Morgunblaðið - 16.01.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985
losnað af Goðafossi. Ólafur var í
koju, en var vakinn og beðinn að
koma og reyna að festa bátinn.
Hann gekk vasklega að verki að
vanda, en í því að binda átti bát-
inn kom alda og tók bátinn og Ólaf
með í hafið. Þannig var þessu lýst
fyrir okkur. Það hafði ekki verið
hægt að senda skeyti eða tilkynna
um slysið á neinn hátt fyrr en
komið var að landi. Það var mikil
sorg á heimilinu. Sigga stóð uppi
með þrjú lítil börn og húsið var að
miklu leyti í skuld. Að auki var á
heimili hennar stúlka sem verið
hafði í vist hjá þeim. Hún hafði
átt barn nokkrum mánuðum áður
og átti nú hvergi höfði sínu að
halla og var á heimilinu um tíma.
Sigga átti gott fólk að sem hjálp-
aði henni yfir erfiðasta hjallann.
Kristján bróðir hennar kom þar
mjög við sögu. Húsinu hélt hún, en
seldi smám saman íbúðirnar og
flutti svo 1964 í íbúð sem hún
keypti sér við Álfheima.
í Álfheimunum bjó Ingibjörg
dóttir hennar með Sigríði og
tveim börnum Ingibjargar, þeim
Sigurmundi og Sigríði. Ingibjörg
vann úti en Sigríður leit eftir
börnunum. 19. júní 1964 varð Sig-
ríður fyrir því áfalli að missa son
sinn. Hann féll út af togara og
drukknaði. Hann átti unnustu og
þriggja mánaða gamlan son. Son-
ur hans heitir Ingvi Sævar. Hjá
Sigríði ólst upp Olafur Jóelsson,
sonur Kristínar dóttur hennar.
Ólafur er nú stýrimaður á milli-
landaskipi. Að vissu leyti hefur
hann bætt Sigríði sonarmissinn
því hann hefur verið henni eins og
besti sonur alla tíð. Kristín dóttir
Sigríðar er sjúkraliði og búsett á
Akureyri. Hún var gift Jóni Þor-
geirssyni rafvirkja og eiga þau
þrjú börn: Jón, Vilborgu og Þor-
stein. Kristín hefur ætíð látið sér
annt um að allt sé með myndar-
brag á hennar heimili, rétt eins og
móðir hennar. Ingibjörg er einnig
sjúkraliði. Hún býr nú í Súluhól-
um 2, Reykjavík, og þangað flutt-
ist Sigríður með henni fyrir
nokkrum árum. Þegar heilsa
hennar tók að bila annaðist Ingi-
björg Sigríði af einstakri um-
hyggju. Sigríður hafði beðið hana
að lofa sér því að hún mætti vera
hjá henni alla tíð og við það stóð
Ingibjörg, þó það væri henni oft
erfitt því oft þurfti hún að sleppa
vinnu sökum þessa. Fjórða þessa
mánaðar veiktist Sigríður og var
flutt á Borgarspítalann og lést þar
eftir tvo daga.
Sigríður var hér á heimili okkar
á ísafirði I nokkrar vikur á hverju
sumri í 14 ár og held ég að hún
hafi oft haft ánægju af því að
koma norður. Hápunktur ferðar-
innar var ætíð sá sami, við fórum
alltaf saman á æskustöðvarnar á
Fossá, þar sem ættfólk okkar býr
myndarbúi. Þar var dvalið í
nokkra daga og heimsóttir kær-
ustu staðirnir: Hörgsnesið, fossinn
og gamli bærinn meðan hann stóð
uppi. Eftir þessar ferðir var hún
endurnærð þó svo að heilsan væri
ekki alltaf í lagi. Oft var glatt á
hjalla þegar Sigga var I heimsókn
hjá okkur. Skemmtilegast þótti
henni þegar einhver spilaði á gítar
og sungin voru gömlu lögin: Suður
um höfin, Kvöldið er fagurt og
fleiri uppáhaldslög hennar. Söng-
ur og hljóðfæraleikur voru alla tíð
hennar yndi. Eftir 1977 gat hún
ekki komið oftar til ísafjarðar,
heilsa hennar leyfði það ekki.
Nú um jólin kom Sigríður dótt-
urdóttir hennar til landsins ásamt
manni og börnum, en þau búa i
Svíþjóð. Mikil ánægja var það
gömlu konunni að fá að sjá þau og
drengina. Elvar heitir sá eldri og
Bjarki litli var skírður á jólunum.
Barnabörnin voru henni öll svo
kær og litlu börnin þeirra.
Sigríður frænka er horfin af
sjónarsviðinu en minning hennar
lifir í huga þeirra sem þekktu
hana. Ég enda þessar línur með
erindi sem Sigurmundur faðir
hennar orti nokkru áður en hann
dó:
Deyja vil ég í drottins nafni
þá dauðann mér að höndum ber,
„með Guð í hjarta og Guð í stafni"
gefi það eilíf náðin mér.
Ég veit að þannig hefur Sigríður
einnig hugsað. lnga straumland
Minning:
Quðrún Elísabet
Olafsdóttir
Fædd 2. maí 1915
Dáin 4. janúar 1985
I dag, miðvikudaginn 16. janúar,
fer fram frá Fossvogskirkju útför
tengdamóður minnar, Guðrúnar
Elísabetar Ólafsdóttur.
Hún fæddist á Jörfa í Kolbeins-
staðahreppi þann 2. maf 1915,
dóttir hjónanna Agöthu Stefáns-
dóttur og Ólafs Erlendssonar
bónda og oddvita á Jörfa. Var hún
yngst þrettán systkina, en af þeim
eru sex lifandi.
Beta, en svo var hún jafnan
nefnd, giftist Ingimundi Guð-
mundssyni frá Þverholtum, Álfta-
neshreppi, Mýrum. Eignuðust þau
sjö börn, sem öll eru á lífi.
Þau eru: Ólafur, kvæntur
Hrefnu Carlsson, ólöf, gift Kára
Pálssyni, Guðmundur, kvæntur
Bettý Snæfeld, Svala, gift Gesti
Sigurgeirssyni, Þuríður, gift
Gretti Gunnlaugssyni, Gylfi,
kvæntur Þorgerði Tryggvadóttur,
Ómar, kvæntur Erlu Ragnarsdótt-
ur.
Ingimundur lést þann 29. ágúst
1981. Það var sár söknuður fyrir
Betu að missa mann sinn, enda
hjónaband þeirra byggt á ást og
umhyggju sem aðdáunarvert var
að fylgjast með. En það var samt
mikill léttir fyrir hana að halda
heimili með syni sínum, ómari,
eftir að Ingi lést.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
þau hjón í Borgarnesi, en árið 1942
fluttu þau til Reykjavíkur, og
bjuggu þar síðan. Fyrst þegar ég
kynntist þeim hjónum, fyrir u.þ.b.
30 árum, bjuggu þau í Efstasundi
79, en fluttu seinna þaðan á Mána-
götu 17. Að Ingimundi látnum bjó
Beta í Kambaseli 40, Reykjavík
ásamt yngsta syni sínum ómari,
konu hans og börnum þeirra
tveimur, en þau veittu henni
margar ánægjustundirnar I lífinu.
Ég minnist Betu ávallt með hlý-
hug og þakklæti. Hún hafði til að
bera þann góða eiginleika að öll-
um leið vel í návist hennar, ávallt
brosandi og ánægð.
Þær voru margar ferðirnar, sem
við fórum öll saman á sumrin til
að njóta útiveru við lækjarnið og
fjallavötnin fagurblá. Oft var far-
ið að Jörfa á æskuheimili Betu, en
þangað leitaði hugur hennar jafn-
an.
Ekki datt okkur samferðafólki
hennar í hug að hún væri að
kveðja þennan heim. Hún var
aldrei veik að manni virtist, en
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Fyrir u.þ.b. 5 til 6 mánuðum
fór hún að kenna sér lasleika, sem
endaði með erfiðri sjúkdómslegu á
Landakotsspítala síðustu fjóra
mánuðina.
Við hjónin vorum oft við sjúkra-
beð hennar þar, en erfitt var að
sætta sig við að hún væri á förum,
aldurinn var ekki það hár. Við
bjuggumst við mörgum góðum ár-
um framundan I návist hennar.
En huggun í harmi var æðruleysi
hennar og fallega brosið, sem
ávallt var fyrir hendi, þrátt fyrir
þjáningar, sem hún hlaut að líða.
Vil ég að lokum þakka öllu því
góða fólki á Landakotsspítala, sem
ávallt var tilbúið að gera allt fyrir
Betu sem hægt var og létta undir
með henni.
Ég þakka Betu, tengdamóður
minni, fyrir allar stundirnar í ná-
vist hennar.
Kári l’álsson
Að morgni hins 4. janúar sl. lést
I Landakotsspítala ömmusystir
mín, Guðrún Eliabet Ólafsdóttir,
eftir erfiða sjúkómslegu.
Hún var fædd á Jörfa í Kol-
beinsstaðahreppi, Hnappadals-
sýslu 2. maí 1915 og hefði því orðið
sjötug á vori komanda.
Foreldrar hennar voru hjónin
Agatha Stefánsdóttir og Ólafur
Erlendsson bóndi á Jörfa og
hreppsnefndaroddviti og sýslu-
nefndarmaður þeirra Kolhrepp-
inga.
Var Elísabet, en það nafn notaði
hún aðallega, yngst 13 systkina, en
af þeim komust 12 til manns. Þau
voru: Ingibjörg, Jónas, Erlendur,
Þuríður er lést í æsku, Þuríður,
Ágústa, Elínborg, Kjartan, Gunn-
ar, móðuramma mín Helga Lauf-
ey, föðuramma mín Valgerður
Sóley og Guðrún Elísabet sem var
yngst eins og áður sagði.
Ölst Beta, eins og hún var alltaf
kölluð, upp í glöðum og einstak-
lega samheldnum systkinahópi.
Hefur hvoru tveggja glaðværðin
og samheldnin haldist alla tíð sfð-
an svo einstakt er.
Árið 1933 kynntist hún eigin-
manni sínum Ingimundi Guð-
mundssyni er var fæddur í Þver-
holtum á Mýrum 17. maí 1906 og
ólst hann upp þar. Ingimundur
lést 1 Reykjavík 29. ágúst 1981.
Voru hjónin heima á Jörfa 1934 til
vors 1935 að þau fluttu til Borg-
arness. Til Reykjavíkur, þar sem
þau bjuggu síðan, fluttu þau 1942
og var til þess tekið að þau keyptu
strax eigið húsnæði.
Eins og oft er þegar hjón eru
hæfilega ólík þá voru þau mjög
samstillt og hjónaband þeirra ein-
staklega farsælt. Óskiljanlegt er
að okkur lúxusbörnum nútíma als-
nægtaþjóðfélags, hvernig hægt er
á tímum upp úr kreppu og heims-
styrjaldar, að ala upp stóran
barnahóp og gera að fyrirmyndar
þjóðfélagsþegnum og jafnvel af
launum einnar fyrirvinnu eins og
þau hjónin gerðu.
En með afburða hagsýni, reglu-
semi, samheldni og dugnaði hefur
kynslóð þeirra Elísabetar og Ing-
imundar komið upp til manns
þeirri kynslóð sem ber hita og
þunga þjóðfélagsins í dag. Þar
voru fólk eins og þau hjónin
fremst meðal jafninga. Geri aðrir
betur.
Alls eru afkomendur hjónanna
38, en þau eignuðust 7 börn. Þau
eru: ólafur, kvæntur Hrefnu Hag-
barðsdóttur Carlson, Ólöf, gift
Steingrími Kára Pálssyni, Guð-
mundur, kvæntur Bettý Jóhanns-
dóttur Snæfeld, Svala gift Gesti
Sigurgeirssyni, Þuríður gift Gretti
Gunnlaugssyni, Gylfti kvæntur
Þorgerði Tryggvadóttur og ómar
kvæntur Erlu Ragnarsdóttur. Eru
þau eins og Elísabet og hennar
systkini samstilltur systkinahóp-
ur og hafa smitandi glaðværð og
hressileika móðurinnar I ríkum
mæli.
Eins og áður sagði voru ömmur
mínar báðar systur Betu. Og þar
sem þær voru á svipuðum aldri þá
var enn nánara samband milli
þeirra en annars hefði verið, dag-
legt í senni tíð. Og þar sem móður-
amma mín hefur mest alla mína
ævi búið hjá foreldrum mínum, þá
man ég eftir Betu frænku eins
langt og sjálfum mér. Hef reyndar
alltaf litið á hana sem hálfgerða
ömmu mína líka.
Fáum hef ég kynnst sem hið
forna spakmæli Hávamála „Mað-
ur er manns gaman" átti betur við
en Betu frænku mína enda hafði
hún einstaklega gaman af að vera
á mannamótum og yfirleitt hrók-
ur alls fagnaðar með sinn drífandi
og upplifgandi hressileika. Sér-
staklega þótti henni gaman að
standa í, eða fylgjast með, hvers
konar framkvæmdum, og hvetja
til dáða, hvort sem var litlar hend-
Leiðrétting
í minningargrein hér í Mbl. á
laugardaginn var birtist erindi úr
ljóði, sem hefst með þessum orð-
um:
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir ...
Ljóð þetta er í greininni sagt
vera eftir V.B. Svo er ekki. Höf-
undur þess er Einar Benediktsson.
Það leiðréttist hér með.
ur að byggja kubbahús eða stórar
að byggja ibúðarhús. Ekki setti
maður sig úr færi ef Beta frænka
var í heimsókn. Hún hafði þann
ómetanlega hæfileika í ríkum
mæli að koma auga á skemmtilegu
hliðar hversdagsleikans. Og þar
sem hún var mjög greind og hafði
alla tíð lifandi áhuga á umhverfi
sínu og samferðamönnum þá hafði
hún þroskað með sér djúpt innsæi
í mannlegt eðli. Það var eins og að
sumt sem henni var sagt hefði hún
vitað fyrir eða a.m.k. búist við. Og
eins og oft er sagt um mikla húm-
orista þá var hún í reynd alvar-
lega þenkjandi og tók nærri sér
hvers konar mannlega ógæfu.
Ekki get ég ímyndað mér að Beta
frænka mín hafi nokkurn tíma
lagt stein i nokkurs manns götu.
Var líka sú manngerðin sem öllum
___________________________33_
vill gott gera og ekki má vamm
sitt vita, enda vammlaus.
Nú þegar hún er komin á annað
tilverustig, getum við sem kveðj-
um um sinn, þakkað samvistirnar
hérna megin við móðuna miklu.
Og örugglega munu áhrifin af við-
kynningunni, og minningarnar
vara, og ylja, ókoma tíð.
Aðstandendum votta ég innileg-
ustu samúð.
Viggó Jörgensson.
Lífið er leiðin til dauðans. Hvort
sem leiðin er löng eða stutt er
dauðinn það sem allir eiga víst.
Að lifa góðu lífi er gæfa. Gæfa
sem Guð gefur okkur, við njótum
og verum þakklát fyrir. Hennar
gæfa var að vera eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma, langamma.
Getum við hugsað okkur meiri
gæfu en hana sem við kveðjum í
dag með sárum trega, en þó hjart-
ans þakklæti fyrir að hafa verið
svo lánsöm að eiga. Fengið að
njóta og kynnast góða skapinu,
glettninni, gjafmildinni. Gæfa
barnanna að kynnast og eiga
ömmur er ómetanlegt nesti, sem
því miður allir fá ekki notið.
Stuttu en erfiðu sjúkdómsstríði er
lokið. Við kveðjum hana með
söknuði, en söknuðurinn er bland-
aður gleði, gleði yfir að hafa átt
hana.
Dýrlega þig dreymi
og drottinn blessi þig.
I>orgerður Tryggvadóttir
Minning:
Ida Jensson
Fædd 15. mars 1908.
Dáin 31. desember 1984.
tda Jensson var óvenjuleg kona.
Hún var fáguð í framkomu, hlý og
glöð í viðmóti og hafði jákvætt
viðhorf til manna og málefna.
Hún var líka óvenjuleg fyrir það
hvernig hún tók andstreymi.
Hennar vandamál urðu ekki
vandamál annarra. Reyndar var
ekkert í fari hennar sem gaf til
kynna að hún hefði yfirleitt kom-
ist í snertingu við andstreymi. Þó
missti hún föður sinn barnung,
eiginmann sinn eftir örfá ár í
hjónabandi og dóttur sína og
einkabarn í blóma lífsins úr kvala-
fullum og erfiðum sjúkdómi.
Mér hefur alltaf þótt sem þessi
frænka mín og systir hennar, Em-
ilía, væru eðalbornar, hvor með
sínum hætti. Annarsvegar vegna
ytri reisnar og hinsvegar vegna
kurteisi sem kom að innan og eðl-
islægrar hæversku. Þær hreyktu
sér ekki eða trönuðu sér fram, en
nærvera þeirra setti jafnan svip á
umhverfið.
Mér þykir svipminna eftir að
þessi kona er fallin frá, sem á svo
margan hátt fór sínar eigin leiðir.
Hún var lengi með atvinnurekstur
ásamt öðrum, var félagslynd og
naut sín í samkvæmislífi, leit út
eins og dekurbarn tilverunnar, en
bjó alltaf ein og stóð vörð um
sjálfstæði sitt og einkalíf.
Ida var 76 ára gömul þegar hún
lést síðdegis á gamlársdag. Hún
bar aldurinn eins og mótlætið, —
eins og hann væri eitthvað sem
væri henni óviðkomandi.
Ég sakna þess að hitta ekki
oftar þessa hlýju og elskulegu
konu sem opnaði augu manns
fyrir svo mörgu sem er mikilvægt,
án þess að vita það sjálf.
Á kveðjustund eru færðar þakk-
ir fyrir ljúfar stundir liðinna ára.
Ég bið ídu Jensson guðs bless-
unar.
Jónína Michaclsdóttir.
t
Þakka innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
bróöur mins,
MARKÚSAR JÓNSSONAR.
Jónína Jónsdóttir,
Steinum.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför,
STEFÁNS SIGURÐSSONAR
frá Ártúni,
Hjaltastaóaþinghó.
Malen Guttormsdóttir,
Sigurlaug Stefánsdóttir, Kristmann Jónsson,
Siguröur Stefánsson, Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir,
Ingibjörg Stefénsdóttir,
Bergljót Stefánsdóttir, Stefán Geirsson,
Saeunn Stefánsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
Guölaug Stefánsdóttir, Þorleifur Pálsson,
Margrét Stefánsdóttir Beck, Eirfkur Beck,
barnabörn og barnabarnabörn.