Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 25 Ameríkuflutningar SH: Útboð ákveðið SÖLUMIÐSTÖÐ hradfrystihúsanna áformar nú í byrjun árs að bjóóa út flutninga á frystum fiski til Bandaríkjanna, að því er Ólafur Gunnars- son, framkvæmdastjóri, sagði í samtali við Mbl. Áður var ætlunin að útboðið færi fram fyrir áramótin en tími til nauðsynlegrar undirbúnings- vinnu hefur ekki gefist að und- anförnu. Útboð hafa lækkað flutningskostnað SH verulega á leiðinni milli íslands og Evrópu og fslands og Sovétríkjanna, eins og fram hefur komið í Mbl. Um er að ræða flutning á 18—20 þús- und lestum árlega. Er gert ráð fyrir að tilboð ber- ist bæði frá innlendum skipafé- lögum og jafnvel erlendum fé- lögum, sem hafa umboðsmenn hérlendis. Að auki flytur SH ár- lega 23—24 þúsund. lestir af frystum fiski til Everett í Bandaríkjunum með Hofsjökli, sem er eign skipafélagsins Jökla hf., en Sölumiðstöðin á rúmlega 90% hlutafjár í Jöklum. Spurður um farmgjöld Hofsjökuls á þeirri leið sagði ólafur Gunn- arsson, að gera yrði ráð fyrir að farmgjöldin yrðu færð til sam- ræmis við þann taxta, er kæmi út úr tilboðum skipafélaganna. Kennarar fengu hækkun um tvo launaflokka ristjánssonar huga eru skrif séra Gunnars sjálfs einmitt ágæt staðfesting þessarar dapurlegu staðreyndar. Það er ljóst af greinum séra Gunnars í Tímanum, sem vikið var að hér að ofan, að hann er ágætlega að sér um ýmsa tæknilega þætti vopna- búra risaveldanna. Það sem van- tar í skrif séra Gunnars er ekki þekking, heldur innsæi. Séra Gunnar virðist vera bergnuminn af yfirborðinu einu og ekkert skil- ja af þeim orsakavenzlum, sem fólgin eru í reynslu annarra landa og þjóða á liðnum öldum og varð- veitt eru á spjöldum sögunnar. Fyrir mér er það hápunktur yfir- borðsmennsku og grunnfærni að ímynda sér eins og séra Gunnar virðist gera, að það sé nóg, að á kröfuspjöldum „friðargöngum- anna“ á Vesturlöndum er mót- mælt bæði fyrirhuguðum eld- flaugum Vesturveldanna (á þeim tíma var uppsetning enn ekki haf- in) og SS-20-eldflaugum Sovét- ríkjanna, sem þegar höfðu verið settar upp. Séra Gunnar virðist halda, að þessi staðreynd, að hvoru tveggja var mótmælt, hafi nægt til þess að tryggja bæði hlutlægni og réttsýni aðgerðanna og að þær miðuðu raunverulea að „friði og afvopnun". (Sjá grein séra Gunnars í Vísi 11.11. '81.) Slík irding afstaða lýsir í mínum huga þvíl- íkri einfeldni, að ég hlýt að ör- vænta um batahorfur höfundar. Grýlumyndir Hugtakið grýlumynd virðist vera séra Gunnari mjög ofarlega í huga. Spurningin er; hversu snjöll er þessi samlíking? Er það alls- endis raunsætt að líkja áhyggjum manna af hernaðarumsvifum So- vétríkjanna við ótta barna við þjóðsagnaforynju? Mig langar til að benda á sögulegt dæmi. I apríl 1939 beindi þýzka utanríkisþjón- ustan þeirri spurningu til margra Evrópuríkja, hvort þeim fyndist sér standa á einhvern hátt ógn af Þýzkalandi. Tilefni þessara spurn- inga voru nokkrar óþægilegar at- hugasemdir, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði beint til Adolfs Hitler ríkiskanzlara. Lang- flest þeirra 27 landa, sem spurð voru svöruðu neitandi, og þeirra á meðal voru Júgóslavía, Belgía, Danmörk, Noregur, Holland og Lúxemborg. Mér sýnist það ekki fjarstætt að ætla, að leiðtogar þessara landa mundu hafa getaö notað hugtök áþekk „grýlumynd" séra Gunnars í viðleitni sinni að kveða niður þá menn innlenda, sem haldnir voru þeirri „bölsýnu nauðhyggju", að til átaka kynni að draga. Slík hugtök mundu bó lítið hafa stoðað þá hina sömu leiðtoga á næsta ári og því þarnæsta (fyrir Júgóslava) þegar þýzkir bryndrek- ar hernámu lönd þeirra. Það er þrátt fyrir allt mikilvægt að skilja, að „bölsýn nauðhyggja" og raunsæi eru sitt hvað. Það er eins og skáldið sagði: Sakleysið/ sízt má án þess vera/ en of mikið/ af öllu má nú gera/ já, of mikið. Ómálefnalegar árásir Víða í grein sinni beitir séra Gunnar harla óskemmtilegum málflutningi. Hann skrifar t.d.: „Hér er á ferð fasistaofstæki af verstu gerð“ (um „fjarstýringu” „Lútherska heimssambandsins" „af kommúnistum"). Ég get ekki verið að lengja þessa grein með því að fara nákvæmlega í saum- ana á þessari nöturlegu hlið skrifa séra Gunnars. Þeir sem vilja geta flett upp grein hans í Morgunblað- inu og lesið með eigin augum. Um „fasistaofstækið" læt ég mér nægja þá athugasemd, að ef sá málflutningur, sem séra Gunnar beitir fyrir sig, teldist boðlegur, mundi engum vandkvæðum bund- ið að komast að nákvæmlega hvaða niðurstöðu, sem verkast vildi. Slíkur málflutningur lýsir höfundi sínum. Hið makalausa er, að sami kennimaður heldur því fram berum orðum, að hann hafi gert sér far um að iðka málefna- lega umræðu! í grein séra Gunn- ars er langur listi af miður smekklegum glósum, sem ég mun ekki hafa upp eftir honum. I mín- um huga lýsa slík skrif innræti höfundar síns, og séra Gunnari er fullkomlega frjálst að velta sér upp úr slíku óáreittur af mér. grein sinni segir Arnór .Ekki orð um SS-20,“ rétt eins og hann viti ekki, aö friðarhreyfingin hefur ekki siður mótmælt uppsetningu Varsjárbandalagsins á SS-20-eld- flaugum en Evrópuflaugum Atl- antshafsbandalagsins. Vilji hann halda sér við greinar undirritaðs ætti hann að lesa betur greinar, sem birtust í Vísi 11.11 ’81 ogTím- anum 15. og 16. júlí ’82. Málflutningur svipaðs eðlis kemur fram er hann vitnar til bókarinnar .Kirkja og kjarnorku- vigbúnaður“, sem er eitt grund- vallarrit friöarhreyfingarinnar og er fáanlegt á íslenzku i flestum bókabúðum, þá segir dósentinn: „ekki orð um Gúlagið“. Slikur málflutningur er ekki svara verð- ur. Útúrsnúningar og frjáls með- ferð á staðreyndum er málstað hans ekki til framdráttar. Ekki neitar Arnór sér um þenn- an munað ofstækismanna að snúa út úr málflutningi manna öðru sinni er hann gerir ummæli mín um hlut hugsjónaágreinings risa- veldanna i vigbúnaðarkapphlaup- inu aö umfjöllun. Þar hélt ég fram þvi sjónarmiði, að drifkrafturinn að vigbúnaðarkapphlaupi risa- Um spennu í alþjóðleg- um stjórnmálum Spumingu dr. Arnórs til séra Gunnars og skoðanabræðra hans, hvort þeir geti samþykkt það, að hernaðarumsvif Sovétríkjanna séu höfuðuppspretta þenslu í al- þjóðastjórnmálum í dag, svarar séra Gunnar á eftirfarandi hátt: „Ætli spenna í alþjóðlegum stjórnmálum eigi sér ekki margar orsakir. Hvað um hungur, mis- rétti, styrjaldir víða um heim? En meginorsökin er vafalaust sú, að risaveldin hafa skipt þessum heimi í tvö áhrifasvæði, sem þau viðhalda og eru áreiðanlega ekkert á móti því að stækka; og hvað að- ferðir snertir, virðist þeim þar flest í léttu rúmi liggja og líkjast ótrúlega náið hvort öðru.“ Þetta þykja mér í meira lagi lumpin svör. Séra Gunnari Kristjánssyni dettur kannski i hug, að slik skrif séu vitnisburður um „víðsýni", þann margrómaða eiginleika? Fyrir mér eru slík skrif flatneskj- an einber. Ef séra Gunnar Krist- jánsson er með þessum orðum að tjá okkur, að Paradís á jörð sé hvorki að finna i Bandaríkjunum né Sovétríkjunum, þá munum við að vísu öll vera honum sammála, en við þörfnumst ekki spámanns frá Reynivöllum til að upplýsa okkur um staðreyndir þeirrar teg- undar. Ég geri ráð fyrir, að allir sæmi- lega vel upplýstir og skynsamir menn viti, að hitt mun nær sanni, að fá dæmi munu vera um tvö ríki, sem eru jafnalgerar andstæður í flestum greinum og þessi tvö eru. Annars vegar er lýðræðisríki með fullt funda- og félagafrelsi, þar sem ekki aðeins forsetinn, heldur fjöldi annarra embættismanna einnig er kosinn í leynilegri at- kvæðagreiðslu á fjögurra ára fresti. Dómstólar eru sjálfstæðir og fjölmiðlun er frjáls. Hagkerfið byggir á markaðsaðferðum og einkaframtaki, en því fylgir að sjálfsögðu valddreifing. Hins veg- ar er alræðisríki, þar sem aðeins eitt stjórnmálaafl er leyfilegt — Flokkurinn. Öll önnur viðhorf flokkast undir andsovézkan áróð- ur eða undirróðurstarfsemi og varða geðveikrahæla- eða fanga- búðavist. Réttarfar er fellt að hagsmunum Flokksins, sem að sögn falla samkvæmt eðlisnauð- syn nákvæmlega að hagsmunum alþýðunnar, og er þess vegna æðsta tegund réttlætis, sem dauð- legum mönnum hefur nokkru sinni hlotnazt. Miðstýring Flokks- ins á hagkerfinu öllu ofurselur hvern einasta þegn ægivaldi þessa sama Flokks. Fyrir þá, sem villast út af línunni bíður KGB og GULAG-ið. „Kosningar" innan þessa kerfis sýna venjulega, að rúm 99% kjósa Flokkinn sinn í fölskvalausum fögnuði. Fyrr í grein sinni hafði séra Gunnar skrifað: „Það þarf engan sérfræðing í málefnum austan- tjaldslandanna á borð við Arnór Hannibalsson til þess að segja fólki, að Sovétríkin séu einræðis- ríki. Hvaða ný sannindi eru það, að mannréttindi séu þar fótum troðin? Heldur hann, að íslenzk- um prestum sé það ekki fullljóst, að kirkjan í austurblokkinni býr við frelsisskerðingu?" Afbragð! Séra Gunnari er þetta ljóst, en hann dregur engar ályktanir af þessari vitneskju sinni. Hvort þessara tveggja stórvelda ætli sé líklegra til að reynast öðrum lönd- um og þjóðum þungt i skauti? Það þjóðfélag, sem býr við lýðræðis- lega stjórnarhætti, þar sem leið- togarnir eru alltaf undir aga hinna frjálsu fjölmiðla opins þjóð- félags og verða auk þess reglulega að lúta þeim viðbótaraga, sem felst í almennum kosningum, eða það samfélag, sem beitir sína eigin þegna grímulausri kúgun og þar sem réttmæti fjölmiðla helgast af nytsemi þeirra sem tækis í þágu stjórnvalda og Flokksins? Ég vil sizt af öllu hafa á móti því að víð- sýni í þeirri merkingu að reyna að skoða málin frá sem flestum sjón- arhornum áður en afstaða er tekin sé meðal hinna ágætustu dyggða. Það er mjög lofsvert að neita að taka afstöðu til flókinna málefna, sem fólk e.t.v. hefur takmarkaðar upplýsingar um. Það er hins vegar mín skoðun, að fyrri helmingurinn einn og sér, eilíf hlaup eftir fleiri og fleiri sjónarhornum án þess að nokkur afstaða sé nokkru sinni tekin, geti ekki fallið undir hug- takið víðsýni. í þeim tilvikum, þar sem gildar ástæður liggja þegar fyrir og eru öllum tiltækar, get ég ekki séð að unnt sé að gera mark- tækan mun á þessari síðari tegund „víðsýnis" og siðferðilegu hug- leysi. Það reynist þá vera skoðun séra Gunnars, að meginorsök spennu í alþjóðlegum stjórnmálum sé skipting heimsins i áhrifasvæði, sem risaveldin vilji stækka og hvað aðferðir snertir líkist þau „ótrúlega náið hvort öðru“. í mín- um huga er það dómur reynslunn- ar, að þetta sé beinlínis rangt. Sú niðurstaða verður rædd frekar í annarri grein hér í blaðinu. Dr. Sigurdur H. Fridjónsson er lektor í lífeðlisfrKdi við læknadeild Hískóla íslands. Sérkjarasamningur milli Kennara- sambands Islands og fjármilariðu- neytisins var undirritaður síðastliðinn fimmtudag og eru helstu ikvæði hans þau, að laun hækka sem nemur tveim- ur launaflokkum og hskkun verður i greiðslum fyrir leiðréttingu verkefna og undirbúning kennslu. Talsmenn kcnnara, sem Morgunblaðið ræddi við eftir að samningarnir höfðu verið undirritaðir, lögðu i það iherslu, að hér værí um að ræða ifangasamninga, enda fælu þeir í sér sérikvæði um viðræður um breytingar þegar nefnd, sem vinnur að endurmati i störfum kennara, hefur lokið störfum. Hinir nýgerðu sérkjarasamn- ingar taka til kennara og skóla- stjórnenda á grunnskólastigi og fela þeir í sér eins og áður segir hækkun um tvo launaflokka að meðaltali, með þeirri launaflokks- hækkun sem tryggð var í aðalkjara- samningi. Þá felur samningurinn í sér ákvæði um greiðslur fyrir leið- réttingu skriflegra verkefna og ým- is störf tengd kennslu, umfram vinnuskyldu kennara. Nær greiðsla þessi nú til allra kennara, en áður fór það eftir námsgreinum hverjir fengu greidda þessa „stílapeninga“ svokölluðu. Fyrir þá sem ekki fengu þessa greiðslu áður nemur greiðsl- an sem svarar einni yfirvinnustund á viku sem lágmark og samsvarandi hækkun hjá öðrum. Þá eru einnig í samningunum sérákvæði um að að- ilar samningsins taki upp viðræður sín á milli um hvort breyta eigi ákvæðum hans um röðun í launa- flokka, þegar nefnd sú, sem nú vinnur að endurmati á störfum kennara, hefur skilað álit^i, sem stefnt er að fyrir 1. mars 1985. Grunnurinn að launaflokka- hækkuninni samkvæmt hinum nýgerða sérkjarasamningi er að byrjunarlaun kennara með kennarapróf hækka úr 15. í 17. launaflokk og gengur samsvarandi hækkun upp i gegnum efri flokk- ana. Þeir sem kenna án kennslu- réttinda hækka um einn til tvo flokka, eftir því hvaða menntun þeir hafa. Samningurinn gildir að- eins fyrir grunnskólakennara, en enn standa yfir samningaviðræður milli framhaldsskólakennara í Kennarasambandi fslands og fjár- málaráðuneytisins. Áfangasamning- ur sem leysir ekki launamál kennara - segja forystumenn Kennarasambandsins um sérkjarasamninginn „ÞESSI samningur leysir engan veg- inn launamil kennarastéttarinnar, fjarri því,“ sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands f samtali við Morgunblaðið eltir að sérkjarasamningar kennara og fjir- milariðuneytisins höfðu verið undir- ritaðir. „Þetta er ifangasamningur og það verður bara að koma í Ijós hvað kemur út úr viðræðunum í mars,“ sagði Valgeir og vitnaði þar í ikvæði samningsins um viðræður um breyt- ingar i launastiganum eftir að nefnd, sem vinnur að endurmati i störfum kennara, hefur skilað iliti. Valgeir Gestsson sagði að sjálf- sagt hefði verið að gera þennan áfangasamning frekar en að leggja málið í úrskurð Kjaranefndar. „Eins og oft áður er þetta mat á því, hvort eigi að semja eða láta sér- samninga í úrskurð Kjaranefndar, sem hefur endanlegan úrskurðar- rétt. Og með því að ná fram þessu ákvæði um endurskoðunarréttinn töldum við þetta skárri kost,“ sagði Valgeir. „Ég er alls ekki ánægður með þennan samning, en ég er kannski ekki rétti maðurinn til að tjá mig um þetta þar sem ég á aðeins eftir mánuð i starfi,“ sagði Gisli Bald- vinsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, er hann var inntur álits á sérkjarasamningi kennara. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Gísli sagt starfi sinu lausu og mun hætta storfum í næsta mánuði eftir 13 ára starf við kennslu. Ástæðuna sagði Gísli vera eingöngu vegna laun- anna. „En ég held að óhætt sé að fullyrða, að það er enginn kennari ánægður með þetta, og þvi síður forystumenn Kennarasambandsins. Meginröksemdin fyrir því að skrifa undir þetta var sú, að þetta er skárri kostur en að leggja málið undir Kjaranefnd. Með þessu var þó hægt að opna fyrir sérkjaraviðræð- ur í mars. En þetta er engin 10 flokka hækkun eins og meirihluti samninganefndarinnar vildi ná á sinum tíma,“ sagði Gísli Baldvins- son og bætti því við að þessi lausn myndi tæpast koma í veg fyrir fyrirsjáanlegan flótta úr kennara- stétt í næstu framtíð. irlíkun isetnin^in ætti því aft- a sér ataö, skv. ákvörd- ’ afvopnunarvidræður, & eiga áér stad á undan, urslausar. Hann, ásamt m öðrum, vill meina, aö aeður hafi í raun aldrei öru. Og því fór sem fór, eru nú sem óöast aö fá nlegu staósetningu og idalagið sem óðast að ýrri kynslóð eldflauga í > sinum þvi ekki að koma Arn- rt, að þessi ákvörðun i sætt mikilli gagnrýni I indalagsins og þá ekki m, sem voru víðsfjarri andstæðingar Atlants- „í öllum sínum hams- íausa ofstækisvaðli leynir dósentinn ekki fyrirlitningu sinni á kristinni kirkju og boðskap hennar. En for- dómar hans á kirkjunni reynast honum slíkur fjötur um fót, að honum er með öllu fyrirmunað að ræða málstað hennar á málefnalegum grundvelli."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.