Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 19S5 Níræð: Elín Jóhannesdóttir fyrrv. hjúkrunarkona í dag er 90 ára móðursystir mín, Elín Jóhannesdóttir, fyrrverandi hjúkrunarkona á Patreksfirði, f. 15. febrúar 1895 í Flatey á Breiða- firði, nú til heimilis að Alfheimum 22 í Reykjavík. Foreldrar Elínar voru hjónin Jóhannes Árnason og Herdís Jónatansdóttir, sem bjuggu í Flat- ey fyrir og um aldamótin. Þau voru ættuð úr Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi, hann frá Einarslóni en hún frá Gíslabæ. Þau munu hafa kynnst í ólafsvík, en þaðan lá svo leiðin í atvinnuleit til Flat- eyjar. þar sem þau stofnuðu heim- ili. I Flatey gerðist Jóhannes stýrimaður á skútu, sem mun hafa verið í eigu Islands Handels og Fiskeri Có. (IHF), sem þá rak verzlun og útgerð á ýmsum stöð- um vestanlands, en faktor í Flatey var Pétur A. Ólafsson, síðar kons- úll og útgerðarmaður á Geirseyri. Árið 1902 fluttist fjölskyldan til Patreksfjarðar. Pétur A. ólafsson hafði þá keypt verzlunarlóðina ásamt húsum og útgerðaraðstöðu af fyrirtækinu IHF á Geirseyri við Patreksfjörð, eins og það var þá nefnt, og þar var haldið áfram að stunda sjóinn. Á þessum árum var mikill uppgangur á þeirrar tíðar vísu á Patreksfirði, eða á Eyrum (Vatnseyri og Geirseyri). Þaðan voru gerð út 10—15 þilskip og fólki fjölgaði jafnt og þétt, íbúar í þorpinu voru rúmlega 400. Hús- næði var því takmarkað og fólk bjó þröngt. Þau Jóhannes og Herdís, foreldrar Elínar, fengu fyrst inni í lítilli viðbyggingu við húsið Gilsbakka. Þar bjuggu þau þar til Elín var á fermingaraldri, en fluttust þá í svokallað Sunn- lendingahús, þar sem þau voru nokkur ár í sambýli við þrjár aðr- ar fjölskyldur. Heldur hefur þessi húsakostur verið þröngur. Þau höfðu eignast 5 börn. Bræðurnir, Árni og Sigurjón, dóu ungir úr barnaveiki, en upp komust dæt- urnar, Elín, sem var elst, f. 1895, ólafía Þórný, f. 1897 (d. 1961), og móðir mín, Ánna Sigríður, f. 1903. Árið 1915 eignuðust þau svo lít- inn bæ, Baldurshaga, við Mikla- dalsá innst á Geirseyrinni, og fengu afnot af smá túnbletti; í þessu umhverfi á Patreksfirði á fyrstu árum aldarinnar, sem einkenndust af umbrotum í atvinnulífi og myndun kauptúns við vestfirzkan fjörð, ólst Elín upp í foreldrahúsum. Ekki var um frekari skólagöngu að ræða en barnafræðslu þess tíma. Þá tók við sú vinna, sem gafst, og vinna af einstökum dugnaði, fórnfýsi og eljusemi hefur ávalit síðan verið hlutskipti hennar á meðan kraftar entust. Þau fórnfúsu störf voru fyrst og fremst unnin í þágu ann- arra og þeirra sem minna máttu sín eða áttu í erfiðleikum, sjúkra og bágstaddra, foreldra, ættingja og vina. Það var þó ekki úr mörgu að velja fyrir ungar stúlkur í litlu sjávarplássi í atvinnulegu tilliti á fyrstu áratugum þessarar aldar, lífsbaráttan var hörð og þeir eldri, sem höfðu fyrir heimili að sjá, gengu fyrir með atvinnu. Því var það að Elín fór að heiman og var í kaupavinnu í átta ár í Guðlaugs- vík í Strandasýslu hjá Ragúel ólafssyni, bónda þar. Með þessu gat hún veitt foreldrum sínum nokkurn stuðning. Hún var svo alla jafnan heima hluta úr hverj- um vetri, enda þótt samgöngur væru ekki greiðar. í því sambandi langar mig til að nefna frostavet- urinn mikla 1918. Þá hugðist hún taka sér far með farþegaskipi frá Ströndum til Patreksfjarðar, en skipið varð að snúa frá vegna ísa- laga. En ekki dugði að gefast upp. Var því valin önnur leið og brugð- ið á það ráð, að „fá far“ með Sumarliða pósti, þeim kunna land- pósti frá Borg í Reykhólasveit. Póstferðirnar hans Sumarliða féllu ekki niður, þótt mesti frosta- vetur aldarinnar væri genginn í garð, og það var gengið á ísi yfir firði og fyrir nes allt frá Króks- fjarðarnesi að Brjánslæk á Barða- strönd. Ég veit ekki hvort þær mundu standa í svona löguðu margar ungu stúlkurnar í dag. Meðal þess sem var ráðist í á Patreksfirði i byrjun aldarinnar, og til framfara horfði, var bygging og rekstur sjúkrahúss. Það var byggt með framlögum og stuðn- ingi margra aðila og Vestur- Barðastrandarsýsla hóf rekstur þess árið 1904. í því voru sjúkra- rúm fyrir 10 sjúklinga. í upphafi aldarinnar var ekki mjög auðvelt að fá lærðar hjúkr- unarkonur til starfa við sjúkrahús á fámennum stöðum, enda stéttin fremur fámenn og stöður í Reykjavík og kaupstöðum lands- ins hafa eflaust þótt álitlegri. Því var þess farið á leit við Elínu að hún aflaði sér menntunar og starfsreynslu á þessu sviði með það fyrir augum að taka að sér hjúkrunarstörf við sjúkrahúsið. Það var snemma árs 1929. Þáver- andi héraðslæknir, Árni B.P. Helgason, hvatti hana mjög til að takast þetta starf á hendur. Næst lá leiðin til ísafjarðar, þar sem tekið hafði verið í notkun nýtt og fullkomið sjúkrahús. Var Elín síðan þar við nám og störf um hokkurra mánaða skeið. Yfirlækn- ir við Sjúkrahús ísafjarðar var þá Kristján Sveinsson, sá landskunni augnlæknir, sem tekið hafði við starfinu um skemmri tíma sem staðgengill fyrir Vilmund Jónsson síðar landslækni, sem þá var er- lendis vegna hins nýja embættis. Naut hin verðandi hjúkrunarkona góðrar tilsagnar þessa ágæta læknis og öðlaðist í framhaldi af því réttindi til að gegna hjúkrun- arstörfum við sjúkrahúsið á Pat- reksfirði. Við það voru starfsrétt- indi hennar miðuð. Því starfi gegndi hún síðan, þó með smá- frávikum síðustu árin, þar til nýja sjúkrahúsið að Stekkum 1 var tek- ið í notkun 1946 og leysti hið gamla af hólmi. Á starfstíma Elínar við sjúkra- húsið voru læknar á Patreksfirði þeir Árni B.P. Helgason og Bjarni Guðmundsson, sem tók við hérað- inu eftir fráfall Árna árið 1943. Á þessum tíma og lengi eftir það var læknirinn allt í senn, héraðslækn- ir, sjúkrahúslæknir og lyfsali. Það mæddi því mikið á lækninum í héraði sem þessu. Ferðalög að vetrinum voru oft erfið og skipa- komur tíðar með sjúka og slasaða skipverja, innlenda og erlenda. Á sjúkrahúsinu varð það svo hjúkrunarkonan, sem stóð við hlið læknisins, er leysa þurfti hin erf- iðustu verkefni. Þá var ekki spurt um lengd vinnutímans, þá þekkt- ust hvorki vaktaskipti né helgar- frí, svo sem nú er. Því varð mörg vökunóttin að liðnum venjulegum vinnudegi við dagleg störf hlut- skipti hjúkrunarkonunnar. Hún var á vakt allan sólarhringinn. Sumarleyfið var tvær vikur. Það var svo árið 1942 að ég, sem þessar línur rita, kynntist fyrst störfum Ellu frænku, eins og við systkinin kölluðum hana, en það ár skyldi skólaganga mín hefjast. Við bjuggum þá í útjaðri kaup- túnsins, nánast eins og inni í sveit, þar sem fólk hafði kindur, kýr, geitur og hænsni, kálgarð og smá- túnblett, líkt og þá tíðkaðist í mörgum sjávarplássum. Aftur á móti stóð sjúkrahúsið um miðbik byggðarinnar rétt við skólahúsið. Hvoru tveggja var að það var þröngt í gamla bænum og eins hefur þessi 7 ára polli ekki þótt líklegur til baráttu í hríðarbyljum vetrarins á leið í og úr skóla og þess vegna var honum komið fyrir í fóstur og kennslu hjá frænku á sjúkrahúsinu. Þaðan var stutt í skólann og þar var gott að vera. Ella frænka vakti áhuga minn fyrir náminu og hvatti mig einnig síðar til frekari skólagöngu. Kann ég henni ávallt beztu þakkir fyrir það og allt, sem hún hefur fyrir mig gert. Þetta sama ár, 1942, hófst hún handa um að byggja nýtt íbúðar- hús á túnblettinum við Mikladals- veg, skammt frá gamla bænum, sem var rifinn ári síðar. Þar stofn- uðu þær systurnar þrjár saman heimili, sem varð æskuheimili okkar systkinanna. Eftir sem áður gegndi Elín þó ávallt öðru hvoru næstu árin hjúkrunarstörfum, og raunar einnig öðrum störfum, á sjúkra- húsinu, þegar eftir því var leitað og starfskrafta vantaði. Hún lagði ávallt mikla rækt við þessi störf og gat ekki neitað beiðni þar að lútandi. En alveg eins og hjúkrunarrétt- indi hennar voru öll þessi störf tengd Patreksfirði og störfum að mannúðar- og líknarmálum í því byggðarlagi. Hún vann að slysa- varnamálum og starfaði í kvenfé- laginu „Sif“ á Patreksfirði, þar sem hún var formaður í eina tíð og síðar kjörin heiðursfélagi. Hún hefur alltaf borið hlýjan hug til heimabyggðar sinnar, og ég er ekki grunlaus um, að henni hafi verið nokkur söknuður í huga, er þær systur, hún og móðir mín, tóku sig upp frá æskustöðvunum árið 1977 og fluttust suður. Þar búa þær í góðu yfirlæti í sambýli við þau hjón, Herdísi systur mína og Magnús Ölafsson mann hennar og þeirra börn. En ef Ella frænka væri ung í dag að hefja ævistarf sitt með alla þá möguleika sem unga fólkið hef- ur nú til menntunar, námslán og styrki, þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að hún mundi leggja stund á læknisfræði og helga starfskrafta sína störfum á því sviði. Um leið og ég og mitt fólk og við, allir ættingjar hennar, færum Ellu frænku og „Ellu ömmu“ beztu árnaðaróskir á þessum merku tímamótum í lífi hennar, þökkum við öll liðnu árin. Jóhannes Árnason Herbert Guðbrandsson í Tálknafirði, mágur minn, benti mér á það í gær, að Elín Jóhann- esdóttir, fv. hjúkrunarkona á Patreksfirði ætti stórafmæli og yrði níræð nú í vikunni, þann 15. Þau Herbert og Elín eru systkina- börn. Faðir hans, Guðbrandur Jónatansson, og móðir hennar, Herdis Jónatansdóttir, voru systk- ini. Mér er ljúft að verða við tilmæl- um hans og setja nokkrar línur á blað í tilefni afmælis Elínar, eða „Ellu á Spítalanum" eins og hún var kölluð þegar ég þekkti vel til á Patreksfirði. Elín er fædd í Flatey á Breiða- firði 15. febrúar 1895. Foreldrar hennar voru Jóhannes Árnason fæddur að Einarslóni 1858, en var á ungum árum í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi og mun hafa komið þaðan til Flateyjar. Hann var sjómaður að atvinnu. Dó á Patreksfirði 1917. Móðir Elínar var Herdís Jónat- ansdóttir, eins og áður sagði. Var hún ættuð frá Bervík á Snæfells- nesi. Hún dó einnig á Patreksfirði, alllöngu síðar en maður hennar, eða 1940. Þau hjón fluttu frá Flat- ey með börnum sínum til Patreks- fjarðar 1902 og bjuggu þar æ síð- an. Elín tók við stöðu hjúkrunar- konu á spítalanum á Patreksfirði 1929 og var að fullu í því starfi á annan áratug. Eitthvað mun hún svo hafa starfað við spítalann áfram eftir að önnur hjúkrunar- kona kom að honum. Það var á þessum árum, 1940—41, og svo 1943 og næstu ár, sem ég kynntist Ellu. Og þau kynni man ég vel. Móðir mín lá mörg ár á spítalaunum og kom ég þar alloft og kynntist Ellu og starfi hennar. Það fann ég fljótt og skildi, eins og aðrir, að hún var virt og elskuð af sjúklingunum og öðrum sem þar komu nærri. Ekki man ég Ellu frá þessum árum öðruvísi en glaðværa og um- hyggjusama þrátt fyrir amstur og annríki. Hún er gædd ríkri fórn- arlund og vill öllum gott gera. Einn smágreiða gat ég gert henni, líklega 1941. Hún bað mig að koma lagi á bókasafn spítalans, yfirfara bækurnar og skrá þær. Ég held að hún hafi meira að segja boðið mér borgun fyrir þetta og þá sennilega úr eigin vasa. Herbert sagði mér í símtali, að Ella væri andlega hress, minnug vel og ræðin. En fæturnir væru alveg að bila og líkamsþróttur. Þessi fáu og fátæklegu orð eru skrifuð til þess að rifja upp í hug- anum kynni mín af Ellu og þó sér- staklega til þess, að þakka henni fyrir hvernig hún reyndist móður okkar systkina, Og tengdafólki, í veikindum hennar og banalegu. Að lokum óska ég Ellu innilega til hamingju með 90 ára afmælið og bið henni allrar guðs blessunar. Salómon Einarsson Kynningar- fundur STJÓRN kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu heldur kynningarfund sunnudaginn 17. febrúar á Hótel Sögu frá 14—17. Dagskrá annast fjögur aðildar- félög, kvenfélagið Lágafelli, kven- félagið Kjósarhreppi, kvenfélagið Seltjörn og kvenfélagið Esja. Þá mun stjórn sambandsins kynna störf þess og tengsl við Kvenfélagasamband íslands og aðildarfélögin. Starfssvið félag- anna eru margþætt, þau leggja lið kirkjubyggingum, rekstri og bygg- ingu barnaheimila, þau eiga orlofsheimili í Gufudal við Hvera- gerði, skipuleggja orlof húsmæðra o.fl. Stjórn Kvenfélagasambands Guílbringu- og Kjósarsýslu skipa Ólöf Guðnadóttir, kvenfélagi Garðabæjar formaður. Erna Kol- beins, kvenfélaginu Seltjörn, vara- formaður, Ingibjörg Erlendsdótt- ir, kvenfélaginu Fjólu, ritari, Halldóra Ingibergsdóttir, kvenfé- laginu Hvöt, gjaldkeri og Ingi- björg Stephensen, kvenfélagi Garðabæjar, meðstjórnandi. Félagskonur er um 1300. Grunnskólinn á Hellissandi. Menningarvaka á Hellissandi Á LAUGARDAG og sunnudag verður haldin svokölluð menning- arvaka í grunnskólanum á Hellis- sandi. Sex rithöfundar lesa úr verkum sínum, tónlistarfólk skemmtir og Alfreð Flóki sýnir teikningar. Þetta er fyrsta sjálf- stæða myndlistarsýning hans úti á landsbyggðinni. Dagskráin hefst kl. 21.00 á iaugardagskvöldið með ávarpi Einars Olafssonar skólastjóra. Þar á eftir heldur Erlendur Jónsson rithöfundur fyrirlestur um skáldskap undir Jökli sem hann nefnir „Með sýn til Jökuls". Á eftir Erlendi les Þorri Jó- hannsson skáld úr verkum sín- um. Tónlistarfólk mun einnig skemmta þetta kvöld. Bjarni Hjartarson, Anna Flosadóttir og Hilmar óskarsson koma úr Búð- ardal og taka lagið. Englend- ingarnir Stephen Watkins, Wendy Watkins og David Wood- house leika á hljóðfæri og syngja. Jóhann Hjálmarsson opnar myndlistarsýningu Al- freðs Flóka með spjalli um lista- manninn og verk hans, Alfreð Flóki verður á staðnum. Á sunnudeginum verður skól- inn opnaður kl. 13.00 fyrir þá sem vilja sjá myndlistarsýníng- una. Kl. 14.00 hefst svo dagskrá- in að nýju. Þá munu eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Jóhann Hjálmarsson, Árni Berg- mann, Sveinbjörn I. Baldvins- son, Eðvarð Ingólfsson og Anton Helgi Jónsson. Þess má geta að Jóhann og Eðvarð eru báðir upp- aldir á Hellissandi. Tónlistar- fólkið frá kvöldinu áður mun skemmta milli upplestra. — Samkomunni verður svo slitið seinni part dags. Aldrei hafa jafnmargir þekkt- ir listamenn verið samankomnir á Hellissandi og verða um þessa helgi. Aðstandendur Menning- arvökunnar hvetja hreppsbúa og aðra Snæfellinga til að taka sér hvíld frá dagsins önn og njóta þessa einstæða viðburðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.