 1984 færði Flugfreyjufélag íslands Krabba- meinsfélaginu rausnarlega gjöf í tilefni þess að þann dag varð Flug- freyjufélagið 30 ára. í bréfinu sem fylgdi gjöfinni segir að þetta sé framlag Flugfreyjufélagsins til kaupa á færanlegu röntgenskoð- unartæki á brjóstum (mammo- grafíutæki), en það tæki mun einkum þjóna landsbyggðinni. Þakkir frá Mæðrastyrks- nefnd Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þakkar innilega öllum þeim, sem styrkt hafa nefndina með fram- lögum. Án þess væri okkur ekki kleift að starfa. Fyrir hönd jóla- söfnunar Mæðrastyrksnefndar, Guðlaug Runólfsdóttir. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Glæsibær Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi. Dansaó til kl. 03. Snyrtilegur klæönaður. Veitingahúsiö í Glæsibæ. Sími686220. S a f a r i 1985 Þú verður ekki ein(n) í Safari laugar- dagskvöldið 5. janúar. Opið frá kl. 10.00 til 03.00. U2 • New Order • Malcolm Mclaren • Sade • Frankie Goes • Simple Minds • Eurythmics • Spandau Ballet • Talk Talk • Orange Juice • Scritti Politi • Human League • Ultravox • Blancemance • Cocteu Twins • Limal • Japan • Matt Bianco • Gary Numan • Thompson Twins • Ouran Duran • Howard Jones • UB40 • Blurt • Tina Turner • Kirk Brandon • Wham • Culture Club • Killing Joke • The Fugltives • Pax Vobis • Cabaret Voltaire • Siouxsi and the Banshees • Nick Kershaw • David Bowie • The Fall • Stranglers • The Smiths LIFANDISTADUR að©'*'s föstudag ífjöur * Tvser fjörugu*"1 hljómsveitir landsins á einum staö! Pa itif' borð í tíma Sími 23333 Eldridansaklúbburinn ELDING Dansað í Félagsheimlll Hreyflls í kvöld kl. 9-2 Hljómsvelt Jóns Slgurðssonar og söngkonan Kristbjörg Löve. Aðgöngumiöar I slma 685520 eftir kl. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.