Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Fyrirlestur um upp- eldis- og kennslumál DAGANA 16.—19. janúar næstkomandi verður staddur hér á landi Maurice Galton, prófessor í uppeldis- og kennslufræði við háskólann í Leicester á Englandi. Prófessor Galton kemur hingað á vegum Evrópuráðs í tengslum við rannsóknir á kennsluháttum á barnastigi í nokkrum Evrópulöndum, sem nú standa yfir. Professor Galton flytur hér tvo fyrirlestra, annan á vegum Kennaraháskóla fslands og hinn á vegum Rannsóknastofnunar uppeldismála. Fyrri fyrirlesturinn, sem einkum er ætlaður kennurum í grunnskólum og kennaranem- um, fjallar um hvernig gera megi kennslu í barnaskólum árangursríkari án þess að auka vinnuálag kennara. Þessi fyrirlestur verður hald- inn miðvikudaginn 16. janúar, kl. 16.30 í Kennaraháskóla ís- lands, stofu 201. Síðari fyrirlesturinn fjallar um nýjungar í rannsóknum á skólastarfi í Bretlandi. Að sögn prófessors Galton verður í fyrir- lestrinum einkum lögð áhersla á hvernig kanna megi eftirfarandi þrjá þætti: Bekkjaranda og áhrif kennsluhátta á hann; fé- lagslegar skýringar á árangri náms og kennslu og loks þáttur vitsmuna-þroskans í námsferli nemenda á barnaskólaaldri. Þessi fyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 17. janúar, einnig í KHÍ, stofu 201, kl. 16.30. (Frétutilkyaning) Gamlir aflagöir akvegir reynast oft ákjósanlegir fyrir umferö hesta og manna og eru feröalangarnir á meöfylgjandi einmitt á ferð á einum slíkum. Morgunblaftið/Valdimar. Stjörnukapp- inní Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekiö til sýninga kvikmyndina „Stjörnukappinn". Myndin fjallar um ungan mann sem á mikla framtíðardrauma. í kynn- ingu kvikmyndahússins segir, að maöurinn sé skyndilega kallaöur á brott eftir aö hafa unnið stórsigur í myndbandsspilinu „Starfighter". Mynd þessi var frumsýnd í London núna fyrir jól. Aðalhlut- verk leika Lance Guest, Dan O’Herlichy, Catherine Mary Stew- art og Robert Preston. Leikstjóri er Nick Castle. Myndin er í Dolby Stereo og sýnd í fjögurra rása Starscope. SuAlriCHiER Ástand reiðvegamála í miklum ólestri - segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri LH í samtali við Morgunblaðið „SVO VÆGT sé til oröa tekið þá er ástand í reiövegamálum hinna ýmsu hestamannafélaga í miklum ólestri. Sem dæmi má nefna aö á undan- rórnum árum hafa akbrautir verið malbikaöar víða sem gerir þaö aö verkum aö illmögulegt er aö beita hestum á slíka vegi. Stööug reið á höröum götum eöa malbiki er vísust leið til að eyðileggja fætur hross- anna og í alltof fáum tilvikum hefur verið gert ráð fyrir reiðgötum meö- fram þessum vegum sem eru lagðir varanlegu slitlagi," sagöi Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Landsambands hestamannafélags í samtali við blaöamann Morgun- blaösins nú fyrir skömmu, en um þessar mundir eru að berast um- sóknir hestamannafélaga um fé úr Kaupmannahöfn Ástarsamband til eilífðar Ódýrasta okkar til kostar aðeins kr. 11.090 Nú bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Kaup- mannahafnar, fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeginu. Verðin eru einstaklega hagstæð Þriggja daga ferð kostar aðeins kr. 11.090.- Innifaliðer flugog gisting í 2 manna herbergi, morgunverður og soluskattur. Flug- vallarskattur bætist við verðið. Fjögurra daga ferð kostar kr. 12.463,- Sjö daga ferð kostar kr. 16.912.- Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR reiövegasjóöi sem LH hefur til út- hlutunar í samráði við Vegagerð ríkisins. í máli Sigurðar kom ennfremur fram að vandamálin eru hvað stærst í þéttbýlinu og sagði hann að oft vildi brenna við að sveitar- félög úthlutuðu hestamönnum land undir hesthúsahverfi en seinna meir væri ekki tekið tillit til þarfa hestamanna varðandi vegagerð og lagningu bundins slitlags. „Með þessu er ekki lagt til að sleppt sé lagningu bundins slitlags í nágrenni við hesthúsahverfi heldur hitt að gert sé ráð fyrir reiðgötum meðfram akbrautum. Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir þessu þegar vegir eru hannaðir. Það má segja að þetta sé fyrst og fremst spurning um fyrirhyggju og tillitssemi í garð hestamanna." t gildi er samningur milli LH og Vegagerðar ríkisins um að tekið skuli tillit til umferðar ríðandi manna þegar lagðar eru stofn- brautir með bundnu slitlagi. Að sögn Sigurðar eru nokkur dæmi þess að lokið hefur verið við fram- kvæmdir án þess að gert hafi verið ráð fyrir umferð ríðandi manna meðfram þessum vegum. Kvað Sigurður þó von til þess að ástand- ið færi batnandi þar sem starfandi eru samstarfsnefndir milli LH og Vegagerðarinnar í hverju um- dæmi sem tryggja eiga að eftir þessu sé farið. „Við útboðslýsingar verðum við að treysta á skilning Vegagerð- armanna þess efnis að gert verði ráð fyrir reiðvegum þar sem þeirra er þörf. Víða er málum þannig háttað að ræsi eru of stutt sem er þess valdandi að hesta- menn þurfa að fara upp á veginn til að komast leiðar sinnar. Hefur þetta í för með sér mikla slysa- hættu," sagði Sigurður. Þá benti hann á að oft þegar eldri akvegir væru lagðir fengjust þar ákjósanlegir reiðvegir en því miður vildi oft til að þessir vegir væru eyðilagðir af stórvirkum vinnuvélum, einnig kaémi ósjaldan fyrir að þeir væru girtir af og ekk- ert hlið sett á. Einnig minntist hann á að eldri brýr sem þjónað geta ríðandi mönnum væru oft á tíðum brotnar niður þar sem þær þættu spilla landslaginu og nefndi hann í því sambandi brú á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur. „Þar sem Ijóst er að hestamenn þurfa mikið að leita upp á akvegi vil ég hvetja þá eindregið til að nota endurskinsmerki í svartasta skammdeginu," sagði Sigurður að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.