Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 mrnhm 1984 Umversai Press Syndicate T-Z „ Bjam'i er sérfraeftlngur \' o.'S Kynna siw sjaldgæfa sjúkdómA.'' Ást er ... ... að láta hana smakka. TM Rog U S. Pat Otl all nghts reserved e 4979 Los Angeles Times Syndicato Hættu þessu þrasi. I»að er vitað mál að vatnsrúm eru mjög holl! Með mor^unkaffínu Ég ætlaði að sýna þér 52ja binda alfræðibók! Ljótasti kafli Bergmansmynd- arinnar sýndur á jóladagskvöld Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar. Heiðraði Velvakandi. Það er eins og sjónvarps- mönnum takist að svívirða hverja hátiðina af annarri með ósæmi- legum myndflutningi. Ég var að vona að nýi útvarpsstjórinn okkar mundi ráða einhverju um betra og tilhlýðilegra efni í flutningi í sjón- varpinu, en verið hefur. En ekki er það að sjá ennþá að minnsta kosti. Mig grunar að útvarpsstjóri hafi ekki haft né hafi mikil áhrif á myndval til flutnings, þó mér finnist að svo ætti að vera, að minnsta kosti gæta menningar- þátta stofnunarinnar sem svo oft er nefnt, en fer þó ótrúlega lítið fyrir á stundum. Breytinga er ekki að vænta í þessu efni fyrr en þeir sem nú stjórna dagskrá eru á burt, þeir munu vera þeir sömu og áður. Engu líkara er en ráðamenn þarna geri sér far um að lítilsvirða og móðga þá sem taka helgidaga al- varlega, með mesta soranum sem þeir hafa á takteinum, það og það skiptið. Ég vil þakka Guðmundi Guð- mundssyni fyrir ágæta og tíma- bæra ábendingu til sjónvarps- manna að leggja öfgana og ósóm- ann til hliðar á helgidögum. Ég er ekki i vafa um að margir eru samsinna öfgunum, sem eru uppáhald sjónvarpsmanna, en þeir ættu að vita það, að aðrir eru til sem eiga bágt með að þola, að helgum dögum sé spillt og helg hugsjón lítilsvirt, en hafa svo enga möguleika á að verja sín sjónar- mið. Að loka bara fyrir? Það er of seint þegar skaðinn er skeður. Það er líka hægt að ætlast til velsæmis af þessari stofnun, þá fáu hátíðis- daga ársins. Guðmundur Guðmundsson, sem skrifar Velvakanda 28. des. nýlið- inn, deilir á sjónvarpsmenn fyrir myndina „Fanný og Alexander" á jólakvöld og það réttilega. Öfga- órar Bergmans samrýmast ekki helgi jólakvöldsins. Lágt er menningarstig kvik- myndaheimsins, að gera mynd Bergmans að verðlaunamynd árs- ins, en mjög líklegt er, eftir öðrum dæmum að merkja, að ljótasti kaflinn hafi einmitt verið valinn þetta kvöld. Ósóminn skal í fólk hvernig sem á stendur. Það er að verða föst venja sjón- varpsmenningar okkar að svívirða helgihald, en of fáir senda þeim ádrepu fyrir. BréfríUri telur það ekki vera rétt að spara á sviði heilbrígðismála. íslendingar ættu að líta sér nær N.T. skrifar: Að undanförnu hefur mikið ver- ið rætt og ritað um alls konar safnanir sem hafa verið í gangi hér á landi. Þar á ég t.d. við Eþíópiusöfnunina og einnig mætti nefna söfnun fyrir orgeli í Hall- grimskirkju. Svo virðist sem margir tslend- ingar geti lagt eitthvað af mörk- um í slíka söfnun, þrátt fyrir að margt fólk býr við bág kjör á þess- um síðustu og verstu timum. En okkur tslendingum hættir til að líta langt yfir skammt, þvi hér á landi er margt sem betur mætti fara, t.d. í heilbrigðismálum. Fyrir stuttu heyrði ég að all- mörg rúm standa auð á sjúkrahús- unum vegna þess að ekki er hægt að borga hjúkrunarfólki mann- sæmandi laun. Sú stétt á þó áreið- anlega skilið að fá sæmileg laun. Einnig veit ég til þess að í sumar var fólk sent heim af sjúkrahús- um, sumt sárlasið og ekki fært um að sjá um sig sjálft. Svo eru það biðlistarnir. Fólk bíður f hrönnum eftir að komast að á sjúkrahúsum til aðgerða, en ekki er hægt að sinna því af ofangreindum ástæð- um. Ég tel það ekki vera rétt að spara i heilbrigðismálum. Það hlýtur að vera hægt að gera það á öðrum sviðum. Þessir hringdu . . . Aramótaskaup- iö versnar ar fra an Kristrún Kristjánsdóttir hringdi: Ég er reglulega sár að fólki skuli vera boðið upp á aðra eins vitleysu og áramótaskaupið var. Eins er með bókstaflega alla sem ég hef talað við um þetta. Þetta var svo mikil endaleysa. Mér sem konu finnst afskaplega leiðinlegt að kyngja því að það voru einmitt eingöngu konur sem sáu um skaupið að þessu sinni. Mér finnst að fólk hafi rétt til þess að leggja það til málanna að boðið sé upp á eitthvað bitastætt á gamlárs- kvöld, því fólk horfir mikið á sjón- varpið á þessu kvöldi. Nóg er til af smáleikþáttum og margir syngja vel. Það er ábyggilega hægt að fara að breyta til, því skaupið versnar ár frá ári. Kvikmyndaval sjónvarpsins Sigurður Árnason hringdi: Að undanförnu hefur mikið ver- ið fjallað um jólamynd sjónvarps- ins Fanny og Alexander og aða lega spurt hver beri ábyrgð á þ’ að hún var sýnd á þessum degi. É leitaði upplýsinga um málið o komst að því að það er ekki úi varpsráð sem velur kvikmyndir sjónvarpið. Allar kvikmyndir er valdar af tveimur manneskjun þeim Hinrik Bjarnasyni og Elír borgu Stefánsdóttur, og svo hefu verið í mörg ár. Af því tilefni langar mig að þs komi fram að ég skil ekki hvei vegna svo mikilvægt val er lagt herðar aðeins tveimur mannesk um í mörg ár. Hér er um að ræí stofnun sem á að þjóna öllui landsmönnum og mér finnst ekl við hæfi að val þetta sé á svo fáui höndum í svo langan tíma. Skoi anir og smekkur þessa fólks hlý ur, meðvitað eða ómeðvitað, i blandast inn í kvikmyndavalið. É vona að þetta breytist með nýjui útvarpsstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.