Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
3
ísafirói, 13. janúar.
VERULEGUR skadi varð í óveðr-
inu, sem gekk yfir ísafjörð sl. laug-
ardag. Þak fauk af hlöðu á Búðar-
túni í Hnífsdal, hluti af þaki
Rækjuverksmiðjunnar hf. Hnífs-
dal sprakk af húsinu, asfaltpappi
fauk af húsi Kaupfélags ísfirðinga
í Hnífsdal og a.m.k. tveir bfiar
skemmdust.
Mjög hvasst var allan laugar-
daginn en milli 3 og 5 náði óveðr-
ið hámarki sínu. Um fimmleytið
gerði mjög snarpar hryðjur og
urðu óhöppin öll á svipuðum eða
sama tíma. Að sögn Rafns Odds-
sonar útgerðarmanns, sem var
að gera við rækjutroll í húsi
rækjuverksmiðjunnar, þá
spenntu ofsahviður stóra rúllu-
hurð úr falsi sínu á austurenda
hússins, gífurlegur þrýstingur
myndaðist í húsinu, trollið svipt-
ist í heilu lagi út að vegg og
bretti og rækjukassar voru á Frá viðgerð á húsi kaupfélagsins i Hnifsdal. í fjarska sést Rækjuverksmiðjan hf. og enn fjær hesthúsin á
fleygiferð um gólfin. Honum Búðartúni.
Stórviðri á ísafirdi
tókst að henda sér bak við ná-
lægan lyftara, en um leið sprakk
gat á vesturenda byggingarinnar
með ógurlegum hvelli og þak-
plötur, klæðning og bitar tætt-
ust eins og hráviðri út í loftið.
Hann fór síðan að huga að
skemmdum og kom þá í ljós að
framrúðan í bíl hans sem stóð
fyrir utan hafði brotnað. Félag-
ar úr björgunarsveit
Slysavarnafélagsins voru kallað-
ir til að aðstoða hestamenn sem
áttu hlöðuna sem þakið fauk af.
Þar tókst að varna þvi að
mestur hluti heysins fyki, en á
meðan á björgunaraðgerðum
stóð fauk dót á bíl eins björgun-
armannsins og skemmdi hann
mikið.
Um tíma var óttast um flot-
bryggjuna í Sundahöfn. En eig-
endur báta sem við hana lágu
gátu fært þá í burtu áður en til
alvarlegra skemmda kom. Ekki
tókst að ná í eiganda eins báts-
ins og skemmdist sá bátur
eitthvað á byrðingi.
Úlfar
Hestamenn í Hnífsdal gera við þak hlöðunnar, sem skemmdist í óveAr-
inu.
Skemmdirnar á þaki KækjuverksmiAjunnar hf. í Hnífsdal.
Karpov með
peð yfir
í GÆR tefldu Karpov og Kasparov
41. skákina í heimsmeistaraeinvíg-
inu í Moskvu. Karpov hafði hvítt og
upp kom Petrovs-vörn. Kasparov fór
út í miklar flækjur og upp kom
endatafl, þar sem Karpov hafði peð
yfir, en Kasparov biskupapar og
spil. Undir lokin voru báðir kepp-
endur í miklu tímahraki, og í 33. leik
hætti Karpov ekki á mannsfórn,
sem hefði sett Kasparov í mikinn
vanda. Áskorandinn náöi skiptum á
frípeði heimsmeistarans og g-peði
sinu, og í biðstöðunni ætti hann að
geta haldið jafntefli, þótt vörnin
geti orðið erfið.
Þannig er biðstaðan:
Lést í
umferðarslysi
MAÐURINN sem lést i umferðar-
slysi á Elliðavogi síðastliðinn
fimmtudag, hét Jón Yngvi Yngva-
son, til heimilis á Sunnubraut 2 i
Grindavík. Jón Yngvi var fertugur,
fæddur 11. febrúar 1944. Hann læt-
ur eftir sig dóttur.
í upphafi 30 ára afmælisárs Útsýnar býöur feröaskrifstofan og
ÓKEYPIS ’85 FAGNAÐ
. BECAEWAy
sunnudaginn 20. janúar
Viöskiptavinir okkar voru um 18 þúsund á síöasta ári, og fjöldi þeirra skiptir viö Útsýn ár
eftir ár. Viö getum því miöur ekki boöiö hverjum einum persónulega, en ókeypis aögöngu-
miöi veröur afhentur í Útsýn, Austurstræti 17, í dag, þriöjudaginn 15. janúar frá kl. 10.00
meöan þeir endast og gildir þá reglan: Ekki missir sá, er fyrstur fær!
Boðiö innifelur:
Ókeypis aögang í Broadway.
Ókeypis fordrykk og ýmsa smárétti í boöi Útsýnar.
ókeypis prógramm, sem er samsett úr fjölda skemmtiatriöa og tízkufyrirbrigðum, ásamt módel-
keppni, því aö glæsilegum stúlkum og piltum úr hópi gesta gefst tækifæri að taka þátt í
Ungfrú og Herra Útsýn '85.
Ókeypi8 happdrætti, viö komuna fær hver gestur ókeypis happdrættismiöa, og á klukkustundar-
fresti veröa dregnir út vandaöir vinningar, sem hljóöa upp á vöruúttektir og þjónustu
ýmissa valinna fyrirtækja, þ.ám. ókeypis ferö meö Útsýn
til sólarlanda í boöi FRÍklúbbsins í sumar.
Ath.: Aögöngumiðar afhentir í Útsýn frá kl. 10.00
þriðjudaginn 15. janúar.
Snyrtilegur, sparilegur klaaönaöur er skilyröi fyrir inngöngu
Aldurstakmark gesta er 20 ár.
Rööun gesta i húsiö veröur eingöngu á vegum Broadway.
Húsiö opnar meö veitingum kl. 19.30.