Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 39 Cary Grant ætlar að verða hundrað ára Cary Grant, nýkominn úr sjúkrahússlegu, sagði í við- tali að hann væri við hestaheilsu og hefði lofað konu sinni Barböru sem er 34 ára að lifa fram til hundrað ára aldurs og eiga með henni a.m.k. einn son. aðmíráls Sophia Loren er að fara að leika aðalhlutverk í nýjum sjónvarpsmyndaþáttum sem CBS-stöðin mun ætla að sýna. Framhaldsþættirnir munu heita „Dóttir aðmirálsins" og er myndin byggð á sannsögulegum viðburð- um. Fyrir mörgum árum á amer- íska tímaritið „National Enqu- iere“ að hafa smyglað stúlku út úr Rússlandi. Tilefnið var að gefa henni tækifæri til að hitta föður sinn, sem hún hafði aldrei séð eða heyrt. Faðirinn, sem er bandarisk- ur aðmíráll, var í Sovétríkjunum í síðustu heimsstyrjöld og dóttirin kom í heiminn eftir að hann var kominn heim aftur til Bandaríkj- anna. assa, sem er elsta górilla í heimi, dó af hjartaslagi í dýragarði í Fíladeifíu. Massa var ný- orðin 54 ára gömul og af því tilefni höfðu bæði borgarstjóri og aðrir heiðursgestir heilsað upp á hana. SHARI BELAFONTE COSPER — Dóttir ykkar var að hringja. Ykkur er óhætt að koma heim núna, gestir bennar eru farnir. Vill ekki líkjast pabbanum í útliti Þau eru óneitanlega lík Harry Belafonte og dótt- irin Shari. Hún er þó eitt- hvað pirruð á því, dóttirin, þessa dagana og segir ætt- arsvipinn koma í veg fyrir að hún geti orðið fræg hennar sjálfrar vegna. Gagnrýnend- ur telja hinsvegar Shari mjög efnilega leikkonu og út- litið sem slíkt hafi þar lítið að segja. Sími og telex á tölvuöld Verzlunarráð íslands gengst fyrir fræðslufundi um nýjungar á sviöi fjarskiptatækja í Hallargarðinum, Húsi verslunarinnar, þriöjudagsmorguninn 8. janú- ar nk. kl. 8.10—9.20. Dagskrá: 8.10—8.20 Mæting — morgunveröur. 8.20—8.50 Sími og telex á tölvuöld — ný viðhorf — nýir möguleikar. Guðmundur Ólafsson, verk- fræðingur. 8.50—9.20 Umræður, fyrirspurnir. Morgunveröur: 150 kr. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 83088. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavik, simi 83088 Blaóburóarfólk óskast! Austurbær Grettisgata 2—36 o.fl. Sjafnargata Bragagata Lindargata 40—63 Miðbær I Laugarásvegur 32—77 Langholtsvegur 71 — 108 Vesturbær Nýlendugata Faxaskjól Úthverfi Seiöakvísl Bergstaðastræti 1—57 NAMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun mun í samvinnu viö ýmsa aðila efna til sýningar og dagskrár dagana 1.—4. júní 1985 undir yfirskrift- inni Myndbönd og skólastarf Tilgangurinn er aö gefa kennurum, skólastjórum, for- eldrum og öörum þeim sem hafa áhuga á og eiga þess kost aö kynnast því hvernig unnt er aö nota myndbönd í kennslu. Stefnt er að því að sýna þaö helsta sem er á boð- stólum hérlendis á þessu sviði. Hér má nefna mynd- bandstæki, upptökuvélar, stjónvarpstæki og skjái, auk hvers kyns myndbandaefnis sem hentar í skóla- starfi. í tengslum við sýninguna verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár; fyrirlestra, fræðslufunda, kynninga og stuttra námskeiöa. Þeir sem hafa áhuga á aö kynna tæki, efni, þjónustu eöa starfsemi á sýningunni eöa í tengslum viö dagskrána eru vinsamlega beðnir um aö snúa sér til Kennslumiöstöðvar Námsgagnastofnunar fyrir 1. febrúar 1985 (sími 28198).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.