Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 Fjórtán A-Þjóð- verjar snúa heim , 4. jaanar. AP. FJÓRTAN Austur-ÞjóAverjar yfir- gáfu í dag, föstudag, sendiráð Vestur-Þýskalands í Prag, þar sem þeir böfðu dvalið í fjóra mánuði, og béldu heim á leið, að sögn embætt- ismanna. Þá eru 14 flóttamenn eftir í sendiráðinu og hafa þeir allir sótt um leyfi til að flytjast til Vestur- landa, að því er embættismenn í Bonn sögðu. Næstum fjórir tugir flótta- manna hafa snúið aftur til Aust- ur-Þýskalands á undanförnum dögum eftir misheppnaða tilraun til að þvinga kommúnistastjórn- ina i Austur-Berlín til þess að veita þeim fararleyfi. Einn af embættismönnunum í Bonn kvað þá sem enn væru eftir í sendiráðinu í Prag „harða í horn að taka“ og kvaðst engu vilja um það spá, hvort þeir yfirgæfu stað- Lygamælar gegn Sovétnjósnurum AP. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið hyggst notfæra sér lygamæla í meira mæli í framtíðinni en til þessa til þess að koma í veg fyrir njósnir. Verður lygamælinum beitt gegn starfsmönnum og verktökum, sem Nauðgar- ar dæmd- ir í Kína Pekng- *■ juúr. AP. ÞRJÁTÍU og tveir nauðgarar og glæpamenn, margir synir virtra félaga í kínverska kommúnista- flokknum, voru í dag dæmdir fyrir glæpi sína. Fjórir voru tekn- ir af lífi, fjórir fengu líflátsdóm til viðbótar, sem verður ekki framfylgt að svo stöddu, einn var dæmdur í ævilangt fangelsi og aðrir voru dæmdir til mislangrar fangelsisveru og ekki tekið nán- ar fram um þá dóma. Dagblað alþýðunnar sagði að á siðasta ári hefði þrjátíu manna bófahópur þessi látið mjög að sér kveða og ættu slík- ir glæpamenn, sem nauðguðu konum og misþyrmdu, ekki annað skilið en þunga dóma og skipti þá engu þótt þeir væru af traustum flokksfjölskyldum. Ekki var greint frá þvf hvers vegna réttarhöld yfir mönnun- um tóku jafnlangan tíma og raun bar vitni. vinna að hernaðarlegum verkefnum, er leynd á að hvfla yfir. Gert er ráð fyrir, að lygamæli verði beitt 3.500 sinnum frá ára- mótum fram til septemberloka næsta haust og ákveða þannig, hvaða starfsmenn og verktakar eigi að hafa aðgang að hernaðar- leyndarmálum. Haft hefur verið eftir Richard G. Stillwell, fyrrum hershöfð- ingja, sem skipuleggur þessar ráðstafanir, að þær væru svar við vaxandi viðleitni Sovétmanna til þess að komast yfir bandarísk tæknileyndarmál. Hefði Banda- ríkjaþing samþykkt þessar ráð- stafanir i tilraunaskyni. Cyðingabarn frá Eþíópíu í sjúkrahúsi f Tel Aviv. Litla barnið er sýnilega ekki hrifið af lyfinu, sem hjúkrunarkonan ætlar því. Símamynd/AP Þúsundum Eþíópíugyðinga bjargað frá hungursneyð , Tel Arrr, 4. jaaAar. AP. BELGÍSKT leiguflugfélag hefur á undanförnum vikum flutt þúsundir gyðinga til ísraels frá Eþíópíu, þar sem nú ríkir mikil hungursneyð. Flutningar þessir hófust í nóvember og standa enn yfir. Fara þotur af gerðinni Boeing 707 daglega frá Khartoum, höfuðborg Súdans, þar sem gyðingunum frá Eþíópíu hefur verið safnað saman, og millilenda f ýmsum borgum f Evrópu áður en þær halda til Tel Aviv, þar sem ekki er stjórnmálasamband milli ísraels og Súdans. Gyðingarnir í Eþíópíu nefnast Falashas og er talið að þeir séu um 25 þúsund að tölu. Ekki er vit- að hve margir þeirra hafa verið fluttir til ísrael, en haft er eftir Leon Dulzin, yfirmanni útlend- ingaeftirlitsins í ísrael, sem nú er staddur í London, að mikill meiri- hluti þeirra sé kominn til lands- ins. Hann sagði i viðtali við Breska útvarpið að flutningarnir, sem væru gífurlega umfangsmikl- ir, kostuðu hundruð þúsunda sterlingspunda og hefðu gyðingar í Bandaríkjunum lagt fram um- talsverðar fjárhæðir til að standa straum af þeim. Ísraelsk yfirvöld hafa haldið flutningunum leyndum af ótta við að fréttir af þeim gætu skaðað Falashas-gyðingana, en i dag stað- festu þau að þeir færu fram, en vildu engar frekari upplýsingar gefa. Er sagt að þau séu mjög gröm þeim fjölmiðlum er komust á snoðir um flutningana og greindu frá þeim í gær. Flutningar Falashas-gyðing- anna frá Eþiópíu er umfangs- mesta björgunaraðgerð fsraela í þrjátiu ár. Um borð i þotunum, sem flytja gyðingana til Israels, eru læknar og hjúkrunarfólk og þegar fólkið hefur komið til ísra- els hefur það oft verið flutt í sjúkrahús til frekari aðhlynn- ingar. Að loknu jólaleyfi Þúsundir starfsmanna verðbréfamarkaðarins í Tókýó taka hér þátt í hefðbundinni klapp-athöfn, sem fram fór í gær, föstudag, á fyrsta starfsdegi eftir áramót, en fremstar standa konurnar í starfsliðinu, klæddar kimono-sloppum. Flest japönsk fyrirtæki, opinber og í einkaeign, hófu starf- semi sína í gær eftir áramótafríið. Barnamorð sönnuð á Torontosjúkrahúsi Torooto, 4. juiar. AP. AÐ MINNSTTA kosti átta ungbörn og ef til vill fimmtán í viðbót voru drepin með of stórum lyfjaskammti á einu þekktasta sjúkrahúsi í Sovétríkin: Æ færri Gyðingar fá að fara Genf, 4. janúar. AP. GYÐINGUM, sem fengu að fara frá Sovétríkjunum á síðasta ári fækkaði um 30% miðað við árið áður. Voru þeir aðeins 908 á öllu árinu 1984. Þetta er minnsti fjöldi allt frá árinu 1971, er alþjóða- stofnun þeirri sem falið var það verkefni að skipuleggja þessa flutninga var komið á fót. Kanada, að því er talsmaður áfrýj- unardómstóls, Samuel Grange, sagði í morgun. Hann sagði, að það væri fjarri öllum líkum að börnun- um hefði öllum verið gefið of mikið af hjartalyfinu digoxen fyrir slysni. Grange var skipaður til að rann- saka lát 36 ungbarna á hjartadeild sjúkrahússins en börnin létust frá því 30. júní 1980 til 22. marz 1981. Hjúkrunarkona ein, Susan Nell- es, sem var á vakt þegar mörg barnanna létust, var í fyrstu ákærð fyrir að bera ábyrgð á dauða fjögurra barna, en síðan var ákæra á hendur henni felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Grange sagði að engum blöðum væri um það að fletta að átta ung- barnanna hefðu fengið of stóran skammt af digoxen og það hefði valdið dauða þeirra. Hann sagði að tíu önnur tilfelli bentu til hins sama og vafi léki á með fimm. Sex hefðu látist af eðlilegum orsökum. Mál þetta hefur verið í rann- sókn i 176 daga og hefur vakið mikinn ugg í Toronto og víðar í Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.