Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Hagfræðital Ég vil byrja þessa grein á því að biðja minn fyrrum ágæta efna- fræðikennara Helga Hálfdanars- on afsökunar á ... anzi slæmum prentvillum í textatilvitnun ... eins og Helgi orðar það í blaðinu í gær (bls. 12). Svo er mál með vexti að í þeim texta „Alketis" er ég hefi undir höndum og ættaður er frá Leiklistardeild Ríkisútvarpsins er ansi slæm prentvilla er villti mér sýn. Þar stendur: Gafðu hraðan á! í>etta g ruglaði mig svo í ríminu að ég greip til bílamáls og skrifaði: Gefðu hraðan á! í stað þess að segja: Hafðu hraðan á! Ég vil því deila ábyrgðinni af þessum mis- tökum mínum með pikkara Leik- listardeildarinnar. En áminning Helga var sannarlega þörf lexia, er sýnir oss dálksentimetraþræl- um, að aldrei er nógu varlega far- ið. Kannski erum vér í sömu að- stöðu og apótekarinn, sem getur kálað viðskiptavininum, með aukagrammi af ákveðnu efni? Nóg um það ... Nóg um það. I tilefni áramót- anna var ætlun mín, að vikja hér ögn að þætti Páls Heiðars Jóns- sonar á rás 1, er hann nefndi: Drög að uppgjöri, en þáttur þessi barst á öldum Ijósvakans seint á fimmtu- dagskveld, og fjallaði um skulda- skil nýliðins árs. Ekki fór Páll Heiðar nú mjög vítt yfir, en gerði sér þó far um að kíkja bæði á efnahagsmálin og blessaða menn- inguna. Að sjálfsögðu voru hag- fræðingar fengnir til að skýra stöðu efnahagsmála á ári Orwells, eins og sú blasir nú við í baksýn- isspeglinum. Að venju var hag- fræðingur ASÍ, Björn Björnsson, mættur til leiks, ásamt leikfélög- unum úr BSRB og VSÍ, þeim Bimi Arnórssyni og Vilhjálmi Egils- syni. Mig rekur satt að segja I rogastans, er ég lít yfir minnis- punktana frá umræðum þessara heimspekinga, þvi það er eins og maður sé búinn að heyra þetta allt saman áður. Kannski merki um að upplýsingastreymi frá launþega- samtökum og atvinnurekendum nái greiðlega til hins almenna borgara. Eða voru stjórnmála- mennirnir búnir að tyggja svo oft upp speki hagspekinganna, að hún var orðin augljósar staðreyndir í huga meðaljónsins? Óskastaða hagfrœðingsins Það hlýtur annars að vera gam- an að vera hagfræðingur, og kunna skil á efnahagsstjórn heilla samfélaga. Slíkir menn hljóta að spara vinnulúnum stjórnmála- mönnum mikil heilabrot og alþýð- an sér hlutina í stærra samhengi, eftir að hafa hlýtt á útlistanir þeirra. En er hægt að læra hag- fræði, ég meina hvort hægt sé að læra að umgangast peninga, eins og við getum til dæmis umgengist hin ýmsu efni náttúrunnar, og byggt úr þeim hin furðulegustu mannvirki? Peningaseðill sem slíkur hefir ekkert gildi i sjálfu sér, nema í huga mannsins. Einhver mesti fjármálasnilling- ur allra tíma, J.P. Morgan, maður sem Bandaríkjastjórn sneri sér til líkt og seðlabanka á hættutíman- um 1906—1908 svo dæmi sé tekið — var eitt sinn spurður af þing- nefnd, hvort lánstraust byggðist ekki á peningaeign og fasteign: Nei herra ... svaraði Morgan ... það byggist á karakter. Athyglis- vert svar manns, er fór með meiri fjármálaleg völd en flestir aðrir á hans tíma. Kannski skipta hag- fræðikenningarnar ekki svo miklu máli, þegar upp er staðið, fremur karakter þeirra, er fara með hin fjármálalegu völd í samfélaginu? Ólafur M. Jóhannesson George C. Scott í hlutverki Pattons. PATTON ■H Laugardags- 25 mynd sjón- ““ varpsins að þessu sinni er bandaríska bíómyndin „Patton" frá árinu 1969. Myndin fjallar um einn snjallasta og um leið um- deildasta og einþykkasta herforingja Banda- ríkjamanna I síðari heimsstyrjöldinni. Kjark- ur hans og ást hans á stríðinu gerðu hann að hetju, en varð einnig til þess að hann var settur af og einn af undirmönnum hans tók við stjórn. Myndin hlaut óskars- verðlaunin sem besta mynd ársins og fær hún fjórar stjörnur í kvik- myndahandbókum. Einn- ig fékk George C. Scott Óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Patton. Leikstjóri myndarinnar er Franklin Schaffner, en með aðalhlutverk auk George C. Scott fara Karl Malden, Michael Bates og Stephen Young. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Lesið úr fyrstu skop- ádeilusögunni ■■ í kvöld er á 35 dagskrá út- “ varpsins þáttur er nefnist „Uglan hennar Minervu". Þetta er fimmti þátturinn í þáttaröð um heimspekileg efni, en þeir eru á dagskrá annað hvert laugardagskvöld. Oftast hafa þættirnir verið í samræðuformi og hefur stjórnandinn, Arthúr Björgvin Bollason, fengið til sín ýmsa gesti sem tengjast þessum fræðum. { þættinum í kvöld verður hins vegar brugðið út af vananum. Þá verður fjallað um bókina „Lof heimskunnar" sem kom út á 16. öld. Bókin er eftir Erasmus frá Rotterdam, en hann var samtímamað- ur Lúthers. Erasmus var frægastur fyrir að skrifa alvarlegar bækur um trú- arleg efni, en þessi bók, sem hann sendi vini sín- um Thomas Moore, var fyrir margra hluta sakir sérkennileg. Sagan er eintal heimsk- unnar þar sem hún er að hrósa sjálfri sér og er þetta fyrsta skopádeilan sem samin var. Bókin er meinfyndin og hefur hún haft mjög mikil áhrif á síðari tíma bókmenntir. í kvöld verða lesnir valdir kaflar úr bókinni í íslenskri þýðingu Arthúrs og Þrastar Ásmundsson- ar, sem er lesari með hon- um. Léttur laugardagur ■■■■ I dag verður Hoo Ásgeir Tómas- —— son með þátt sinn „Léttur laugardagur" á rás 2. Þátturinn er tveggja tíma langur. Ásgeir sagðist ætla að fjalla eitthvað um hljóm- leikana sem verða í Laug- ardalshöllinni á morgun. Á þessum hljómleikum koma fram hljómsveitirn- ar Stuðmenn, HLH-flokk- urinn, Ríó-tríó og Mezzo- forte, en markmið þeirra er að safna fyrir kaupum á matvælabirgðum sem sendar verða til hörmung- arsvæðanna í Eþíópíu. Reynt verður að safna fyrir heilum flugvélar- farmi. „Mig hefur lengi langað til að fá einhvern úr hljómsveitinni Grafík til viötals um fyrirbærið Grafík og vonast ég til að það verði í dag. Á milli Ásgeir Tómasson stjórnar þættinum „Léttur laugar- dagur“ á rás 2. atriða verður síðan leikin blönduð tónlist, gömul og ný, og reyni ég með því að keppa við ryksugurnar, sem oft eru á fullri ferð á heimilunum á laugardög- um,“ sagði Ásgeir Tóm- asson að síðustu. ÚTVARP v LAUGARDAGUR 5. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. TónleiKar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Guðmundur Ingi Leifsson talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 930 Oskalðg sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- tregnir.) Öskalðg sjúklinga. frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J» Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunn- arsson. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK) 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtregnir. 16.20 Islenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson flyt- ur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njðrður P. Njarðvlk. 17.10 Slödegistónleikar a. Trlósónata I h-moll op. 1 eftir Georg Friedrich Hándel. William Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika á flautu, sembal og viólu da gamba. b. Sónata tyrir tvö planó eft- ir Johann Gottgried Muthel. LAUGARDAGUR 5. janúar 14.45 Enska knattspyrnan. Bik- arkeppni: Fulham — Shef- field Wed. Bein útsending frá 14.55—16.45. 17.15 Hildur. Tlundi þáttur. — Endursýning. Dönskunám- skeiö I tiu þáttum. 17.40 fþróttir. Umsjónarmaöur Biarni Felixson. 19.25 Kærastan kemur f höfn. Fimmti þáttur. Danskur myndaflokkur I sjö þáttum ætlaöur börnum. Þýöandi Renée Morriset og Victor Bouchard leika. c. Sextett I Es-dúr op. 8 Ib eftir Ludwig van Beethoven. Félagar I Vlnaroktettinum leika. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 19J5 .Segðu steininum" Endurtekinn þáttur Önnu Ólafsdóttur Bjðrnsson frá 15. des. sl. Lesari: Sigurður G. Tómasson. Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ugla sat á kvisti — Endursýning. Þáttur tilein- kaður Sigfúsi Halldórssyni. Þeir sem fram koma: Fjórtán fóstbræður, Ragnar Bjarna- son, Björgvin Halldórsson. Elln Sigurvinsdóttir, Strok- kvartett, Haukur Morthens, Guðmundur Guðjónsson og Sigfús Halldórsson. Umsjón- 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjurn" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (14). 2030 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.50 Sögustaöir á Noröurlandi — Mööruvellir I Hörgárdal. (Slöari þáttur.) Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RUVAK) 2135 Uglan hennar Mlnervu Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. armaöur Jónas R. Jónsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 2135 Patton. Bandarlsk bfó- mynd frá 1969. Leikstjóri Franklin Schaffner. Aðalhlut- verk: George C. Scott, Karl Malden, Michael Bates og Stephen Young. Myndin er um ein snjallasta og um leiö einn umdeildasta og ein- þykkasta herforingja Banda- manrra I heimsstyrjöldinni slðari. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 0030 Dagskrárlok. 23.15 Óperettutónlist 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Orn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 5. janúar 1430—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar aö lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.