Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 19 til að B-álman nýtist sem sjúkra- deildir eingöngu, eins og að er stefnt, verður að byggja viðbót- arbyggingu til að hýsa sjúkra- og iðjuþjálfun, aðstöðu fyrir starfs- fólk o.fl. Jafnframt er mjög brýnt að bæta aðstöðu flestra deilda spitalans og nefni ég þar sem dæmi einu heila- og taugaskurð- deild landsins, einu sérhæfðu háls-, nef- og eyrnadeild landsins o.fl. Vert er að upplýsa í þessu sambandi, að 40% sjúklinga flestra deilda spitalans koma utan af landi. Það vita svo sem allir að þetta eru erfiðleikatímar, en hvað hefur breyst svo mikið síðan áðurnefnd- ur samningur var gerður í apríl 1984? Það helsta sem mér kemur í hug er að loðnuafli ársins varð helmingi meiri en gert var ráð fyrir og þar af leiðandi meiri þjóð- artekjur, en þeim var augsýnilega ekki ætlað til þarfa aldraðra sjúklinga. Það er ekki að sjá af öðrum framlögum til sjúkrahúsa- skrifa upp á þennan víxil eða ætlið þið að vera þeir menn að neita því og snúa vörn í sókn upp úr hinu erlenda skuldafeni? Nú er vitað mál að þið eruð ný- búnir að samþykkja fjárlög og það með miklum halla. Þú hefur lýst því yfir að slíkur halli þurfi ekki að vera svo slæmur um stundar- sakir, ef menn eru samtaka um að vinna sig út úr honum með viðeig- andi ráðstöfunum. Hér í upphafi máls var talað um Nýfundna- landsstig þjóðar. Með því er átt við að við séum komnir á ystu nöf og gjaldþrot blasi við á næsta götuhorni. Sem lögmaður, Eyjólf- ur, veist þú mæta vel hvað skeður þegar svo er komið að menn eiga ekki fyrir skuldum. Þá eru menn gerðir upp í flestum tilvikum, eða er ekki svo? Þetta er frekar ógeð- felld tilhugsun fyrir okkar litlu þjóð þótt það sé að vísu matsatriði nokkurt hvenær svo er komið að eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Hvað sem því líður virðist það vera stórhættulegur leikur að jafna fjárlagahallanum með enn frekari lántökum erlendis. Sem sagt, halda áfram að lifa um efni fram. Ábyrgð ykkar þingmanna er mikil, Eyjólfur Konráð. Þess vegna skal spurningin endurtekin. Hvenær ætlið þið að segja stopp? Það munu margir taka eftir svari þínu. Hallgrímur Sveinsson er bóndi að Hrafnseyri og skólastjóri Grunn- skólans á Þingeyri. Erlendur Kristjánsson Æskulýðsráð ríkisins: Nýr formaður NÝLEGA skipaði Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráAherra Erlend Kristjánsson formann /EskulýAsráðs ríkisins til næstu tveggja ára. Erlendur hefur starfað mikið að æskulýðsmálum m.a. I Æskulýðs- sambandi fslands, JC-hreyfingunni og stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Hann er formaður Samstarfsnefndar norræna félags- ins og ÆSf sem vinnur að undirbún- ingi og framkvæmd Norðurlanda- ráðsþings Æskunnar, sem haldið verður dagana 1,—3. mars nk. og er í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs 4.—8. mars. Erlendur er kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur og eiga þau 3 börn. bygginga að skorið hafi verið nið- ur jafn stórlega og til B-álmu. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins hefur einu sinni minnst á að brýn- asta verkefni í heilbrigðismálum þjóðarinnar, næst á eftir byggingu B-álmu, væri K-bygging Landspít- alans (K-ið stendur reyndar ekki fyrir krabbamein). Síðan hefur ekki verið minnst einu orði á B-álmu í leiðara þessa blaðs, en K-byggingin hefur fengið verulega umræðu og jafnframt æskilega úrgreiðslu Alþingis. Ekki vantaði þá að þingmenn yfirbyðu hver annan í milljónum og er ekki sagt þeim til lasts. En aldraðir, þeir máttu sitja eftir eins og svo oft áður. Dr. Gunnar Sigurðsson eryfirlækn- ir lyflækningadeildar Borgarspítal- ans. Byggingu B-álmu Borgarspítalans lýkur vart fyrr en einhvern tíma á næsta áratug með sama áframhaldi. ■^rVtnrum stafl ^ SB*u^píw'eM aSn VÍnS'amS 09 Sn ******u ..rti ni dansi« sérstakur gestur ,s® opnaö W. GILDIHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.