Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 55

Morgunblaðið - 15.01.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANtJAR 1985 55 Fulltrúar sjómanna á fundi forsætisráðherra: Gæti komið til af- skipta stjórnvalda — en æskilegast að kjaradeilan leysist á milli samningsaðila, segir forsætisráðherra FULLTRÚAR sjómanna gengu á fund forsætisráðherra í gær- morgun og gerðu honum grein fyrir stöðu mála í kjaradeilum sjómanna, en þeir sendu forsæt- isráðherra bréf fyrir áramót þar sem gerð var grein fyrir kröfum sjómanna. Forsætisráðherra sagði aðspurður, að sjómenn hefðu gert sér frekari grein fyrir kröfum sínum og farið fram á, að stjórnvöld hefðu afskipti af þeim. Hann sagði alls ekki úti- lokað að til afskipta stjórnvalda kæmi. Málin væru nú til með- feröar hjá Ríkissáttasemjara og æskilegast væri, aö ósk um af- skipti stjórnvalda kæmi fram sameiginlega frá sjómönnum og viðsemjendum þeirra, ef sam- komulag næðist ekki án þeirra. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, einn þeirra þriggja sem gengu á fund forsætisráð- herra í gærmorgun, sagði í við- tali við blm. Mbl., að þeir hefðu fyrst og fremst bent á kostnað- arhlutdeild, því nú væri svo komið að 40% af heildarfisk- verði væru greidd til útgerðar utan skipta. í því sambandi hefðu þeir bent á að sjómenn væru ekki búnir að gleyma lof- orðum stjórnvalda við upp- stokkun sjóðakerfisins 1976. Þá hefðu sjómenn fallist á að lækka skiptaprósentuna um 4% gegn loforðum um lagfæringu. Nú er staðan svipuð og árið 1976 nema að sjómenn væru í dag 4% fá- tækari. Þá sagði Guðmundur, að rætt hefði verið um fæðiskostnað en í tengslum við kjarasamninga 1982 hefðu verið gefin loforð af þáverandi sjávarútvegsráð- herra, þ.e. núverandi forsætis- ráðherra, þess efnis að meðal- fæðiskostnaður sjómanna skyldi greiddur að minnsta kosti að 90% hluta af Aflatryggingar- sjóði. Nú hefðu mál þróast þannig að meðalgreiðslur frá áhafnadeild Aflatryggingasjóðs stæðu ekki orðið undir nema 50—60% af fæðiskostnaðinum. Fulltrúar sjómanna á fundi með forsætisráðherra. Talið frá vinstri: Óskar Vigfússon, Hafþór Rósmundsson, Guðmundur Hallvarðsson og forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson. Þá gerðu fulltrúar sjómanna forsætisráðherra grein fyrir stöðu lífeyrissjóðsmála, sem Guðmundur sagði að mikið óréttlæti fælist í að meiningu sjómanna. Aðspurður sagði Guðmundur að forsætisráð- herra hefði tekið undir það með þeim að skoða lífeyrissjóðsmálið og fæðiskostnaðinn, en að hann hefði lítið viljað gefa út á af- skipti af kostnaðarhlutdeildinni. Guðmundur sagðist ennfremur hafa gefið forsætisráðherra inn- sýn inn í stöðu kjaradeilu far- manna og bent honum á, að þar gætu verið framundan átök, ef útgerðarmenn færu ekki að koma til móts við sjómenn í þeim deilum. Kók selt í plastumbúðum Verksmiójan ViTilfell hefur nú hafió innflutning á kóka kóla í plast- umbúðum. Er drykkurinn seldur í eins og hálfs lítra plastflöskum, sem kosta 49.90 krónur. En einn lítri af kóka kóla í glerflösku kostar 39,70 krónur, með gleri sem neytandinn getur selt aftur á 8 krónur. Verðið er því nokkurn veginn sambærilegt, sama hvorar umbúð- irnar eru keyptar, og hafa nokkrar verslanir, þar á meðal Hagkaup, hafið sölu á plastflöskunum. Að sögn Kristjáns G. Kjart- anssonar, eins af framkvæmda- stjórum Vífilfells, er hér um til- raunainnflutning að ræða. „Við fluttum inn nokkur hundruð kassa fyrir jólin og það mun síðan ráð- ast af viðbrögum viðskiptavina hvort því verður haldið áfram eða farið út í innienda framleiðslu á þessum umbúðum," sagði Krist- ján. Hann sagði ekkert ákveðið um það, hvort fólki yrði borgað fyrir að skila plastumbúðunum tómum til innflytjandans eða annarra að- ila, enda of snemmt að segja til um vinsældir þeirra. En þar sem plast þykir ekki eiga góða samleið með móður náttúru, er víða erlendis borgað fyrir að skila inn notuðum plastumbúðum, þó að ekki sé hægt að selja þær aftur í búðum, líkt og glerið. IVECO 6x6 Með drifi á öllum Um leið og við óskum Kristni Andréssyni á Blönduósi til hamingju með nýja IVECO bílinn sinn, þá viljum við nota tækifærið og bjóða nokkra IVECO 260.32 AHW bíla á sérstöku kynningarverði, sem enginn fær staðist: Kr. 2.900 þús. (gengi 1.1.85) Tæknilegar upplýsingar: Vél: 320 hö, 7.5 tonna burður að framan, 1200 x 20 dekk, jafnvægisstangir og allur annar búnaður eftir því. Hafið samband við okkur og fáið sendan bækling á íslensku. FUNAHÖFÐA 1 - REYKJAVÍK S. 91-685260 4 Utsalaner í fullum gangi! r\rr IPnn \/irrKi og krónan enn meiravirön Dæmi um verð Herra-peysa Herra-jakki Herra-ullarpeysa Herra-gallabuxur Dömu-skyrta Dömu-peysa Dömu-bolur Dömu-náttkjóll Dömu-buxur Dömu-buxur Barna-flauelsbuxur Barna-denimbuxur Barna-peysa Barna-jakki Barna-frottégalli Aður -749.00 1.989:00 -549:0(7 ^889:00" -699.00 -689:00 -48900 48900 •689.00 -98909' 44909 47900" -689^)0 4r599r60— -849.00 Nú 499.00 1.589.00 399.00 699.00 499.00 399.00 299.00 299.00 499.00 689.00 299.00 299.00 359.00 898.00 149.00 Dæmi um verð Aður Bolli og undirskál 143.00 Drykkjarkönnur -79:90" Glös 49.90 ' Teygju-frottélök -853:00 Litabækur -7.25 " Myndabækur -87.95~ Borðkerti (6 stk. í pakka) -36.90 Kubbakerti (7x12 sm) -79.90 Leikfimiskór leður -229:00 " Herra-leðurskór 4489.00 Tréklossar 469.00 ' Barnakuldaskór -789.00 ' Nú 99.90 59.90 29.90 199.00 4.25 19.90 32.90 49.90 159.00 889.00 299.00 599.00 HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.