Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 31 Guðspjall dagsins: MatL 2.: Vitringarnir. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Stefán Snævarr fyrrv. próf- astur prédikar. Sr. Þórir Steph- ensen og sr. Andrés Ólafsson fyrrv. prófastur þjóna fyrir altari. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Barna- og fjölskyldusamkoma í safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Fyrirbænir í safnaö- arheimilinu 9. janúar kl. 19.30. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Auöur Eir Vilhjálms- dóttir prédikar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Barnaguösþjónusta kl. 11.00 í Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Hall- dórsson. BÚST AÐAKIRK J A: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guömundsdóttir. Guös- þjónusta kl. 14.00. Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Pálmi Matthíasson prédikar. Aldraöir íbúar sóknarinnar, sem óska eftir bílfari fyrir messuna, láti vita í síma 35507 milli kl. 10 og 12 á sunnudag. Félagsstarf aldraöra miövikudag milli kl. 14 og 17. Sr. Ólafur Skúlason. DIGR ANESPREST AK ALL: Barnasamkoma kl. 11.00. Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Sváfnir Sveinbjarnar- son prófastur á Breiöabólstaö prédikar. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Altarisganga. Sr. Guö- mundur Óli Ólafsson sóknar- prestur í Skálholti prédikar. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- samkoma og messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriöjudagur 8. jan. fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Laugard. 12. jan. kl. 10—14 samvera ferming- arbarna. L ANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti prédikar. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11.00. Sunnudagui: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Sr. Árni Pálsson. L AUG ARNE SPREST AK ALL: Laugardagur 5. jan. guösþjón- usta í Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00. Sunnudagur: Hátíöa- messa kl. 11.00 (ath. breyttan messutíma). Mánudagur 7. janú- ar, fundur í Kvenfélagi Laugar- nessóknar kl. 20.00. Þriöjudagur 8. janúar bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra kl. 15.00. Þrettándagleöi: Stuttur leikþáttur, álfasaga og söngur. Gengiö í kring um jólatréö. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnu- dagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Heimir Steinsson prédikar. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Miövikudagur, fyrirbænamessa kl. 18.30. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 10.30. Guösþjón- usta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Ath. inngangur frá vestri. Fimmtudagur 10. janúar, fyrir- bænasamvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma í sal Tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. PRESTAR Reykjavíkurpróf- astsdæmis: Hádegisfundur í Hallgrimskirkju mánudaginn 7. janúar. HVÍT ASUNNUKIRK JAN, Fíla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumenn: Ágústa og Daniel Hartings. KFUM & KFUK, Amtmannsstig 2B: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræöumaöur Friörik Hilmarsson. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Fyrsta hjálp- ræðissamkoma ársins 1985 hefst kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal talar. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakotí: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18. nema á laugardög- um þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KIRKJA Óháöa safnaóarins: Messa fellur niður. Jólatrés- skemmtun kl. 15. Helgistund. MOSFELLSPREST AK ALL: Messaö í Lágafellskirkju kl. 14. Sóknarprestur. GARDAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. HAFNARFJARDARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Gunn- þór Ingason. KAPELLA St. Jósefssystra I Garóabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. AKRANESKIRKJA: Bamamessa kl. 10.30. Mesaa fellur nióur. Kirkjukórinn heldur tónleika í safnaöarheimílinu sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Frjálsar ferðir til Gíbraltar Madrid, 3. juúr. AP. SPÁNVERJAR hyggjast aflétta öllum hömlum í ferðum og vöruflutningum milli meginlands Spánar og brezku nýlendunnar Gíbraltar 5. febrúar að sögn talsmanns spænska utanríkisráðuneytisins (dag. Þann dag hefjast viðræður Breta og Spánverja í Genf um framtið nýlendunnar, sem Spán- verjar gera kröfu til. Samkvæmt samkomulagi, sem Bretar og Spánverjar undirrituðu í Brússel 27. nóvember, sam- þykktu Spánverjar að aflétta öll- um hömlum fyrir 15. febrúar. Samkvæmt Brussel-samkomu- laginu samþykktu Bretar i fyrsta sinn að ræða kröfu Spánverja til Gibraltar. Launmorðingjarnir Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Georgi Markov: Tbe Truth that Killed. Translated by Liliana Brisby. With an introduction by Annabel Markov. Weidenfeld and Nicolson 1983. Þann 7. september 1978 var Georgi Markov skotinn með eit- urfylltu skothylki á förnum vegi í London af launmorðingja, sem allt benti til að væri útsendari búlg- örsku stjórnarinnar. Eitrið tók ekki að verka fyrr en morguninn eftir, en þá var orðið of seint að bjarga lífi hans og hann lést fjór- um dögum síðar. Markov var meðal fremstu höf- unda Búlgariu og dáður þar í landi þar til hann flúði land 1969. Hann tók að lesa minningar sínar i Út- varp Frjáls Evrópa og þeim var útvarpað vikulega í tvö og hálft ár. Þessi lestur var síður en svo vin- sæll af valdamönnum i Búlgaríu m.a. af forsetanum Tudor Zhiv- kov. Eiginkona Markovs ritar for- mála að bókinni, þar sem hún seg- ir að síðustu niu mánuðina sem hann lifði, hafi hann vitað að reynt yrði að ráða sig af dögum vegna útvarpssendinganna. Utvarpsþættirnir voru unnir upp úr minningum Markovs, en þær eru um það bil helmingi lengri en þessi enska þýðing. Markov fæddist 1929, sonur liðsforingja í hernum, hann ólst upp í Búlgariu fyrir valdatöku kommúnista 1944, var það ár skólanemandi. Handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir stjórn- málaskoðanir um það leyti sem hann varð stúdent. Eftir fangelis- dvölina stundaði hann efnafræði, starfaði í verksmiðju sem forstjóri um tíma. Hann stundaði alltaf rit- störf og 33 ára varð hann skyndi- lega frægur fyrir bók sína „Menn“, bækur og leikrit fylgdu í kjölfarið. Eftir að hann flúði land, hélt hann áfram ritstörfum, þá um fertugt. Hann segir einhvers staðar frá því, að þegar hann ók frá Sofiu i síðasta sinn fannst honum hann vera við jarðarför. En hann kvaðst ekki hafa áttað sig á því hvort það hafi verið hans eigin jarðarför eða jarðarför alls þess sem hann var að skiljast frá. Markov fjallar um fjölda búlg- arska áhrifamanna í þessum þátt- um, hina nýju stétt, og það er heldur ógeðfeldur skari og eftir höfðinu dansa limirnir, pot og streð óbreyttra flokksmanna kommúnistaflokksins gengur allt út á það að troða sér i ofurlítið skárri stöður með aðferðum, sem eru fremur leiðinlegar. Markov segir að hann viti engan pólitískan trúarflokk, sem veki upp hinar soralegustu kenndir mennsks eðlis eins og kommúnísk hugmynda- fræði. Hann segir sögur af ýmsum ein- staklingum, sem hafi talið með réttu að greiðasta leiðin til áhrifa og valda hafi verið að finna sem flesta flokksféndur og flokkssvik- ara, svikara við öreigabyltinguna og fyrrverandi fasista og arðræn- ingja, sönnunargögn voru vægast sagt oftast mjög vafasöm. Sfðan var þessu fólki komið í hendur leynilögreglunnar og þar voru úr- slit rannsóknarinnar ráðin fyrir- fram. Markov fullyrðir að lýsingar Orwells á aðferðum valdaklíkunn- ar í 1984 sé raunsönn lýsing á að- ferðum búlgarskra ráðamanna. Eftirlitið sé algjört, stöðlunin full- komin, persónulegt mat útþurrkað og pólitísk nauðsyn á hverjum tíma ráði staðlinum. Pyndingar einkenna rannsókn mála og ein- angrun fanga um langan tíma er mikil eftirlætisaðferð. Höfundur lýsir kynnum sínum beinum og óbeinum af þeim dýrð- armanni Georgi Dimitrov, „hetj- unni frá Leipzig", sem talinn var til fremstu snillinga og hetja heimskommúnismans á sinni tið. Mynd Markovs af honum stangast mjög á við hina opinberu mynd. Þessir þættir eru eftirminnileg lesning og eru i samræmi við lýs- ingar Soltzhenitsins. Einkenni þessa samfélags virðist vera lygi og aftur lygi og engum er að treysta. Fækkað verður í kínverska hernum Pekúg, 3. desember. AP. YANG Iíeshi, yfirmaður herafla Kína, sagði i viðtali við opinbert dagblað í Peking, sem gefið er út á ensku, að í sparnaðarskyni væri fyrirhugað að fækka í ber landsins, sem er hinn fjölmennasti í heimi. Deshi kvað fækkunina einnig Um kinverska herinn er sagt, að þjóna þeim tilgangi að fjölga hann sé sem ríki i rikinu. Hann vinnufærum mönnum i atvinnulif- inu og væri þannig liður i nýsköp- unaráætlun stjórnvalda. Ekki kom fram i viðtalinu hve margir menn verða leystir undan herþjónustu, en í kínverska hern- um eru nú 4,2 milljónir manna. rekur eigin skóla, sjúkrahús, bú- garða, gistihús, samgöngufyrir- tæki og fjölmiðla. Umfangsmikil landflæmi utan höfuðborgarinnar, Peking, og víðar í landinu, eru bannsvæði og lúta stjórn hersins. Endurnýjun skírteina sunnudag 6. jan. í Suðurveri, neöri sal. Fram- haldsnem. frá kl. 2—5. Nýlr nem. komi eftir kl. 5. Gjald 3.120—3.740—4.300. Vetrarönn 7.1—30.3. Tímar 2x—3x og 4x í viku. Kennarar: Klassisk tœkni: Katrin Hall. Stepp: Draum- ey. Jazz: Bára, Anna, Emelía, Sigríöur, Agnes, Sigrún, Irma. Sími 83730

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.