Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985
7
„Við yiljum lifa“
Stórtónleikar til styrktar þeim sem svelta í Eþíópíu
„Það hafa ekki gefist mikið
betri tilefni til þess að fylla Höll-
ina en þetta,“ sagði Valgeir Guð-
jónsson, Stuðmaður með meiru, er
hann hitti blm. Mbl. að máli fyrir
helgina. Með Valgeiri í för voru
Jóhann Ásmundsson úr Mezzo-
forte og tveir starfsmenn Æsku-
lýðsráðs, þeir Ólafur Jónsson og
Skúli Björnsson.
En tilefnið var að sjálfsögðu
tónleikarnir til styrktar svelt-
andi íbúum Eþíópíu, undir yfir-
skriftinni „Við viljum lifa“, sem
haldnir verða í Laugardalshöll-
inni á sunnudaginn kemur
klukkan fjögur.
Þar munu leiða saman hesta
sína fjórar af vinsælustu
hljómsveitum landsmanna;
HLH-flokkurinn, Mezzoforte,
Ríó og Stuðmenn.
Það er ekki á hverjum degi, að
landsmönnum gefst kostur á að
hlýða á þá sem þessar sveitir
skipa á einu og sama sviði, enda
kváðu þeir félagar það hafa ver-
ið snúið mál að ná hópnum sam-
an.
„Hljómsveitirnar eru ekki að
berja sér á brjóst persónulega
með þessu framtaki," sagði
Valgeir. „En saman ættu þær að
höfða til mjög breiðs hóps og því
gefst fólki kostur á að slá tvær
flugur í einu höggi, styrkja gott
málefni og skemmta sjálfu sér í
leiðinni."
Eins og áður sagði rennur all-
ur ágóði af tónleikunum til
þeirra sem svelta nú heilu
hungri í Eþíópíu og gefa allir að-
standendur vinnu sína. Er þar
Ríó er ekki trfó síðan Gunnar Þórðarson gekk til liðs við þá félaga, en
hefúr varla versnað fyrir vikið.
Björgvin Halldórsson, einn
HLH-flokksmanna, mun væntan-
lega ekki liggja á liði sínu í Laug-
ardalshöllinni á sunnudaginn.
um stóran hóp manna að ræða,
auk tónlistarmannanna, en sam-
vinna um framkvæmdina var
höfð við æskulýðsráð og Hjálp-
arstofnun kirkjunnar.
Verði miða á tónleikana er
mjög stillt í hóf, m.a. til þess að
fjölskyldur eigi þess kost að fara
saman á þá. Kostar miðinn 350
krónur fyrir fullorðna, 150 kr.
fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára
og fyrir yngri börn í fylgd með
fullorðnum er aðgangur ókeypis.
Þess má að lokum geta, að
þetta er í síðasta skipti í tals-
verðan tíma, sem kostur gefst að
hlýða á bæði Stuðmenn og
Mezzoforte. Því Stuðmenn eru á
leiðinni í „enn eitt frfið", eins og
Valgeir orðaði það, og sjást vart
aftur fyrr en síðsumars á árinu
og Jóhann kvað Mezzoforte vera
á förum til útlanda í mars og
ekki hyggja á frekara tónleika-
hald í Reykjavík að sinni.
Laugardagshöllin og sunnu-
dagurinn eru þvi staður og stund
þeirra sem vilja slá tvær, eða
fjórar, flugur í einu höggi um
helgina. — Með alla fjölskyld-
una.
MITSUBISHI
Morgunbladið/Júlfus
Þeir Jóhann Ásmundsson, Mezzoforte, Valgeir Guðjónsson, Stuðmönnum, og starfsmenn Æskulýðsraðs, þeir
Skúli Björnsson og Ólafur Jónsson, hafa staðið í eldlínunni vid undirbúning tónleikanna aó undanförnu.
nýtt yfirbragö
eitthvað
la
rinn velur COLT vegna þess \
gur og sportlegur.
inn velur colt af pví hann e
idursöluveröiö er svo hátt.
i velur COLT sökum pess hve
gegilegur í snúningum.
kröftugur,
rekstri
hann er, pýöur
um
vel varið í M
:
o
/