Morgunblaðið - 05.01.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 05.01.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANtlAR 1985 15 Minningar ingameistari, og að auki er hann fágætlega hagur. Næmt auga hans nýtur sín í leikhúsinu. Hann bryddar svið og sal með upplýstu rósaflúri, frumlegu og hófsam- legu, sem gefur húsinu blæ þeirrar sérstæðu sögu, sem áhorfendur ganga inn í. Og landslagsmyndir hans, sem f skyggnum falla á hreyfanlega fleka, sem færðir eru til eftir því sem við á hverju sinni, eru í fyllsta samræmi við mynd- list Sölva Helgasonar, sem mikið er notuð. Vonandi er þetta athygl- isverða verk Arnar Inga upphaf starfs hans í þágu leikhússins á Akureyri. Og þess hefur hann og notið, að starfa með David Walt- ers, sem beitir ljósum af þeirri kúnst, sem ekki verður að fundið, heldur lofuð. Af glöggskyggni hins reynda leikhússtjóra hefur Sveinn Ein- arsson valið í hin mörgu hlutverk þessarar sýningar. Þó ekki sé hann heimamaður, og ef til vill einmitt vegna þess, hefur honum ekki brugðist bogalistin. Einstök hlutverk rísa hæst og þó umfram öll persónur Sigurborgar og Sölva. Theodór Júlíusson leikur þá Mörð og Sölva af miklum þrótti og inn- lifun. Framan af þótti mér, sem þrótturinn og hávaðinn ætluðu að bera ýmsa aðra þætti persónu- sköpunarinnar ofurliði. Hann spennir bogann til hins ýtrasta. En er á líður verða blæbrigðin meiri og þegar nær dregur lokum verður leikur Theodórs snjallast- ur. Samleikur hans í gervi Sölva og Júlíönu (Vitlausu Júllu) er með afbrigðum vel af hendi leystur. Guðlaug María Bjarnadóttir leik- ur hina fötluðu og umkomulausu Júliönu, sem setur allt sitt traust á Sölva, dáir hann og tilbiður, og henn skeikar þar hvergi í túlkun. I lokin færist hátignarlegur svipur helgileiksins yfir þetta magnaða leikrit Sveins Einarssonar. Þegar Theodór hefur lestur bréfsins, sem Sölvi sendi Briem sýslumanni Skagfirðinga, og breytist þá undir lestrinum úr Merði í Sölva gerist það á áhrifaríkan hátt. Boðsgest- Theodór Júlíusson sem Sölvi. irnir hverfa hæðnislegir út af sviðinu og eftir stendur Sigurborg hvitklædd á stalli að baki Sölva eins og ímynd þeirrar hvítu borg- ar, hallarinnar, sem sýslumaður á að láta reisa listamanninum uppi á Fellinu norðanvert við Sléttu- hliðina. Hún er ímynd þess um- burðarlyndis og uppörvunar, sem listamaðurinn þráir og þarfnast í niðurlæging sinni. Þessa rósömu konu, sem með dularfullum krafti heldur um alla þræði, leikur Sunna Borg. Hlutverkið krefst, auk reisnar sterks persónuleika, þvílíkrar nákvæmni og hófstill- ingar, að hvergi má út af bera. Sunna er sá burðarás í þessu verki, sem ekki bregst. Mikill fjöldi persóna kemur fram í sýn- ingunni og margir leikarar fara með a.m.k. tvö hlutverk. Áður var minnst á Guðlaugu Maríu, sem einnig leikur Eygló konu Þormóðs framkvæmdastjóra. Guðlaug leik- ur það hlutverk eðlilega og átaka- lítið, en augljóst er, að Júlla á hug hennar og stenst Guðlaug erfitt próf. Segja má um leik Gests Jón- assonar í hlutverki forstjórans, að hann sé snurðulaus, en hann nýtur sín betur í litlu hlutverki Þorleifs ríka, nirfilsins, sem Sölva tekst um stund að blekkja með gullgerð- aráformum. Marinó Þorsteinsson fellur átakalaust inn i hlutverk hins hægláta grúskara, Guðvarð- ar, en leikur hans í hlutverki Þorbjarnar í Keldnakoti við bana- beð Helga Guðmundssonar er minnilegur; lítil mynd sannra svipbrigða og viðbragða, sem ekki gleymist. Sigurveig Jónsdóttir bregður sér í tvö gervi. Annars vegar hinnar lífsþreyttu Elínar og hins vegar húsfreyjunnar á Skálá. Meira reynir á hana í hinu fyrra. Þar nær Sigurveig að leiða skýrt og eðlilega í ljós þann hálfkæring vansællar eiginkonu og móður, sem ekki skortir efni, heldur lífs- hamingju. Mann hennar, Sigurð geðlækni, leikur Pétur Eggerz og bregður upp ágætri mynd af dæmigerðum „fagidiót", er ekki sér út fyrir sérsvið sitt. Þórey Að- alsteinsdóttir leikur Ingiríði eigin- konu Guttorms lögfræðings. Þau eru lítt samstiga, en í uppgjöri við vandamál Ingiríðar er leikur Þór- eyjar sannfærandi. Björn Karls- son leikur Guttorm og fleiri hlut- verk og verður færni leikarans lítt af þeim ráðin. Ýmsir aðrir koma til skjalanna og nokkur börn standa sig með prýði. Sveinn Einarsson segir í leik- skrá, að hann hafi lengi verið bú- inn að velta fyrir sér hlutskipti listamannsins og samspili listar og samfélags. Þegar hann var beð- inn að koma Sölva Helgasyni á leiksvið á Akureyri, kvaðst hann hafa lesið Sólon Davíðs aftur og bætir við: „og þegar ég sá að ég mundi geta verið Davíð trúr, þó að ég yrði að fara sjálfstæðar leiðir við leikritasmiðina, þá var ég fljótur að gera upp hug minn.“ Það var lán fyrir Leikfélag Akur- eyrar og mér sýnist einnig, að það hafi verið happ fyrir þá báða, Davíð og Svein. Þetta leikrit er gjört að þeirri íþrótt og þeim anda, að það mun lifa. Erlendar bækur Sigurlaugur Brynleifsson Jerome K. Jerome: My Life and Times. John Murray 1983. Richard Frere: Beyond the Highland Line. John Murray 1984. Jerome K. Jerome er kunnastur fyrir „Three Men in a Boat“, sem er meðal fyndnustu samantekta, sem skrifaðar hafa verið. Höfund- urinn lifði á dögum Viktoríu drottningar og Játvarðar VII. kon- ungs og hefur frá ýmsu að segja frá þeim árum, þá var allt með öðrum hætti en síðar varð, hann lifði fram á daga Georgs VI. í þessari ævisögu lýsir hann and- rúmsloftinu sem hann ólst upp í, fæddur 1859. Hann lýsir fólki og háttum manna, ýmsum nýjungum svo sem rafmagni og reiðhjólum og bifreiðum. Hann var af milli- stéttum, en bjó við mikla fátækt framan af ævinni. Fyrstu tilraun- um hans i bókmenntum var heldur illa tekið. Hann kynntist ýmsum kunnum höfundum samtímans, Conan Doyle, Mark Twain, Shaw, Wells o.fl. Jerome var mikill áhugamaður um leiklist. En eins og áður segir minnast menn hans nú sem höfundar „Three Men in a Boat“, og þessi ævisaga er lipurl- ega rituð og sýnir liðna heima, hún kom fyrst út 1926, höfundur- inn lést árið eftir. Þetta er önnur útgáfa. Jerome dvaldi í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum, og lýsir dvöl sinni og kynnum við landsmenn. Þetta eru skemmtileg- ar lýsingar og frásagnir hans, sem eru hversdagslegar, kryddaðar gamansemi og margvíslegum íhugunum höfundar um flest milli himins og jarðar. Richard Frere varð kunnur höf- undur eftir að út kom eftir hann frásögn af kynnum hans og Max- wells, höfundar Ring of Bright Water. Sú bók þótti vera góð lýs- ing á þeim einkennilega samsetta manni og náttúruskoðara og jafn- framt lýsing á Frere sjálfum. { þessari bók segir Frere frá sjálfum sér og baxi sínu og puði við misheppnuð fyrirtæki og til- raunir við að skapa sjálfum sér hin og önnur atvinnutækifæri. Hann segir frá mjög hversdags- legum atburðum og fyrirtektum, en gerir það á þann hátt að þetta verður skemmtileg lýsing, fjörleg og lifandi frásögn. Persónu- lýsingarnar verða minnisstæðar. Höfuðáhugamál Freres eru fjallgöngur og athugun náttúr- unnar, dýra- og fuglaskoðun og ýmsar handiðnir. Það er ekki aðeins hér á landi, að fjölmargir taka upp á því að skrifa niður minningar sínar, þetta er orðinn siður mjög víða og afraksturinn harla misjafn. Ef menn eru pennaliprir geta þeir sömu sett saman læsilegar ævi- skýrslur og það verða alltaf ein- hverjir til að lesa samantektirnar. DnlhAlfi C e.mar CQ 7A_On nn «Q_7lí.fin C/ Bolholti 6, símar 68-74-80 og 68-75-80. Okkar dansar eru spes Jass-leikskóli fyrir 4—9 ára börn. Guffi — Mikki mús og Jóakim. Jass-dans, byrjendur og framhald. Jass-ballet m.a. dansar úr „Fame“. Step-Tap-dans, 6 ára og eldri. Þetta er dans fyrir stráka og stelp- ur, ungar stúlkur og herra og jass fyrir konur á besta aldri. Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar hjá þeim nemendum sem voru fyrir jól. Nýir flokkar taka til starfa í vikunni 14.—19. jan- úar. „KAFFIKVÖRNIN" Eldri borgarar dansa á mánudagseftirmiðdögum í Bol- holti 6 kl. 15.00—16.30. Byrjar 7. janúar. Kaffi á könn- unni. Velkomin í hópinn. Gestir dansskólans frá jolaböllunum þau Merete Hachman og Jesper Sörensen, í dansi á Hótel Sögu sunnudaginn 16. des- ember. Kennslustaðir Bolholt 6 Tónabær Gerðuberg Þrekmiðstööin, Hafnarfiröi Innritun nýrra nemenda er í Bolholti 6, símar 687480 og 687580 daglega frá kl. 14—19. Endumýjun skírteina þeirra nemenda sem voru fyrir jól er í Bolholti 6 í dag, laugardag 5. janúar, kl. 14—18. Aftwnding skirtelna nýrra nem- enda er laugardaginn 12. janúar frákl. 14—18. Laugardagana 5. jan. og 12. jan. veröa Henný, Unnur og Hermann Ragnar sérstaklega til viötals í Bolholtl 6, frá kl. 14—17, viö val á hóp. BARNADANSAR Hreyfileikir og dans fyrir börn 4 ára til 11 ára. Nýr flokkur á laugardögum í Tónabæ og í Gerðubergi á miövikudögum. ★ Gamlir og nýir samkvæmisdansar ★ Suður-amerískir dansar ★ Nýir hjóna- og paraflokkar byrja 15. jan. _________ * Framhaldsflokkar ffyrir hjón og pör DANSKENNARASAMBAND ISLANDS TRYGGING FYRIR RÉTTRI TILSÖGN í DANSI tw* •mmmi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.