Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985
37
Dvergríki
Jóns Óttars
Ragnarssonar
Síðari grein
eftir Hannes H.
Gissurarson
Síðustu vikurnar hafa ýmsir
menn mjög gagnrýnt birtingu
dálks þess, er dr. Jón óttar Ragn-
arsson næringarfræðingur skrifar
í MorgunblaÖid undir heitinu
„Dvergríki í deiglunni". Þessir
menn hafa sagt, að sitt hvað sé að
birta aðsendar greinar í blaði og
að biðja menn um að rita reglu-
lega í það. Sjálfsagt sé að birta
skrif Jóns Ottars, en ekki að
leggja blessun sína yfir þau með
neinum öðrum hætti. Þeir hafa
haldið því fram, að Jón óttar hafi
ekki nægilegt vald á máli eða
hugsun, þessi ungi oflátungur ösli
áfram á hundavaði og sletti á aðra
í leiðinni, hann hafi i rauninni
ekkert fram að færa annað en
upphrópunarmerkið.
Eg er ósammála þessum
mönnum. Verið getur, að Jóni
óttari sé eitthvað betur gefið en
skrifa greinar í blöð. En sennilega
eru margir sömu skoðunar og
hann um stjórnmál, og þessi skoð-
un þarf formælanda. Sú frjáls-
hyggja, sem hann hefur verið að
skrifa gegn, þarf einnig andmæl-
anda, eftir að samhyggjan lét und-
an síga fyrir henni. Sífelld sam-
keppni hugmynda er öllum holl.
Það var því vel til fundið af rit-
stjórunum að leyfa Jóni óttari að
halda úti föstum dálki í Morgun-
bladinu. Og ég þakka kærlega
fyrir þetta tækifæri, sem þeir
hafa veitt okkur óbreyttum les-
endum og ég ætla að nota mér i
þessari grein.
Dæmi um rökfærslu
Jóns Óttars
í grein, sem Jón óttar reit 12.
desember og kallaði „Frjálslyndi
eða frjálshyggju", réðst hann á
frjálshyggju Miltons Friedman,
en kemur því miður upp um það,
að hann hefur ekki haft fyrir því
að kynna sér hana. Eitt örlftið
dæmi ætti að nægja. Jón óttar
segir: „Hvað með skóla? Friedman
segir: Ríkinu er bannað að styðja
menntastofnanir. En hver er
reynslan? I Bandaríkjunum eru
sumir bestu skólar heims (og
raunar einnig sumir þeir allra lé-
legustu) í einkaeign. En aðrir eru í
rfkiseign. Ekki styður það kenn-
ingu Friedmans.“
Lítum á þessa „rökfærslu".
Hvað er Jón óttar að reyna að
sanna eða afsanna? Hann bendir á
það, að ýmsir ágætir bandarískir
skólar eru f ríkiseign, en ýmsir
aðrir ágætir bandarfskir skólar í
einkaeign. Honum tekst með því
að sýna, að ekkert nauðsynlegt
samband sé á milli gæða kennslu
og eignarhalds á skólum. En
Friedman er ekki á móti ríkisaf-
skiptum, af þvf að kennsla sé þar
lakari en i einkaskólum, heldur af
því að almenningur ræður því
ekki, hvort hann kostar þá eða
ekki. Jón óttar er því ekki að
svara Friedman — hann er ekki að
gera annað en rugla saman tveim-
ur óskyldum málum.
Kenning Friedmans
um skólamál
Það er þó ómaksins vert að reifa
örfáum orðum kenningu Fried-
mans um skólamál. Samkvæmt
henni ber að gera greinarmun á
þeirri skólagöngu, sem kemur öll-
um að notum, almenningi ekki síð-
ur en nemendum og kennurum, og
hinni, sem kemur nemendunum
(og kennurunum) einum að notum.
Friedman telur, að kosta megi
skólagöngu barna og unglinga af
almannafé. Það komi öllum að
notum, að borgararnir njóti lág-
marksskólagöngu, kunni það, sem
þurfi til að lifa innan um aðra. En
hann telur ekki, að ríkið þurfi að
reka slika skóla. Að þvi hnfga að
hans sögn einkum tvenn rök.
Einkarekstur sé oftast hagkvæm-
ari en rikisrekstur, þvf að menn
fari betur með eigið fé en annarra,
og foreldrar eigi að fá að velja um
skóla og veita skólunum með þvi
aðhald.
En hvernig getur þetta farið
saman — að rfkið kosti skóla-
göngu barna og unglinga, skólar
séu rfkisreknir og foreldrar fái að
velja um þá? Friedman hefur á
reiðum höndum hugvitssamlega
lausn. Hún er í sem fæstum orðum
sú, að foreldrum sé úthlutað ávís-
unum (vouchers) frá ríkinu, sem
þeir geti sfðan notað til þess að
greiða gjöld barna og unglinga í
skólum að eigin vali.
öðru máli gegnir um fram-
haldsskóla og háskóla. Fólk geng-
ur ekki i þá til þess að öðlast þá
undirstöðuþekkingu, sem þarf til
Hannes H. Gissuraraon
„Er þetta ekki enn eitt
dæmiö um heldur óvið-
felldna heimtufrekju
þess fámenna mennta-
mannahóps, sem fengiö
hefur allt upp í hendurn-
ar? Getur ekki verið, að
skoöun sú, sem Jón
Óttar gerist formælandi
fyrir í dálki sínum, sé
ekkert annaö en krafa
þessa hóps um það, aö
aðrir fullnægi þörfum
hans?“
þess að lifa innan um annað fólk.
Það gengur i slíka skóla til þess að
svala fróðleiksþorsta sinum eða til
þess að auka tekjumöguleika sína
á vinnumarkaði. Þetta er því ekki
í eðli sínu samneysla, heldur fjár-
festing fólks í sjálfu sér (þar sem
arðurinn er annaðhvort ánægja
eða hærri tekjur). Og hvers vegna
í ósköpunum eiga aðrir að greiða
Fáskrúðsfjörður:
FáafcnMafirti, 2. jaaóar.
ÁRIÐ 1984 kvaddi með einstakri
veöurblíöu hér á Fáskrúösfirði. Svo
dátt var logniö á fjörðinn að það
mátti sjá Ijós speglast í honum sem
tendruð voru sunnanvert við fjörð-
inn en þar setti Björgunarsveitin
Geisli Ijósaskilti sem á stóð 1984 og
breytt var í 1985 á miðnætti.
Sveitin hefur áður gert þetta en
fyrir það, sem þessu fólki kemur
einu að notum? Friedman bendir
á, að menn geti tekið lán til að
kosta slíka skólagöngu, ef hugur
fylgir máli — ef þeir eru með öðr-
um orðum tilbúnir til að leggja
eitthvað á sig sjálfir, en velta ekki
kostnaðinum yfir á annað fólk.
SkilgetiÖ afkvæmi
stofnana
Þessi kenning er auðskiljanleg
og reyndar mjög skynsamleg, þótt
að sjálfsögðu megi deila um ein-
hver atriði. En hvers vegna skilur
Jón óttar þessa kenningu ekki?
Jón óttar er fljótfær, en hann er
óheimskur. Ég ætla að leyfa mér
að varpa fram skýringu, sem ég
vona, að Jón óttar taki ekki of
nærri sér. Þessi ágæti ungi vís-
indamaður hefur alið allan sinn
aldur á stofnunum, sem kostaðar
eru af almannafé. Hann gekk I
framhaldsskóla á lslandi og há-
skóla í Bandaríkjunum og kenndi,
síðast þegar ég vissi til, í Háskóla
íslands. Hann hefur ekki þurft að
greiða fyrir fjárfestingu sína í
sjálfum sér. Það hafa skattgreið-
endur orðið að taka að sér í sam-
einingu.
Það er athyglisvert, þegar grein
Jóns óttars er lesin, hvaða starf-
semi ríkið á að sinna að hans
dómi. Það á ekki að sinna atvinnu-
rekstri, en það á að hafa eftirlit
með heilsu manna, reka skóla,
styðja menningarstarfsemi og
styrkja vísindarannsóknir. Er það
tilviljun, að allt þetta kemur Jóni
Óttari að notum, en flestum öðr-
um landsmönnum ekki? Jón óttar
er næringarfræðingur og atvinnu-
möguleikar hans aukast auðvitað,
ef ríkið skiptir sér af mataræði
manna. Hann er menntamaður,
sem hagnast á því, að kostnaðin-
um af skólagöngu fullorðins
sjálfbjarga fólks er velt yfir á
verkamenn og aðra þá, sem ekki
njóta hennar. Hann er áhugamað-
ur um menningarmál, horfir á
leiksýningar, sækir hljómleika, les
bækur, og er því síður en svo mót-
fallinn, að þessi neysla sé niður-
var nú í fyrsta skipti tendrað með
rafljósum. Áramótabrenna var
sunnanvert við fjörðinn en þar var
brenndur gamall bær, Sævarendi,
sem búið var að fylla með allskon-
ar dóti sem ungmenni af staðnum
söfnuðu. Mjög mikið var um
skreytingar í bænum um jól og
áramót og á gamlárskvöld var
greidd. Hann er vísindamaður, en
ríkisstyrkir til vísindalegra rann-
sókna eru að sjálfsögðu styrkir
þess til einstakra vísindamanna.
Sérhagsmunir fámenns
menntamannahóps?
Jón óttar svarar því auðvitað
til, að allt komi þetta almenningi
að notum. Hann hneykslast mjög
á frjálshyggjumönnum fyrir að
skilja ekki gildi sinfóníuhljóm-
sveitar. En hann misskilur rök
þeirra. Þau eru ekki, að sinfóníu-
hljómsveit hafi ekkert gildi. Þau
eru, ef við erum sammála um rík-
isstyrki til sinfóníuhljómsveitar,
að við höfum ekkert gott svar við
kröfum annarra um ríkisstyrki. Á
ekki að styðja bindindisstarfsemi
eins og Halldór frá Kirkjubóli
krefst? Eða bændur að ósk Agnars
Guðnasonar? Eða útgerðarmenn
að ósk blaðafulltrúa þeirra? Eða
einstæðar mæður eins og kvenna-
listakonur heimta? Sannleikurinn
er sá, að aldrei hefur verið neinn
hörgull á mönnum, sem halda því
fram í fullri alvöru, að sérhags-
munir þeirra séu almanna-
hagsmunir. Alltaf hafa verið til
menn, sem hrópa af hjartans
sannfæringu: „Meira fyrir mig!“
Er þetta ekki enn eitt dæmið um
heldur óviðfelldna heimtufrekju
þess fámenna menntamanahóps,
sem fengið hefur allt upp í hend-
urnar? Getur ekki verið, að skoð-
un sú, sem Jón óttar gerist form-
ælandi fyrir í dálki sínum, sé ekk-
ert annað en krafa þessa hóps um
það, að aðrir fullnægi þörfum
hans? Reikninga þessara mennta-
manna á að senda vinnulúnum is-
lenskum verkamönnum. Hugsjón-
ir þessa hóps eru dvergvaxnar,
hagsmunir hans tröllslegir, en
asklokið er sameiningartákn. Riki
hans er sannkallað dvergríki.
Hannes H. Gissurarson lauk B.A.-
prófi í sagnfræði og heimspéki og
cand.mag.-prófi ísagnfræói frá Hi-
skóla íslands og stundar nú fram-
haldsnám í beimspeki, hagfrædi og
stjórníræði við Oxford-báskóla.
mikið um að skotið væri á loft
flugeldum. Þegar menn komu út á
götu mátti hvarvetna finna púður-
lykt, svo mikið var lognið. Ára-
mótadansleikur var haldinn i fé-
lagsheimilinu Skrúð, þar sem
saman var komið mikið fjölmenni.
Fór sú samkoma vel fram.
— Albert.
Gamla árið kvaddi með
einstakri veðurblíðu
Bridge
Arnór Ragnarsson
Spilamennska
á nýju ári
Spilamennskan leggst yflrleitt
alveg niður um jól og áramót hjá
flcstum bridgefélögum. Þó hafa
nokkur þeirra tekið upp þá ný-
breytni að spila jólakeppnir milli
jóla og nýárs. Nú eru spilarar
komnir í startholurnar á ný og hér
á eftir segjum við frá hvað er að
gerast í nokkrum félögum.
Reykjavíkurmótið
í sveitakeppni
Reykjavíkurmótið í sveita-
keppni hefst þriðjudaginn 8.
janúar. Skráning er þegar hafin
og geta væntanlegir þátttakend-
ur haft samband við þau Esther
Jakobsdóttur, Magnús Oddsson,
Baldur Bjartmarsson, Gísla
Tryggvason og Agnar Jörgens-
son (15093) til að skrá sveitir.
Skráningu lýkur sunnudaginn 6.
janúar. Eftir þann tíma er ekki
hægt aö bæta við sveitum i mót-
ið.
Þetta er jafnframt undan-
keppni fyrir íslandsmótið f
sveitakeppni 1984.
Spilaðir verða 10 spila leikir,
allir v/alla og komast 6 efstu
sveitirnar i úrslit um Reykjavík-
urhornið. Núverandi Reykjavík-
urmeistarar eru sveit Úrvals.
Bridgefélag
Hveragerðis
Næsta spilakvöld verður 10.
janúar og verður þá spilaður
eins kvölds tvimenningur. Spilað
er í Félagsheimili ólfyssinga kl.
19.30.
Bridgedeild
Rangæingafélagsins
Keppni hefst 9. janúar með
sveitakeppni. Spilað er i húsi
Múrarafélagsins, Síðumúla 25.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Aðalsveitakeppni félagsins
hefst fimmtudaginn 10. janúar.
Spilað er í Domus Medica.
Hreyfill — Bæjarleiðir
Sjöunda umferðin verður spil-
uð í aðalsveitakeppni bilstjór-
anna 14. janúar og hefst kl. 20.
Spilað er í Hreyfilshúsinu.
Bridgefélag
Breiðholts
Þriðjudaginn 8. janúar verður
spilaður eins kvölds tvímenning-
ur en 15. janúar hefst aðalsveita-
keppnin.
Bridgefélag
Suðurnesja
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í samkomuhúsinu í
Sandgerði nk. mánudag kl. 20
stundvíslega. Á eftir verður spil-
að. Næsta keppni verður meist-
aramót Suðurnesja í tvimenn-
ingi.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Starfsemin hefst að nýju
þriðjudaginn 8. janúar með
nýárstvímenningskeppni (1.
kvöld), en þriðjudaginn 15. janú-
ar hefst svo aöalsveitakeppni fé-
lagsins. Skráning er þegar hafin
í þá keppni, hjá ólafi (18350 eða
16538) eða Sigmari (687070).
Einnig verður hægt að skrá
sveitir 8. janúar. Spilað er I
Drangey v/Síðumúla, félags-
heimili Skagfirðingafélagsins,
og er öllum heimil þátttaka.
Keppnisstjóri er ólafur Lárus-
son.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Þremur umferðum er ólokið í
aðaisveitakeppninni. Næst verð-
ur spilað 10. janúar í Hreyfils-
húsinu. Hefst keppni kl. 19.30.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Lokaumferðirnar í sveita-
keppninni verða spilaðar mið-
vikudaginn 9. janúar en 16. og
23. janúar verður spilað í
Reykjavíkurmótinu.
Hjónaklúbburinn
Sveit Ólafar Jónsdóttur sigr-
aði í fjögurra kvölda hrað-
sveitakeppni sem nýlega er lokið
hjá klúbbnum. Alls tók 21 sveit
þátt í keppninni og varð loka-
staðan þessi:
ólöf Jónsdóttir 1917
Margrét Guðmundsdóttir 1873
Dóra Friðleifsdóttir 1853
Gróa Eiðsdóttir 1832
Steinunn Snorradóttir 1811
Erla Sigurjónsdóttir 1801
Kolbrún Indriðadóttir 1779
8. janúar verður spilaður eins
kvðlds tvímenningur en síðan
hefst Butler-tvímenningur 22.
janúar. Spilað er í Hreyfilshús-
inu kl. 19.45.