Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985
33
Róbert G. Jóns-
son — Minning
Fæddur 1. júlí 1949
Dáinn 16. október 1984
Mágur minn, Róbert G. Jónsaon,
verður kvaddur í dag hinzta sinni.
Fregnin um andlát hans var sem
reiðarslag. Það er erfitt að skilja
að ungur maður i blóma lífsins sé
hrifinn úr faðmi fjölskyldu sinnar
án nokkurs fyrirvara. En vegir
Guðs eru órannsakanlegir.
Það er margs að minnast um
svo góðan dreng sem Robbi var.
Ég man hve systir mín Eyvör var
stolt og hrifin þegar hún kynnti
okkur fyrst. Ég var þá á unglinga-
aldri og þótti mikið til koma að
kærasti systur minnar væri sjó-
maður. Robbi hafði verið á sjó
meira og minna frá fermingu, en
um tvítugt ákvað hann að fara í
Vélskólann. Að námi loknu vann
hann lengst af sem vélstjóri á
loðnuskipinu Grindvíking. Alls
staðar var hann vinsæll í vinnu,
því bæði var hann forkur duglegur
og léttur í lund.
Maðurinn minn, Marteinn, og
Róbert urðu góðir vinir. Þeir voru
samskipa í 2 ár og gerðu út saman
um tíma. Marga veiðitúrana fóru
þeir saman, bæði á sjó og landi.
Eyvör og Róbert eignuðust 3
syni. Halldór f. 13. júní 1969, Guð-
laug f. 8. nóvember 1977 og Magna
f. 16. apríl 1980. Robbi var sér-
staklega barngóður. Ekki bara við
sín eigin börn, heldur öll börn.
Mér er það minnisstætt þegar þau
eignuðust Guðlaug, en hann var
tekinn með keisaraskurði fyrir
tímann og Eyvör var lengi veik á
eftir. Þá annaðist Robbi barnið
dag og nótt og það gerði hann af
þeirri natni og umhyggju sem
honum var svo eiginleg.
Fjölskyldu sinni bjó hann fal-
legt heimili á Breiðvangi 13, Hafn-
arfirði. Þar voru þau hjónin mjög
samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Á heimilinu áttu þau
sameiginlegt áhugamál ásamt
sonum sínum, en það var skraut-
fiskarækt. Áttu þau orðið mjög
marga fiska, fallega og sjaldséða.
Enda hugsað um þá af sömu
kostgæfni og allt annað. Alltaf var
gaman að koma á Breiðvanginn til
þeirra. Robbi hafði einstakt lag á
að koma fólki i gott skap, enda
varð vinahópurinn stór.
Það er erfitt að trúa því að hann
sem alltaf var svo lífsglaður og
bjartsýnn á framtíðina skuli ekki
vera lengur á meðal okkar. öll
hans elja og dugnaður sem hann
sýndi í sambandi við bátinn sinn
var einstök. Þar sýndi hann mest
og best hvað í honum bjó. Aldrei
datt honum í hug að gefast upp þó
á móti blési. Hann trúði alltaf á
framtíðina. Nú er hann kominn i
höfn á ókunnri strönd, þangað
sem leiðir okkar allra liggja að
lokum. Við þökkum honum sam-
fylgdina og allar góðu minn-
ingarnar. Eiginkonu, sonum, for-
eldrum, systkinum og ástvinum
öllum vottum við okkar innileg-
ustu samúð.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem)
Ásta og Matti
Okkur langar að rita fáein
kveðjuorð um vin okkar Robba, en
svo var hann kallaður af öllum
kunnugum. Róbert G. Jónsson hét
hann fullu nafni. Hann var vél-
stjóri að mennt. Hann fórst ásamt
félaga sínum er bátur hans Sóley
SK 8 sökk þann 16. október síð-
astliðinn. Róbert var fæddur 1 júlí
1949 og var því aðeins 35 ára er
hann var hrifinn á brott frá eig-
inkonu og þremur ungum sonum.
Við spyrjum í sífellu, hvers vegna?
Hvers vegna hann? Maður í blóma
lífsins sem hafði svo margar áætl-
anir og átti svo margt ógert. En
við fáum engin svör. I þetta skipt-
ið hefur „sláttumaðurinn" verið
óvæginn, en við viljum trúa því að
hans bíði meiri og verðugri verk-
efni á þeim stað er hann gistir nú.
Kynni okkar Robba eru búin að
standa í mörg ár og á þá vináttu
hefur aldrei borið skugga. Hann
var mjög tryggur sínum vinum og
einstaklega greiðvikinn. Ef hann
mögulegá gat veitt hjálparhönd þá
var það gert eins og ekkert væri
sjálfsagðara, og fyrir það skal
þakkað að leiðarlokum.
Robbi hafði ríka kímnigáfu og í
kringum hann var alltaf viss létt-
leiki og kátína. Hann sá alltaf
broslegu hliðarnar á málunum.
Við hér á Suðurgötunni munum
sakna hans góða félagsskapar
mjög mikið.
Við vottum þér Eyvör mín
okkar dýpstu samúð, missir þinn
og drengjanna er mikill og sorgin
sár en minning um góðan og hug-
rakkan mann mun lifa og ylja
ykkur um ókomin ár.
Foreldrum, systkinum, tengda-
foreldrum og öllum öðrum að-
standendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Dröfn og Steini
Okkur langar til að minnast
vinar okkar, Róberts G. Jónsson-
ar, er lést af slysförum þann 16.
október síðastliðinn.
Róbert fæddist í Hafnarfirði 1.
júlí 1949. Hann var sonur hjón-
anna Þórunnar Gottliebs og Jóns
Þórðarsonar. Robbi, eins og hann
var kallaður, var annar í röðinni
af 6 börnum þeirra hjóna. Hann
ólst upp í Njarðvík hjá foreldrum
sinum.
Árið 1972 giftist Robbi eftirlif-
andi konu sinni, Maríu Eyvöru
Halldórsdóttur, og bjuggu þau
fyrstu hjúskaparár sín á heimili
foreldra Eyvarar, en þau reyndust
honum í alla staði afar vel.
Robbi fór ungur til sjós og má
segja að sjórinn hafi átt hug hans
allan. Árið 1975 lauk hann vél-
stjóraprófi frá Vélstjóraskóla ís-
lands og síðan var hann vélstjóri á
ýmsum skipum eða þar til hann
festi kaup á báti ásamt svila sín-
um. En frá áramótunum ’83—’84
var Robbi einn í útgerðinni. Ég
held að það sé ekki ofsögum sagt
að hann hafi lagt nótt við dag, svo
mikla vinnu lagði hann á sig til að
eignast bátinn.
Við, sem þessar línur ritum,
kynntumst Robba er við vorum 15
ára unglingar. Má segja að sú vin-
átta, sem þá myndaðist með
okkur, hafi haldist æ síðan og ver-
ið eins og best verður á kosið, enda
litum við á Robba sem einn besta
vin okkar. Robbi var skemmtileg-
ur vinur, ávallt kátur og lundin
einstaklega létt. Þá var unun að
heyra hann segja frá, því húmor-
inn var í hávegum hafður og orða-
valið þannig að ekki var annað
hægt en að hlægja af frásögninni.
Allt var hægt að segja við Robba,
því aldrei reiddist hann, sama
hvað við sögðum. Er honum
fannst við ganga of langt pá hló
hann sínum smitandi hlátri. Til
marks um hans léttu lund má geta
þess að í þau 18 ár sem við þekkt-
um hann, sáum við hann aðeins
einu sinni reiðast.
Já, við hjónin eigum oft eftir að
minnast yndislegra stunda, er við
áttum í eldhúsinu hjá þeim Ey-
vöru og Robba, minningar, sem
ekki verða settar á prent, en við
munum geyma í hjörtum okkar.
Það er okkur óskiljanlegt að hann
skuli nú í blóma lífsins vera burtu
kallaður. Hann sem skilur svo
mikið eftir sig hér á jörðinni,
drengina sína þrjá, drengina, sem
hann unni svo heitt. En við verð-
um að trúa því að þetta hafi ein1
hvern tilgang.
Elsku Eyvör, Halli, Gulli og
Magni svo og aðrir ástvinir, við
vitum að fátækleg orð hafa lítið að
segja, en það er huggun harmi
gegn að eiga minningar um svo
góðan dreng, sem Robbi var.
Guð gefi ykkur styrk til að yfir-
stíga sorg ykkar.
Sólveig og Óli
Minning:
Þorsteinn Nikulás
Halldórsson
Fæddur 10. janúar 1927
Dáinn 24. desember 1984
Jólahátíðin er gengin í garð, all-
ir svo glaðir og þakklátir. Vin-
arkveðjur hafa borist, og vekja
hlýhug og sanna jólagleði.
En skammt er á milli gleði og
sorgar. Að kveldi aðfangadags jóla
barst mér sú fregn að Steini Lási
bróðir minn væri dáinn. Hann
varð bráðkvaddur á heimili sinu á
aðfangadag. Hann hafði verið las-
inn, en það var hann oft síðustu
árin.
Sonur hans, Davíð, og systkinin,
Valdi og Beta, höfðu kvatt hann
með þeim orðum að þau kæmu
fljótt aftur.
Gísli bróðir var enn hjá honum
þegar kallið kom svo óvænt.
„Svo örskammt er bil milli blíðu og éls,
að brugðist getur lánið frá morgni til
kvelds.“
Þessi orð sálmaskáldsins minna
okkur á þá staðreynd, að það er
svo margt, sem við mennirnir ráð-
um ekki við. Þá er sársaukinn
mestur, þegar við fáum ekki að
breyta því böli, sem örlögin hafa
skapað ástvini.
Við verðum sem ómálga börn,
þegar við stöndum frammi fyrir
slíkum vanda og fáum ekki
minnsta ráðið við, hvað þá skýrt
eða skilið.
Þannig er mér innanbrjósts
þegar ég sest niður til að minnast
bróður míns.
Þorsteinn Nikulás hét hann
fullu nafni og var næstyngstur
þrettán barna foreldra okkar,
þeirra Kristjönu P. Kristjánsdótt-
ur og Halldórs Þorsteinssonar frá
Vörum í Garði.
Steini Lási var góður drengur í
orðsins fyllstu merkingu. Glæsi-
legur ungur maður. Það var gam-
an að sjá hann dansa þegar „tjútt-
ið“ var allsráðandi og tók hann þá
oft þátt i danskeppnum og fékk
verðskuldaða viðurkenningu fyrir
frábæra leikni í dansi. Hann var
fæddur músíkant, lék á harmón-
iku og orgel af mikilli innlifun, þó
ekki hefði hann lært að spila eftir
nótum. Einnig var Steini Lási góð-
ur söngmaður og kom það sér oft
vel, því mikið var sungið við orgel-
ið í Vörum, við öll hátíðleg tæki-
færi.
Ungur kvæntist Steini Lási
Grétu Jósefsdóttur, glæsilegri
konu, sem varð okkur öllum sann-
ur vinur. Ekki áttu þau hjón börn
saman, en eignuðust kjörson, Dav-
íð Margeir, yndislegan dreng sem
varð þeim sannur sólargeisli.
Hann er ókvæntur og býr í
Reykjavík.
Fyrir hjónaband eignaðist
Steini Lási son, Bessa Halldór,
elskulegan dreng. Hann býr á
Blönduósi og er kvæntur Agnesi
Jóhannsdóttur, þau eiga þrjú
börn.
Það var stoltur afi, sem sýndi
okkur myndir af barnabörnunum
sínum.
Barngóður var Steini Lási, svo
að eftir var tekið. Eiga systkina-
bömin hans Ijúfar minningar um
þennan góða frænda.
Steini Lási lauk fiskimanna-
prófi í Reykjavík árið 1953. Fljót-
lega varð hann skipstjóri á eigin
bát og gerðist athafnasamur út-
gerðamaður. Hamingjan blasti
við. Þá gerðist það að hann veikt-
ist af berklum og varð að dvelja á
Vífilsstöðum alllangan tíma. Var
þetta mikið áfall, sem olli þvf að
hann varð að hætta á sjónum. Með
Guðs og góðra manna hjálp komst
hann yfir þessa erfiðleika og náði
góðri heilsu að nýju. Þó var eins
og eitthvað hefði brostið innra
með honum.
Með sameinuðu átaki þeirra
hjóna gekk fyrirtækið vel næstu
árin, stærri bátur var keyptur og
nú átti að veiða síld, en allar von-
irnar brugðust. Aflaleysi, vélarbil-
un og hvert óhappið elti annað,
þar til allt varð að selja, til þess að
greiða skuldir. Allt var gert til að
hjálpa, en erfiðleikarnir urðu hon-
um ofraun og þá helst, þegar hann
sá fram á að geta ekki borgað
þeim, sem höfðu lánað honum og á
hann treystu.
Það eru svo margskonar svipti-
vindar, sem blása i mannlifinu.
Fyrir nokkrum árum slitu þau
hjónin samvistir eftir langa sam-
búð.
Síðastliðið sumar dvaldi Steini
Lási á Reykjalundi sér til hress-
ingar, enda var hann oft lasinn.
Þar voru svo margir sem áttu bág-
ara en hann, og lagði hann sig þá
allan fram um að hjálpa og gleðja
þá sem minna máttu sín.
Vil ég fyrir hönd Gunnars Birg-
is, fóstursonar dóttur minnar,
þakka Steina Lása það sem hann
var honum þann tfma er þeir
dvöldu þar saman.
Á Reykjalundi leið Steina Lása
vel. Endurnærður og fullur af
framtiðarvonum kom hann heim,
en vonirnar fengu ekki að rætast.
Ég veit að ef Steini mætti mæla
nú, þá væri honum efst í huga
þakklæti til ástvinanna, sem allt
vildu fyrir hann gera, og þá sér-
staklega systkina okkar, þeirra
Betu, Valda og Gísla, sem vöktu
yfir velferð hans alla daga.
Við hjónin og fjölskylda okkar
öll kveðjum Steina Lása með
söknuði og biðjum honum Guðs-
blessunar um alla eilffð.
Ástvinum hans öllum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Hvíli elsku bróðir minn i friði.
Mmrta G. HalMórsdóttir
Steini Lási er dáinn og minn-
ingarnar koma upp í huga minn
um góðan dreng, sem öllum þótti
vænt um, sem kynntust honum.
Hann var svo barngóður, að það
var unun að sjá hve börn hændust
að honum, ekki síst litla dóttir
mín Tanía, sem var svo hrifin af
frænda sínum.
Steini var hreinn og beinn og
aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni.
Margar góðar stundir átti ég á
heimili þeirra Grétu og Steina, því
alltaf var sterkt samband milli
fjölskyldna okkar og Davíð sonur
þeirra hefur alltaf verið mér sem
bróðir.
Oft var glatt á hjalla hjá okkur,
þegar Steini lék á orgelið eða
harmónikuna, eða sýndi okkur
myndir úr ferðalögum fjölskyld-
unnar.
Steini Lási átti við erfiðan
sjúkdóm að striða siðustu árin og
finnst mér táknrænt að kallið
skyldi koma einmitt á aðfanga-
dagskvöld, er kirkjuklukkurnar
hljómuðu.
Veit ég að hans jól hafa verið
dýrðleg.
Ég þakka Steina Lása allan
þann hlýhug og vinsemd, sem
hann auðsýndi mér og fjölskyldu
minni.
Sonum hans, Davíð og Bessa, og
öðrum aðstandendum hans sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Kristjana V. Jónatansdóttir
Faöir okkar,
EIRÍKUR HERMANN88ON,
Vaaturbargi 78,
andaöist i Landspitalanum 3. janúar. Jaröarförin auglýst 3iöar.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna.
Varnharöur Eirfksson.
Fósturmóöir okkar. + VIGDÍS JÓN8DÓTTIR,
lést á Hrafnistu i Reykjavik fimmtudaginn 3. janúar.
Fyrir hönd ættingja. Viggó Guömundsson, Hjalti Þorstainsson.
Eiginkona mfn og móöir min,
MARÍA JENSDÓTTIR,
andaöist i Landspitalanum fimmtudaginn 3. janúar.
Jónatan Ólafsson, Gigja Jónatansdóttir.