Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 13 Stuttar fréttir úr borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag gerði Sigurður E. Guð- mundsson (A) tillögu um að borg- arstjórn samþykkti að hefjast þegar handa um kaup á 25 nýjum eða notuðum ibúðum, sem notaðar yrðu sem leiguíbúðir. Leitað yrði nýrra leiða til að standa straum að kaupunum þannig að fjár yrði aflað m.a. með sölu skuldabréfa á almennum markaði. Davíð Oddsson borgarstjóri ger- ði tillögu um að þessari hugmynd yrði vísað til gerðar fjárhagsáætl- unar, sem var samþykkt. Taldi hann eðlilegt að skoða þennan kost, þó hann i fljótu bragði teldi þessa leið ekki fýsilega fyrir borg- ina miðað við m.a. vaxtakjör á verðbréfamarkaðnum. Borgarfulltrúar Kvennafram- boðsins spurðust fyrir um hvernig framkvæmd þess liði, að koma upp hreinlætisaðstöðu fyrir fólk með smábörn i miðbæ Reykjavíkur. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn i nóvember 1983. í máli borgarstjóra kom fram að lágmarks þjónusta að þessu leyti væri fyrir hendi í náðhúsi kvenna í Bankastræti. í athugun væri hvort bæta ætti þá aðstöðu eða hvort hentugra væri að koma slíkri aðstöðu upp á nýrri enda- stöð SVR, sem gert væri ráð fyrir að kæmi upp samhliða endur- skipulagningu Kvosarinar sem nú er unnið að. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (V) sló þeirri hugmynd fram hvort ekki mætti leigja litið húsnæði hjá einhverjum verslunareiganda við Laugaveg, til að flýta því að þetta mál kæmist i höfn. Sagði Davíð að það væri hugmynd sem eðlilegt væri að skoða, en byggingardeild borgarinnar myndi skila tillögum um málið fyrir 1. mars nk. Nokkrar umræður spunnust um störf og hlutverk Jafnréttisnefnd- ar Reykjavikur á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag. Töldu borg- arfulltrúar minnihlutans að biðin eftir tillögum frá nefndinni um úrbætur, sem stuðli að auknu jafnrétti karla og kvenna i fram- haldi af jafnréttiskönnuninni i Reykjavík 1980—1981 væri orðin fulllöng. En tillaga um að jafn- réttisnefndin ynni að þessu verk- efni var samþykkt í borgarstjórn haustið 1982. Á fundinum kom fram að Jafnréttisnefnd Reykja- vikur vinnur nú að gerð bæklings um m.a. atvinnuþátttöku, félags- málaþátttöku, menntun og launa- kjör kynjanna i borginni í tilefni af lokaári kvennaáratugs Samein- uðu þjóðanna 1985, þar sem að hluta verður stuðst við niðurstöð- ur jafnréttiskönnunarinnar 1980—1981. Ennfremur vinnur nefndin i samstarfi við jafnréttis- nefnd á höfuðborgarsvæðinu að gerð fræðsluefnis um jafnrétti, sem Námsgagnastofnun mun ann- ast útgáfu á. Aukning á útköllum slökkviliðsmanna NOKKUR fjölgun varð i útköllum hjá Slökkviliðinu í Reykjavík i síð- asta iri miðað við irið i undan. Á síðasta iri urðu útköllin 447 í stað 328 irið i undan. Stafar það meðal annars af fjölgun i útköllum fri við- vörunarkerfum, sem stöðugt fjölgar. Þi er einnig í fyrsta skipti talin til útkalla öll aðstoð slökkviliðs þar sem ekki var um eldsvoða að ræða, svo sem efnaleki, vatnsleki og losun úr bflflökum. Útköll þar sem slökkva þurfti eld voru 233 irið 1983, en 246 irið 1984. Sjúkraflutningum fjölgaði um tæplega 300 á síðasta ári. Þeir voru 10.698 í fyrra, en 10.400 árið 1983. Fjöldi sjúkraflutninga hefur verið mjög svipaður frá ári til árs frá árinu 1973, eða rúmlega 10 þúsund á ári. Eitt meiri háttar brunatjón hafði orðið á síðasta ári, i Land- spítalanum. Enginn fórst í elds- voða í fyrra en tveir árið 1983, seg- ir í frétt frá slökkviliðsstjóranum í Reykjavík. í skýrslu um orsakir eldsvoða kemur fram að í 82 skipti var um íkveikju að ræða, 35 sinnum var orsakanna að leita til rafmagns- tækja, en 95 sinnum er ókunnugt um eldsvoða. Flest útköll vegna elds voru á tímabilinu frá klukkan 18—21 á kvöldin, eða 92 talsins, 76 sinnum á tímabilinu frá klukkan 15—18 og 71 sinni frá klukkan 12—15 og klukkan 21—24 á hvoru tímabili um sig. Fimm sinnum var slökkviliðið kallað út og reyndist um gabb að ræða. Morgunblaðiö/Júlíus. Frá æfingu Kammersveitarinnar fyrir Bacb-tónleikana í Áskirkju. F.v. Rut Ingólfsdóttir, sem leikur einleik á fiðlu i tónleikunum, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, lágfiðla, Helga Hauksdóttir, fiðla, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, Helga Ingólfsdóttir, sem leika mun einleik i sembal, Bernharð Wilkmson, fiauta, Lirus Sveinsson, trompet, og Kristjin Stephensen, óbó. „Fáum útrás fyrir eigin sköpunargleði í Kammersveitinni" Litið inn á æfingu Kammersveitar Reykjavíkur fyrir Bach-tónleika í Askirkju og spjallað við einleikarana á fyrstu tónleikum Kammersveitarinnar í ár Ómþýður Brandenborgarkonsertinn hljómaði um Áskirkju þegar blm. Mbl. leit þar inn á æfingu hjá Kammersveit Reykjavíkur fyrir helgina. Hjjómsveitin var þá að æfa fyrir fyrstu tónleika ársins, sem verða haldnir í Askirkju nk. sunnudag, klukkan 17.00. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir Bach og má segja, að með þessum tónleikum sé Kammersveitin fyrir sitt leyti að marka upphaf tónlistarárs Evr- ópu hér á landi. Einleikarar á tónleikunum verða þær Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Helga Ingólfs- dóttir semballeikari og þegar færi gafst tók blm. þær afsíðis og spjallaði lítillega við þær. „Evrópuráðið hefur ákveðið, að árið 1985 verði tónlistarár Evrópu,“ sagði Rut, „enda eru í ár liðin 300 ár frá fæðingu tónskáldanna Bachs, Hándels og Scharlattis, 400 ár eru frá fæð- ingu Heinrichs Schutz og að auki hefði Alban Berg orðið hundrað ára í ár. Við ætlum að hefja árið með Bach-tónleikunum núna á sunnudaginn. En i mars munum við halda tónleika þar sem við leikum tónlist Albans Berg og i haust tökum við verk Handels fyrir,“ sagði Rut. „Á tónleikunum í mars ætlum við reyndar líka að frumflytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson, því að þetta tónlistarár er ekki haldið eingöngu til þess að minnast látinna tónskálda, held- ur til að efla tónlist yfirleitt og stuðla að nýsköpun. I ár er líka æskulýðsár Sameinuðu þjóðanna og búast má við, að þetta tvennt tengist með ýmsum hætti.“ Kammersveit Reykjavíkur er nú að hefja sitt ellefta starfsár og sögðu þær Rut og Helga, að þó að haldið hefði verið upp á tíu ára afmæli hljómsveitarinnar í fyrra, mætti segja að hvert ár væri tímamótaár í starfi hennar, þar sem um væri að ræða áhuga- starf atvinnumanna í tónlist. „Við erum líka þeirrar skoðun- ar, að mörg þeirra verka, sem við flytjum yrðu ekki flutt ella,“ bætti Rut við. „Starfið með Kammersveitinni veitir okkur mikla útrás fyrir eigin sköpun- argleði,” sagði Helga. „Við vinnum kauplaust, án stjórnanda. Áhugi áheyrenda hefur verið ótrúlega mikill og það er okkur ómetanleg uppörv- un,“ sögðu þær Rut og Helga að lokum. Og við svo búið héldu þær, ásamt félögum sínum i Kammersveitinni, áfram að æfa Brandenborgarkonsertinn og fleiri perlur úr safni Bachs fyrir fyrstu tónleika þessa mikla tón- listarárs, sem nú er gengið í garð. ELROPEAN MUSIC YtAR ANNEE ELROPEENNE DE LA MUSIQUE ANNEE EUROÞEENNE DE LA Mt.SlQI E -X- Fl ROPEAN MUSIC YEAR EL'ROPAISCHES JAHRDERMUSIK X' ^ X- ELROPAISt HLS JAHR DF.R MfSIK EYPQnAiXn XPONtA VOYfKHI M W EYPOnAIKH XPONtA MOYHKHI DET EUROPÆISKE MUSIKÁR 4^1 a DET EUROPÆISKE MUSIKÁR TÓNLISTARAR evrópl TT l\l W' TÓNUSTARAR EVROPl BUAIN CHEOIL NA hF.ORP.A V. « (^ fl BLLMN CHEOIL N'A hEORPA ANNO FL'ROPLO DELLA MIISICA 1 • I ■V ANNO EUROPEO DELLA MUSICA SENA EWROPEJATAL-MUZIKA <X r 1 X- SENA EWROPEJA TAL MUZIKA ELROPEFS lAAR VAN Dt Ml. ZlEK ^ ^ EUROPEES JAAR VAN DE MUZIEK DET EUROPEJSKE MUSIKKÁRET U 1 / DET EUROPEISKE MUSIKKÁRET ANO EI ROPEU DA MUSICA A ^ 1 1 r ANO EUROPEU DA MÚSICA ANO EUROPEO DE LA MUSICA ^ 1 'ÍT ANO EUROPEO DE LA MUSICA EUROPEISKA Mt SIKÁRET . LJP EUROPEISKA MUSIKÁRET AVBUPA M( ZIK YlLl , •X AVRUPA MUZIK YILI EUROOPAN MUSIIKKJ VUOSI ^ 'it ^ EUROOPAN MUSHKKI VLXISl ANNUS MUSICAE El'ROPAEUS ** ANN'US MUSICAE EUROPaEUS EVROPSKA OODINA MUZIKE EVROPSKA OODINA MUZIKE Merki Tónlistarárs Evrópu. HURÐIR á nýjar og gamlar innréttingar Veist þú hvaö massífu fulningahuröirnar frá Lerki hf. geta gert eldhúsinnréttinguna þína glæsilega? — líka þá gömlu og þá opnanlegar í staö rennihurða. Huröir, for- stykki o.fl. sem til þarf, smíöaö eftir máli. Efni: eik, beyki og fura. Litaö, lakkað eöa hvítt. Lerki M. Skeifan 13,108 Reykjavík sími 82877 — 82468

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.