Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Sinfóníuhljómsveitin: SKIPULAG OG LISTRÆN SKÖPUN eftir Paul Zukofsky Það er skoðun mín, að Sinfóníu- hljómsveit íslands sé um þessar mundir sálfræðilega í einhverri þeirri mestu lægð, sem ég hef nokkurn tíma orðið var við hjá henni eða hjá nokkurri annarri hljómsveit. Þetta ástand gengur miklu lengra en þessar venjulegu listrænu kveisur, sem maður er stöðugt að rekast á hjá öllum hljómsveitum og gefur engan sér- stakan gaum að. Það ófremdar- ástand, sem hrjáir Sinfóníuhljóm- sveitina er hins vegar þess eðlis og svo víðtækt, að mér liggur við að álíta, að þarna sé ekki einungis um alvarleg grundvallarmistök að ræða f sambandi við hljómsveit- ina, heldur er spurningin öllu fremur sú, hvort nokkur leið sé yfirleitt fær út úr ógöngunum. Það má nefna tvær samofnar ástæður þessa sálræna lasleika. Þær eru: 1) Ótrúlega úttútnað, óvirkt og skaðlegt fyrirkomulag á öllu er lítur að skipulagi hljóm- sveitarinnar. í reynd kemur þetta í veg fyrir að unnt sé að marka henni skýr músikölsk mark- mið til að keppa að og móta starfshætti hennar við hæfi atvinnuhljóðfæraleikara. Ég vil þó strax láta í ljós þá óbifanlegu trú mína, að Sinfóníu- hljómsveit íslands gæti verið hljómsveit í mjög háum gæða- flokki, því hún hefur á að skipa hæfileikamönnum og nægilegri getu til þess að standa músíkalskt jafnfætis flestum útvarpssinfón- íuhljómsveitum í Evrópu. Samt er ég hræddur um, að Sinfóníu- hljómsveitin nái aldrei þessu marki, af því að það krefst list- ræns innblásturs, hugrekkis og aga, en þetta eru allt atriði, sem við eðlilegar kringumstæður er nærri því ógerlegt að ná fram en gjörsamlega ómögulegt með það nefndarfargan, sem Sinfóníu- hljómsveit íslands dröslast með. Hver kollhúfan upp af annarri Fyrirkomulag það, sem rikir í starfsháttum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands er þannig, að þrjár nefndir skipta með sér verkum: 1) Verkefnavalsnefnd, sem í eru níu manns. 2) Starfsmannastjórn, sem skipuð er fimm manns; og I þriðja lagi 3) Stjórnarnefnd eða stjórn sem í eru fimm menn — allt í allt nitján manns. Meðal þessara nítján er að finna hljómsveitarstjóra, framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar og for- mann stjórnarnefndarinnar en hver þeirra um sig er í reynd full- trúi valdahóps með mismunandi og andstæð svið ábyrgðar að baki sér. Það er vert að hafa i huga, að meðlimir Sinfóníuhljómsveitar ís- lands eru 65 — að því er mig minnir. Þetta táknar, að það er einn starfandi nefndar- eða stjórnarmaður fyrir hverju 3,4 meðlimi hljómsveitarinnar eða sagt með öðrum orðum, að hver nefndarmaður er fulltrúi sjálfs síns og 2,4 annarra í hljómsveit- inni. Getur nokkur ímyndað sér, að unnt sé að vinna markvisst og af kappi við þvílíkar aðstæður? Er til nokkuð það fyrirtæki á sviði verzlunar, viðskipta eða fram- leiðslu, sem reynist hagkvæmt og arðvænlegt í rekstri með jafn slig- andi yfirbyggingu? Þess ber að gæta, að viðskiptafyrirtæki er rekið með greinileg mörk lág- marksarðsemi í huga — eða þá með tapi. Tónlist er ekki eins greinilega afmörkuð að þessu leyti og því enn meiri ástæða til að skera niður (en ekki auka) stjórn- un með nefndum. Nefndastjórnun felur í sér, að eingöngu er sinnt þeim allra nauð- synlegustu þáttum stjórnunar, sem unnt reynist að finna sameig- inlegan nefnara fyrir — það er ekki gengið lengra en sá vill sem skemmst fer og stöðugt verður að slá af kröfunum og setja það takmark, sem keppt skal að, lægra, drepa því á dreif eða jafn- vel að fórna því með öllu til þess að tryggja nægilegan meirihluta innan hinna ráðandi nefnda svo að einhver mál komist í gegnum allar þrjár nefndirnar. Þessir starfs- hættir hafa það í för með sér, að skýr markmið eru ekki sett hljómsveitinni, sökum þess að nægilega margir innan nefndanna geta ekki sætt sig við slík mark- mið, og lokaniðurstaðan í málefn- um Sinfóníuhljómsveitar íslands verður því sú, að 19 manns standa í hring og benda á þann, sem næstur stendur (þetta er ekki mér að kenna heldur honum!). Betri hljómsveit með vandaðara verkefnavali Þau markmið, sem góð hljóm- sveit hlýtur að keppa að á sviði tónlistar og starfshátta, eru ekki það margbrotin að þörf sé á jafn flóknu kerfi til þes að ná þeim fram. Markmið góðrar hljómsveit- ar eru: 1) að stuðla að eflingu menningar og aukningu á sviði virkrar músíkalskrar vitundar með vali sínu á þeirri tónist, sem tónskáldin hafa skrifað fyrir hljómsveitina, bæði tónlist lið- inna tíma, nútímans og kom- andi tíma. Að þvi er ísland varðar, þar sem hljómsveitar- flutningur á sér svo skamma sögu, þarf að gefa sérstakan gaum að vali tónverka, sem ekki hafa áður verið leikin hérlendis. 2) að efla færni hljómsveitarinn- ar á sviði leiktækni, og 3) að beita hljómsveitinni sem pólitísku vopni, en það myndi verða íslandi í hag. Að því er verkefnaval og tækni- lega framþróun hljómsveitarinnar varðar, þá eru þessi tvö atriði al- gjörlega samofin hvort öðru. Verkefnaval hljómsveitar felst ekki einfaldlega i því að taka til einhver tónlistarverkefni, sem menn vildu ósköp gjarnan spila eöa af þvi taginu, sem álitið er að áheyrendur vildu gjarnan hlusta á. Alveg eins og tónlistarnemandi verður að fylgja vissum þrepum í æfingum og konsertum til þess að öðlast meiri færni á tæknisviðinu, þannig er líka unnt að þróa fram tæknihliðina hjá hljómsveit. Þegar litið er nánar á þann lista í stafrófsröð (tónskáldanna), þar sem hvert og eitt verk, sem Sin- fóníuhljómsveitin hefur leikið, er vendilega skráð ásamt dagsetn- ingum, þá veröur manni eins og ósjálfrátt strax á að spyrja: „Af hverju höfum við verið að spila synfóníu nr. X eftir tónskáldið A í heild tólf skipti en höfum hins vegar aldrei spilað synfóniu nr. Y?“ Aö því er varðar tæknilega framþróun hljómsveitarinnar skiptir hitt þó ólíkt meira máli, „hvaða verkefni við getum leikið, sem stuðla að þróun fyllri tón- myndunar strengjanna eða betri blæbrigða í tónstyrkleika milli hinna ýmsu hljóðfæraflokka eða þá í heildarhrynjandi hljómsveit- arinnar", og auk þessa, „hvaða verkefni eru það sem við verðum beinlínis að hafa á efnisskránni til þess að stuðla að virkari músíkvit- und almennings í landinu"? Þessara spurninga á ekki ein- göngu að spyrja út frá konsert- sjónarmiðum varðandi eina hljómleika, heldur eiga þessar spurningar að koma fram við allar hliðar á verkefnavali starfsársins, svo og verkefni nokkurra ára fram í tímann. Þetta á líka við um þá hljómleika, sem erlendir hljóm- sveitarstjórar eru fengnir til að stjórna. Verkefnaval slíkra tón- leika verður að ákveða með þarfir Sinfóníuhljómsveitar íslands í huga, þannig að músíkölsk stefna hennar sé markviss í allri fram- þróun sinni. ViÖhorfín til hljómsveit- arinnar þurfa að verða sveigjanlegri Svo vikið sé nánar að möguleik- unum á tæknilegum framförum, þá þyrfti einnig að koma til mun sveigjanlegri stefna i sambandi við verkefnavalið með tilliti til sjálfrar höfðatölu Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Þannig ætti hljómsveitin bæði að flytja verk, sem ekki eru stærri i sniöum en það, að einungis þurfi um 20 hljóðfæraleikara til að flytja þau, og svo önnur og viðameiri verk- efni, sem krefjast um 90 hljóð- færaleikara við flutning, en þá er hægt að grípa til þeirra tónlist- arnemenda, sem eru hvað lengst komnir og þykja beztir. Slíkur sveigjanleiki myndi stuðla að fjöl- þættara og skemmtilegra verk- efnavali hljómsveitarinnar, og þannig ynnist tími til að æfa erf- iðari verk mun lengur á meðan aðrir hópar hljóðfæraleikara héldu hljómleika á sjúkrahúsum og í skólum. Þessi skipan mála myndi veita hljómsveitinni tækifæri á að skerpa til muna hópvitund sína i samleik, en það myndi svo aftur leiða til tæknilegra framfara hljómsveitarinnar í heild. Þetta er ekki réttur vettvangur til þess að fara nánar út i einstök atriði varðandi sérhæfða efn- isskrá og áhersluþætti í vali verk- efna. Meginatriðið er, að þetta fyrirkomulag hefur oft á tíðum gefið góða raun hjá öðrum hljómsveitum og myndi lika koma að gagni hjá Sinfóníuhljómsveit- inni. Við verðum samt sem áður að hafa i huga, að þessi umræddi sveigjanleiki i verkefnavali hljómsveitarinnar yrði stöðugt og i einu og öllu að lúta þeim ákveðnu takmörkunum, sem meginmark- mið efnisskrár starfsársins settu, þvi að öðrum kosti væri allt unnið fyrir gýg og til ills eins. Ég vil líka benda á, að þessi sveigjanleiki gæfi möguleika á hraðari undir- búningi hljómleikahalds eða þá á viðaminni tónleikum, en við það efldist viðbragðshraði hljómsveit- arinnar og hæfni hljóðfæraleikar- anna í að lesa beint af blaði, en það er nokkuð, sem Sinfóníu- hljómsveitin er ekkert allt of sterk í. Enn eitt vandamál Sinfóníu- hljómsveitar íslands felst i ráðn- ingu ungra íslenzkra hljóðfæra- leikara til fastra starfa með hljómsveitinni. Slíkar ráðningar hafa þegar átt sér stað í röðum blásturshljóðfæraleikara sveitar- innar og má raunar búast við að fleiri fylgi á eftir á næstunni. Enn sem komið er hefur slík endurnýj- un ekki átt sér stað í sveit strokhljóðfæraleikaranna, en til þess liggur fjöldi ástæða — og þar af eru þessar helztar: Strokhljóð- færaleikarar sveitarinnar eru, að því er mér sýnist, yngri en blásar- arnir og hafa því enn ekki notið fullrar þjálfunar; það er ekki eins eftirsóknarvert að leika í strok- sveitinni eins og að leika á einleik- arastóli blásaranna; þau tækifæri, sem strokhljóðfæraleikara bjóðast til að komast áfram i starfi, stöðu- breytingar og aðrar þess háttar viðurkenningar, liggja ekki ljóst fyrir; þá eru þau markmið og loka- árangur, er stefnt skuli að, ekki nægilega skýrt mótuð og það skortir músíkalska upplifun til þess að vega upp á móti því sem á vantar í viðurkenningu. Þá verur vart greinilegrar tilhneigingar strokhljóðfæraleikara í Sinfóníu- hljómsveitinni til þess (annað hvort sökum deyfðar og stöðnunar eða af öðrum ástæðum) að halda bara áfram sömu braut á sama hátt og alltaf hefur verið gert, og flytja inn nýja erlenda strok- hljóðfæraleikara eftir þörfum. Þessi síðastnefndu starfshættir stroksveitarinnar geta þó ekki gengið til lengdar, þar sem búast má við allmörgum íslenzkum strokhljóðfæraleikurum heim frá námi i útlöndum á næstu árum. Það yrði að teljast óskapleg sóun á fjármunum, þjálfun og kröftum hvers og eins, ef ekki reynist unnt að útvega þessum verðandi at- vinnuhljóðfæraleikurum störf hér innanlands, sem eru við hæfi og til þess fallin að viðhalda áhuga þeirra. Hagkvæmast yrði þó vitanlega, ef fyrir hendi væri sérstakt sam- komulag, sem fæli í sér mun nán- ari samvinnu í þessum efnum á milli Sinfóníuhljómsveitar fslands og Tónlistarskólans, þar sem jú hvort eð er má telja alveg aug- ljóst, að Sinfóníuhljómsveitin myndi hreinlega líða undir lok, án tilvistar Tónlistarskólans. Ný stefna er nauðsyn Einn þátturinn í þróun hljóm- sveitar fram á við felst í því að byggja upp „l’esprit de corps“ — þann sameiginlega listræna anda, sem svífa verður yfir vötnunum hjá hljómsveitinni. Eitt af allra fyrstu ummerkjum þess, að ekki sé allt með felldu í þessum efnum, er sá geysilegi munur sem getur verið á gæðum þeirrar tónlistar, sem hljómsveitin flytur á einum tónleikum og svo aftur á öðrum. Ég hef hlustað á þessa hljómsveit, þegar hún stóð sig miklu betur við tónlistarflutning heldur en efni hennar og ástæður eiginlega leyfðu og svo hef ég aftur heyrt hana spila miklu verr en hún hef- ur nokkurn rétt til. Það er ekki hægt að kenna tæknilegum vanda- málum hljómsveitarinnar ein- göngu um þennan gífurlega mun á gæðum þeirrar tónlistar, sem hún flytur, þarna er öllu heldur um skort á lifandi áhuga hljóðfæra- leikaranna að ræða, vöntun á list- rænni stefnu og tilgangi. Ég hef þegar drepið á, að unnt sé að nota góða hljómsveit sem pólitískt vopn. Enda þótt að það sé bæði satt og rétt, að starfræksla sinfóníuhljómsveitar þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að efla menningarvitund almennings og renna yfirleitt styrkari stoðum undir menningarlíf viðkomandi staðar, þá er það engu að síður líka rétt, að góð sinfóníuhljóm- sveit gegnir oft á tíðum hlutverki ambassadors lands síns. Stór- kostlega góð hljómsveit getur ekki bara talizt einhver óhófsmunaður; hún getur breytt þeirri mynd, sem menn gera sér af því landi, sem hún er frá eins og Berlínar-fíl- harmónían gerir, Chicago-sinfóní- an eða hljómsveit Bolshoi-leik- hússins i Moskvu — eða ef því er að skipta eitthvert framúrskar- andi borðtennislið. Að gera sér ekki grein fyrir þessari staðreynd og færa sér hana í nyt, verður að teljast mikil sóun einmitt á þeim þáttum í listrænni getu hverrar hljómsveitar, sem eru hvað þýð- ingarmestir. Það á ekki bara að láta Sinfónfuhljómsveit íslands fara í hljómleikaferðir til útlanda og láta hana þannig keppa við aðr- ar sambærilegar hljómsveitir á al- þjóða vettvangi, þar sem notaður er alþjóða mælikvarði á listrænt gildi tónlistarflutningsins, heldur ætti hljómsveitin aftur að taka til við að leika inn á plötur eins og hún hefur gert hér áður fyrr. Mér varð fyrst kunnugt um til- vist Sinfóníuhljómsveitar íslands af hljómplötum, sem hún hafði leikið inn á og komu á markaðinn í Bandaríkjunum fyrir að minnsta kosti 15 (ef ekki 20) árum. Það er afar leitt, að hljómsveitin skyldi ekki halda áfram á þessari braut. Það er einkar erfitt að viðhalda músíkmóral hjá hljómsveit, þegar ekki er um neinn samanburðar- stuðul að ræða, sem unnt er að miða gæðin við hverju sinni. Með því að gefa út hljómplötur með leik hljómsveitarinnar er á áhrifa- ríkan hátt tekin upp samkeppni á alþjóða mælikvarða. Metnaður er afar gott og heilnæmt lyf, sem nota má til þess að knýja hvaða félagssamtök sem eru til þess að beita hæfileikum sínum og getu til hins ýtrasta, og ég þykist viss um, að hljóðfæraleikarar Sinfóníu- hljómsveitar tslands myndu við slikar kringumstæður sýna rétt viðbrögð. Það eru út af fyrir sig engin vandkvæði á að komast í samband við og eiga innhlaup hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.