Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985
41
Ágúst Elís-
son - Minning
Fæddur 25. ágúst 1903.
Dáinn 2. janúar 1985.
Mig setti hljóða er síminn
hringdi annars dags hins nýbyrj-
aða árs og mér tilkynnt lát föð-
urbróður míns, sem daginn áður
hafði hringt til að óska gleðilegs
árs hress og spaugsamur að
vanda. Enn einu sinni sannast
hvað vegir guðs eru órannsakan-
legir og hvað við mannanna börn
vitum lítið um þá leið sem hverj-
um og einum er ætluð. Föðurbróð-
ir minn Ágúst Elísson var fæddur
25. ágúst 1903 að Berserkseyri í
Eyrarsveit, Snæfellsnesi, sonur
hjónanna Elísar Guðnasonar og
Gróu Herdísar Hannesdóttur sem
þar bjuggu. Ágúst var næstyngst-
ur níu systkina. Af þeim hópi
systkina eru átta látin. Eftir lifir
einn bróðirinn, Bæring, fyrrum
bóndi í Bjarnarhöfn, Snæfellsnesi,
nú búsettur í Stykkishólmi. Ég
man fyrst eftir Gústa frænda á
heimili foreldra minna þegar ég
var lítil telpa. Alltaf var hann jafn
kátur og gamansamur svo manni
þótti gott að vera í návist hans
enda afar barngóður maður. Ág-
úst giftist 2. ágúst 1946 Maríu Sól-
veigu Helgadóttur, en hún andað-
ist 2. júlí 1982. Þau eignuðust eina
dóttur barna, Þórdísi. Var hún
mikill gleðigjafi foreldra sinna.
Eftir að Ágúst fluttist til Reykja-
víkur vann hann lengst af hjá
Vatnsveitu Reykjavíkur eða þar
til hann varð 74 ára. Ágúst var vel
látinn af vinnufélögum og átti
hann þar góða vini. Öll þessi
mörgu ár mannsævinnar höfum
við Ágúst alltaf átt samleið svona
annað slagið búsetuár okkar
beggja hér í Reykjavík, og alltaf
var samgangur á milli heimila
okkar. Þessi fáu orð mín eiga ekki
að vera neitt æviágrip, aðeins
kveðjuorð til frænda míns fyrir
góðar minningar á samleiðinni.
Ég vil að lokum kveðja hann með
orðum skáldsins Grétars Fells og
segi:
Haföu svo þakkir
og haltu för
áfram um undraheima.
Týnast má allt,
sem var tál og hjóm.
Aðeins gullið skal geyma.
Dóttur hans, tengdasyni, barna-
börnum og öðrum vandamönnum
færi ég samúðarkveðjur.
Helga Hannesdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 1985
verður jarðsettur í Reykjavík
tengdafaðir minn, Ágúst Elísson
verkamaður.
Ekki þekkti ég Ágúst lengi,
heldur aðeins átta síðustu árin, og
er það þó allnokkur tími. Ég held
að hann hafi verið gæfumaður í
lífinu. Ékki vegna þess að hann
hafi átt svo mikið, heldur vegna
þess að hann kunni að njóta þess,
sem hann átti. Hann var ætíð
rólegur og ljúfur í framkomu, og
var lítið fyrir að taka þátt í
kapphlaupinu um heimsins gæði.
Lífsglaður var hann alla tíð.
Ágúst fæddist að Berserkseyri í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi
skömmu eftir aldamótin. Hann
var næstyngstur níu systkina og
hóf snemma að hjálpa til við bú-
skapinn, eins og venja er til sveita.
Ungur fluttist hann til Reykjavík-
ur og starfaði þar allt sit líf sem
verkamaður, lengst af hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur. En sveitin og
sveitalífið átti þó ætíð mjög sterk
ítök í honum.
Hann kvæntist fremur seint,
liðlega fertugur, en kvæntist þá
góðri konu, Maríu Sólveigu Helga-
dóttur, en hún andaðist í júlí 1982.
Þau hjónin áttu eina dóttur, Þór-
dísi, og er það þar sem ég kem í
spilið. Fyrstu kynni okkar Ágúst-
ar hefðu getað endað hræðilega.
En þannig var, að á' fyrsta stefnu-
móti okkar Dísu sprakk ekki einu
sinni á bílnum, heldur tvisvar,
þannig að ég varð að skilja hann
eftir fyrir utan heimili þeirra
hjóna og ganga heim. Síðar heyrði
ég sögurnar af viðbrögðum Ágúst-
ar morguninn eftir, þegar hann sá
að bíllinn var enn fyrir utan.
Ágústi þótti einkar vænt um
dóttur sína, og hún unni föður sín-
um. Þegar fyrsta barnabarnið
kom, litla María Sólveig, dökk-
hærð og brúneygð eins og mamm-
an, varð afi yfir sig hrifinn. Hún
varð strax sólargeislinn hans afa
síns, og nú tæplega fjögurra ára
hefur hún sennilega mest misst af
okkur öllum. Betri afa var vart
hægt að hugsa sér. Yngstu börnin
okkar tvö fá nú aldrei að njóta afa
síns.
En nú er best að gera eins og
Ágúst, njóta þess sem maður hef-
ur, en hugsa ekki um það sem
maður hefur ekki. Við eigum góð-
ar minningar um góðan pabba og
afa. Guð geymi hann um alla
framtíð.
Tengdasonur
Friðrikka Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 15. september 1897
Dáin 5. janúar 1985
Ætíð er það svo, að þegar hinn
slyngi sláttumaður heggur skörð í
vinahópinn, að okkur setur hjóð.
Svo var einnig er ég frétti lát
kærrar vinkonu minnar, Friðrikku
Sigurðardóttur. Hún fæddist á
Krossi í Mjóafirði 15. september
1897, dóttir hjónanna Sólveigar
Gísladóttur og Sigurðar Þor-
steinssonar útvegsbónda.
Hún var elst af ellefu systkin-
um, en upp komust átta þeirra.
Barn að aldri flyst hún með fjöl-
skyldu sinni að Nesi í Norðfirði.
Þar ólst hún upp. Ung felldu þau
hugi saman, hún og eftirlifandi
eiginmaður hennar, Ingvar
Pálmason, sem síðar varð útgerð-
armaður og skipstjóri og gengu
þau í hjónaband árið 1920.
Foreldrar Ingvars voru Ólöf
Stefánsdóttir og Pálmi Pálmason
kaupmaður á Norðfirði. Friðrikka
og Ingvar eignuðust fjögur börn,
Auði Halldóru, er lést fimm ára,
Auði, gift Sigurði Eiríkssyni,
Pálma, búsettan vestanhafs, Sig-
urð, giftan Vélaugu Steinsdóttur.
Einnig ólu þau upp systurdóttur
Friðrikku, Björgu Sigurðardóttur,
frá sex ára aldri og var hún alltaf
sem ein af börnum þeirra. Hennar
maður var Guðmundur Jónsson
frá Norðfirði sem nú er nýlátinn.
Friðrikka eignaðist ellefu
barnabörn og sjö barnabarnabörn,
sem öll nutu ástar og umhyggju
hennar. Árið 1939 flyst fjölskyld-
an til Reykjavíkur. En síðustu sex-
tán árin höfum við alltaf vitað
hvor um aðra, þar sem við bjugg-
um við sömu götu og var mikil
vinátta okkar á milli. Friðrikka
var mjög glæsileg og tíguleg kona
og hélt því til hinsta dags. Hún
var einstaklega gamansöm og
skemmtileg kona, sem var mann-
bætandi að kynnast. Þrátt fyrir 45
ára aldursmun var eins og við
jafnaldra að tala. Hún var höfð-
ingi heim að sækja og aufúsugest-
ur er hana bar að garði og það er
vinur minn Ingvar líka.
Friðrikka bjó manni sínum og
börnum hlýlegt og gott heimili,
síðast í Barmahlíð 20 og starfið
var fyrst og fremst að vera eigin-
kona, móðir og amma enda var
hún bjargið sem alltaf var hægt
að treysta á. Gaman var að sjá
tilhlökkunina hjá þeim, þegar ver-
ið var að undirbúa sumarferð
heim á æskustöðvarnar til Bjarg-
ar.
Barmahlíðin var tómleg, þegar
þau fluttu fyrir tveimur árum á
Hrafnistu. Enn sest söknuður að.
Nú er hún horfin en minningarnar
geymast um ógleymanlega konu.
Elsku Ingvar minn, innilegar sam-
úðarkveðjur til þín og fjölskyldu
þinnar.
Ég fel í forsjá þín,
guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
ðll börnin þín svo blundi rótt.
(Matth. Jochumsson.)
Sigríður á 16
Tengd
vero-
tryggingu
Há og örugg ávöxtun.
Kjörbókin gefur 35% ársvexti strax frá
innleggsdegi.
Verðtrygging.
Til að tryggja öryggi Kjörbókarinnar er
ávöxtun hennar borin saman við ávöxtun 6
mánaða vísitölutryggðra reikninga í árslok.
Ef vísitölutryggðu reikningarnir ávaxta bet-
ur fær Kjörbókareigandi verðtryggingar-
uppbót að viðbættum gildandi ársvöxtum 6
mánaða vísitölutryggðra reikninga.
LANDSBANKINN
Græddur cr geymdur eyrir