Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Minning: Jón Marinó Gísla- son, Grindavík Fæddur 12. aprfl 1906 Díinn 28. deaember 1984 1 dag, 5. janúar 1985, verður frændi minn og vinur, Jón Marinó Gislason, kvaddur hinstu kveðju og jarðsettur frá Grindavíkur- kirkju. Hann lést eftir 3ja vikna sjúkrahúsdvöl á Borgarspítalan- um í Reykjavík þann 28. desember síðastliðinn. Hans bráða burtför héðan af þessum heimi kom okkur vinum hans mjög á óvart, því hann hafði verið fram til þess að hann veikt- ist fyrir svo skömmu, hress og vel á sig kominn eftir aldri. Enginn veit hvenær kallið kemur hvað sem okkur sýnist eða finnst, eitt er þó víst að allir fá kallið ein- hvern tíma. Jón Marinó var fæddur ásamt Guðjóni Ella, tvíburabróður sín- um, á Hæðarendá í Grindavik 12. apríl 1906. Þar á Hæðarenda hófu foreldrar þeirra bræðra sinn búskap áriö 1905. Þau voru Krist- ólína Jónsdóttir, fædd á Hópi í Grindavík, 16. júní 1880, dáin 29. desember 1952, og hennar maður, Gísli Jónsson, fæddur i Rafnshús- um í Grindavík 31. október 1875. Á Hæðarenda bjuggu þau Kristólína og Gísli til ársins 1910. Þar fædd- ust börn þeirra auk fyrrnefndra bræðra: Erlendur, fæddur 26. ág- úst 1907, hann drukknaði í Grindavík 14. mars 1926. Vilborg, fædd 26. september, hún dó 23. april 1929. Gunnar Daníel, fæddur 7. desember 1909, dó 22. júní 1983. Árið 1910 flytja þau Kristólína t Moöir okkar, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Garöaatrnti 34, Raykjavlk, lést á elliheimilinu Grund flmmtudaginn 3. janúar. Áalaug Gunnarsdóttir, Katrfn Erna Gunnarsdóttir Asmundsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, STEINN SKARPHÉDINSSON, Hrafnistu, Hafnarfirói, andaöist I Landakotsspltala fimmtudaglnn 3. janúar. ögn Pétursdóttir, Hllf Steinsdóttir, Guómundur Steinsson. t Eiginkona mln, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, lést á Sólvangi i Hafnarfiröi 27. desember sl. Kveöjuathöfn veröur I Fossvogskapellu mánudaginn 7. janúar kl. 16.30. Jarösett veröur frá Staöarhólskirkju þriöjudaginn 8. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vlnsamlegast afþakkaöir. Ferö veröur frá BSf sama dag kl. 8.00. Finnur Þorleífsson, Kristinn Finnsson, Þorleifur Finnsson, Ásdls Arnfinnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför sonar okkar og bróöur, ÓOINS KRISTJÁNSSONAR, Hofgeröi 5, Vogum, Vatnsleysuströnd, fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 5. janúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Slysavarnafélag fslands eöa orgelsjóö Kálfatjarnarkirkju njóta þess. Kristjén Einarsson, bórdls Sigurjónsdóttir, Hrefna Kristjánsdóttir, Kristln Póra Kristjánsdóttir, Einar Birgir Kristjánsson. t Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útfðr DÓRÓTHE VILHJÁLMSDÓTTUR, Eskihliö 9. Georg Th. Georgsson Margrét Christensen, Karen Christensen, Bryndis Christensen, og tengdabörn, barnabörn og Höröur Sigurjónsson. og Gísli að Norður-Gjáhúsum, er skömmu síðar fengu nafnið Vík. Þar bjuggu þau hjón til æviloka og þar fæddust börn þeirra: Þorgerð- ur Sigríður, fædd 1911, Þorlákur, fæddur 1913, óskar, fæddur 1914, Hulda Dagmar, fædd 1918. Það var stórt og mannmargt Víkur- heimilið þegar börnin voru öll heima hjá foreldrum sínum og fjöldi sjómanna á vetrarvertíðum, húsbóndinn mikill athafnamaður bæði til sjós og lands og húsmóðir- in mikilhæf kona með sín miklu heimilisstörf er voru á þeim árum án allra nútímaþæginda, vinnu- dagarnir oft langir og strangir með allt það er gera þurfti heimil- inu til þarfa. Börnin fóru mjög ung að vinna fyrir heimilið, bræðurnir Jón og Guðjón fóru 8 ára gamlir að róa með föður sínum, fyrstu árin að sumarlagi en 15—16 ára gamlir á vetrarvertíðum. Gísli, faðir þeirra, var mikill sjósóknari og aflafor- maður á sínu stóra áraskipi, einn- ig hafði hann talsverðan land- búskap, 2—4 kýr og oftast margt sauðfé, svo mikið var jafnan að gera hjá Víkurfjölskyldunni, börn- unum, jafnt dætrum sem sonum. Rökslega tvítugir að aldri byrj- uðu þeir Jón og Guðjón for- mennsku á opnum vertíðarskip- um. Þeir bræður létu smíða stórt vertíðarskip í Reykjavík, í það var sett vél og var Jón formaður með það. Gerðu þeir bræður það út í félagi, en á þeim tíma var Guðjón formaður með áraskip fyrir föður sinn, var hann með það í tvær vetrarvertíðir. Var Guðjón síðast- ur formaður með áraskip í Grindavík, áður en vélskipin (trill- urnar) komu til brúks. Og áfram héldu þeir bræður Jón og Guðjón formennsku á opnum skipum um áratuga skeið og voru þá einatt með allra bestu fiskimönnum i Grindavík og þegar tími opnu skipanna (trillubátanna) var um garð genginn fór Jón í stærri út- gerð ásamt Einari Dagbjartssyni. Þeir keyptu mótorbátinn Maí, var Einar formaður með þann bát en Jón var í landi og sá um það sem gera þurfti við móttöku fisksins og viðhald veiðarfæra. Síðar keyptu þeir Einar og Jón ásamt Sæmundi, syni Jóns, mótorbátinn Merkúr, áttu þeir hann nokurn tíma. Síðar keyptu þeir sömu ásamt Guðjóni bróður Jóns, mótorbátinn Gísla Johnsen, var það síðasti báturinn er Jón átti hlut í til útgerðar. Eftir að Jón hætti sjómennsk- unni var hann um tima við olíu- afgreiðslu hjá Grindavíkurhöfn en eftir það fór hann að vinna hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur og vann hann þar það sem eftir var af hans starfsævi, mest við frá- gang og lagfæringu á þorskanet- um og síðast vann hann þar af og til á vetrarvertíðinni 1984. Þegar Jón frændi var 26 ára gamall giftist hann ungri og glæsilegri stúlku er hafði verið nágranni hans frá bernsku. Hún hét Valgerður Sigurðardóttir, dóttir hjónanna Sigurðar Árna- sonar og Gunnhildar Guðrúnar Markúsdóttir er bjuggu í Akrahól. Þau Jón Gíslason og Valgerður Sigurðardóttir giftust 23. apríl 1932. Þau áttu sitt fyrsta búskap- arheimili í Baldurshaga í Grinda- vík og bjuggu þar saman alla sína búskapartíð, í 50 ár. Þau hjón eignuðust 3 börn, eina dóttur og tvo syni. Elst þeirra er Erla Borg, fædd 1932, hennar maður er Þor- leifur Guðmundsson vélstjóri, þau eiga tvo syni, Jón og Guðmar, og eru búsett í Reykjavík. Sæmundur, fæddur 1933, hans kona er Steinunn Ingvadóttir, þau eru búsett i Grindavík. Gísli, fæddur 1939, hans kona er Margrét Brynjólfsdóttir, þau eiga fjögur bðrn, tvær dætur og tvo syni, þau eru Erla Sif og Gerður Marin, Jón og Brynjólfur, og eru þau búsett í Grindavík. Jón frænda og Gerðu hef ég þekkt frá því að við vorum öll ung að árum, það var einatt gaman að hitta þau hvort sem var heima hjá þeim eða annars staðar. Þau voru einatt hress og kát og höfðu frá ýmsu að segja forvitnilegu og skemmtilegu úr fortíð og nútíð. Heimili þeirra I Baldurshaga bar gott vitni um myndarskap hús- móðurinnar og gott framlag hús- bóndans til virðulegs fjölskyldu- heimilis, er húsbændurnir létu sinum gestum til góðra veru- stunda ásamt gestrisni í orði og á borði. Kona min og ég eigum góðar minningar um komur þeirra Gerðu og Jóns til okkar og eins er þau sóttu okkur heim til sin. En allt á sinn tima og nú er jarðvist- artími þeirra góðu hjóna og vina úti og er mikill sjónarsviptir að þeim, en minningar um góða vini geymast. Valgerður, kona Jóns, var hraust kona lengst ævinnar en nokkuð mörg síðustu æviárin var hún oft mjög heilsulitil og varð af og til að fara á sjúkrastofnanir sér til heilsubótar og heim til sín þess á milli og fór hún þá af veikum mætti að vinna við heimilisstörfin og gerði það til hins síðasta. Val- gerður dó á heimili sínu þann 13. júlí 1982. Eftir lát Valgerðar var Jón einn að mestu í húsi sínu, fór heilsa hans þá að bila en áður hafði hann verið mjög heilsu- hraustur fram til þess tíma. Mér finnst vel við eiga að til- einka Jóni frænda mínum ljóðlin- ur úr ljóði er ljóðskáldið Svein- björn Björnsson á Vatnsleysu- strönd orti við lát Gísla Jónsson- ar, föður Jóns. Hann var fæddur 31. október 1875, dó 1. desember 1924. En horfið er nú með þjer margt af manndóms þori’ og snilli, sem gerði auðnu gengið bjart í góðra manna hylli. Þú sóttir fram á sigurbraut og sigur vanst í margri þraut, oft krappra kjara á milli. Þú horfðir út í hafsins rót með hetjudug í taugum, og hjelst svo boðum bröttum mót; þá brann þjer kapp í augum, og hömlur ljestu knýja keip, á kaldri’ og votri Ránar greip skein gnægð af gullnum baugum. Og býlið þitt varð blómum skreytt, sem búmannshöndin varði, og gesti hverjum vel var veitt, sem vjek þar heim að garði. Með elju’ og dugnað alt þitt ráð var ofið gegnum drottins náð með auðnugnóttar arði. Með innilegu þakklæti og virð- ingu minnumst við hjónin þeirra Valgerðar og Jóns frænda fyrir góðar samverustundir á æviskeiði okkar. Nú eru þau hjón aftur hvort hjá öðru í þeim eilifðar heimi sem Guð gefur þeim. Blessuð sé minning þeirra mætu hjóna. Innilegar samúðarkveðjur til afkomenda þeirra, systkina og vina. Guðmundur A. Finnbogason Mandarín, austurlenzkur matsölustaður í Kópavogi AUNRIRLENZKT veitingahús, Mandarín, hefur verið opnað að Nýbýlavegi 20, Kópavogi. Þar verður lögð áherzla á rétti frá Kína, Filippseyjum og Thailandi. Aðalhvatamaður að stofnun veitingahússins er Pilippseying- urinn Ning de Jesus, sem er íslenzkur ríkisborgari og hefur tekið sér nafnið Nikulás. Með honum starfar í eldhúsi Mandarín Thailendingurinn Manit Saifa. Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt hefur hannað inn- réttingar í vcitingastaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.