Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 3 Svar Ríkisútvarpsins vegna bónusgreiðslna: Gefa engar skýringar ■ segir Knútur Hallsson ráöuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti „ÞEIR gefa engar sérstakar skýringar, segja aðeins al- mennt frá málinu,“ sagði Knútur Hallsson, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneyt- inu, er hann var spurður hverjar skýringar yfirmenn Ríkisútvarpsins hefðu um- beðnir gefíð ráðuneytinu um bónusgreiðslur til starfs- manna þess í desember, en þá fékk hver fastráðinn starfsmaður 8.000 kr. auka- greiðslu, þrátt fyrir að fjár- málaráðuneytið hefði áður neitað beiðni um þessar greiðslur. Svar Ríkisútvarpsins barst menntamálaráðuneytinu í fyrra- dag og sagði Knútur ennfremur að mál þetta væri óleyst, það yrði tekið fyrir á fundi ráðherra menntamála og fjármála. Knútur var spurður, hvort hann teldi greiðslur þessar réttmætar. Hann svaraði: „Sam- kvæmt lögum eru þeir dálitið sjálfstæðir. Orðalagið f lögunum er á þá lund, að það sé sjálfstæð stofnun, kannski að einhverju leyti eins og bankarnir." — Gætu yfirmenn Ríkisút- varps þá jafnvel gert sérkjara- samninga við starfsfólk sitt? „Nei, kannski ekki að öllu leyti. Þeir hafa þegar töluvert sjálf- stæði, dagskrárgerðin er algjör- lega sjálfstæð og kannski fjár- málin þá einnig." Snjó hefur tekiö upp á Biáfjalla- svæðinu SNJÓR á Bláfjallasvæðinu hefur nú minnkað töluvert í kjölfar mikilla rigninga í vik- unni. Frá því að svæðið var opnað þann 2. desember sl. hafa lyftur aðeins verið f gangi fjóra daga, að sögn for- ráðamanna á svæðinu. Þorsteinnn Hjaltason, forstöðu- maður Bláfjallasvæðisins, sagði í samtali við blm. í gær að enn væri nægur snjór þó að hann hefði minnkað töluvert. „Á gamlársdag byrjaði að rigna og síðan þá hefur varla stytt upp,“ sagði Þorsteinn. „Nú er hér þoka og suddarigning en hann spáir nú kólnandi veðri. Fari svo má gera ráð fyrir að við getum opnað svæðið á sunnudag. Þó vonum við að það snjói dálítið áður en frystir því annars verður líklega mikið harðfenni." Þorsteinn sagði að þá fjóra daga sem skíðasvæðið var opið fyrir áramót hefði aðsókn verið mjög góð. Stólalyftan í Kóngsgili var opin alla dagana auk nokkurra toglyfta. Verða þær allar opnar á sunnudag ef vel viðrar og hægt verður að skfða i Bláfjöllum. INNLENTV R A N G E R O V H ^ Hefur í happdÉettí? Pá þekkir þú þessa skemmtilegu tilfinningu, sem fylgir því aö standa óvænt meö fullar hendur fjár eöa RANCE ROVER beint úr kassanum. Það munar um minna. Og í happdrætti SÍBS eru möguleikarnir miklir, þar hlýtur fjóröi hver miöi vinning og stundum meir. Auk venjulegra vinninga, veröur dregiö í októ- ber um sérstakan HAUS7VINNING - RANGE ROVER aö verömæti ein og hálf milljón krónur. Svo sannarlega handfylli ekki satt?. En þaö munar líka um hvern seldan miöa, því aö nú beinum viö öllum kröftum aö byggingu nýrr- ar endurhæfingarstöðvar aö Reykjalundi. Miöinn kostar 120 krónur. í happdrætti SÍBS veistu hvarverðmætin liggja. > A— Happdrætti [ SIBS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.