Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 35 Minning: Ólafur Gunnars- son Baugsstöðum hversu kunnugur hann var mörg- um mönnum, lífs og liðnum, ætt- um þeirra og fjölskyldutengslum. Býst ég við að af útlendum manni að vera sé þetta fremur fátitt þótt einsdæmi sé það ekki. Sama gilti og um margvísleg íslensk málefni, sem hann kynnti sér sem best hann mátti. Margs er að minnast að leiðar- lokum þegar lokið er göngu þess manns, sem vafalaust hefur átt flest spor um Fossvogsgarð. Þökk- uð skal samfylgdin og margar gleði- og ánægjustundir sem nú- verandi og fyrrverandi sam- starfsmenn hafa átt með Ole Ped- ersen. Eftir tæplega níu ára sam- starf mun væntanlega eftir lifa minningin um velvild og góðvild til þess að greiða götu annarra og leysa úr þeim vandamálum, sem viðkvæm eru og skipta þá miklu máli, sem þeim mæta. Slíkir menn eru starfsemi kirkjugarðanna mikils virði. Guð blessi minningu Ole Ped- ersen og veiti eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum styrk á erfiðum tímum. Fr.V. Ef eitthvað snertir manninn djúpt, er víst bezt að vera orðvar og segja fátt. Og sérstaklega þeim, sem þessi orð eru tileinkuð, hefði sízt líkað stór orð. Manni eins og Ole P. Pedersen er bara full ein- lægni samboðin. En samt má ég segja, að hver einasta stund sam- verunnar i starfinu og á heimili hans — og á fimmtán árum voru það margar stundir — varð að góðri stund og veitti manni vellíð- an, ekki sízt í hversdagslegu lífi. Ole P. Pedersen gerði vinnu aldrei leiðinlega. Og það segir mikið. Þó var þekking hans frábær og áhugi hans sem garðyrkjumanns mikill, en hann flíkaði þvi aldrei. Franska orðtakið: meira að vera en að sýn- ast, gat verið fundið upp fyrir hann. Og hið mannlega kafnaði aldrei í faginu. Væri ég sjálfur stundum nokkuð svartsýnn eða i fýlu hvarf það í návist hans og beizk orð i garð annarra fengu engan hljómgrunn. Tilveran ein og framkoma Ole P. Pedersen nægðu til þess, að slíkt rann af manni. Og það er gæfa, sem gerir þann þakklátan, sem mátti þiggja þessa gæfu félaga síns. Og ég veit, að ég var ekki einn um það, að verða þessarar gæfu aðnjótandi. Auk okkar eldri karla, sem unnum með honum, er það heil kynslóð ungra námsmanna, sem munu ekki gleyma góðlátlegum hvatningar- orðum hans og ekki sizt kímni, sem i þeim var falin. Það vill svo til, að fæðingarstað- ir okkar Ole P. Pedersen liggja nokkuð langt hvor frá öðrum. Sameiginlega áttum við landið, sem við vorum fluttir til, sem hann var mjög bundinn hamingju- sömum fjölskyldutengslum. Þekk- ing hans á fslandi og öllu, sem menn þessa lands varðar, var mjög náin. Og ég gat um margt fræðzt af honum, sem hjálpaði mér að þekkja ísland betur en ella. En gegnum Ole P. Pedersen kynntist ég einnig Dönum og Danmörku á þann hátt, sem mér varð rnikils virði, þegar hann sagði frá æskuárum sínum. Það er ekki óeðilegt, að manni, sem kom- inn er nokkuð til aldurs, hafi þótt einnig stundum gott að segja frá sínu gamla landi þeim manni, sem var fús til að hlusta á hann. Þá mátti ég stundum tala um lönd mín, Rússland og Lettland. Það var þörf, sem Ole P. Pedersen skildi, þó að við ættum lífið á ís- landi sameiginlegt. Hve lítilvægur getur þjóðarmunur orðið í öllu sem máli skiptir í samskiptum milli manna, þó að þjóðarmunur sé skemmtilegur í ýmsum blæ- brigðum sínum! Allir hleypidómar verða þá hlægilegir eða að engu. Einnig þetta mátti ég reyna í sam- veru með Ole P. Pedersen. Söknuður og þakklæti, þessi tvö orð segja allt, sem býr í mér, er ég hugsa til liðins félaga. í þeim orð- um er einnig falin samúð með öll- um ættingjum hans. lllfur Friöriksson Fæddur 5. september 18% Dáinn 25. desember 1984 Nú vel í herrans nafni, fyrst nauðsyn ber til slík, ég er ei þeirra jafni, sem jðrðin geymir nú lík, hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn fri, ég læt þar nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (H.P.) Ég voga mér að hafa orð lista- skáldsins mikla að yfirskrift fá- tæklegra orða minna vegna and- láts vinar míns, Ólafs Gunnars- sonar, bónda á Baugstöðum. Hann andaðist eftir stutta legu í Landa- kotsspítala aðfaranótt jóladags, 89 ára að aldri. Útför hans fer fram í dag frá Stokkseyrarkirkju. Ólafur fæddist á Ragnheiðar- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi 5. september árið 1896. Foreldrar hans voru Gunnar Þorvaldsson og Guðríður Oddsdóttir er þá bjuggu þar. Af sögunni má ráða að sum- arið 18% — jarðskjálftaárið — var mörgum Sunnlendingum hörmungarár og svo var um hjón- in á Ragnheiðarstöðum, foreldra Ólafs, en þau urðu að flytja bæ sinn og Guðríður þá ekki stigin af sæng eftir fæðingu drengsins. Varð henni hrakningurinn um megn og andaðist skjótt, m.a. af ófullkomnum aðbúnaði á víða- vangi. Hinum unga sveini hafði þá þegar verið komið í fóstur til föð- ursystur hans, Helgu Þorvalds- dóttur og manns hennar, Jóns Magnússonar á Baugstöðum. Hjá þeim sæmdarhjónum ólst Ólafur upp við gott atlæti og eftir því sem aldur og þróttur óx við algeng heimilisstörf að þátíðarhætti og við morgunskímu nýrra atvinnu- og félagshátta í landinu. Á unglingsárum sínum gerðist Ólafur félagi í ungmennafélaginu Samhygð og var þar vinsæll og virkur félagi þó ekki tranaði hann sér þar á æðstu bekki. Á þeim tím- um var það þó vinnan sem kallaði fyrst og fremst á hverja vinnu- færa hönd og svo var einnig hjá Ólafi. Hann fór um fermingarald- ur í sinn fyrsta sjóróður með Guð- mundi, formanni í Tungu, en hann var með skip sem þá og lengi síðan var gert út frá Baugstaðaós. Síðan réri Ólafur nokkar vertíðir í Þor- lákshöfn með þeim kunna for- manni Jóni í Norðurkoti. Eftir það réð hann sig í skipsrúm hjá þeim landskunna útgerðarmanni, Ár- sæli Sveinssyni á Fögrubrekku í Vestmannaeyjum og réri á skipum Ársæls samflevtt í fjórtán vertíð- ir. Með þeim Ársæli var ekki ein- asta góð samvinna við sjósókn og umfang aflans, heldur og traust og einlæg vinátta. Mátu þeir hvor annan mjög mikils og ræktuðu vináttu sína meðan báðir lifðu. ólafur var hæfileikamaður af Guðs náð. Orðið er víðtækt og hæfileikar manna felast i mörgu. Ólafs verður lengst minnst fyrir handverk sín. Þau eru vítt og breytt um Árnesþing. Þau standa og sýna sig i kirkjusmiði, brú- arsmiði, ibúðarhúsum og hvers- kyns fénaðarhúsum bændanna að ógleymdri smiði smærri hluta tengdum íveruhúsum á viðkom- andi heimilum, allt niður að smíði hinsta hvílurúms samferða- mannsins. Verkin léku í höndum hans og meðfædd og þjálfuð hag- sýni gufuðu ekki upp þó hann inni verkin í annarra þágu. Ólafur var stundvis og vinnusamur verkmað- ur sem kunni öðrum betur að halda uppi vinnuvilja þannig að öllum sem með honum unnu var létt og Ijúft að vera honum sem mest til geðs. Hér má ég sem þessi orð skrifa, trútt um tala bæði af umtali og eigin reynslu því Ólafur vann ungur maður margháttuð smíðaverk fyrir foreldra mína, og nú aftur fyrir rúmum áratug, margháttaða handverksvinnu fyrir mitt heimili. Honum hafði ekki förlast hæfileikinn en var sem fyrrum herra hugans og verk- færanna. Hæfileikar hans lágu og á fleiri sviðum. Hann var hagyrðingur ágætur og beitti þeim hæfileika við hin ólíkustu tækifæri. Eftir á ber að harma hversu lítt hann hirti um að halda til haga vísum sínum, en allur hans kveðskapur var gæddur ljúfum meiningum, góðri glettni en ígrundaðri trú og þakklæti til þess „Guðs sem stýrir stjarnaher, og stjórnar veröld- inni“. Ólafur var einlægur trúmaður, bænheitur og velktist ekki í vafa um trú sína á fram- haldslífi, en þau mál ræddi hann oftar en ekki við sína bestu vini og Ólafur var vinmargur. Hann hafði og sérstakan hæfileika til þess að blanda geði við fólk, vekja umræð- ur og kryfja mál til mergjar, fróð- ur, minnugur, orðheppinn og kurt- eis. Hann var þó ekki jábróðir eins né neins hvorki í afstöðu til lands- mála né annars veraldarvafsturs. Skýr og einarður hélt hann fram sínum skoðunum án þess þó að troða þeim uppá aðra ef þeir ekki gáfu tilefni til. ólafur giftist Jón- ínu Sigurðardóttur frá Rauðarhól á Stokkseyri. Jónína var traust persóna, vel verki farin, um- hyggjusöm húsmóðir og kærleiks- rík móðir barna sinna. Gestrisni og veitul hönd var þeim hjónum áskapaður eiginleiki. Þau eignuð- ust þrjá syni, en þeir eru: Hinrik, er verið hefir stoð föður síns. Er- lendur óli, giftur Vilborgu Krist- insdóttur, búsett í Reykjavík. Þau eiga fimm börn. Sigurjón, giftur Hólmfriði Jónsdóttur, búsett í Þorlákshöfn. Þau eiga þrjú börn. Ólafur og Jónína fóstruðu auk þess stúlku, Svölu Steingrímsdótt- ur, til tíu ára aldurs, en hún kom til þeirra kornabarn með móður sinni, Guðmundu Jónsdóttur, er þá var um skeið starfsstúlka Ólafs og Jónínu. Svala er gift Skúla Hróbjartssyni, búsett á Selfossi. Svala á fjögur börn. Jónína kona Ólafs lést árið 1955. Svo eru þá hér vegamót. Mikill heiðursmaður er kvaddur af stór- um hópi vina sem minnast verka hans og viðmóts. Aldrei mun að fullu fenna i sporin hans. í björtu skini minninganna þökkum við hjónin alföður þá auðlegð að hafa eignast hann að samferðamanni og vini. Aðstandendum hans öllum sendum við samúðarkveðjur. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Aðfaranótt jóladags andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Ólafur Gunnarsson bóndi á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Ólafur fæddist á Ragnheiðar- stöðum í Flóa 5. september 18% og voru foreldrar hans Gunnar Þor- valdsson bóndi þar og unnusta hans, Guðríður Oddsdóttir. Á þessum dögum gengu yfir Suður- land miklar náttúruhamfarir, jarðskjálftar einir þeir mestu sem komið hafa hér á landi. Þá ýmist hrundu eða löskuðust flestir mannabústaðir á Suðurlandi og alls staðar var flúið úr þeim. Svo var einnig á Ragnheiðar- stöðum. Þvi fæddist Ólafur í tjaldi og þar var búið um þau mæðginin en aðeins tveimur dögum síðar andaðist móðir hans. Þá bjuggu að Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi föðursystir Ólafs, Helga Þor- valdsdóttir og maður hennar, Jón Magnússon bóndi og smiður þar. Þau áttu ekki börn sem lifðu en tóku Ólaf til fósturs strax við móðurmissi hans. Gengu þau hon- um algerlega í foreldrastað svo hann ólst upp sem sonur þeirra við mikið ástríki. Hann galt þeim og vel fósturlaunin. Tvö hálfsystkini átti Ólafur sem bæði lifa hann. Þau eru Ásta G. Björnsson hús- móðir að Reynihlíð í Garðabæ og Tryggvi Gunnarsson bóndi að Grjóta í Garðahverfi. Vistun Ólafs að Baugsstöðum reyndist ekki skammtímadvöl, því þar var heimili hans til æviloka, eða full 88 ár. Á Baugsstöðum var stundaður jöfnum höndum land- og sjávar- búskapur. Landbúskapur með hefðbundnu sniði þess tíma en sjór var sóttur á opnum bátum úr Loftsstaðasandi, en þar var þekkt verstöð áraskipa, skammt austan Baugsstaða. Nálægð verstöðvarinnar svo og það að Baugsstaðir voru í þjóð- braut hafði í för með sér að á Baugsstöðum var jafnan mann- kvæmt og ólafur vandist .í upp- vextinum fjölbreyttu mannlífi miðað við það er þá gerðist. Baugsstaðir standa á sjávarbakk- anum og setur hafið meiri svip á umhverfið en allt annað. Á upp- vaxtarárum ólafs voru áhrif þess þó enn meiri, því þá mátti nálega hver maður sækja þangað lífs- björg sína á áraskipum frá hafn- lausri brimströnd. ólafur fór fyrst til sjávar 15 ára gamall og þá i forföllum fóstra síns í skiprúm hjá kunnum for- manni, Guðmundi Hannessyni, Tungu. Varð fyrsti róðurinn ærið sögulegur. Svo mjög brimaði við Loftsstaðasand að þar varð ólend- andi. Voru þá tveir kostir til bjargar, annar að hleypa til Þor- lákshafnar, sem var ærinn vegur á opnu skipi um úfið haf. Hitt var að freista þess að ná til enskra tog- ara sem voru að veiðum dýpra. Var sá kostur valinn og björguð- ust menn um borð í togarann en báturinn tapaðist. Þessi ferð varð ólafi mjög minnisstæð. Áður hafði hann barn að aldri orðið vitni að átakanlegu sjóslysi i Loftsstaðasandi er róðrarskip fórst á Loftsstaðasundi og 4 af 9 skipverjum drukknuðu. 16 ára fór Ólafur til vers í Þorlákshöfn og reri þar á áraskipi sem Jón Jóns- son frá Norðurkoti á Eyrarbakka var með. Var þarna búið í verbúð- um með gömlu sniði. Sótti ólafur sjó frá Þorlákshöfn í 6 vertíðir en þá hætti Jón í Norðurkoti for- mennsku sökum aldurs. Á sömu árum smíðaði ólafur bát i félagi við nábúa sinn Magnús Hannesson, Hólum. Kölluðu þeir bátinn Litillát og héldu honum til veiða vor og haust. Þessu næst lá leið Ólafs til Vestmannaeyja. Þar sótti hann sjó í 13 vertíðir á vélbát er Ársæll Sveinsson átti og var formaður fyrir. Ársæll var þá með þekktustu formönnum i eyjum og heimili hans að Fögrubrekku róm- að myndarheimili. Tókst góð vin- átta milli hans og Ólafs og taldi Ólafur sjálfur kynni sín af Ársæli og heimili hans eitt mesta gæfu- spor ævi sinnar. Fóstri Ólafs var heilsuveill er á leið ævina og féll forsjá heimilis og bús mjög á Ólaf þegar á ungl- ingsaldri. Stækkaði hann búið en bjó aldrei stórbúi og sótti vinnu utan heimilis með búskapnum. Á heimili fósturforeldra Ólafs kom til starfa stúlka frá Stokks- eyri, Jónína Sigurðardóttir. Var hún á svipuðu reki og Ólafur og felldu þau hugi saman. Varð hún eiginkona hans. Jónína bjó manni sínum og börnum þeirra gott heimili og voru þau hjón samhent við bústörfin. Fósturforeldrar Ólafs, þau Jón og Helga, dvöldu á heimili þeirra við góða aðhlynningu í þungri elli sinni. Synir þeirra ólafs og Jónínu eru Hinrik bifreiðastjóri, Baugsstöð- um; Erlendur óli starfsmaður við Gleriðjuna, Reykjavik. Kona hans er Vilborg Kristinsdóttir frá Rútsstöðum í Flóa. Þau eiga 5 börn og Sigurjón Helgi starfsmað- ur við netagerð Meitilsins í Þor- lákshöfn. Kona hans er Hólmfríð- ur Jónsdóttir frá Saurbæ í Ölfusi. Þau eiga tvö börn. Þá ólst upp á heimili þeirra Baugsstaðahjóna Svala Steingrímsdóttir, nú hús- móðir á Selfossi. Maður hennar er Skúli Hróbjartsson. Jónína Sigurðardóttir andaðist árið 1955 mjög um aldur fram. Eftir það hélt Olafur heimili með sonum sínum, lengst með Hinrik sem reyndist honum hið besta í elli hans. Ólafur Gunnarsson hafði snemma hneigð til smíða. Nam hann þá iðn af fóstra sínum Jóni Magnússyni. Hóf hann að stunda smíðar utan heimilis upp úr tví- tugu og vann að því flest ár meira og minna fram yfir sjötugt. Sjálf- ur taldi hann sig hafa smiðað 60 hús, stór og smá, bæði ibúðarhús og útihús, ýmist einn eða með öðr- um. Var Ólafur röskur og afkasta- mikill verkmaður við smiðarnar sem annað er hann vann við. Á kreppuárunum þurft margir að byggja af litlum efnum. Var þá mikils vert að geta fengið til að- stoðar í sveitinni vel virkan hag- leiksmann sem gat það sem þurfti. Ætla má að kaupgreiðslur hafi oft meira farið eftir gjaldgetu greið- andans en skráðum taxta. Ævistarf ólafs var af þremur þáttum spunnið, sjósókn, landbún-' aði og smíðum. Enginn sem kynnt- ist honum fór í grafgötur um að af þessu þrennu voru smíðarnar hon- um hugleiknastar. Ólafur var í eðli sínu mann- blendinn og hafði ánægju af að umgangast fólk. Hann ólst upp þar sem mannkvæmt var og at- vinna hans gaf þess kost að um- gangast marga, bæði vinnufélaga og nágranna. f elli sinni mátti hann reyna það sem aðrir er háum aldri ná að vin- ir og samferðamenn hverfa hver af öðrum yfir landamærin miklu og að síðustu var hann næstum einn eftir sinna jafnaldra. Sjálfur var hann lengstum heilsuhraust-- ur, hélt fullri starfsgetu fram yfir sjötugt og nokkrum starfskröftum til æviloka. Engum sem við hann ræddi duldist að hann var greindur mað- ur sem hugsaði margt. Hann hafði ákveðnar skoðanir á landsmálum og mörgu öðru því sem efst var á baugi hverju sinni og hafði áhuga á að ræða slíka hluti við aðra. Þá var hann vel hagorður en fór dult með það. Svo gamall sem Ólafur varð bjó hann yfir miklum fróð- leik um lífsháttu horfinnar aldar. Sem betur fór bjargaöist hluti af því er Þorsteinn Matthíasson rit- höfundur skráði eftir honum fróð- leik sem birtist í viðtalsbók hans. „í dagsins önn“, V. bindi. Ólafur var fyrrum einn af for- ystumönnum í félagsskap bænda um gamla rjómabúið á Baugs- stöðum og hverfur nú af heimin- um síðastur þeirra er þar voru forráðamenn. Sá er þetta ritar átti ólaf Gunn- arsson alla tíð sem einn af sínum næstu nágrönnum. Hér skulu þvi þökkuð margra áratuga góð kynni. Það á við að þessar þakkir séu fluttar einnig í nafni allra er bjuggu og áttu heimili hér í Hól- um á langri ævi Ólafs, því þar voru jafnan tíð samskipti i milli með góðri vináttu. Afkomendum ólafs skal hér vottuð samúð en honum sjálfum beðið fararheilla nú þegar hann er genginn til fundar við annað líf og æðri forsjón en á það hvort tveggja trúði hann staðfastlega hér í heimi. Helgi ívarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.