Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Stjómun botnfiskveiða árið 1985: Aukinn sjálfsákvörðunar- réttur í nýrri reglugerð HALLDÓR Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, kynnti í g«er drög að reglugerð um stjórn botnfískveiða i þessu ári. Reglugerðin er aett í sam- riði við sjivarútvegsnefndir beggja deilda Alþingis og i grundvelli til- lagna ráðgjafanefndar um fiskveiði- stefnu, sem ráðherrann skipaði síð- astliðið haust í ráðgjafanefndinni eru eftir- taldir: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem er for- maður nefndarinnar, Dagbjartur Einarsson, formaður Sölusam- bands islenskra fiskframleiðenda, Guðjðn A. Kristjánsson, forseti Parmanna- og fiskimannasam- bands ísiands, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunarinnar, Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri, Kristj- án Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, Sigurð- ur Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SlS, Stefán Þórarinsson, deildarstjóri, Þórh- allur Helgason, varaformaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, Þorsteinnn Geirsson, ráðuneytisstjóri, og Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri. í greinargerð, sem fylgdi tillög- um ráðgjafanefndarinnar, segir meðal annars: „Meginhugmyndin að baki þess- um drögum er að gefa þeim sem útveginn stunda aukinn sjálfs- ákvörðunarrétt um það, hvernig þeir stunda veiðarnar og auka athafnafrelsi þeirra, sem finnst sér þröngur stakkur skorinn með núgildandi reglum, en þó þannig að heildarafla af mikilvægustu botnfisktegundum verði haldið innan tiltekinna marka. I reglugerðardrögum er mikil- vægasta breytingin frá þeim regl- um, sem giltu 1984, sú, að nú er öllum, sem leyfi fá til botnfisk- veiða, gefinn kostur á að velja fyrir hvert veiðiskip milli veiði- leyfis, sem heimilar veiði á ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu á árinu, og veiðileyfis, sem heimilar að halda skipi til botnfiskveiða ákveðinn dagafjölda á árinu og er sóknar- dögunum skipt á veiðitímabil, jafnframt er sett ákveðið hámark á þorskafla á árinu. Fyrri reglan, aflamarkið, var almenna reglan á árinu 1984. Seinni reglan, sókn- armarkið, var undantekningar- regla 1984 og því þröngar skorður settar. Nú er hins vegar sóknar- markið skilgreint á þann hátt að það geti verið raunhæfur valkost- ur fyrir flest eða öll veiðskip. Aflamark hvers skips af botn- fisktegundunum fimm (skarkola- og steinbitsafla er nú skipt á skip eins og var 1984) er í meginatrið- um byggt á þeim úthlutunarregl- um, sem giltu á árinu 1984, og ræður aflareynsla á árunum 1981 til 1983 mestu um hlut hvers skips i aflanum. Þau skip, sem fengu á árinu 1984 úthlutað meðalafla- marki, en ekki aflamarki, sem byggt var á eigin reynslu, eiga nú kost á aflamarki, sem styðst við afla þeirra á árinu 1984, ef það er þeim hagstæðara en viðmiðun við árin 1981 til 1983, en halda yfir- leitt ekki meðalaflamarki, sem þau hafa ekki nýtt sjálf. Sóknannark er hins vegar sett nálægt 80% af venjulegri sókn til botnfiskveiða á árunum 1981 til 1983 fyrir hvern stærðar- og út- gerðarflokk fiskiskipa, en er ekki beinlínis byggt á úthaldi hvers skips." Til þess að skýra betur það val, sem nú er um að ræða fer hér á eftir dæmi um skuttogara neðan og ofan við meðallag um afla, en þetta dæmi var m.a. lagt fram á fundinum i gær. „Útgerð togara neðan við meðal- •«g væri t.d. boðið að velja annars vegar aflamarksleyfi til að veiða 1100 tonn af þorski (slægðum með haus) og 900 tonn af öðrum botn- físki á árinu eða hins vegar sókn- armarksleyfí til að stunda botn- fískveiðar í 270 daga á árinu 1985, sem skiptast þannig. 44 dagar í janúar og febrúar, 48 dagar i mars og apríl, 88 dagar mai til ágúst og 90 dagar i september til desember. Þorskafli togarans mætti þó ekki fara fram úr 1500 tonnum á árinu, en ekki væru settar aðrar takmarkanir á afla hans á botn- fískveiðum á árinu væri honum valið sóknarmark. Útgerð togara ofan við meðallag væri t.d. boðið að velja annars vegar aflamarksleyfi til að veiða 2000 tonn af þorski og 1000 tonn af öðrum botnfiski á árinu, eða hins vegar sóknarmarksleyfi til að stunda botnfískveiðar í 270 daga á árinu eins og að framan greinir. Þorskafli togarans mætti þó ekki fara fram úr 2400 tonnum á árinu, en ekki væru settar aðrar tak- markanir á afla hans á botnfisk- veiðum á árinu væri honum valið sóknarmark. Útgerðum nýrra skipa og skipa, sem af einhverjum ástæðum fengu úthlutað rýrum kvóta á árinu 1984, gefst nú kostur að velja sóknarmark og sýna hvers þær eru megnugar. Hámarkið á þorsk- afla hvers skips, sem velur sókn- armark, er hvort sem hærra reyn- ist ákveðin tala fyrir hvern út- gerðar- og stærðarflokk, sem í meginatriðum er byggð á meðal- aflamarki og viðbættum 20%, eða þorskaflamark skipsins sjálfs að viðbættum 20%. Sóknarmarkið gefur þannig öllum tækifæri til þess að ná betri árangri, en á móti kemur nokkru meiri áhætta fyrir útgerðina, meðal annars vegna þess að hún mun ekki fá að fram- selja eða taka við sóknardögum frá öðrum, en getur hins vegar framselt og tekið við aflamarki eftir svipuðum reglum og giltu 1984. í þessu sambandi skal þess getið, að fulltrúar sjómanna í nefndinni tóku fram, að þeir væru andvígir framsali og viðskiptum með veiðileyfi. Tilgangur reglnanna er að halda afíanum á næsta ári innan við eft- irgreindar heildaraflatölur: Þús. tonn m.v. ósl. fisk 1. Þorskur 250 2. Ýsa 50 3. Ufsi 70 4. Karfi 110 5. Skarkoli 17 6. Grálúða 30 7. Steinbítur 15 Framangreindar tölur eru 10—25% hærri en sá afli, sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til. Samkvæmt áliti hennar mun ástand þorskstofnsins ekki batna frá því sem nú er, ef þorskafíi verður 250—260 þúsund tonn 1985. Fulltrúi Farmanna- og físki- mannasambands íslands i nefnd- inni telur að heildaraflamark fyrir þorsk ætti að vera mun hærra en 250 þúsund tonn (280—300 þúsund tonn) árið 1985. Nefndin hefur látið starfsmenn Raunvísindastofnunar háskólans gera athuganir á því á grundvelli svonefnds sjávarútvegslíkans, hversu vel þessar reglur um stjórn botnfiskveiða dygðu til þess að halda aflanum innan settra marka árið 1985. Niðurstöður þessarar athugana benda til þess, að þær dugi til þess, jafnvel þótt með því sé reiknað að fyrir hvert veiðiskip sé valin sú regla (afíamark eða sóknarmark), sem vænta mætti að gefi þvi mesta afíamöguleika á ár- inu. Með hliðsjón af reynslunni 1984 og vegna óvissu um áhrif þess að útgerðir geta nú almennt valið sóknarmark í stað afíamarks og vegna tilfærslna afíamarks milli fisktegunda, virðist þó varlegast að búast við því að þorskaflinn á þessu ári geti samkvæmt þessum reglum orðið um 260 þúsund tonn.“ MorgonbUAið/Fri&þjófur. Drög ad nýrri reglugerö kynnt á fundi meö fréttamönnum, frá vinstri: Kristján Ragnarsson, Þóröur Eyþórsson, Jón B. Jónasson, Jón Sigurösson, Halldór Asgrfmsson, Jón Arnalds, Óskar Vigfússon og Guöjón A. Kristjánsson. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ: „Ólíkt sáttarí núna en fyrir ári síðan“ Mikilvægt að eiga kost á sóknarmarkinu þó því iy\g\ áhætta, segir Kristján Ragnarsson,formaður LIÚ „ÉG met það mjög mikils að menn skuli nú eiga annan kost heldur en aflamarkiö," sagöi Kristján Ragn- arsson, formaöur Landssambands íslenzltra útvegsmanna á fundi meö fréttamönnum í gær er drög aö reglugerð um stjórnun botn- fiskveiöa voru kynnt af sjávarút- vegsráöherra. „Þetta er sérstak- lega mikilvægt fyrir þá, sem ein- bverra hluta vegna stóöu sig illa árin 1981—1983, en við þau ár var miðað í fyrra. Sóknarmarkinu fylg- ir þó áhætta og menn munu reikna sína möguleika mjög nákvæmlega áöur en þeir gera upp hug sinn,“ sagði Kristján. Guðjón Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, tók í sama streng. „Ég er miklu sáttari núna heldur en fyrir ári síðan er reglugerð um stjórnun veiöanna 1984 var gefin út. Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands Is- lands, sagði að þessar reglur, svo og reglugerðin fyrir síðasta ár, skerti hiut sjómanna, en menn væru þó sáttari núna. Um reynslu kvótakerfisins, sem fyrst var notað á nýliðnu ári sagði Kristján Ragnarsson, að útvegsmenn hefðu sætt sig betur og betur við það kerfi eftir þvi sem leið á árið. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði, að útgerðir og fiskvinnslu- fyrirtæki hefðu alls ekki orðið fisklaus og verklaus síðasta hluta ársins vegna þessa kerfis, eins og margir hefðu óttast og erfítt væri að finna stað at- vinnuleysi, sem beint mætti rekja til kvótakerfisins. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, sagði að kvótakerfið hefði gert það að verkum að afla hefði verið dreift og atvinnu jafnað umfram það sem áður hefði ver- ið. Fram komu á fundinum að nokkuð er frá þvi, að öll skip eða útgerðarfyrirtæki hafi náð sín- um kvóta á síðasta ári. Þorskafíi fór nokkuð fram yfir kvóta, en talsvert vantaði upp á í ýsu- og ufsaafía og var talsvert um að reglur um tilfærslu milli teg- unda væru nýttar og jók það heildarþorskafíann. Um sparnað á olíu og betri nýtingu á veiðarfærum með til- komu kvótakerfisins sagði Kristján Ragnarsson að ekki færi á milli mála, að á netaveið- um hefði verið um eldsneytis- sparnað og betri nýtingu veiðar- færa að ræða. Þar kæmi hið sama fram og á loðnuskipum á sínum tíma er hvert skip fékk sérstakan kvóta. Um veiðar tog- aranna sagði Kristján að gegndi öðru máli og þar væri ekki um augljósan sparnað að ræða með tilkomu kvótakerfisins, en í því efni greindi útvegsmenn nokkuð á við Þjóðhagsstofnun. f ráðgjafanefndinni kom fram sú skoðun Guðjóns Kristjáns- sonar að aflahámark fyrir þorsk ætti að vera mun hærra en 250 þúsund tonn i ár. Á fundinum í gær sagði Guðjón að menn virt- ust ekki átta sig á því að sjór hefði hlýnað um 6—8 gráður fyrir norðan land á siðustu ár- um. Kristján Ragnarsson sagði það mikið áhyggjuefni að tveir af hverjum þremur þorskum, sem reikna mætti með að veidd- ust á þessu ári væru 4—5 ára. í reglunum um sóknarmark er gert ráð fyrir að þrjá daga með veiðarfæri í landi þyrfti til að rjúfa úthald. Guðjón sagðist hafa lagt til að miðað yrði við tvo daga i þessu sambandi og sagðist telja það auðveldara fyrir fískvinnsluna. Þá sagðist hann hafa lagt til að grálúða yrði utan við kvóta þar sem menn væru enn að finna ný mið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.