Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.01.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 23 Þökk til forseta - eftir Árna Helgason Ég vil byrja þessi fáu orð mín til landsmanna með því að þakka for- seta landsins, Vigdísi Finnboga- dóttur, nýársávarp hennar til þjóðarinnar. Hún var ekki að draga úr ótta sínum á þróun vímu- efna í landinu öllum til bölvunar og andstyggð sinni á dreifingarað- ilum. Sú iðja er að hennar dómi „mesta mannfyrirlitning sem hugsast getur“ og er lítill vandi að taka undir það. En er þetta ekki einmitt það sem við bindindismenn höfum alltaf verið að vara þjoðina við og fengið lítið annað en dulda fyrir- litningu almenningsálitsins upp- Árni Helgason kynta af ráðamönnum að miklum meirihluta til. Forsetinn talar um að freista þeirra sem veikir eru fyrir. Þetta er alveg rétt. Þeir bera ábyrgðina sem annaðhvort gera sitt til að dreifa vímuefnum í allar áttir eða loka augunum fyrir því sem í kringum þá er að gerast og eykur böl mannanna. Forsetinn er ekki með neina tæpitungu: Það skal ítrekað að mikil ábyrgð hvílir á herðum þroskaðra manna að leiða æsku- fólki fyrir sjónir hættu og tor- tímingarmátt eiturlyfja. Þeim skelfilega flótta frá raunveruleik- anum. Hún beinir þeim óskum til æskunnar og allra þjóðfélags- þegna að staldra við og hugleiða afleiðingar, þegar freisting verður á vegi sem kann að leiða til óláns. Þökk forseta fyrir þessi ummæli og ég vil beina því til allra að lesa aftur yfir ræðu hennar en hún hefir birst í blöðum. En hvað skal segja um þann ósið ráðamanna þjóðarinnar sem í tíma og ótíma leggja sprek á eld ógæfu ístöðulítilla með allskonar veisluhöldum og vímuefnadreif- ingu, þar sem öll tilefni eru notuð til að veita fólki görótta drykki, og beina þeim frá raunveruleikanum til þess sem ekkert skilur eftir nema iðrunarmerki og eyðslu úr „íslenska þjóðin er á hættulegri braut. Hver æskumaöurinn á fætur öðrum fer á kaf í óminniselfuna.“ sameiginlegum sjóði landsmanna. Hvaða orð eigum við að nota um slíkt athæfi. Það hlýtur að vera til og ekki langt frá „mannfyrirlitn- ingu.“ Islenska þjóðin er á hættulegri braut. Hver æskumaðurinn á fæt- ur öðrum fer á kaf í óminniself- una. Hvert líf eftir annað sem átti að vera til uppbyggingar landsins verðmæta fellur fyrir fíkniefnum og er hörmung fyrir hugsandi menn að horfa á. Og mér verður á að hugsa. Ég er viss um að forset- inn með sitt góða hjartalag, getur með áhrifum sínum einmitt bjarg- að mörgu. Hún getur skapað þjóð- arvakningu sem skilar sér í bættu mannlífi og nú er að fylgja orðum eftir í samhjálp. Skáldið segir: Lítið megna löng- um orðin tóm. Þau lýsa naumast þrá er brjóstin ala: Það eru verkin sem bera blóm. Minnumst þess. Hvers vegna þarf allt þetta eit- ur að vera í landi voru aðeins til að efla ógæfuna? Uppskeran kem- ur alltaf eftir sáningu. Þess ber að minnast. Illgresið verður ekki upprætt með því að sá öðru. Einar Benediktsson segir: Sé drepinu hlúð visnar heilbrigt líf og hefndin grær á þess leiði. Um þessi áramót skulum við huga að framtíðinni, sá til hennar því besta sem við eigum. Forseti hefir nú talað til þjóðar- innar. Ég veit að hún hefir opin augu fyrir hættunni, hún sér og heyrir kvein þeirra sem eru að farast í eiturlindunum. Ég veit að hana tekur þetta sárt sem góðum Islendingi og vill leggja sitt að mörkum. Hið fyrsta sem þarf að haa áhrif á er að fækka og helst af- nema allar veislur sem vín er haft um hönd. Þar eru freistingarnar svo miklar undir ögrunum að þora ekki að vera með eru oft lagðar línurnar að ógæfu margra ein- staklinga, það hefir maður orðið var við. Þegar vímuefnaneysla er komin jafnvel í grunnskólana, hvar stendur þjóðin þá? Getur nokkur horft á það aðgerðarlaus. Nú þurfa ráðamenn að ganga í fylkingu forsetans með kjörorði Éinars Benediktssonar: Sjálfsköp- uð þján bæði þjóðar og manns, skal þurrkast úr lífsins bókum. ís- lendingar. Fram til mannbóta gegn öllum niðurrifsöflum. Farsælt ár. Árni Helgason er fyrrverandi póst- og símstjóri í Stykkishólmi. Mazda 626$ MARGFALDUR VERÐLAUNABÍLL og metsölubíll á íslandi sem annars staðar og engin furða, því hann er: ★ Framdrifinn, það tryggir góða aksturseiginleika og gefur frábæra spyrnu í snjó og hálku. ★ Rúmgóður. MAZDA 626 er rúmbetri en sambærileg- ir bílar og jafn rúmgóður og margir bílar, sem eru mun stærri að utanmáli. ★ Eyðslugrannur. MAZDA 626 eyðir aðeins liðlega 6 lítrum á hverja 100 kílómetra á 90 km hraða. ★ Vandaður. MAZDA 626 er hannaður og smíðaður af alkunnri vandvirkni japanskra handverksmanna og framleiddur í nýrri bílaverksmiðju, sem talin er vera sú full- komnasta í heiminum í dag. ★ 6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 626 er ryðvar- inn með nýja ryðvarnarefninu WAXOYL og fylgir honum 6 ára ryðvarnarábyrgð. Við getum enn boðið MAZDA 626 árgerð 1985 á ótrúlega hagstæðu verði: 432•000kr Saloon LX gengisskr. 3.1.85 með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. VERTI) AlflGGJllIALS Sparibók meö sérvöxtum aðlagast verötryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.