Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 269. þáttur Hvað er fyrirtæki? Látum þessu fyrst svarað með því sem stendur í orðabók Menningar- sjóðs: „1) Það sem maður tekur sér fyrir hendur, tiltaeki, fyrirætlun: láta af venjum sínum og fyrirtækj- um. 2) stofnun sem er efnahags- leg eining: atvinnufyrirtæki, versl- unarfyrirtæki." Mér sýnist ljóst af þessu að fyrirtæki er hugmyndarheiti (abstractum) fremur en hlutar- heiti (concretum). Því finnst mér meira en hæpið að kviknað geti í fyrirtækjum. Tilefni þessara orða eru kvöldfréttir sjónvarps- ins ekki fyrir löngu. Var þá sagt frá því, að í seinni tíð hefði oft kviknað í fiskvinnslufyrirtækj- um á íslandi. Mér er Ijóst að frystihús þessara fyrirtækja hafa sum hver skemmst í eldi og jafnvel brunnið að köldum kol- um, en ég veit ekki til þess að kviknað hafi í fyrirtækjunum sjálfum. Mér þykir orðið fyrir- tæki ekki nógu hlutkennt til þess að svo sé rétt að taka til orða. ★ Steindór Steindórsson frá Hlöðum kom að máli við mig um daginn og sagðist loks hafa af tilviljun búið til nýyrði sem betra væri en vandræðaorðið köfnunarefni. Hann sagðist hafa skammstafað k.efni, og allt i einu sá hann að þarna ætti að sleppa punktinum og segja og skrifa kefni, sbr. sögnina að kafna. Ég sé ekki betur en þetta sé hið mætasta orð. Geta má þess að í Menningarsjóðsorða- bókinni er köfnunarefni = frum- efnið nitur. ★ Fréttabréf íslenskrar mál- nefndar berst mér reglulega, mér til fróðleiks og skemmtunar. Með þakklæti kvitta ég fyrir móttöku síðasta heftist og sýni það þakklæti í verki með því að taka traustataki grein eftir rit- stjórann, Baldur Jónsson dósent. Hann nefnir greinina orósnyrt- ingu og fer hún hér á eftir: Allt frá öndverðu hefir það verið háttur okkar fslendinga að finna íslensk orð eða mynda orð úr innlendu efni yfir nýjungar, sem að höndum hefir borið. Jafnlengi hefir þó einnig tíðkast að nota tökuorð, laga erlend orð að kröfum íslenskunnar, ef ekki hefir verið völ á öðru betra. Þeg- ar best lætur er aðlögun töku- orða svo fullkomin, að engra missmíða gætir. Menn grunar þá ekki einu sinni, að um erlend orð sé að ræða. Sem dæmi um lýta- laus tökuorð má nefna orðin kirkja, keðja, sápa, bfll og skáti. Slík orð eru býsna mörg í ís- Iensku, ef að er gáð, en einnig er mikið um aðskotaorð, sem minna hefir verið hirt um að fága. Ekki þyrfti þó alltaf mikið til að draga þau alla leið að landi. Til eru margar skemmtilegar alþýðuskýringar — eða þjóð- skýringar, eins og Helgi Hálf- danarson vill kalla þær —, sem eru einmitt eins konar aðlögun tökuorða. Stundum eru þær of alvörulausar til að unnt sé að nota þær til annars en hafa svo- lítið gaman af þeim (t.d. opin- sjón, sem varð til úr útlenda orð- inu operation, i merkingunni „uppskurður"), en stundum má taka þær góðar og gildar, þótt þær geti verið skemmtilegar um leið. f þetta sinn ætla ég aðeins að minnast á tvö orð, sem við höf- um nú setið uppi með, svo að áratugum skiptir, og ekki eru horfur á, að hverfi skyndilega úr notkun. Annað þeirra er orðið sígaretta. Það er, eins og allir vita, tökuorð, en orðið vindlingur átti að leysa það af hólmi. Svo hefir þó farið, að tökuorðið er venjulega notað í töluðu máli, en vindlingur er bókmálsorð. Um slika hlutverkaskiptingu eru mörg önnur dæmi, en ekki verð- ur fjölyrt um hana að sinni. Lít- um heldur á orðið sígaretta. Á því er einn galli sem töku- orði. Samkvæmt íslenskum framburðarreglum ætti fyrri helmingur þess að vera borinn fram eins og sagnorðið síga. Það er þó ekki gert, heldur er g-ið borið fram sem lint lokhljóð. Miöað við linmælisframburð mætti sjá við því með því að skrifa „síkaretta", en sá rithátt- ur dugir ekki vegna harðmælis- framburðarins. Að vísu kæmi til álita að festa þennan rithátt og láta svo framburðinn laga sig eftir honum, en hætt er við, að það yrði þungur róður. Þá er til önnur lausn, sem ég hefi sjálfur notað mér til gam- ans í mörg ár. Hún er sú að sleppa fyrra a-inu í orðinu og gera úr því sígretta! Ég hefi stundum undrast það með sjálf- um mér, að engum skuli hafa dottið það í hug i baráttunni gegn reykingum. Þessi hnikun á orðinu fæli í sér eins konar sýnd- arskýringu í ætt við alþýðuskýr- ingar eða þjóðskýringar. Orðið sígaretta vekur upp í huga mín- um mynd af manni, sem stendur álútur yfir verki sínu með „sí- grettu” í munnvikinu. Reykinn leggur upp eftir andlitinu, og honum súrnar í augum. Maður- inn hallar höfði og grettir sig. Þeir, sem reykja með þessu lagi, eru sígrettir. Við getum kallað þetta gam- anmál, en því fylgir samt nokkur alvara. Ég þykist heyra einhvern halda því fram, að nú sé of seint að breyta til, því að orðið sígar- etta sé „fast í málinu", eins og menn segja stundum. Sannleik- urinn er þó sá, að þar er ekkert eins fast og menn halda. Ef við viljum, getum við breytt til, hvenær sem er. Það er aldrei of seint. Á árum áður var oft talað um „rettur" fyrir „sígarettur". Þessi stytting, sem menn gera sér e.t.v. enn, hefir engan aðlögun- argalla. En sú stytting á orðinu sígretta, sem býður sig fram, ef svo vill verkast, er engu síðri. Hitt orðið, sem mér datt í hug að minnast á, er ýmist ritað „whiskey" eða „whisky" á er- lenda vísu. Hér á landi hefir tíðkast æðilengi að rita „viskí“ eftir íslenskum framburði, og er það eins og vera ber. Eigi að síð- ur virðist vanta einhvern herslu- mun til að þetta orð komist alla leið í höfn eins og ákavíti, sem er lýtalaus umsköpun úr d. akvavit, en það er runnið frá lat. aqua vitae „vatn lífs(ins)“. Eitthvað framandi við í-ið í enda orðsins viskí. Það sést e.t.v. best í þágufalli, vískíi, og eign- arfalli, viskís, og þó enn betur á því, að menn kveinka sér við að beygja þetta orð. Svo væri ekki, ef það félli vel að. Mætti ekki sverfa þennan agnúa af með því að breyta í-inu í i og segja og skrifa viski og beygja það eins og tökuorðin vesti og veski? Aðlögun tökuorða er heillandi viðfangsefni, sem þyrfti að gefa meiri gaum að en gert hefir ver- ið. Oft verður að bregða á leik til að laða fram lausn, og situr sist á mér að amast við því. Þó er ástæða til að vara við mjög mikl- um galsa, því að leikurinn er svo skemmtilegur, að freistandi er að grípa til hans i tíma og ótíma. Þessi aðferð má ekki heldur verða að ríkjandi reglu i viður- eign við erlend orð. Enn er sá kostur yfirleitt bestur að nota eða mynda orð úr innlendu efni. En aðlögun tökuorða er ágæt með, enda sé þá leitast við að aðlaga orðin að fullu." Svo mörg voru þau góðu orð Baldurs Jónssonar. Umsjónar- maður bætir því einu við, að heyrt hefur hann sögu af ágæt- um sveitunga sínum sem þótti sopinn góður. Manninum var gefið að smakka á flösku, og sást ekki utan á henni hvílíkan drykk hún hefði að geyma. Eigi að sið- ur var sopið stórt og síðan sagt með hrifningu í orðum og ljóma i augum: „Álmáttugur minn góður, er það visk?“ ^ Hlymrekur handan kvað upp úr þurru: Aö heitstrengja algát um áramót er ýmsum vist dálítil sárabót; svo er gengið að leikum (og góðvíni og steikum) , með flugeid og alls konar dáradót. 26933 íbúð er tíryggi 26933 Eignamarkaðurínn óskar landsmönnum gleóilegs árs og þakkar viöskiptin á liðnum árum. Eignamarkaðurinn óskar nú eftir öllum geröum fasteigna á söluskrá. Eignamarkaðurinn er nú aö hefja 16. starfsár sitt og er ein af elstu fasteignasölum borgarinnar. Þaó tryggir þér örugg vióskipti. Sölumenn Eignamarkaöarina skoða og verömeta eignir á þeim tíma sem þér hentar best. Haföu samband vió einhvern af 5 sölumönnum okkar. Eignamarkaöurinn er ekki aöeins ein elsta fasteignasalan. Eignamarkaöurinn er líka ein stærsta fasteignasalan. 5 sölumenn — meiri þjónusta. Látió skrá eignina strax í dag. Það er möguleiki aö hún sé seld á morgun vegna þess aö daglega lítur til okkar fjöldi kaup- anda. H«fn»r»tr«»ti 20, timí 20933 (NýJ» húalnu vM Lakjartorg) - Jón Magnússon hdl. Einkaumboð í íslandi fyrir Anebyhús. & mSr^adurinn Opiö kl. 1—4 MK>BORG=* Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæð. Símar: 25590 - 21682. Ath.: Opið virka daga frá kl. 9—21 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12—18 Ugluhólar Ágæl 3ja herb. íbúð ó 1. hæö. Akv. sala. Verð 1600—1650 þús. Spóahólar 3ja herb. glæsil. íb. á 3. hæð. Góöar innréttingar. Gott útsýni. Akv. sala. Verö 1750 þús. Dalsel 2ja herb. á 1. haBÖ. Fremur litil en snot- ur íb. Verö 1250 þús. Laus strax. Höfum kaupendur að 2ja og 3ja herb. íb. i miöbænum. vesturbænum og Breiðholti Mjðg góð- ar greiðslur i boöi. Gamli bærinn — Vesturbær Einbýlíshús á 1—2 hæöum óskast fyrir kaupanda sem er tilbúinn til aö kaupa strax. Eignin má þarfnast einhverrar standsetningar. Veröhugmynd 3—4 millj. Ljósvallagata Glassll. 3)a herb. íb. i góðu slelnhúsi. ibúöin er öll nýstandsett. Akv. sala. Verð 1850—1900 þús. Brattakinn Hf. 3ja herb. sérhæö í þrib.húsi. Hlýleg og snotur eign. Getur losnaö fljótl. Bílsk réttur. Verð 1550 þús. Hallveigarstígur 3ja herb. á 2. hæö. Góð íbúð. Kambasel 4ra herb. ný íbúö, ekki fullfrágengin. Kópavogur Glæsileg sérhæö ca. 150 fm + bilskúr. Ný teppi. Haaöin er ötl nýstandsett. Verö 3,4 millj. Hátún 3ja herb. kj.íb. meö sérinng. Ný teppi á gólfum Stór geymsla í ib. auk kj.geymslu. 50% útb. Verö 1500 þús. Söluturn og snakkbar til sölu í míöbænum. Góö mánaöar- velta. Langur leigusamningur Góöar innréttingar og tæki. Akv. sala. Uppl. á skrífst. Kópavogur 3ja herb. íb. óskast fyrir fjársterkan kaupanda. Hafnarf. Smyrlahraun Lítiö einbyli ca. 50 X 2 tm + rls + vlð- bygging. Elgn sem gefur mlkla mögu- leika. Akv. sala. Verö 2,3 millj. Fjöldi einbýliahúsa, raðhúsa, sérhæöa auk smærri eigna é skrá. Hringið og leitið nénari upplýsinga. Utanbæjar- fólk athugid okkar þjón- ustu. Vantar allar geröir eigna á skrá. Lækjargata 2. (Nýja Bióhúslnu) 5. hæö Símar: 25590 og 21682. BrynjAHur Eyvindsaon hdl. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM J0H Þ0RÐARS0N H0L Til sýnis og sðlu auk annarra elgna: Skammt frá sundlaugunum 5 herb. hæö um 100 fm meö stórum suöursvölum. Danfoss-kerfl. Laus eftir 2—3 mánuöl. Nénari upplýsingar á akrifatofunni. 2ja herb. íbúöir viö: Lindargötu, j kj. um 65 fm, lítiö niöurgr., samþykkt, allt sér, gott baö. Efstasund, 2. hæð um 55 fm, endurnýjuö, laus strax, skuldlaus. Lokasffg, rishæö um 58 fm, samþykkt, sérhiti, ágæt sameign, útsýnl. 3ja herb. íbúöir viö: Geitland, 1. hæö um 95 fm, stór og góö, sérhlti, sólsvallr. Laugaveg, 1. hasö um 80 fm, steinhús, gæsluvöllur j nágr. Kjarrhólma, 4. hæö um 80 fm, sérþvottahús, sólsvalir, útsýnl. V/Krummahóla meö bílskúr 4ra herb. ibúö á 2. hæö um 95 fm. lyftuhús, sólsvalir. Góö ibúö, fullgerö sameign, bilskúr 24 fm. Ennfremur é söluskrá nokkrar ágætar 4ra herb. íbúölr í Arbæjarhverfi. Nýl. raöhús í Garöabæ Viö Hliöarbyggö, bílskúr, vinnupláss, teikning og nánari uppl. i akrifat. Nýlegt raöhús í Kleppsholtinu i suöurenda meö 5 herb. ibúö á 2 hæöum, kjallari fylglr, ófullgeröur. Ratarmál alls um 200 fm. Ýmiskonar eignaskipti möguleg. Nýtt steinhús trið Reykjaveg í Moaféllaavait. Húsiö er eln hæð um 150 fm, bilskúr ásamt vinnuplássi um 70 fm. Stór lóö. Vinsætl staöur. Góöar 5 herb. íbúöir: Grenigrund Kóp. (neöri hæö meö bflskúr), Kaplaskjólsveg (á 4. hæö i risi), Þverbrekku Kóp. (glæsil. íbúö í lyftuhúsi). Vinsamlegast léitió nánarl upptýainga. Lítiö einbýlishús í gamla bænum i Hafnarfiröi um 65 fm meö 3|a herb. fbúö. Ný mlöstööv- artðgn, nýtt rafmagn, teppi, ræktuö lóö. Mjög gott voró. Eftirtaldar fasteignir óskast fyrir trauata kaupondur m.a.: 3Ja horb. íbúö meö bflskúr f Hlföum eöa vesturborginnl. 5 horb. hæö i Hlföunum, helst meö bflskúr. 2Ja—3Ja herb. íbúö nýtega, helst I lyftuhúsi. 5—6 horto. góöa ibúö í Arbæjarhverfi. •inbýliahúa í borginni, ekki stórt, má þarfnast viögeróar. einbýlishús eóa raöhús á Seltjarnarnesi. raóhús i Arbæjarhverfi. 5—« horb. fbúó í Árbæjarhverfi. Losun Júní—ágúst nk. ainbýtiahúa í Smáibúöahverfi, Fossvogl eöa nágrenni. aérbaað við Safamýrt, Stórageröl eöa nágrennl. Margakonar skiptamöguloikar. Mikil útborgun fyrir rétta oign. Opiö í dag laugardag kl. 1 til kl. 5. Lokaö á morgun sunnudag. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.