Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Ekki umgjörð Sviðsmynd. Leiklist Bolli Gústavsson Leikfélag Akureyrar „Ég er gull og gersemi“ Sjónleikur eftir Svein Einarsson byggður á skáldsögu Davíðs Stef- ánssonar og öðrum heimildum. Leikmynd: Órn Ingi Gíslason. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing og myndvörpun: David Walt- ers. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Ég minnist þess, að merkur rit- höfundur sagði eitt sinn við mig um embættismann, sem gegnt hafði hárri stöðu í íslensku þjóð- félagi, að það væri sennilega mik- ils misst við það, að hann skyldi helga líf sitt embættisvafstri fram á efri ár, þótt hann hefði sinnt því með sóma og reisn. „En mér virð- ist hann hafa frábæra hæfileika á sviði ljóðlistar," sagði rithöfund- urinn, „og ekki síst sem ljóðaþýð- andi. Ég er sannfærður um, að við höfum farið á mis við dýrmæt bókmenntaverk, vegna þessarar embættiselju hans.“ Auðvitað er hægt að leika sér að slíkum vangaveltum. Menn hafa einnig velt því fyrir sér, hvort Bólu-Hjálmari hefði ekki nýst bet- ur vit og ríkulegir hæfileikar á velsældartímum okkar eða Sölvi Helgason, jafnvel orðið jafnoki Kjarvals, ef hann hefði lifað nú á tímum. Og sennilega var það mik- ið lán, að íslensk prestastétt skyldi vera svo kostulega þröng- sýn, að velja aldrei síra Matthías Jochumsson sem prófast eða bisk- up vegna vitsmuna hans og anda- giftar. Það hefði að líkindum orðið meiri háttar slys fyrir íslenskar bókmenntir og menningu. Kemur mér þá í huga efni, sem mér var næsta nærlægt, en það er saga síra Björns Halldórssonar í Lauf- ási. Hann var um fram allt skáld og listamaður, sem oft þótti prestshempan þrengja að sér, þeg- ar listræn viðfangsefni og sterk ádeilulöngun sóttu sem fastast að honum. En því hefi ég þennan undarlega formála að leikdómi, að leikrit Sveins Einarssonar, „Ég er gull og gersemi", hefur sannfært mig um, að það var mikið happ, að hann skyldi hætta störfum sem þjóð- leikhússtjóri. Einsýnt er, að hann hefur nú valið sér réttan vettvang sem leikritaskáld. Fer þar saman staðgóð menntun, mikil reynsla, en um fram allt opinn hugur og ótvíræðir listrænir hæfileikar. Verk hans, „Ég er gull og ger- serni", er um margt gersemisverk. Það kemur skemmtilega á óvart, að höfundurinn velur allt aðra leið, en hann og aðrir leikritahöf- undar hafa valið um sinn, þegar þeir hafa gert leikgerðir af skáld- sögum annarra höfunda. Sveinn velur hér kunna sögu, þar sem um- gjörðin verður ekki umgjörð, held- ur nýtt, ferskt og sjálfstætt verk þrungið spennu og krefst mikils af áhorfandanum. Svo mikils, að það jaðrar við ábyrgðarleysi að ætla sér að fjalla hér um leikritið, eftir að hafa séð það aðeins einu sinni, og það á mesta annatíma þess, sem hér heldur um penna. Sveini tekst að aga djarft hug- myndaflug og af næmri þekkingu á möguleikum sviðsins opnar hann sýn, með öllu óháða tíma og takmarkaðri sögu. Eins og hann kemst sjálfur að orði, „þá leggjum við af stað með Sölva Helgasyni úr Sléttuhlíðinni um allan jarðar- hnöttinn". Höfundurinn veltir sér ekki upp úr þeirri hvunndagslegu vandamálasúpu, sem hefur verið að ríða íslensku leikhúsi á slig, með lágkúrulegu ívafi héralegs dónaskapar, sem menn eru löngu hættir að hneykslast á, heldur veldur óbrengluðu fólki ógleði eins og úldinn matur. í upphafi leikritsins, sem gerist í jólaboði á virðulegu heimili á Akureyri, efnir gestgjafinn, Sigur- borg, til samkvæmisleiks með kampavíninu. Menn draga sér miða úr skál, og það sem á þeim stendur ruglar gesti í fyrstu í rím- inu og þá ekki síður áhorfendur. Listamaðurinn, Mörður, kemur eins og svartur sauður inn í þenn- an leik góðborgaranna, óstýrilát- ur, orðhvatur og taumlaus í drykkjunni. En hann opnar gátt til fortíðar þar sem brot úr sögu Sölva Helgasonar taka á sig lit og líf, hvert á fætur öðru. Svo sterk er saga þessa auðnulausa, fjötraða listamanns, að hún kemur hugar- róti á allt það fólk, sem þátt tekur í samkvæmi Sigurborgar, gerir það ráðvillt; ýmist hikandi eða áfjáð. Líf Sölva verður svo áleitið og tengist hverjum og einum á sviðinu með óvæntum og oft næsta átakanlegum hætti. Þennan vef slær höfundur af mikilli leikni og sálfræðilegu innsæi. Minnis- verðir þættir úr sögu Sölva eru að mestu byggðir á skáldsögu Davíðs Stefánssonar, Sólon íslandus. List Davíðs er síður en svo sett til hlið- ar, heldur fær að njóta sin og val- in ljóð hans falla mæta vel að og auka á blæbrigðin. Við þau hefur Atli Heimir Sveinsson gert tón- list, sem kemur fljúgandi á móti okkur eins og mófuglakliður. Það dylst engum, að hann hefur heill- ast af viðfangsefninu, skilur það og gætir þess að vera svo hófsam- ur og óeigingjarn, að tónlist hans verður að hugljúfum þjóðlögum á augabragði. Kristján Eldjárn Hjartarson, sem annars er aðstoð- armaður leikstjóra og sýningar- stjóri, er sá hörpusveinn, sem leið- ir þessa tónlist á einkar geðþekk- an og sveitarómantískan hátt. Og Fanný Tryggvadóttir er jafn eðli- leg og örugg með þverflautuna í heimasætulegu gervi. Sviðsmynd- ir Arnar Inga hæfa vel þessu sér- stæða verki. Örn er hugmyndarík- ur listamaður, enda kunnur gjörn- 227. sýning á Lé konungi Kvikmyndir Árni Þórarinsson Stjörnubíó: Búningameistarinn — The Dresser ☆☆ Bresk. Árgerð 1983. Handrit: Ronald Harwood, eftir eigin leikriti. Leikstjóri: Peter Yates. Aðalhlutverk: Albert Finney, Tom Courtenay, Eileen Atkins, Edward Fox, Zena Walker. Vinsæl og vel metin leikrit verða ekki alltaf að vinsælum og vel metnum kvikmyndum. Bara stundum. Hið ágæta breska leikrit Educating Rita varð til dæmis að jafnvel enn betri kvikmynd sem gekk svo mánuðum skipti í Stjörnubíói. Ný býður sama bíó upp á aðra sýnikennslu í enskri leiklist þar sem er rómuð kvikmyndun verðlaunaleikrits Ronalds Harwood, The Dresser. Hafi Educating Rita fjallað um fullorðinsfræðslu þá fjallar The Dresser um líf í leikhúsi; í reynd nota þó báðar myndirn- ar aðeins þessi afmörkuðu svið til að segja frá fólki og sam- skiptum þess. Og án þess að framlengja samanburðinn frekar skal strax sagt að The Dresser tekst þetta mun síður að mínum dómi. The Dresser merkir ekki „Búningameistarinn", eins og bíóið auglýsir. Þetta er orð yf- ir aðstoðarrnann eða einka- þjón leikara. Einkaþjónninn er Norman, leikinn af Tom Courtenay. Leikarinn er aldr- aður Shakespeare-jaxl, aðeins kallaður „Sir“ leikinn af Al- bert Finney. Menn geta lesið sitthvað út úr þessum nafn- giftum, „Norman" og „Sir“, en frá sambandi þeirra, undir- manns og yfirmanns, segir myndin og má yfirfæra margt á sígilda togstreitu slíkra póla, þar sem aldrei er á hreinu þegar upp er staðið hver er yf- ir eða undir hverjum. Og þótt ekki sé á hreinu hvar ástin endar og hatrið tekur við er þörf þessara póla hvor fyrir annan ætíð ljós. Hér eru þessi samskipti sviðsett í ensku farandleikhúsi árið 1940 þegar allir bestu leikararnir eru á vígvellinum og hinir sem eftir eru geta átt von á loftárás í miðri leiksýn- ingu. í 227. skiptið á „Sir“ að leika Lé konung, núna í ein- hverju útkjálkaleikhúsi, og hann getur ómögulega munað stundinni lengur hvað leikrit- ið heitir, hvað þá hver sé fyrsta replikkan hans. „Sir“ er ekki aðeins að missa heilsuna heldur líka andlegan styrk og rambar á barmi geðveiki, eins og persónan sem hann á að túlka. Norman situr uppi með það hlutverk að halda „Sir“ við sitt hlutverk; hann er þjónn hans og læknir, vinur og sálfræðingur. í kringum togstreitu þessara tveggja manna sveimar svo annað starfsfólk leikhússins, eins og litlaus eiginkona og aðalleik- kona, leiksviðsstjórinn sem alltaf hafði elskað „Sir“ í laumi, og svo framvegis. The Dresser gengur umfram allt út á viðhorf þessara tveggja manna og viðskipti á sýningrkvöldinu. „Sir“ rausar og rífur kjaft, brotnar saman og grætur, rifjar upp gamlar minningar og bölvar nýjum og ótryggum tímum, — aldraður einvaldur á vonarvöl. Norman er í senn slægur og einfaldur, undirgefinn og drottnunar- gjarn, — tryggur þjónn með allt í hendi sér. Því fer fjarri að þetta leikrit sé nógu vel skrifað. Persónur aðrar en leikarinn og þjónninn eru lítt ræktaðar, og aðalper- sónurnar tvær eru heldur ekki þeirrar gerðar að þær vinni hug manns og hjarta. Leikur Finneys er stórskorinn og þrumandi, jafnt utan sviðs sem innan, skortir fínleika til að fá áhorfanda til að trúa á þessa persónu sem manneskju en ekki leikara. Courtenay á fína spretti en hommatakt- arnir verða þreytandi til lengdar og í lokaatriðinu er aðeins hysterían eftir. Gamli hasarmyndaleik- stjórinn Peter Yates skilar traustu verki, og það sem best heppnast í The Dresser er sköpun innilokunartilfinn- ingar — tilfinningar fyrir leikhúsi sem fangelsi sem hef- ur enga aðra útleið en dauð- ann. Kannski var höfundurinn að segja eitthvað í leiðinni um „lífið sjálft“ — það þjóðfélag sem háði styrjöld utan leik- húsdyranna, en það kemst ekki nægilega vel til skila, eins og reyndar fleira sem tæpt er á í textanum. Sennilega hefði Ronald Harwood getað orðið „dresser" hjá gamla Will Shakespeare.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.