Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1986 Blaðað í fjárlögum eftir Gunnar Sigurðsson „En aldraðir, þeir máttu sitja eftir eins og svo oft áður.“ Sem starfsmanni Borgarspítal- ans þótti mér forvitnilegt að líta í nýsamþykkt fjárlög fyrir árið 1985. Einkanlega lék mér hugur á að vita um fjárframlög til bygg- ingar B-álmu Borgarspítalans, sem verið hefur í byggingu síðan 1977 og er ætlað að þjóna öldruð- um sjúklingum. Tvær hæðir af sjö eru nú fullgerðar og þar hafa vist- ast sjúklingar á aldrinum 68—101 árs. Framkvæmdir við bygging- una hafa iegið niðri síðan á sl. vori vegna fjárskorts. Mér var kunnugt um að í apríl 1984 var samningur undirritaður af borgarstjóranum í Reykjavík, Davíð Oddssyni, Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðismálaráð- herra og Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra um byggingu B-álmunnar. I samningi þessum var gert ráð fyrir að byggingu B-álmu Borgarspítalans verði lok- ið á árinu 1986. Heildarkostnaður við að ljúka verkinu var áætlaður 136 milljónir króna (miðað við þá- verandi byggingarvísitölu). Hluti ríkissjóðs og Framkvæmdasjóðs aldraðra skyldi vera 85% eða 115,6 millj. króna, en hlutur Reykja- víkurborgar 15%. Samkvæmt samningnum var því væntanlega gert ráð fyrir að þessi fjárframlög dreifðust á árin 1985 og 1986. Samkvæmt þessu bjóst ég við myndarlegu framlagi i fjárlögum til að sinna þessu brýna verkefni í þágu aldraðra sjúklinga og fór að fletta. Jú, þarna sá ég framlag til Sjúkrahússins á ísafirði 15,5 millj. króna og til Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 21 millj. króna (hafði verið hækkað úr 5,5 millj. í frumgerð fjárlaga). Loksins fann ég framlagið til B-álmu Borgar- spítalans, 8 milljónir króna. Ég átti erfitt með að trúa þessari tölu í ljósi áðurnefnds samnings ráðun- eytanna og Reykjavíkurborgar. Var það satt sem einhver ólyginn laumaði að mér, að í fjárveitinga- nefnd Alþingis ætti enginn þing- maður Reykjavíkur sæti? Þar sem Framkvæmdasjóður aldraðra hefur fjármagnað bygg- ingu B-álmunnar að talsverðu Dr. Gunnar Sigurðsson leyti til þessa, taldi ég líklegt að þessu verkefni hefði verið velt yfir á þann sjóð. Tekjur sjóðsins í gegnum nefskatt eru áætlaðar um 55 millj. króna á árinu 1985. En rétt fyrir jólin voru samþykktar breytingar á lögum sjóðsins þar sem tekið er fram að einungis 30% af tekjum sjóðsins megi nú verja til byggingar hjúkrunardeilda á vegum sveitarfélaga, sem B-álman gæti fallið undir, en í fyrri lögum var ekkert slíkt takmarkandi ákv- æði. Þannig gæti í það mesta 16,5 millj. króna verið veitt til þessa liðar á árinu 1985 og að sjálfsögðu eru þar margar framkvæmdir um hituna aðrar en B-álman. Það er því ljóst að framkvæmd- ir við B-álmu Borgarspítalans dragast mjög á langinn og með slíku áframhaldi verður fram- kvæmdum ekki lokið á árinu 1986 eins og borgarstjóri og heilbrigð- ismálaráðherra höfðu gefið vonir um, heldur einhvern tímann á næsta áratug. Aðrar knýjandi framkvæmdir við Borgarspítalann verða því væntanlega að bíða enn lengur, má þar nefna til dæmis, að Þetta gengur ekki lengur, Eyjólfur eftir Hallgrím Sveinsson Eyjólfur Konráð ávarpaður þriðja sinni. Þess eru dæmin í veraldarsög- unni að ýmsar þjóðir hafa misst tökin á fjárhagsmálefnum sínum og þar með verið settar undir ok ósjálfstæðis og orðið öðrum þjóð- um undirgefnar. Dæmi um þetta sem stundum hefur verið nefnt hér uppi á íslandi, er Nýfundna- land sem missti sjálfstæði sitt og var innlimað í Kanada árið 1949, meðal annars vegnar misheppn- aðrar stjórnunar á peningamál- um. Þegar við höfum verið að komast í þrot á umliðnum áratug- um þá hefur þetta gjarnan verið nefnt sem víti til varnaðar fyrir okkur einmitt vegna þess að bæði þessi þjóðfélög hafa verið veiði- mannanýlendur sem hafa lifað á fiskveiðum. Eitt sinn átti íslenska þjóöin stórar fjárfúlgur í erlendum bönk- „Og nú spyr ég þig, Eyj- ólfur Konrád Jónsson, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis. Ætlið þið þingmenn að skrifa upp á þennan víxil eða ætlið þið að vera þeir menn að neita því og snúa vörn í sókn úr hinu erlenda skuldafeni?“ um, 600 milljónir eða svo í stríðs- lok. Þetta var hinn svokallaði stríðsgróði og væri auðvitað dá- lagleg upphæð i dag ef reiknuð væri til núgildandi peningaverðs. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og á ýmsu gengið i fjár- hagsmálum okkar. Erum við nú rétt einu sinni komnir á Ný- fundnalandsstigið, sem kalla má svo, og við blasir hengiflug skulda- fensins og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í stórhættu. Nú er það svo, Eyjólfur Konráð, að okkar þjóðskipulag er þannig upp byggt að það veitir hinum al- menna borgara rétt til að tala til ykkar stjórnenda þjóðarinnar bæði í ræðu og riti, ef honum ligg- ur eitthvað á hjarta. Þessi réttur er ómetanlegur hverri þjóð og kannski hefur þú tekið eftir því þessa dagana, að borgararnir hafa gefið merki, bæði til sjávar og sveita: Hingað og ekki lengra. Stöðvið erlenda skuldasöfnun ís- lensku þjóðarinnar. Þetta hættu- merki bergmálar nú um allt land. Fjárfestingar og lánsfjáráætlun var lögð fram á Alþingi rétt fyrir jólin, til athugunar fyrir ykkur þingmenn. í áætlun þessari kemur fram, að um áramótin munu lang- tímaskuldir þjóðarinnar i erlend- um gjaldeyri nmea 42,600 milljón- um króna — fjörutíu og tvö þús- Hallgrímur Sveinsson und og sex hundruð milljónum króna. Það sem er þegar búið og gert verður víst ekki aftur tekið. Við sitjum uppi með þessa skuldasúpu hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sem betur fer erum við þó ekki svo heillum horfnir ennþá að við höfum ekki ýmis ráð á hendi til að vinna okkur út úr þessu feni. Eitt af frumskilyrðum þess að þetta megi takast er að hætta að lemja sífellt í þennan erlenda betliknérunn og stöðva þetta lán- tökubrjálæði. Nú eru það ekki einungis leik- menn sem sjá í hvert óefni stefnir. Hagfræðingar okkar, bæði ungir og gamlir, sjá að við erum á glöt- unarvegi og hamra á því í fjöl- miðlum dag eftir dag. Haft er eftir Jónasi Haralz, hinum reynda fjár- málamanni, í Tímanum um dag- inn, að allir sjái vandann í pen- ingamálum þjóðarinnar og nauð- syn þess að bregðast við honum. Hins vegar sé afar ólíklegt að þær nauðsynlegu ákvarðanir sem þurfi að taka, verði teknar af þeim stofnunum og því skipulagi sem við búum við. Þessi orð Jónasar Haralz eru umhugsunarverð fyrir alla og þó einkanlega fyrir ykkur hina 60 al- þingismenn þjóðarinnar. Það eru umhugsunarvert fyrir ykkur þing- menn fyrst og fremst vegna þess að þið eruð til þess kjörnir í lög- legum kosningum að gæta fjör- eggs þjóðarinnar. Þið eigið að gæta þess að þetta fjöregg brotni ekki í meðförum hinna ýmsu stofnana þjóðfélagsins, þar á með- al ríkisstjórnarinnar. Það hlýtur að vera fyrst og fremst ykkar verkefni að veita ríkisstjórninni aðhald. Nú hefur þessi okkar ágæta rík- isstjórn rétt ykkur víxil að upp- hæð kr. 7,300 milljónir í erlendum gjaldeyri sem hún ætlast til að þið skrifið upp á fyrir hönd þjóðarinn- ar. f lánsfjáráætlun fyrir árið 1985 sem áður var nefnd, er ein- mitt reiknað með að slá erlend lán sem þessari upphæð nemur. Og nú spyr ég þig, Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Al- þingis. Ætlið þið þingmenn að DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jón Óttar Ragnarsson 1984 - In memoriam Tileinkað Hannesi Hólmsteini Ef síðustu 200 irin eru undan- skilin hefur alþýðan ætíð itt sér „Stóra bróður" sem skattpíndi hana og kvaldi i alla lund (allt í „göfugum tilgangi" að sjilfsögðu). „Að gjalda keisaranum það sem keisarans var og Guði það sem Guðs var“ merkti einfaldlega að fátæklingarnir deildu aleigunni samviskusamlega á milli höfð- ingjanna og klerkanna. I kjölfar byltinganna í Evrópu og nýju ríkjanna í Ameríku i 18. og 19. öld kom „hlýviðrisskeið" með auknu frelsi um sinn. En á þessari öld hafa áhrif Stóra bróður aukist i nýjan leik svo um munar. Hámarksríkið Rótin að þessum örlagaríku öfugsporum voru hinar ómann- úðlegu kenningar Karls heitins Marx um himarksríkið sem skipuleggur „þarfir" okkar og „uppfyllir" þær síðan að eigin geðþótta. Marx einfaldlega hataði mark- aðskerfið sem hann hélt að gerði þi fitæku aðeins fátækari og ófrjilsari. 1 rauninni er þetta ein- ungis allgóð lýsing á hans eigin hagkerfi. Svo vinsælar urðu kenningar Marx að u.þ.b. tuttugu þjóðir ánetjuðust, þar af nær öll ríki A-Evrópu, og eru nú meðhöndl- aðar eins og pelabörn á vöggu- stofum Stóra bróður. „Velferðarríkið“ Aðrar u.þ.b. tuttugu þjóðir i V-Evrópu og Ameriku sluppu með skrekkinn, en naumlega þó. í Svíaríki hirðir Stóri bróðir nú um 60% af vinnulaunum alþýð- unnar (allt í „göfugum tilgangi" að sjálfsögðu). Ef finna ætti hliðstæðu mætti líkja hinum Stóra bróður „velferðarríkisins“ við troðfullan strætisvagn sem er hættur að taka nýja farþega þótt biðstöðvarnar morí af þurfandi fólki. Skýringin er sú að í vagninum eru fjölmargir sem ættu að vera farnir út fyrir löngu. En jafnframt yrði þorrí þeirra sem ennþi bíða fljótari í förum fótgangandi. Hvers vegna í veröldinni ætti t.d. Stóri bróðir að hafa eigin húsameistara, tugi opinberra mötuneyta og bæjarútgerðir þegar hliðstæð fyrirtæki í einka- eign eru á hverju strái? Lágmarksríkið Andsvörin við þessari fárán- legu öfugþróun hafa eðlilega verið kenningar um lágmarksrík- ið. Samkvæmt Friedman má ríkið t.d. einungis reka herinn, lög- regluna, löggjafar- og dómsvald- ið. Þessar kenningar eru frumstæð- ar öfgar hinna bláeygu bleyju- barna velferðarríkisins, ekki hót- inu hættuminni en marxisminn, og mundu í raun drepa lífvænlegustu neista íslensks þjóðfélags. Ríkið yrði þá aldrei framar ör- yggisnet fyrir lítilmagnann né uppeldisstöð fyrir hugmyndir. Þar með væru tvær helstu kveikjur að velferð okkar og verðmæta- sköpun úr sögunni. Hið frjálslynda ríki Framfarir á Islandi — ef þær eiga að sjá dagsins Ijós — munu Orwell: Spimaður tuttugustu aldar? byggjast á allt öðrum lögmálum: Okkar eigin kjarki til að temja óskapnaðinn in þess að fórna því jákvæða sem þó iunnist hefur. Þessi frjilslynda stefna verður að byggjast á þeim mannréttind- um að stjórnvöld hafi þor til að tryggja að enginn fii framar að einoka svið sem aðrir geta sinnt eins vel eða betur. Þetta sanngirnislögmil krefst þess að einkaréttur ríkisins i flest- um sviðum sé afnuminn, t.d. einkaleyfið til að framleiða sem- ent, reka sfma, dreifa útvarps- og sjónvarpsefni. Á hinn bóginn mun ríkið að sjilfsögðu liðsinna ifram i sviðum sem einstaklingar riða ekki við, Ld. rekstur spítala og þróun hug- mynda (uppfyndingar, rannsóknir, listsköpun). Lokaorð Það er ví fyrir dyrum f vel- ferðarríkinu. Það birtist m.a. f þeirri dapurlegu staðreynd að hvert mannsbarn í íslenska lýð- veldinu skuldar nú kr. 200.000 f erlendum bönkum. Vegna hins stjórnlausa ofvaxtar ríkisins erum við nú riðvillt þjóð kúguð af kerfi sem er ein enda- leysa fri upphafi, sem sóar fé okkar i biða bóga in þess að gegna einu sinni þeim frumskyld- um sem framtíð okkar veltur á. íslendingar hafa öllu að tapa ef þeim tekst ekki að losa um kverkatak ríkisvaldsins og stofn- ana þess. Þi munu þeir, eins og aðrar þjóðir Vestur-Evrópu, glata síðustu leifunum af frelsi sínu og lýðræði. Fari svo mun irsins sem nú var að líða verða minnst sem tikns um nýtt jökulskeið í menn- ingarsögunni og George Orwells sem mesta spimanns þessarar ald- ar. Gleðilegt ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.