Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 17
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Leið til að draga úr greiðslubyrði lána — eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Á Alþingi 1982 fluttu þingmenn Alþýðuflokksins frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn efnahagsmála, sem fól i sér frest- un á greiðslu á þeim hluta verð- tryggingarþátta og vaxta, sem er umfram almennar launahækkanir í landinu. Sá hluti greiðslunnar sem yrði umfram almennar launahækkanir í landinu yrði greiddur á fram- lengdum lánstíma, sem fyrst byrj- ar að gjaldfalla er upphaflegum lánstíma lýkur. Þannig yrði tryggt að hækkun árlegrar greiðslubyrði yrði ekki meiri en nemur hækkun almennra launa á sama tímabili. Þegar mælt var fyrir frumvarp- inu á Alþingi 1982 urðu engar um- ræður um málið og það hlaut ekki afgreiðslu Alþingis. Sem betur fer er að vakna mikill skilningur á þessu máli, vegna þess að nú þegar frumvarpið var lagt fram í annað sinn á yfir- standandi Alþingi urðu mjög miklar umræður um málið og fékk það undirtektir þingmanna úr öll- um flokkum. Lánskjörin og launin Það hefur orðið (búðakaupend- um og húsbyggjendum dýrkeypt að Alþingi bar ekki gæfu til að taka á þessu máli og samþykkja þetta frumvarp, þegar það var til umfjöllunar á Alþingi 1982. Skulu nú færð fyrir því nokkur rök. Frá því að verðtryggingar- ákvæði voru tekin upp 1979 hefur þróun lánskjaravísitölu, bygg- ingarvísitölu og meðalvísitölu launa orðið með eftirfarandi hætti frá 1. júní 1979 til 1. janúar 1985: Byggingarvísitala .......... 820% Lánskjaravísitala .......... 906% Meðalvísitala launa ........ 606% Greiðslubyrði tengd lánskjara- vísitölu hefur því aukist um 42,5% miðað við meðallaun frá útreikn- ingi lánskjaravísitölu frá 1. júní 1979 til 1. janúar 1985. Miðað við byggingarvísitölu hefur greiðslu- byrðin aukist um 30,3%. Hver hafa áhrifin af þessari þróun orðið fyrir þá sem ráðast í að koma sér þaki yfir höfuðið? Dæmi skal hér tekið úr greinar- gerð með því frumvarpi sem þing- menn Alþýðuflokksins hafa lagt fram um þetta mál. Greiðslubyrðin 8,6 mánaðarlaun Ung hjón kaupa sér íbúð 1. júní 1979. íbúðarverð var 180 þús. kr. og sjálf áttu þau þriðjung kaup- verðs, þ.e. 60 þús. kr., sem jafn- giltu þá rúmlega 2,5 árslaunum skv. 8. flokki Verkamannasam- bands íslands, en mánaðarlaun voru þá 1.955 kr. samkvæmt þess- um launaflokki. Afganginn, 120 þús. kr., urðu þau að taka að láni. Gert er ráð fyrir að þessi lán séu verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára og beri breyítilega vexti samkvæmt ákvörðun Seðlabank- ans. Niðurstaðan í þessu dæmi er eftirfarandi: 1. júní 1979 er 120 þús. kr. lán jafngilt 61,38 mánaðarlaunum sam- kvæmt 8. launaflokki Verkamann- asambands íslands eða 3,06 mán- aðarlaun á ári. Með vöxtum er þetta 4,3 mánaðarlaun fyrsta árið. Á gjalddaga 1984 skulda þau ennþá 796,500 kr. eftir að hafa greitt fimm sinnum af láninu en sú upphæð er uppfærðar eftirstöðvar lánsins með lánskjaravísitölu og er það ígildi 63,6 mánaðarlauna. Á þessu má sjá að ungu hjónin skulda á 5. gjalddaga eða 5 árum eftir töku lánsins meira að raun- gildi en þegar lánið er tekið. Greiðslubyrðin sem nam árið 1979 4,3 mánaðarlaunum nam 6,6 mánað- arlaunum 1984 og ef gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á þessu ári mun greiðslubyrði þeirra á árinu 1985 samsvara 8,6 mánaðarlaunum. Áhrif frumvarpsins Ef gert er ráð fyrir því að ákvæði frumvarpsins sem Álþýðu- flokkurinn leggur til hefði gilt frá töku lánsins árið 1979 kemur eftir- farandi í ljós. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sú upphæð sem samsvarar mis- mun lánskjaravísitölu og meðal- launa myndi sérstakan viðauka- höfuðstól sem byrji fyrst að gjald- falla er upphaflegum lánstima lýkur eða lengingu lánstímans sem því nemur. Uppsafnað og uppfært viðauka- lán hjá þessum ungu hjónum hefði á gjalddaga 1984 verið komið í 71.832 kr. og verður í 156.738 kr. eftir greiðslu 1985, ef að likum lætur. Hér er um talsverða fjár- hæð að ræða. Hún jafngildir 5,7 mánaðarlaunum árið 1984 og eftir gjalddaga 1985 jafngildir viðauka- lánið 10,5 mánaðarlaunum sem ungu hjónin hefðu fengið frestun á og ekki þurft að byrja að greiða af fyrr en upphaflegum lánstíma lýkur, og þá á fraralengdum lánstíma. Af ofangreindu má glöggt sjá að það ákvæði sem þingmenn Alþýðu- flokksins hafa barist fyrir að ná fram á undanförnum árum hefði haft mikla þýðingu til þess að létta greiðslubyrði íbúðakaupenda og hús- byggjenda. „Það mikilvægasta við ákvæöi þessa frumvarps er aÖ þeir sem tekiö hafa á sig fjárhagslegar skuldbindingar geta treyst því að hækkun árlegrar greiðslubyröi lána á hverjum tíma veröi ekki meiri en sem nemur hækkun al- mennra launa.“ Hvert stefnir Það mikilvægasta við ákvæði þessa frumvarps er að þeir sem tekið hafa á sig fjárhagslegar skuldbindingar geta treyst þvi að hækkun árlegrar greiðslubyrði lána á hverjum tíma verði ekki meiri en sem nemur hækkun al- mennra launa.'Það veitir lántak- endum það öryggi að geta gert fjárhagsáætlanir um skuldbind- ingar sínar fram i tímann, sem hægt er að byggja á. Sú breyting, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er því mjög mikil- væg fyrir lántakendur, ekki síst þegar launin halda engan veginn i við lánskjaraviðmiðun eins og gerst hefur á undanförnum árum. iL Sú þróun sem varð eftir að verð- bætur á laun voru afnumdar í maí 1983 er þar órækast vitni, eins og sjá má á eftirfarandi dæmi: Á tímabilinu frá 1. maí 1983, en það er síðasti útreikningur verðbóta á laun, fram til janúar 1985 hefur greiðslubyrði vegna afborgana lána þyngst um 28% á þessu tímabili um- fram almennar launahækkanir. Að auki hafa vextir hækkað verulega, sem enn hefur aukið á þessa óhagstæðu þróun. Ef reynt er að gera sér grein fyrir þróuninni frá upphafi til loka árs 1985 miðað við þá spá um þróun lánskjaravísitölu og kaup- taxta sem fyrir liggur kemur eft- irfarandi í ljós: Lánskjaravisitala hækkar frá upphafi til loka árs um 25%. Kauptaxtar hækka á sama tímabili um 7,4%. Þetta þýðir að greiðslubyrði m.v. laun mun þyngjast um 17% á yfir- standandi ári. Þegar litið er á spá um þessa þróun og þá þróun sem orðið hefur undanfarin ár segir það sig sjálft hvaða þýðingu frumvarp Aiþýðu- flokksins mun hafa fyrir hag íbúð- arkaupenda og húsbyggjenda, en þar er gengið útfrá þeirri grund- vallarforsendu að greiðslubyrði lána hverju sinni hækki ekki meira en nemur hækkun launa hverju sinni. Afleiðingin blasir viö Það sem hér hefur verið lýst er einn þáttur af mörgum, sem þegar þarf að taka á til að létta á þeim drápsklyfjum sem eru að sliga fjölda heimila í landinu. — Ábyrgð stjórnvalda er mikil ef ekkert verður að gert. — Afleið- ingin blasir við, fjárhagslegt hrun fjölda heimila í landinu — upp- lausn fjölskyldna og stóraukin fé- lagsleg vandamál. Þarf frekar vitnanna við um hve málið er brýnt, þegar upplýst var nýlega að á árinu 1983 sendi veðd- eild Landsbanka fslands frá sér yfir 20 þúsund beiðnir um nauð- ungaruppboð vegna vangoldinna húsnæðislána. Jóhanna Sigurðardóttir er rarafor- maður Alþýðuflokks. hefur orðið, að notkunaraukningin væri hætt að vaxa, í Gwh talin. Ég get því ekki betur séð en strax í árslok 1979, ef ekki fyrr, hefði átt að breyta grundvallarforsendum orkuspárinnar og reikna með um það bil 75 Gwh aukningu hvert ár framundan, eins og meðaltalið hafði þá bent til í mörg ár. Það þýddi að spáð hefði verið um 1740 Gwh fyrir árið 1984, sem var mjög nærri lagi, en rúmlega 2900 Gwh árið 2000. Með punktalínu hef ég bætt þessari spá inn á línuritið sem nefndin sendi frá sér, 2. mynd. Spá um nærri 4000 Gwh um aldamót, eins og sú sem enn er við lýði, er augljóslega löngu úrelt samkvæmt þeim gögnum, sem nefndin hefur sjálf notað. Enn meiri ástæða hefði verið að gera þessa leiðréttingu á orkuspánni fyrir mörgum árum vegna þeirrar þróunar í orkunotkun, sem var þá orðin augljós i nágrannalöndum okkar. Sumir kasta allri sök af mistök- um í orkumálum á stjórnmála- menn. Þetta dæmi sýnir að það er varla réttmætt. (Innan sviga má nefna, að Landsvirkjun sjálf hefur átt fulltrúa í orkuspárnefnd og er því samábyrg um þær niðurstöður sem hún hefur hagað framkvæmd- um sínum eftir og bætt þar ríflega við. Pill Bergþórsson er veðurfræðing- ur. Inn á þetta línurit frá orkuspár nefnd hefur verið bætt (með punkta- línu) orkuspá, sem er byggð á reynsl- unni árin 1971—1979, og sýnir al- '• ménna raforkunotkun. Notkunaraukning raforku til almennings hvert ár 1971—1984, talin í Gwh á ári. Slitrótta línan sýnir meðaltalið. Alþjóðlegu skákdómararnir, frá vinstri: Ólafur H. Ólafsson, Ólafur Ásgríms- son og Arni Jakobsson. Þrír nýir alþjóð- legir skákdómarar ÞRÍR íslendingar voru útnefndir al- þjóðlegir skákdómarar á þingi Al- þjóðaskáksambandins, FIDE, í Grikklandi í lok síðastliðins árs. Þeir eru Ólafur H. Ólafsson, Ólafur Asgrímsson og Árni Jakobsson. Átta íslcndingar hafa því réttindi sem al- þjóðlegir dómarar, Guðmundur Arn- laugsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jóhann Þórir Jónsson, Gunnar Gunnarsson og Guðbjartur Guð- mundsson. Til að hljóta útnefningu þurfa menn víðtæka reynslu sem dómar- ar á skákmótum. og auk þess að hafa dæmt á að minnsta kosti tveimur alþjóðlegum mótum. Skáksámband -íslands fyrfrhugar •,að. halda ’á næstunnr nímskeið fyrir skákdómara. Þess má geta að á FIDE-þinginu í Saloniki í Grikk- landi voru samþykktar breytingar á reglum. Skákmönnum ber ekki skylda að skrá leiki jafnóðum ef innan við 5 mínútur eru eftir að umhugsunartíma þeirra og eru auknar skyldur lagðar á skákdóm- ara að fylgjast með leikjum. Þá voru samþykktar nýjar reglur varðandi hrókun. Ef menn snerta hrók fyrst þegar þeir hyggjast hrókera getur andstæðingur kraf- ist þess að aðeins hrókur verði færður, en skákmanni ber að snerta kóng fyrst þegar hann hyggst hrókera. Þetta var iausara í reipunum áður, þannig að dóm- ari gatánjinnt keppanda ef hrók- ur var fyrst sner-tur. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.