Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐjyÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Svissneskum sendiráðunaut rænt í Beirút: Engar kröfur enn frá ræningjunum Bern. 4. lanúar. AF. Bern, 4. jnnúnr. AP. YFIRVÖLD í Sviss segjast enn eng- ar upplýsingar hafa fengiö um það hverjir það eru, sem rændu Eric Wehrli, sendiráðunaut Svisslend- inga í Beirút, í gær, né heldur hvað vaki fyrir mannræningjunum. Sendiherra Sviss i Líbanon, Paul Andre Ramseyer, hefur verið í leyfi í heimalandi sínu um skeið, en sneri aftur til Líbanon í dag, eftir að fregnirnar um ránið bár- ust. Skærur á ný í E1 Salvador Su Sahador, 4. jooúmr. AP. VINSTRI sinnaðir skcruliðar í El Salvador létu til skarar skríða gegn stjórnarhernum í lok þriggja daga vopnahlés sem þeir boðuðu til yfir áramótin. Hléið tók enda á miðnætti miðvikudags og eld- snemma í gærmorgun heyrðust sprengingar í nágrenni höfuðborg- arinnar, orkuver höfðu orðið fyrir árás og stórir hlutar San Salvador voru rafmagnslausir um skeið. Skæruliðarnir boðuðu til alls sex daga vopnahlés yfir hátíð- irnar, þriggja daga yfir jólin og þriggja daga yfir nýárið. Stjórn- in gaf ekkert út á vopnahléið, en þegar til kom hélt stjórnarher- inn að sér höndum og hafði sig ekki í frammi. Það var því rólegt yfir hátíðirnar í E1 Salvador. Wehrli, sem er 44 ára að aldri, var rænt af fjórum vopnuðum mönnum i vesturhluta Beirút um tvöleytið í gær. Lögregluyfirvöld í borginni segjast ekki hafa hug- mynd um hvert farið var með hann. Þau segja að ræningjarnir hafa ekið Mercedes-bifreið í veg fyrir Volkswagen-bifreið Wherli og þröngvað henni út af akbraut- inni. Síðan hafi ræningjarnir neytt hann til að fara í bifreið sína og ekið á brott á miklum hraða. Tveir ræningjanna tóku Volkswagen-bifreiðina í sína vörslu og óku henni brott. í miðjum nóvember á síðasta ári handtók lögreglan í Sviss 21 árs gamlan Líbanonbúa vegna þess að hann hafði sprengiefni í fórum sinum. Viku seinna voru sjö sam- landar hans handteknir á Italíu og er talið að það hafi verið gert að tillögu svissnesku lögreglunnar. Mennirnir, sem talið er að tilheyri hryðjuverkasamtökunum Heilagt strið Múhameðs, hafa verið sakað- ir um að ætla að sprengja upp bandaríska sendiráðið í Róm. Ekki er vitað hvort tengsl eru á milli þessara mála og ránsins á Wehrli í Beirút, en getum hefur verið að því leitt. Nýtrúlofuð Símamynd/AP. LEIKKONAN Liz Taylor og mannsefni hennar, Denn Stein, sem einnig er leikari. Myndin er tekin í íbúð Taylor í Gstaad í Sviss skömmu eftir að þau opinberuðu trúlofun sína á dögunum. Sovéski eðlisfræðingurinn: Fær landvist í Bandaríkjunum ERLENT W*Hhinj{ton, 4. janúar. AP. SOVÉSKI eðlisfræðingurinn, sem baðst hælis sem pólitískur flótta- maður í Bandaríkjunum á að- fangadag jóla, hefur fengið land- vist þar, að því er fulltrúar stjórn- Hefja Víetnamar loft- árásir í Kambódíu? Baofkok. 4. janúkr. AP. TALSMAÐIIR thailenska heraflans sagði í dag, að á döfinni hjá Víet- nömum væri að gera loftárásir á flóttamanna- og skæruliðabúðir þær sem þeir hafa sótt að upp á síðkastið við landamæri Kambódíu og Thai- lands. Hér er einkum um Rithisen- búðirnar að ræða þar sem 62.000 manns höfðust við áður en árásir Víetnama hófust Víetnömum geng- ur illa að stugga skæruliðunum end- anlega á brott og því er búist við loftárásum á næstunni. Khmerarnir sem þarna höfðu aðsetur hafa jafnan gert gagn- sóknir að næturþeli þegar Víet- namar geta síður notað fallbyssur sínar af nákvæmni og oft hafa Víetnamar, sem eru betur vopnum búnir, hrakið Khmerana aftur til frumskóganna í dagsbirtunni það- an sem þeir hafa ráðist aftur á Víetnama með sólarlaginu. Talsmaður thailenska utanrík- isráðuneytisins greindi frá því á blaðamannafundi í dag, að Viet- namar væru augljóslega með ákveðna áætlun í gangi. Hann benti á að til þessa hafa Víetna- marnir aðeins sótt að skæruliðum á vegum Norodoms Shianouk prins og Khmerum Son Sans fyrr- um forsætisráðherra. Þeir hafa, sagði talsmaðurinn, látið Rauðu Khmerana, afskiptalausa í þvi skyni að einangra þá stjórnmála- lega. Rauðu Khmerarnir réðu landinu fyrir innrás Vietnama og var það fágæt ógnarstjórn. Sagði talsmaðurinn að Víetnamar von- uðust til þess að þegar þeir væru búnir að brjótaa á bak aftur menn Shianouks og Son Sans myndi al- menningsálitið í heiminum aftur muna eftir Rauðu Khmerunum og sjá þá aftur sem hryðjuverka- menn en ekki þjóðfrelsisfylkingu. valda í Washington greindu frá í dag. Maðurinn, sem heitir Artem Vladimirovich Kulikov, er 51 árs að aldri og hefur ásamt þremur öðrum sovéskum vís- indamönnum unnið að rann- sóknum í kjarneðlisfræði í Bataviu í Illinois í nokkra mán- uði. Rétt áður en hann átti að fara um borð í flugvél í Chicago, sem flytja átti hann heim til Sovétríkjanna, óskaði hann eft- ir því að fá að verða áfram um kyrrt. Hann hefur átt fundi með fulltrúum sovéska sendiráðsins í Washington, sem óskuðu eftir að fá að ganga úr skugga um að honum væri ekki haldið í Bandaríkjunum gegn vilja sín- um. Kulikov er víðkunnur eðlis- fræðingur og í hárri stöðu í Sov- étríkjunum. Flótti hans hefur því vakið mikla athygli og kom- ið talsvert á óvart. Hann á eig- inkonu í Sovétríkjunum, en einkadóttir þeirra lést í bílslysi í Leningrad fyrir tveimur árum og segja nánir kunningjar Kul- ikovs, að þunglyndi hafi sótt á hann eftir þann atburð. Dæmir um lögmæti kjarnorkuvopna , 4. juiar. AP. ÞRÍR nóbelsverðlaunahafar og einn bandarískur sérfræðingur í alþjóðarétti hófu í gær þriggja daga réttarhöld í London sem „kjarnorkustríðsdómstóll“. Sov- ézki prófessorinn Tair F. Tairov var hins vegar ekki viðstaddur. Tairov, sem er í forystu fyrir heimsfriðarráðinu, er aðsetur hefur í Helsingfors, fékk ekki heimild brezka innanríkisráðu- neytisins til þess að koma til London til þess að taka þátt í réttarhöldunum. Var því haldið fram af hálfu ráðuneytisins, að koma Tairovs yrði „ekki til al- menningsheilla". Víða á Vestur- löndum er heimsfriðarráðið tal- ið vera áróðurstæki í þágu Sov- étríkjanna. Dómstóllinn á að kveða upp dóm um, hvort kjarnorkuvopn séu ólögleg samkvæmt alþjóða- lögum. Þeir, sem að réttarhöld- unum standa, segja, að sænska stjórnin hafi lagt fram 5.000 pund til þeirra. Efnahagserfið- leikar á Kúbu MeiíkóborK. 4. juóar. AP. FIDEL Castro, forseti Kúbu, hefur fyrirskipað strangar að- haldsaðgerðir, sem munu hafa það í för með sér, að hagvöxt- ur dregst mjög saman á Kúbu á árinu 1985. Skýrði hin opinbera fréttastofa landsins, Prensa Latina, frá þessu I gær. Samkvæmt efnahagsáætl- un þeirri, sem kunngerð var á fundi miðstjórnar komm- únistaflokksins 24.-26. des. sl., er gert ráð fyrir því, að Kúba verði á ný að óska eft- ir breyttu greiðslufyrir- komulagi erlendra skulda landsins á þessu ári. Á fundi miðstjórnarinnar voru einnig samþykkt fyrir- mæli um að stórauka út- flutning á sykri til landa með frjálst markaðskerfi en jafnframt skuli dregið veru- lega úr innflutningi. Með þessu á að fást sá gjaldeyrir sem þarf til þess að greiða Fidel Castro skuldir landsins við útlönd. Þessar aðgerðir verða hins vegar til þess að minnka hagvöxt í landinu úr 7,4% á árinu 1984 niður í 3,5% á þessu ári. Strákar drápu fatlað barn West Palm Beaeh, Klérfda. 4. jaaúar. AP. LÖGREGLAN í Flórída hefur í sinni vörslu fjóra drengi, 4, 9,10 og 13 ára gamla, sem taldir eru valdir að dauða 6 ára gamals andlega fatlaðs drengs á leikvelli I West Palm Be- ach. Talið er að allir verði leiddir fyrir unglingadómstól og að minnsta kosti tveir þeir elstu muni hljóta dóm. Lögreglutalsmaður sagði að fatlaði drengurinn hefði verið lít- ill eftir aldri, mállaus og heyrnar- laus. Hann hefði verið að leika sér á vellinum einn síns liðs, en síðan lent í einhvers konar rifrildi við fleiri börn. Þá hefur talsmaðurinn eftir vitnum, að drengirnir fjórir sem um ræðir hafi ráðist á hann, þeytt honum á milli sín og látið spörk dynja á honum ef hann lá. Gengu fullorðnir um síðir á milli og var hinum fatlaða hjálpað til síns heima. En um nóttina varð hann alvarlega veikur og kastaði upp fram eftir nóttu. Um morgun- inn var hann örendur í rúmi sínu. Framleiðsla hafin á MD-87 Ung Bcarh, Kalirorniu, 4. janúnr. AP. MCDONNEL Douglas-flugvélaverk- smiðjurnar byrjuðu í gær formlega vinnu við nýjustu farþegaflugvél sína, MD-87, og sagði talsmaður verksmiðjunnar að vonast væri til að afhending vélanna gæti hafist síðla árs 1987. Fyrirtækið hefur þegar fengið tólf pantanir á þessum vélum frá Finnair og Austrian Airlines. Vél- in er minni og sparneytnari en nýjasta vélin í notkun, MD-80. Hún tekur 155 manns í sæti eða 22 færri en MD-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.