Morgunblaðið - 15.01.1985, Side 24

Morgunblaðið - 15.01.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 London: Gasleki olli sprengihættu á Piccadilly-torgi London, 14. janúar. AP. Á sunnudagskvöld var fólk flutt á brott frá Piccadilly Circus og svæð- inu lokað í nokkrar klukkustundir vegna mikils gasleka, sem hætta var á að haft gæti sprengingu í for með sér, að sögn embættismanna. Starfsmenn borgarinnar röktu upptök lekans til 24 tommu neð- anjarðarleiðslu, sem var rifin á kafla. Aður en unnt var að gera við leiðsluna varð lögregla að smala út af kvikmyndahúsum, veit- Pólland: Sex létust í gas- sprengingu Varsjá, 14. janúar. AP. SEX manns, fimm konur og eitt lítið barn, létust og 20 aðrir slösuðust þegar gassprenging varð í matvöru- verslun í útborg Varsjár á laugardag- inn. Að sögn pólska sjónvarpsins átti atburður þessi sér stað í borg- inni Falencia, sem er fyrir austan höfuðborgina, nokkru fyrir há- degi. Þremur stundum eftir að sprengingin, sem stafaði af gas- leka, varð hrundi tveggja hæða húsið, sem verslunin var í, til grunna. ingastofum, söluturnum og versl- unum, svo og öðrum húsum á svæðinu og á aðliggjandi götum. Slökkt var á öllum frægu neonljósaskiltunum umhverfis torgið til þess að koma í veg fyrir að kviknaði í gasinu út frá þeim. Leggja varð niður ferðir neðan- jarðarlestanna um svæðið, eftir að gas hafði streymt niður í lestar- göngin. Að sögn talsmanna lestarfyrir- tækisins átti allt að vera komið í samt lag um ferðir lestanna í morgun, mánudag. Sveshnikov sigraði í Hastings Hastings, Knglandi, 14. janúar. AP. EVGENY Sveshnikov frá Sovétríkj- unum sigraði á stórmeistaramótinu í Hastings, sem nú var haldið í 60. sinn og varð 1200 sterlingspundum ríkari eftir. Sveshnikov hefur ekki fyrr teflt á Hastings-mótinu sem er hið elzta í heimi. Fjórir voru í öðru sæti, Banda- ríkjamennirnir Joel Benjamin, og John Fedorwiwicz, Stefán Djuric frá Júgóslavíu og James Plaskett frá Englandi. Veður víöa um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcefona Berltn BrUssel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Luxemborg Malaga Mallorka Miami Moskva New York Ostó París Peking Reykjavík Rio de Janeíro Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tókýó Vínarborg Þórshöfn 0 skýjað +7 skýjað 8 skýjað 1 léttskýjaö -10 skýjaó +5 heiöskírt +2 skýjaö 1 skýjað -2 snjókoma -8 skýjaó +4 snjókoma +13 heiöskírt 17 heiðskírt 18 skýjaö +7 snjókoma 19 léttskýjað 10 rigning +1 skýjaö 21 heiðskírt +12 þokumóöa 11 léttskýjað 7 rigning 20 skýjaö +9 heiöskírt 2 skýjaó +7 heiöskírt +4 heiðskírt 0 heiöskírt 3 hélfskýjaö 33 skýjaó 7 skýjað +5 heiðskirt 28 heiöskirt 8 heiöskírt +9 skýjaö 5 léttskýjaö AP/Símamynd Ljósmyndari tekur mynd af líki líbýska sendimannsins, sem enn heldur á byssunni í hendi sér. Talið er líklegt að hann hafi náð að særa banamann sinn. Róm: Banamanns Líbýu- mannsins leitað Kóm, 14. janúar. AP. ÍTALSKA lögreglan leitar enn að banamanni líbýska sendiráðsmannsins, sem felldur var fyrir utan heimili sitt í Róm í gær, sunnudag. Sendimaðurinn skaut á morðingjann og er talið, að hann sé særður. Líbýski sendimaðurinn, Farag Omar Makhyoun, var myrtur úti á götu skammt frá heimili sínu en áður tókst honum að grípa til byssunnar og líklega særa bana- mann sinn tveimur skotsárum. Er morðingjans nú leitað ákaft og sérstaklega vel fylgst með sjúkra- húsum og læknum, sem morðing- inn kynni að leita til vegna sára sinna. Segir lögreglann um hann, að hann sé vafalaust „þrautþjálf- aður drápsmaður" vegna þess hve vel hann hitti i öllum fimm skot- unum. Hringt var í skrifstofu AP- fréttastofunnar í London og sagt, að Alborkan-samtökin bæru ábyrgð á morðinu en alborkan á arabísku þýðir eldfjall. Þessi sam- tök kváðust í fyrra bera ábyrgð á morði líbýska sendiherrans í Róm og á árás á einn helsta aðstoðar- mann Khadafys. Leikur lögregl- unni grunur á, að þessi samtök séu skipuð fylgismönnum Mousa Sadr, trúarleiðtoga shíta, sem hvarf þegar hann var í heimsókn í Líbýu árið 1978. Alvarlegur orku- skortur í Rúmeníu Verulega dregið úr iðnframleiöslu og einkabflaakstur bannaður Búk.rCNt, Kúmeníu, 14. j*nú*r. AP. TILKYNNT var í Kúmeníu í dag, að iðnframleiðslan yrði dregin verulega saman og gripið til annarra orkuspar- andi aðgerða tii að koma í veg fyrir að orkukerfiö í landinu brysti undir álag- inu. Kom þessi tilkynning á fimmta degi algers banns við einkabílaakstri í landinu, sem er einsdæmi jafnt þar sem annars staðar. Ákvörðunin um að draga úr iðnframleiðslunni var tekin á skyndifundi kommúnistaflokksins í gær, sunnudag, sem Ceausescu, for- seti, stjórnaði. Var fundurinn hald- inn í kjölfar frétta um að raforku- kerfið í Rúmeníu hefði verið komið Merkilegar sáraumbúðir settar á markað í Svíþjóð „Veiða upp“ bakteríurnar úr sárinu og flýta þannig fyrir lækningu í SVÍÞJÓÐ hafa verið kynntar nýjar aðferðir við meðhöndlun sára, sem felast raunverulega í því, að bakteríurnar eru „veiddar upp“ úr sárinu með sérstökum sárabindum. Eru höfundarnir tveir prófessorar við Upp- salaháskóla, Stellan Hjertén og Torkel Wadström, en þeir unnu að þessari uppgötvun í samvinnu við sérfræðinga LIC Hygien, einnar deildar LIC, Innkaupastofnunar sænskra sveitarfélaga. Nýju aðferðirnar koma að jafn miklu gagni þótt um sé að ræða bakteríur, sem ónæmar eru orðnar fyrir venjulegum lyfjum. Nýju aðferðirnar byggjast á því, að flestar bakteríur, sem valda sjúkdómum, eru mjög vatnsfælnar eða hrinda öllu heldur frá sér vatni. Sem dæmi má nefna, að 97% klasagerla, sem valda blóðeitrun, fælast vatn en þessir sömu gerlar loða hins vegar við önnur vatnsfælin efni eins og t.d. fitusýrusam- eindir. Nýju sárabindin kallast Sorb- act 105 og standa tölurnar fyrir það, að sár með 105 eða 100.000 bakteríum eru talin „sýkt“. Á bindunum er efni, sem kallast DACC, vatnsfælin fitusýra, sem er mikið notuð í matvælaiðnaði, en undir því er gljúpt tréni, sem drekkur í sig vessa úr sárinu. Þegar Sorbact-bindi er sett á sár dragast bakteríurnar að því eins og járnsvarf að segli og því oftar sem skipt er um bindi, þeim mun betri verður árangur- inn. Þegar sárið er tekið að gróa er óhætt að nota venjuleg sára- bindi. Sorbact hefur verið notað með góðum árangri á nokkrum sjúkrahúsum í Svíþjóð og jafnvel við brunasár, sem hafa verið svo sýkt, að ógerlegt hefur verið að græða nýtt skinn í staðinn. Eng- ar hliðarverkanir fylgja notkun Sorbact og sölt og fjörefni loða ekki við það. Engin hætta er heldur á því að þessi nýja aðferð ýti undir myndun nýrra og sterkari bakteríuafbrigða, og ekki þarf að óttast, að sjúkl- ingarnir fái ofnæmi fyrir bind- inu. Þar sem bakteríurnar loða fast við efnið munu þær ekki dreifast um sjúkrahús eða heimahús og því einfalt mál að eyða þeim. Sorbact er m.a. notað þegar um er að ræða slæmt mar, opið sár og á skurði eftir aðgerð. Hef- ur verið leitað eftir einkaleyfi á þessum sárabindum um allan heim og hefur það þegar verið veitt í nokkrum löndum. (The Swcúi.sh lnlcrnation.l Press Bureau.) að því að bresta nokkrum sinnum í síðasta mánuði. Eru ástæðurnar fyrir álaginu sagðar vera kuldarnir að undanförnu og tíðar bilanir í raforkuverum sem brenna kolum. Samkvæmt tilskipun stjórnar- innar verður vinnutilhögun breytt í verksmiðjum þannig, að þar sem áður var unnið á þremur átta tíma vöktum verður nú aðeins unnið á tveimur sex tíma vöktum „til að tryggja jafna daglega orkunotkun". f öðrum atvinnurekstri ýmsum verður aðeins unnið í 3—5 daga í viku og starfsfólki á skrifstofum ríkisins og öðrum stofnunum hefur verið skipað að miða starfið við dagsbirtuna. Veitingahús mega alls ekki hafa opið lengur en til níu á kvöldin og leikhús eiga að minnka rafmagnsnotkunina „þegar hún er hvað mest á kvöldin". Ekki þykir alveg ljóst við hvað er átt með því. Viðbrögð rúmenska sjónvarpsins við rafmagnsskömmtuninni voru þau að skera niður útsendingartíma úr 24 stundum á sólarhring á tveimur rásum í sex stundir á einni. Rúmenar hafa mátt sætta sig við rafmagnsskömmtun á hverjum vetri í mörg ár en nú þykir flestum keyra um þverbak. Fólk er strang- lega varað við að láta loga óþarfa ljós í íbúðum sínum og rafmagnið er tekið af öðru hverju. Um síðustu helgi voru mörg hverfi í Búkarest án götuljósa og þar sem akstur einkabíla er bannaður var heldur draugalegt yfir að lita. Svo vildi einnig til, að samtímis þessum að- gerðum hurfu ljósaperur úr versl- unum og rafmagnsofnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.