Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 3 ísafirói, 13. janúar. VERULEGUR skadi varð í óveðr- inu, sem gekk yfir ísafjörð sl. laug- ardag. Þak fauk af hlöðu á Búðar- túni í Hnífsdal, hluti af þaki Rækjuverksmiðjunnar hf. Hnífs- dal sprakk af húsinu, asfaltpappi fauk af húsi Kaupfélags ísfirðinga í Hnífsdal og a.m.k. tveir bfiar skemmdust. Mjög hvasst var allan laugar- daginn en milli 3 og 5 náði óveðr- ið hámarki sínu. Um fimmleytið gerði mjög snarpar hryðjur og urðu óhöppin öll á svipuðum eða sama tíma. Að sögn Rafns Odds- sonar útgerðarmanns, sem var að gera við rækjutroll í húsi rækjuverksmiðjunnar, þá spenntu ofsahviður stóra rúllu- hurð úr falsi sínu á austurenda hússins, gífurlegur þrýstingur myndaðist í húsinu, trollið svipt- ist í heilu lagi út að vegg og bretti og rækjukassar voru á Frá viðgerð á húsi kaupfélagsins i Hnifsdal. í fjarska sést Rækjuverksmiðjan hf. og enn fjær hesthúsin á fleygiferð um gólfin. Honum Búðartúni. Stórviðri á ísafirdi tókst að henda sér bak við ná- lægan lyftara, en um leið sprakk gat á vesturenda byggingarinnar með ógurlegum hvelli og þak- plötur, klæðning og bitar tætt- ust eins og hráviðri út í loftið. Hann fór síðan að huga að skemmdum og kom þá í ljós að framrúðan í bíl hans sem stóð fyrir utan hafði brotnað. Félag- ar úr björgunarsveit Slysavarnafélagsins voru kallað- ir til að aðstoða hestamenn sem áttu hlöðuna sem þakið fauk af. Þar tókst að varna þvi að mestur hluti heysins fyki, en á meðan á björgunaraðgerðum stóð fauk dót á bíl eins björgun- armannsins og skemmdi hann mikið. Um tíma var óttast um flot- bryggjuna í Sundahöfn. En eig- endur báta sem við hana lágu gátu fært þá í burtu áður en til alvarlegra skemmda kom. Ekki tókst að ná í eiganda eins báts- ins og skemmdist sá bátur eitthvað á byrðingi. Úlfar Hestamenn í Hnífsdal gera við þak hlöðunnar, sem skemmdist í óveAr- inu. Skemmdirnar á þaki KækjuverksmiAjunnar hf. í Hnífsdal. Karpov með peð yfir í GÆR tefldu Karpov og Kasparov 41. skákina í heimsmeistaraeinvíg- inu í Moskvu. Karpov hafði hvítt og upp kom Petrovs-vörn. Kasparov fór út í miklar flækjur og upp kom endatafl, þar sem Karpov hafði peð yfir, en Kasparov biskupapar og spil. Undir lokin voru báðir kepp- endur í miklu tímahraki, og í 33. leik hætti Karpov ekki á mannsfórn, sem hefði sett Kasparov í mikinn vanda. Áskorandinn náöi skiptum á frípeði heimsmeistarans og g-peði sinu, og í biðstöðunni ætti hann að geta haldið jafntefli, þótt vörnin geti orðið erfið. Þannig er biðstaðan: Lést í umferðarslysi MAÐURINN sem lést i umferðar- slysi á Elliðavogi síðastliðinn fimmtudag, hét Jón Yngvi Yngva- son, til heimilis á Sunnubraut 2 i Grindavík. Jón Yngvi var fertugur, fæddur 11. febrúar 1944. Hann læt- ur eftir sig dóttur. í upphafi 30 ára afmælisárs Útsýnar býöur feröaskrifstofan og ÓKEYPIS ’85 FAGNAÐ . BECAEWAy sunnudaginn 20. janúar Viöskiptavinir okkar voru um 18 þúsund á síöasta ári, og fjöldi þeirra skiptir viö Útsýn ár eftir ár. Viö getum því miöur ekki boöiö hverjum einum persónulega, en ókeypis aögöngu- miöi veröur afhentur í Útsýn, Austurstræti 17, í dag, þriöjudaginn 15. janúar frá kl. 10.00 meöan þeir endast og gildir þá reglan: Ekki missir sá, er fyrstur fær! Boðiö innifelur: Ókeypis aögang í Broadway. Ókeypis fordrykk og ýmsa smárétti í boöi Útsýnar. ókeypis prógramm, sem er samsett úr fjölda skemmtiatriöa og tízkufyrirbrigðum, ásamt módel- keppni, því aö glæsilegum stúlkum og piltum úr hópi gesta gefst tækifæri að taka þátt í Ungfrú og Herra Útsýn '85. Ókeypi8 happdrætti, viö komuna fær hver gestur ókeypis happdrættismiöa, og á klukkustundar- fresti veröa dregnir út vandaöir vinningar, sem hljóöa upp á vöruúttektir og þjónustu ýmissa valinna fyrirtækja, þ.ám. ókeypis ferö meö Útsýn til sólarlanda í boöi FRÍklúbbsins í sumar. Ath.: Aögöngumiðar afhentir í Útsýn frá kl. 10.00 þriðjudaginn 15. janúar. Snyrtilegur, sparilegur klaaönaöur er skilyröi fyrir inngöngu Aldurstakmark gesta er 20 ár. Rööun gesta i húsiö veröur eingöngu á vegum Broadway. Húsiö opnar meö veitingum kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.