Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoóarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aó-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö.
Arfleifð og
framtíð
í friðarl
Athugasemdir við skrif séra Gunnars Ki
Stjórnmál skipa ekki háan
sess í hugum þeirra sem láta
dægurþrasiö skyggja á grund-
vallaratriði. Þegar grannt er
gáö spanna þau flesta þætti sem
skipta mannlega heill og ham-
ingju, fullveldi þjóða og réttindi
hvers einstaklings.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, vitnar í
áramótagrein í kvæði Einars
Benediktssonar, Á Njálsbúð:
„Oss þarf að sjást/ að þjóðar-
ást/ er þegnsins rétta hvöt í orði
og dáð/ og boðorð þjóðarheilla
og hags/ er hærra en lögmál
eigin gagns/ — að þing sem
gleymir því er dauðans bráð.“
Brýningar af þessu tagi
þjöppuðu þjóðinni saman, segir
Þorsteinn, leiddu hana í baráttu
fyrir sjálfstæði og lögðu grund-
völl að framfarasókn hennar í
atvinnumálum. „Úr danskri hjá-
lendu varð fullvalda þjóð, sem
reyndar hafði aldrei glatað
sjálfstæðinu úr vitund sinni. Og
af atorku kotunganna spratt
framleiðsluþjóðfélagið, sem búið
hefur borgurunum lífskjör og
öryggi á við það sem bezt gerist
með öðrum þjóðum."
Brýning Einars Benediktsson-
ar á enn erindi við þjóðina.
„Varðveizla efnhagslegs og
stjórnarfarslegs sjálfstæðis er
ekki vandaminni en baráttan
fyrir því.“ Stjórnmál á líðandi
stund eru ekki dægurþrasið eitt
„heldur eiga þau rætur í sögu
þjóðarinnar og menningu og
móta framtíð okkar sjálfra og
barna okkar".
„Við stöndum nú við dyr nýrr-
ar upplýsingaaldar,“ segir
Þorsteinn Pálsson, „og ber því
fremur en fyrr að standa vörð
um tunguna og þjóðernið...
Tunga og þjóðernistilfinning,
vísindi og atvinnuhættir eru svo
veigamiklir undirstöðuþræðir í
þeim vef, sem myndar íslenzkt
þjóðfélag, að slitni einn þeirra
verður ívafið allt sundurlaust."
Vitnað er til skýringa Bjarna
Benediktssonar í þáttum úr
fjörutíu ára stjórnmálasögu, en
þar segir m.a., að ein höfuð-
ástæða til stofnunar Sjálfstæð-
isflokksins hafi verið vaxandi
ótti fólks um að vinstri flokk-
arnir stefndu að takmörkunum
á einstaklingsfrelsi og atvinnu-
frelsi í skjóli harðnandi stétta-
baráttu. Sjálfstæðisflokkurinn
hafi æ síðan unnið að því að
leysa atvinnulífið úr viðjum of
mikilla ríkisafskipta.
Orðrétt segir Þorsteinn Páls-
son:
„Þó að pólitískir vindar séu
stríðir mega menn ekki tapa átt-
um. Þegar erfiðleikar steðja að
er meiri ástæða en fyrr að hvika
í engu frá þeim grundvelli, sem í
upphafi var lagður fyrir starfi
þessarar borgaralegu fylkingar.
Sókninni ber að halda áfram.
Sízt af öllu er ástæða til að láta
undan sundruðum hópi vinstri
aflanna í landinu. Á viðsjár-
verðum tímum er ætlast til for-
ystu af Sjálfstæðisflokknum og
hann mun ekki víkja sér undan
þeirri ábyrgð. En árangurinn er
kominn undir samstilltum
kröftum."
Ör tækniþróun, ekki sízt í
samgöngum og fjölmiðlun, hef-
ur fært þjóðir heims saman. Við
höfum því betri aðstæður en
nokkru sinni fyrr til marktæks
samanburðar á mismunandi
þjóðfélagsgerðum og hagkerf-
um. Stóraukin almenn menntun
og þekking auðveldar okkar að
draga réttar ályktanir af þess-
ari reynslu. Þjóðarbúskapur
vestrænna lýðræðis- og þing-
ræðisríkja, þar sem borgaraleg
sjónarmið eru ráðandi, skilar
margföldum verðmætum eða
þjóðartekjum á hvern einstakl-
ing, og samsvarandi betri lífs-
kjörum, en ríki sósísalismans.
Réttindi hvers einstaklings til
skoðana, tjáningar og mótunar
eigin lífsstíls eru og allt önnur
og meiri í samkeppnisþjóðfélög-
um en alræðisríkjum.
Þau grundvallaratriði, sem
sjálfstæðisstefnan var í upphafi
reist á, hafa staðizt reynslunnar
dóm. Við þurfum hinsvegar að
halda vöku okkar í örri fram-
vindu og sérhæfingu atvinnu-
greina. Við þurfum að efla hvers
konar hagnýtar rannsóknir og
aðlaga fræðslukerfi okkar að
þörfum og nýsköpun atvinnu-
lífsins. Við þurfum að leggja
sérstaka áherzlu á vöruþróun og
markaðsöflun. Við þurfum að
styrkja rekstrarstöðu hefðbund-
inna atvinnugreina og skjóta
nýjum stoðun undir atvinnu og
afkomu vaxandi þjóðar, til að
tryggja framtíðaratvinnuöryggi
og batnandi lífskjör.
Þorsteinn Pálsson orðar þetta
svo í áramótagrein sinni:
„Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa
forystu um að íslendingar gangi
á fund framtíðarinnar með þeim
nútíma vinnubrögðum sem hin
harða samkeppni iðnaðarþjóðfé-
lagsins krefst... Við verðum að
leysa úr læðingi þá atorku sem
eykur hagvöxtinn á ný. Það er
forsenda þess að við getum rifið
þjóðfélagið úr þeirri stöðnun
sem nú ríkir og tryggt, að börn
okkar og barnabörn þurfi ekki
að búa í landi sem um of er háð
valdi erlendra lánardrottna...
Því betur sem okkur auðnast að
tengja arfleifð okkar og menn-
ingu þeim verkefnum sem við
blasa eru meiri líkur á að við
rötum þá leið sem færir okkur
fram á við til aukinnar hagsæld-
ar, blómlegra þjóðlífs og öflugra
menningarlífs."
eftir Sigurð H.
Friðjónsson
Dr. Arnór Hannibalsson skrif-
aði í Morgunblaðið þrjár greinar
um öryggis- og varnarmál dagana
5., 6. og 7. september sl. Ég las
þessar greinar allar mér til mikill-
ar ánægju og var greinarhöfundi
afar sammála. Ég tel þessar grein-
ar með því albezta, sem ég hef les-
ið um þennan málaflokk í langan
tíma.
Þann 14. nóvember sl. birtist
síðan svargrein eftir séra Gunnar
Kristjánsson, er hann nefnir „For-
herðing eða forlíkun" og vil ég
fara um hana nokkrum orðum. I
grein sinni vitnar séra Gunnar í
eldri greinar sínar í Vísi 11.11. '81
og Tímanum 15. & 16.7. ’82. Vegna
áeggjana séra Gunnars í Morgun-
blaðsgreininni fór ég niður á
Landsbókasafn og las þessar
greinar líka. Ég dreg enga dul á
það, að mér sýnast tilvitnaðar
greinar séra Gunnars í Vísi og
Tímanum mun frambærilegri en
skrif hans í Morgunblaðið. Þó er
það mín skoðun að loknum lestri
þessara greina allra, að sterkasta
sérkenni séra Gunnars sé grunn-
færni hans. Það er margt, sem
séra Gunnari virðist hulið. Hann
skrifar t.d.: „Það er erfitt að vita
hvað menn eins og Arnór eru í
raun að fara þegar þeir halda, að
kirkjan vilji stuðla að því, að guð-
laus kommúnismi breiðist út um
heiminn. Maðurinn hlýtur að vera
að grínast. Ætlist Arnór til þess
að hann sé tekinn alvarlega ætti
hann að haga máli sínu svo, að
einhver heil brú sé í málflutningi
hans.“ (Hann feitletrar sjálfur
orðið kirkjan.) Það er eflaust litil
ástæða til að ætla, að mér muni
vegna betur en Arnóri að útskýra
um hvað er verið að tala, en þó vil
ég reyna.
„Margt fer verr en varir,“ segir í
Hávamálum. í þessari stundum
vondslegu veröld eru til þeir
menn, sem ekki einasta lifa ekki
sjálfir eftir kenningum Jesú
Krists, heldur hefðu í guðleysi
síns hjarta ekkert á móti því að
beita fyrir sinn vagn þeim
mönnum er sjá í þeim hinum sama
Kristi sinn frelsara, sinn Guð og
sína von. Góður vilji er ekki endi-
lega nóg, því miður. Ég held ekki,
að nokkur maður hafi agnarögn
við það að athuga, að séra Gunnar
velji það sem sitt lifsmunstur að
rétta fram hinn vangann. Það sem
fer fyrir brjóstið á ýmsum okkar
þessara forhertu er heljarstökkið
þar á eftir. Samsömun friðaróska
allra góðra manna við tilteknar
aðgerðir ákveðinna hópa, sem því
miður er langt frá því að vera
augljóst. að horfi raunverulega til
friðar. Ágreiningurinn er ekki um
markmið, heldur um leiðir. Það er
leiðinlegt hve gjörsamlega séra
Gunnar virðist hafa misskilið
greinar dr. Arnórs jafnvel í
grundvallaratriðum. Svo sem við
er að búast getur af grundvall-
armisskilningi ekki risið annað en
heldur lágreist smíð. Séra Gunnar
virðist reyna að bæta sér upp
þröngan sjóndeildarhring með gif-
uryrðum. Við gefum séra Gunnari
orðið: „{ öllum sínum hamslausa
ofstækisvaðli leynir dósentinn
ekki fyrirlitningu sinni á kristinni
kirkju og boðskap hennar ... hon-
um er með öllu fyrirmunað að
ræða boðskap hennar á málefna-
legum grundvelli ... málflutning-
ur Arnórs á ekkert skylt við það
göfuga hugtak; gagnrýni, heldur
einkennist hann af órökstuddum
fullyrðingum, dylgjum og
óhróðri."
Við skulum staldra ögn og kasta
mæðinni eftir þessa litríku flug-
eldasýningu. Það fyrsta sem ég
spyr sjálfan mig er undir hvaða
tegund kristilegs náungakærleika
slíkt orðbragð muni falla að mati
séra Gunnars. Er þetta í fram-
kvæmd hans aðferð til að „efla
elsku til óvinarins" að forðast „að
draga upp af honum grýlumyndir"
og mæta honum „með kærleika"?
Ég ætla í allri auðmýkt að leyfa
mér að vona, að tilboð séra Gunn-
ars á grundvelli Fjallræðunnar
nái ekki aðeins til óvina innan
Varsjárbandalagsins, heldur líka
til jafn gegnforhertra manna eins
og undirritaðs og dr. Arnórs
Hannibalssonar.
í annan stað kem ég ekki auga á
neitt í skrifum dr. Arnórs, er bent
gæti til þess, að hann hafi „fyrir-
litningu á kristinni kirkju og
boðskap hennar". Ég veit ekkert
um trúarhugmyndir dr. Arnórs,
en ég fullyrði, að í skrifum hans í
dagblöð undanfarið hefur ekkert
slíkt komið fram. Kemur þar enn
að grundvallarmisskilningi séra
Gunnars. Hann hrærir saman á að
mér finnst harla óviðfeldinn hátt
fornkristnum grundvallarhugtök-
um og ærið miklu yngri og svip-
minni molum úr slóð svokallaðra
„friðarhreyfinga". Mér þykir mjög
fyrir því að þurfa sem leikmaður
að útskýra slikt fyrir guðfræðingi,
en þessi samhræringur séra
Gunnars er sem betur fer í engum
skilningi hluti kristinnar trúar né
lífsskoðunar. Það er fullkomlega
mögulegt að játa því fyrra, en
neita því síðara. Kristin kirkja er
forn stofnun, og það er svo sann-
arlega mín von, að núverandi leið-
togum hennar megi farnast vel og
farsællega að stýra henni. Hitt er
óhjákvæmilegt, að ef kirkjunnar
þjónar láta í skammsýni sinni
standa sig að tilburðum til að
hnýta við skykkjulaf lærimeistar-
ans frá Nazaret yfirlýsingar og
samþykktir, sem að raunsærra
manna mati geta engra hagsmun-
um þjónað nema stjórnarherr-
anna í Kreml, þá verður sú hin
sama kirkja fyrir álitshnekki. Ég
álit, að kristin kirkja á íslandi
taki mikla áhættu, ef hún umber
það, að nafn hennar sé njörvað við
skammtímafyrirbrigði eins og
hinar svokölluðu „friðarhreyf-
ingar“. Þess ber að gæta að
„friðarhreyfingarnar" eru ungt
fyrirbrigði, og að á þessu ári hafa
þær þegar látið allmjög á sjá. Það
er mín von að þrátt fyrir menn
eins og séra Gunnar Kristjánsson
á Reynivöllum séu þeir menn inn-
an íslenzku þjóðkirkjunnar miklu
fleiri, sem hafa þá reisn og þá
djörfung að hafna yfirborðs-
mennsku þeirrar tegundar, sem
séra Gunnar er talsmaður fyrir.
Um málefnalegan
málflutning
f tilvitnuninni hér að ofan ber
séra Gunnar dr. Arnóri það á
brýn, að hann ræði ekki málstað
kirkjunnar á málefnalegum
grundvelli. Sams konar ásakanir
um ómálefnalegan málflutning
eru bornar fram víðar i hinni
löngu grein séra Gunnars. Við
skulum skoða þessar ásakanir.
Það væri ætlandi í ljósi hinna
heiftúðugu áskana séra Gunnars
um ómálefnalegan málflutning, að
hann í fyrsta lagi útskýrði ná-
kvæmlega í hverju þessi glæpur
dr. Arnórs var fólginn og í annan
stað, að hann gætti þess vandlega
að vera strangmálefnalegur sjálf-
ur í sinni eigin umfjöllun. Lesend-
ur greinar séra Gunnars ganga því
miður sviknir af hans fundi varð-
andi þessa þætti báða. Greining
séra Gunnars á eðli glæpsins
takmarkast við yfirlýsingarnar
berar. Orðalag þessara yfirlýsinga
er tæpast með þeim hætti að afla
höfundi sínum trausts um hlut-
lægni í málsmeðferð.
Hvað táknar málefnaleg
málsmeðferð fyrir þann mála-
flokk, sem hér er til umræðu?
Þetta er erfið spurning og ógerlegt
að gefa einhlít svör. í umræðu um
flókin málefni verður auðvitað
alltaf svigrúm fyrir einstaklings-
bundnar túlkanir. Málefnaleg um-
ræða hlýtur þó hér sem annars
staðar að lýsa viðleitni til að forð-
ast ósæmilega tilvísun til fordóma
eða tilfinninga og til að styðjast
við traustar viðmiðanir í umfjöll-
un sinni. í umfjöllun um öryggis-
og varnarmál kem ég ekki auga á
aðrar viðmiðanir traustari en dóm
reynslunnar eins og hann birtist í
sagnfræðilegum staðreyndum.
Það er mitt mat á greinum dr.
Arnórs, að hann sýni þar ekki að-
eins yfirburðaþekkingu, heldur
umfram allt djúpan skilning á
þessum málaflokki. Hvassar eru
iForhí
leða fc
■ — eftir Gunnar að upi
MKristjánsson
sem áttu a<
'M Arnór Hannibalsson hefur sent yrftu 4ran(f
■kirkju OK prestum kaldar kveðjur í ÓU| m(jrgu
^Hblaðagreinum undanfarið. í grein, slikar vidn
^Hsem birtist i Morgunblaðinu 6. hafizt i alv
^Hsept sl. er honum býsna mikió flaugarnar
^Hniðri fyrir, er hann ræðst á starf 9jna en(ja|
^Hkirkjunnar af friðar- og afvopnun- Varsjárbar
^Harmálum víða um heim. t annarri auka við n
^Hgrein, sem birtist i DV litlu áður, lepprikjurri
^■hafði hann hæðzt að fórnfúsu þarf
^Hstarfl kristniboða og hjálparstarfi ^ri £ ^va
^Hkirkjunnar i þriðja heiminum, en NATO hafi
^Hslikt starf telur hann heims- londum ba
^Hkommúnismanum til framdráttar sjzt af þ^j
^Hað þvi er virðist þótt fáum sé geflð þvj aa vera
þessar greinar eflaust, en
strangmálefnalegar og miskunn-
arlaust raunsæjar, og í umræðu
um öryggismál er engin dyggð
dýrmætari en raunsæi. Þess verð-
ur hins vegar hvergi vart, að séra
Gunnar hafi spurt sjálfan sig
þeirrar spurningar hvað málefna-
leg málsmeðferð kynni að merkja í
þessu samhengi, og mun hann því
enn sem fyrr gjalda grunnfærni
sinnar og teljast ómerkur orða
sinna.
Þekking eða skilningur
Séra Gunnar segir: „Friðar-
hreyfing samtímans grundvallast
ekki á þekkingarleysi heldur þekk-
ingu.“ Hann heldur áfram nokkru
síðar í grein sinni: „ ... hávær og
harðsvíraður hópur manna á borð
við Arnór Hannibalsson, sem æðir
um grenjandi „kommúnismi" á
allt, sem að sáttargjörð, friði og
afvopnun miðar. Þeir vilja ekkert
af upplýsingum vita, ekkert af
þekkingu." Við þessar upphrópan-
ir séra Gunnars vil ég gera þá at-
hugasemd, að þekking er að visu
forsenda fyrir skilningi, en nægir
þó engan veginn ein sér. I mínum