Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Minning: Ole P. Pedersen garðyrkjustjóri Fieddur 22. september 1913 Dáinn 27. desember 1984 Kvedja frá Grensássókn í dag, laugardaginn 5. janúar, fer fram frá Fossvogskirkju útför Ole P. Pedersen, garðyrkjustjóra. Hann lézt í Reykjavík á þriðja dag jóla. Ole hafði gengist undir að- gerð i sjúkrahúsi í nóvembermán- uði sl. Eðlilegar framfarir og já- kvætt hugarfar stuðluðu að von- um um skjótan bata. Framundan var helg hátið jóla, ylur og birta í skammdegisdrunganum, ham- ingja og friður í hjörtum manna. En sorgin gleymir engum. Ekki voru jólin öll, þegar vongleði og hamingja höfðu breytzt í harm og hryggð fyllti hjörtun. Ole var fluttur f sjúkrahús og lézt þar samdægurs, 71 árs að aldri. Ole Peder Pedersen, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur i Danmörku 22. september 1913. Hann lauk háskólanámi i garð- yrkjufræðum í heimalandi sinu en kom til tslands til starfa við kennslu hjá Garðyrkjuskóla ríkis- ins rétt um það bil, sem síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Hefir hann verið búsettur á íslandi alla tið síðan. Ekki er vafi á, að að- skilnaður landanna vegna styrj- aldarinnar hefir oft verið ungum manni þungur i skauti og hugur- inn hvarflað til heimaslóða. Ole kvæntist árið 1945 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Kristínu Halldórsdóttur. Eignuðust þau fhnm börn og eru fjögur þeirra á lífi, öll uppkomin. Lengst af hefir Ole starfað sem garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis eða um það bil 30 sl. ár. Hér verður þó ekki fjallað um störf hans þar utan að geta þess, sem svo margir þekkjá til, að óskráðar munu margar stundir ómaks, sem Ole og fjölskylda hans öll hafa um langt árabil tekið á sig tii leiðsagnar og þjónustu við þá, sem leitað hafa legstaðar vina og venslaðra en átt erfitt með að finna. Munu og margir þeirra minnast af þakklát- um huga yljandi kaffibolla hjá þeim hjónum. Slíkt var þeim eig- inleg hjálpsemi. Það þekkjum við, sem kynnst höfum störfum þeirra fyrir Grensássókn. En það var ein- mitt í samstarfi þar, sem sá, er þetta ritar, kynntist Ole. Ole og fjölskylda hans öll hafa frá upphafi sinnt safnaðarstarf- inu af alhug og einlægni. Eftirlif- andi eiginkona hans á sæti í sókn- arnefnd og var áður formaður kvenfélags sóknarinnar og ávallt virkur þátttakandi í störfum þess. Hún hefir unnið að hinum ýmsu verkefnum hvers tíma en Ole og reyndar börn þeirra hjóna einnig verið með afbrigðum hjálpfús við hin margvíslegustu störf fyrir sóknina. Eg minnist þess frá sl. hausti er þeir feðgar, Ole og Halldór Krist- inn, komu til aðstoðar vegna fata- söfnunar á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Það var vel þegin aðstoð og fúslega veitt. Og auðvit- að var frú Kristín til staðar og stýrði verki. Þannig var í ótal til- fellum staðið að málum. Síðast minnist ég aðstoðar Ole i októbermánuði, er haldin var kvöldvaka fyrir aldraða. Ljóst er nú, að þá þegar hefir Ole kennt sjúkleika síns, þó ekki bæri á. Frú Kristín stjórnaði samkomunni af röggsemi og enn voru þeir feðgar á ferð, boðnir og búnir til hjálpar við hvaðeina, sem sinna þurfti. Málefni aldraðra var þeim hjónum hugleikið verkefni, sem frú Krist- ín hefir ávallt haft vakandi auga fyrir í sóknarnefndinni. Enn mætti lengi telja en óþarft og skal staðar numið. En svo fús- lega veitt framlag til safnaðar- starfs er ómetanlegt hverri kirkjusókn. Fyrir það þakkar Grensássókn Ole og fjölskyldu hans allri. Senn hækkar sól nýs árs, dagur lengist og dimman flýr. Við biðj- um algóðan Guð að styrkja og hughreysta frú Kristínu, börnin og fjölskyldur þeirra í hinni miklu sorg og varðveita þeim Ijúfar minningar. F.h. sóknarnefndar, Ásgeir Hallsson. Ole Pedersen garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis andaðist 27. des. sl. Hann var fæddur í Danmörku 22. september 1913. Ole Pedersen vann við margvísleg landbúnað- arstörf á unglingsárum sinum. Garðyrkjustörf áttu hug hans allan. Þess vegna hóf hann garð- yrkjunám í heimabæ sinum Grim- skov í Danmörku, og lauk þaðan almennu garðyrkjunámi með góð- um vitnisburði. Hinn góði náms- árangur hans varð til þess að hann hóf háskólanám og lauk há- skólaprófi í garðyrkju frá land- Systir min og mágkona, ANNIE HELQA80N, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni 7. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vlnsamlegast bent á llknarstofn- anir. Cecilia Helgason, Ingar Helgason og systkinabörn. Þakka hjartanlega eiginkonu minnar. + auösýnda samúö viö andlát og jaröarför 8ELMU KALDALÓN8. Jón Gunnlaugsson og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar SVEINBJÖRNS 8VEINSSONAR, Neskaupataö. Laufey Guölaugadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. búnaðarháskólanum i Kaup- mannahöfn. Sérgrein hans var skipulagning kirkjugarða. Að námi loknu í Danmörku réð- ist Ole kennari við Garðyrkju- skóla ríkisins í Hveragerði. Hann kemur til íslands árið 1939 um það leyti sem síðari heimsstyrjöldin braust út. Hann kom með Gull- fossi, en það var eitt af seinustu skipunum, sem komu til íslands, áður en allar siglingar íslenzkra skipa lokuðust til Danmerkur. f september 1954 tekur hann svo við starfi garðyrkjustjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Starfsvettvangur Ole Pedersen var fyrst og fremst í Fossvogs- kirkjugarði. Hann lagði sig mjög fram við það að skipuleggja og fegra hann, með gróðursetningu blóma og trjárunna, og með því skapaði hann fagra umgjörð um leiðin, og fallega gróðurreiti til yndisauka fyrir þá, sem um garð- inn þurfa að fara. Hann vann einnig að skipulagn- ingu alls gróðurs í Gufuneskirkju- garði ásamt Einari Sæmundsen landslagsarkitekt. Ennfremur sá Ole um alla um- hirðu og fegrun í kirkjugarðinum við Suðurgötu á sumri hverju. Allt var þetta ærið starf fyrir einn mann, en hann sinnti þessu mikla starfi af samviskusemi og alúð. Það eru margir erlendir menn sem hvíla í Fossvogskirkjugarði, meðal annars eru þar hermanna- grafreitir frá seinni heimsstyrj- öldinni. Ole hefir allt frá þeim tíma er hann hóf störf hjá kirkju- görðunum séð um og fegrað þessa grafreiti. Breska sendiráðið hefir veitt honum viðurkenningu sem þakklætisvott fyrir frábæra um- hirðu þessara grafreita. öll þau störf, sem Ole Pedersen voru falin, vann hann af stakri kostgæfni, samviskusemi og skyldurækni. Hann kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Kristínu Halldórs- dóttur, árið 1945. Þau eignuðust fímm börn, fjóra syni og eina dótt- ur. Ole og Kristín urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa einn sona sinna af slysförum, mannsefni mikið. Börn þeirra eru: Halldór Krist- inn, hann starfar hjá kirkjugörð- unum, Bent lögregluþjónn, kvænt- ur Kolbrúnu Guðjónsdóttur, Einar óli bóndi, kvæntur Helgu Hann- esdóttur og Auður Anna verzlun- arm. Sex eru barnabörnin. Ole Pedersen var samviskusamur og skyldurækinn starfsmaður, hann var skemmtilegur og glaðsinna, fundvís á hið græskulausa gaman og engum leiddist í nærveru hans. En umfram allt vildi hann sinna öllum þeim störfum em honum voru falin, eins vel og frekast var kostur á. Nú er vinur okkar Ole Pedersen ekki lengur samferða okkur á lífsgöngunni, því hann hefir kvatt þetta jarðlíf. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur þakkar honum öll störf hans, sem hann vann fyrir þá stofnun um þrjátiu ára skeið. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans, Kristinu Halldórsdótt- ur, og fjölskyldu, okkar dýpstu samúð, um leið og við biðjum góð- an Guð að styrkja þau í hinni þungbæru sorg þeirra. F.h. Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis, Helgi Elíasson Þegar ég á aðfangadag jóla hélt heim frá vinnu kom ég við hjá Ole P. Pedersen og fjölskyldu hans til þess að óska gleðilegra jóla. Ekki grunaöi mig þá, að þetta yrðu seinustu samfundir og handtak við Ole Pedersen, þótt mér væri kunnugt að hann væri veikur, að bilið milli lífs og dauða reyndist jafn stutt og raun varð á. Fram- undan var fyrirhugaður tími sér- staks samstarfs, sem okkur var ætlað eftir að við áttum vegna ald- urs að hætta í föstum störfum hjá kirkjugörðunum um áramótin. Þessum verkefnum var enginn jafn kunnugur og hann. Verða þau því ekki án þekkingar hans og reynslu eins auðveldlega unnin og ella. Þeim sem með Ole Pedersen störfuðu undanfarið mun mörgum hafa verið það ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Hvort hann sjálfur gerði sér grein fyrir því að hér kynni að vera um alvarlegan sjúkdóm að ræða veit ég ekki. Hitt er víst að hann hélt starfi sínu áfram eftir því sem kraftar leyfðu. Þegar hann leitaði læknis leiddi það til þess að hann var lagður inn á sjúkrahús þar sem framkvæmd var stór aðgerð á honum, sem virt- ist takast vel og hresstist hann í bili. Hvort hér hefði mátt vænta varanlegs bata er mér ekki kunn- ugt. Sjálfur mun hann vafalaust hafa gert sér grein fyrir því að framundan gætu verið erfiðir tím- ar, en lagt það sem annað í Guðs hendur, því þar væri öllu best borgið. Eftir að hann hafði dvalið heima nokkurn tíma fyrir og um jólin versnaði honum svo að flytja varð hann á sjúkrahús að morgni þriðja dags jóla þar sem hann skyndilega andaðist að kvöldi þess sama dags. Þegar hugsað er um Ole Peder- sen og störf hans hlýtur það óhjákvæmilega að tengjast kirkju- görðunum og þá fyrst og fremst Fossvogsgarði, sem frá fyrstu tíð var eins og sérstakt fósturbarn hans, sem hann sýndi alla sína alúð og umhyggju. Þetta kunnu ýmsir vel að meta. Þegar yfir- menn bresku hermannagrafreit- anna bar að garði dáðust þeir mjög að umhirðu þessara graf- reita í Fossvogi, sem þeir töldu með þeim bestu, sem þeir höfðu kynnst á ferðum sínum víðsvegar um heiminn. (Voru þeir og ósparir á myndatökur af grafreitum þess- um.) Sömuleiðis hefur breska sendiráðið í Reykjavík veitt Ole Pedersen sérstaka viðurkenningu og þakklæti fyrir áratuga umsjón og umhirðu grafreitanna. Margir munu þeir og vera hér um slóðir, sem telja sig i þakkarskuld við hann vegna umsjónar og aðstoðar við hirðingu grafreita í kirkju- görðunum. Af búsetu Pedersens á lóð kirkjugarðanna leiddi oft ónæði fyrir hann. Var það helst vegna fólks, sem var á ferðinni eftir venjulegan vinnutíma, oft á helg- um dögum og jafnvel stórhátíðum, sem þurfti á margvíslegri aðstoð að halda, ýmist að finna leiði i garðinum, fá lánuð verkfæri og áhöld auk aðstoðar við eitt og ann- að. Komið gat og fyrir að sumir væru illa haldnir, sem lent höfðu í hrakningum vegna illviðris. Slíku fólki var þá gjarnan boðið inn og veittar velgjörðir. í þessum efnum sem öðrum voru hjónin mjög sam- hent. Svona löguðu er lftt á loft haldið og kemur ekki fram í skýrslum, en mun geymast i þakklátum hjörtum þeirra, sem slíkri ástúð og umhyggju hafa orð- ið aðnjótandi. Einn þáttur í lífi Ole Pedersens, sem kom mér á óvart og vafalaust fleirum, sem því hafa kynnst var Haraldur Gíslason Húsavík — Kveðja Hann Haraldur er fallinn. Enn einn sérstæður persónu- leiki okkar litla samfélags er horf- inn af sjónarsviði þessa lífs. Ekki drynur djúp og mikil rödd hans meir hérna megin, ekki gellur glaðvær hlátur hans framar á meðal okkar. Við Haraldur kynntust fyrst fyrir sjö árum, þegar við Stefán sonur hans vorum að leggja drög að því að sinna starfi okkar hér norður á Húsavík. Ég og fjöl- skylda mín áttum fáa að hér, þekktum lítt til og áttum í fá hús að venda. Heimili Haraldar og Valgerðar var okkur þá alltaf opið og þau studdu okkur með ráðum og dáð. Það veit raunar enginn, nema sá er reynt hefur, hversu mikils virði það er að hafa eitt- hvert afdrep, einhvern klett, þegar komið er á nýjan stað á meðal ókunnugra. En þau Haraldur létu ekki þar við sitja heldur skutu þau yfir okkur skjólshúsi, rýmdu hús sitt við Héðinsbrautina, svo við gætum dvalið þar meðan við vor- um að finna okkur samastað. Þáttur Haraldar í því öllu sýndi mér hvað bjó undir hans hrjúfa yfirborði. Sem betur fer var Haraldur ekki gallalaus fremur en við hin. Síst var hann hafinn yfir mann- lega breyskleika, en ekki náðu þeir breyskleikar að spilla því, að alls- staðar var hann virtur, vel metinn og vinsæll með afbrigðum. Póli- tískur var hann alltaf þegar ég ræddi við hann. Höfðum við stundum hátt en alltaf innan þeirra marka að við skildum næst- um því sammála og ég man eftir því að það fyrsta, sem ég tók eftir í fari hans, var að hann vílaði ekki fyrir sér að skamma sig og sína liðsmenn ef honum fannst ástæða til. Nú, þegar hann er allur sér maður enn einu sinni hversu naumur sá tími er sem úthlutaður er hér á jörðu. Hugurinn leitar til baka og maður sér og finnur að samverustundirnar hefðu átt að vera fleiri, hefðu átt að vera lengri. En hversu oft vaknar mað- ur ekki upp við þennan draum: Sá sem maður ætlaði að tala við á morgun er horfinn, dáinn og sést ei meir. Trúin kennir okkur að líf sé að jMí þessu loknu. Þegar Haraldur litur til baka held ég að hann geti verið ánægður. Böm, barnabörn, góð kona, góðir starfsdagar, allt þetta varðar veginn. Hann skilur eftir sig góðar minningar og getur nokkur maður krafist meira? Um leið og ég kveð Harald með þessum fátæklegu línum vil ég biðja um styrk til okkar allra sem höldum áfram þessari jarðar- göngu einum vini fátækari. Sigurjón Benediktsson, Húsavík mgm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.