Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 26

Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 26
26 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Yfirréttur í London: Faðirinn og kona hans fá umsjón Cotton litlu London, 14. janúar. AP. færtingarsjúkrahúsi í Barnet-hverfi í norðurhluta London. YFIRRETTUR í London úrskurö- aðí í dag, að stúlkubarn það sem kona nokkur þar í borg gekk með og ól fyrir fáum dögum gegn greiðslu, skyldi afhent loður sínum og konu hans, sem er óbyrja. Mál stúlkubarns þessa hefur vakið feiknarlega athygli í Bret- landi, en þetta er í fyrsta sinn, sem vitað er að kona er tækni- frjóvguð í því skyni að ganga með barn og ala það fyrir aðra konu gegn greiðslu. Konan, sem þennan greiða gerði ónafn- greindum bandarískum hjónum, heitir Kim Cotton og er 28 ára gömul. Er sagt að hún hafi feng- ið greidd 14 þúsund sterlings- pund (jafnvirði um 650 þúsund íslenskra króna) fyrir viðvikið. f úrskurði dómarans, sem hef- ur fordæmisgildi því mál af þessu tagi hefur ekki áður komið til kasta dómstóla í Bretlandi, segir að faðirinn og kona hans séu fólk sem fyllilega sé treyst- andi fyrir barninu, þau séu mjög samrýnd og samhuga og búi við góða atvinnu og tekjur og eigi fallegt heimili. Konan, sem alið hefur barnið og er náttúrleg móðir þess, óskar hins vegar ekki eftir því að annast það. í úrskurði dómarans segir enn fremur, að ýmis siðferðileg álita- efni tengist þessu máli, en það sé ekki í verkahring dómstólsins að skera úr þeim. Þegar stúlkubarnið, sem bresk blöð nefna „Baby Cotton" fædd- ist á dögunum var það tekið í umsjón félagsmálastofnunar í Barnet-hverfi í norðurhluta London þar sem vafi þótti leika á því hvort viðskipti ungfrú Cott- on og bandarísku hjónanna væru lögmæt. Heilbrigðisráðherra Breta segir, að innan tveggja vikna sé að vænta ákvörðunar stjórnvalda um það hvort sett verði sérstök lög sem banna kon- um að leigja móðurkvið sinn. Ný landsstjórn tekur til starfa í Færeyjum Styðst við minnsta mögulega þingmeirihluta fjögurra flokka Póreböfn, 14. janúar. Frá Jogvan Arge, fréttaritara Mbl. í FÆREYJUM hefur í fyrsta sinn verið mynduð fjögurra flokka landsstjórn. Á föstudag var fyrsti starfsdagur landsstjórnarinnar eftir örlagaríkar stjórn- armyndunarviðræður, sem ollu því að samstarf hinna tveggja lögþingsmanna Kristilega þjóðarflokksins rofnaði. Sautján af 32 lögþingsmönnum styðja samsteypustjórnina, en það er minnsti mögulegi starfhæfur meirihluti í lögþinginu. Atli Dam var kjörinn í embætti lögmanns á nýjan leik. Hann gegndi lögmannsembættinu áður frá 1970 til 1980, þá í öðru vísi samsettum samsteypustjórnum. Nýja landsstjórnin mun frá upphafi fylgja strangri efna- hagsstefnu og leggja áherslu á víðtæk áhrif á stjórn efnahags- mála og fjárfestingar, bæði hjá einkaaðilum og hinu opinbera, jafnframt því sem leitast verður við að minnka erlendar skuldir landsins. Kona situr nú í fyrsta sinn í landsstjórn Færeyja. Er það Jong- erd Purkhus, sem er verkfræðing- ur að mennt, og eru það fjármál og heilbrigðismál, sem verða undir stjórn hennar. Formaður Kristilega þjóðar- flokksins, Adolf Hansen, styður ekki þessa stjórn. í stjórnarmynd- unarviðræðunum upphófst rimma um það í flokknum, hvernig stjórnarþátttöku skyldi háttað. Þegar formaðurinn fékk ekki vilja sínum framgengt, rauf hann allt samstarf við flokksbróður sinn og lögþingsfulltrúa, Þórð Niclasen, sem styður stjórnina. Verið getur þó, að formaðurinn styðji stjórn- ina í einstökum málum, sem fram verða lögð. Fylgi stjórnarflokkanna á lög- þinginu er með eftirfarandi hætti: Atli Dam Jafnaðarflokkurinn hefur átta þingmenn, Lýðveldisflokkurinn sex þingmenn, Sjálfstýriflokkur- inn tvo þingmenn og Kristilegi þjóðarflokkurinn einn þingmann. Stjórnarandstöðuna skipa sjö þingmenn Fólkaflokksins, sjö þingmenn Sambandsflokksins, auk kristilega lausagangsmanns- ins, Adolfs Hansen. Brasilía: Tímamótakosningar Brasilíu, 14. juúir. AP. ÞEGAR fjölmennasta þjóð Suð- ur-Ameríku kýs fyrsta borgara- lega forseta sinn síðustu tuttugu árin, á morgun, þriðjudag, munu kosningar að vísu verða óbeinar, en fæstir Brasilíumenn draga í efa að með kosningum þokist þcir á ný í átt til lýðræðis og hugs- anlegs bata í efnahagsmálum. Flestir spá sigri frambjóð- anda stjórnarandstöðunnar Tancredo Neves sem er sjötíu og fjögurra ára að aldri. Hann hefur ferðast um landið þvert og endilangt upp á síðkastið og verið óþreytandi að fullvissa kjósendur um sigur yfir fram- bjóðanda Sósíaldemókrata Sal- im Malif, en hann hefur notið stuðnings herstjórnarinnar. Sigurvegari kosninganna verður að tryggja sér meiri- hluta 686 atkvæða þeirra kjör- manna, sem öldungadeildin og fulltrúadeildin velja til að kjósa forseta. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma hefur Neves þegar tryggt sér þennan meirihluta. Að sögn fréttaskýrenda gæt- ir nú meiri almennrar bjart- sýni meðal Brasilíumanna en um langa hríð og eru miklar vonir bundnar við forsetakjör- ið. Verðbólga var á sl. ári á þriðja hundrað prósent í land- inu og atvinnuástand hefur verið hið versta og mjög víða í landinu búa tugþúsundir og fleiri við sára neyð vegna skipulagsleysis sem kennt er stjórnvöldum. Margrét af sjúkrahúsi London, 14. janúar. AP. MARGRÉT Bretaprinsessa fór af sjúkrahúsi í London á sunnudags- kvöld eftir að hafa gengist undir lungnaskurð fyrir nokkru. Fréttamenn segja að prinsessan hafi verið föl og tekin þegar hún gekk niður spítalatröppurnar og að bílnum sem ók henni til Kens- ingtonhallar. Prinsessan er stór- reykingarmanneskja og var óttast að æxli sem fannst í öðru lunga hennar væri illkynjað. Að upp- skurði loknum var sagt frá því að svo hefði ekki verið. Bangladesh: Manntjón í járn- brautarslysi Dhaka, 14. janúar. AP. TVÆR járnbrautarlestir rákust á í hafnarborginni Khulna 350 km suð- vestur af Dhaka, höfuðborg Bangla- desh, í gær. Fréttum ber saman um að manntjón hafi orðið, en ekki hef- ur enn verið skýrt frá því hversu margir hafi látið lífið. Mikill eldur kom upp í nokkrum vagnanna skömmu eftir slysið og gerði það björgunarmönnum og slökkviliðsfólki enn erfiðara um vik. Talsmaður járnbrautanna í Bangladesh sagði að nú væri vitað að 27 hefðu látist og að minnsta kosti fimmtíu slasast, margir al- varlega. Samkvæmt fyrstu frétt- um var talið að allt að hundrað og fimmtíu hefðu látist og enn fleiri slasast. Mikil skelfing greip um sig eftir slysið og margir slösuðust þegar þeir í angist og fáti reyndu að brjóta upp lestarglugga og stökkva út. Aukinn stuðn- ingur CIA við skæruliða Wa.shington, 14. janúar AP. BANDARÍSKA leyniþjónustan ætlar að styðja skæruliða í. Afganistan með 250 milljónum dollara á þessu ári og verður það mesta verkefni hennar frá dögum Víetnamstyrjald- arinnar að sögn stórblaðsins „The Washington Post“. Fjárstuðningurinn við skæru- liða, sem er þrefalt meiri en Reag- an forseti bað upphaflega um, er rúmlega 80% af árlegum útgjöld- um leyniþjónustunnar til leyni- legra verkefna að sögn Post, sem ber fyrir sig 20 heimildamenn, sem þekkja áætlanir CIA. Með fénu á að sjá skæruliðum fyrir vopnum, skotfærum, fatnaði, sjúkragögnum og mat og er talið, að það muni gera 2—300.000 skæruliðum kleift að berjast gegn sovéska innrásarliðinu. Á sama tima og aðstoðin við skæruliða í Afganistan hefur auk- ist hefur hún að sama skapi minnkað við skæruliða í Nicar- agua vegna mikillar andstöðu við hana í þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.