Morgunblaðið - 15.02.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.02.1985, Qupperneq 32
« A. H -í-L'A-k+vÍtH fwi-i ánr-ír-MOH MÖRGTJNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 Ólöf Baldvins- dóttir - Minning Fædd 1. júlí 1904 Dáin 2. febrúar 1985 Nú er hún horfin, hún frænka mín blessuð, Ólöf Baldvinsdóttir. Við vorum þremenningar að skyldleika, áttum sömu langömm- una, Hildi Eiríksdóttur frá Skinnalóni á Sléttu. Maður Hildar var Halldór, sonur séra Sigurðar á Hálsi í Fnjóskadal Árnasonar. Þau hjón bjuggu lengst að á Úlf- stöðum í Loðmundarfirði og eign- uðust 6 börn, sem upp komust. Þar á meðal voru afarnir okkar ólafar, Þórarinn og Eiríkur. Þeir tveir lifðu og dóu hér á landi, einnig eina systirin, Þorbjörg, en hinir þrír bræður fluttust allir til Am- eríku. Eftir lát Halldórs bónda á Úlfstöðum tók Björn sonur þeirra hjóna við búskap þar, en móðir hans, Hildur, fluttist norður í Þingeyjarsýslu ásamt dóttur sinni á unglingsaldri og yngsta synin- um, en það var Þórarinn. Þetta gerðist árið 1856, og hefur Þórar- inn þá verið nálægt tvítugu. Tveir aðrir synir Hildar, þeir Eiríkur, afi minn, og Kjartan Magnús, fluttu einnig í Þingeyjarsýsluna og bjuggu þar um skeið. En nú gerðist það að ekkjan, Hildur Ei- ríksdóttir, sem þá var rúmlega fimmtug, gengur í hjónaband að nýju, og er síðari eiginmaðurinn aldraður ekkjumaður, Jóhannes Kristjánsson á Laxamýri, sem lík- lega hefur verið einhver ríkasti bóndi á íslandi þá, enda er sagt að hann hafi gefið hinni nýju konu sinni 1.000 ríkisdali í morgungjöf. ^Sambúð þeirra varð ekki löng því að Jóhannes andaðist 1871. En leið Hildar lá ekki aftur austur í nánd átthaganna, því að hún fylgdi Ei- ríki syni sínum í vesturátt og síðar dóttur, Þorbjörgu, og manni henn- ar, Stefáni presti Jónssyni, vestur að Bergstöðum í Svartárdal. Þar kvaddi hún lífið 1879. Leiði hennar er merkt með járnkrossi og stend- ur r.afn hennar á honum vel læsi- legt. Af Þórarni er það að segja, að hann staðnæmdist í Aðaldalnum. Kvæntist 1864 og bjó fyrsta árið á Núpum. Kona hans var ólöf Sig- urðardóttir frá Kraunastöðum í Aðaldal. Hefur ólöf frænka mín borið nafn þessarar ömmu sinnar. Þessi hjón áttu aðeins eitt barn, dóttur sem var skírð Halldóra Þorbjörg. Þau bjuggu fyrst og síð- ast á Núpum, en annars nokkrum fleiri jörðum innan sveitar. Móðir Ólafar gekk alltaf undir nafninu Halldóra. Hún er fædd 1864 á Núpum. Eiginmaður hennar var Baidvin Þorgrímsson frá Nesi i Aðaldal. Þau bjuggu fyrst á Bergstöðum en síðan í Nesi, þar til þau hættu búskap. Um efnahag þeirra eða búskap veit ég annars ekkert. Þau eignuðust þrjú börn. Þau voru Þórhallur f. 1889, Hildur f. 1892 og ólöf f. 1904. Auk þeirra var hálfbróðir, Steingrimur Bald- vinsson f. 1893. Hann var þjóð- kunnur hagyrðingur og bjó í Nesi. Þessi systkini eru nú öll komin yf- ir móðuna miklu, en afkomendur þeirra eru margir. Faðir ólafar, Baldvin, átti bróð- ur þann er Adam hét. Hann fór til Ameriku og settist þar að. Ekki veit ég hvort það varð til þess að Baldvin eða þau hjón ráðgerðu að flytjast þangað einnig, og ekki er mér heldur kunnugt um hve langt hefur verið komið undirbúningi þess flutnings, er Baldvini barst bréf. Það bréf hafði inni að halda kvæði, sem nú er þekkt í ritsafni höfundarins, Guðmundar skálds á Sandi. Það heitir Bréf til vinar míns. Kvæðið er sterkt og áhrifa- mikið, enda hættu hjónin við það, sem búið var að ráðgera, að flytja burt af landinu. Þetta veit ég að er rétt, því að ég spurði Halldóru um það og hún kvað það rétt vera. Þegar ég virði fyrir mér (í hugan- um) afkomendahóp þeirra hjóna, þakka ég Guðmundi skáldi Frið- jónssyni fyrir að hafa komið í veg fyrir það að ísland missti allt það mannval sem þar er um að ræða. ólöf giftist mjög ung Þorgeiri Sigurðssyni, ættuðum úr Köldu- kinn. Móðir hans var Guðrún Marteinsdóttir og var hún af hinni kunnu Reykjahlíðarætt. Þorgeir er fæddur 1896. Hann lærði bæði múrverk og trésmíðar og var sem sagt byggingameistari, enda vann hann við húsabyggingar og aðra smíði ævina alla. Tvisvar byggði hann hús handa fjölskyldunni, fyrst lítið hús nyrzt á Bakkanum á Húsavík. Nefndi hann það Vík. Sennilega hefur hann valið húsinu nafn vegna áhrifa af kvæði Ibsens, Þorgeir í Vík (þýð. Matth. Joch.). Skömmu eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur, byggði Þorgeir allstórt hús við Kársnesbraut í Kópavogi (nr. 63). Þorgeir var maður greindur vel, hugsandi og ákveðinn í skoðunum. í viðtali var hann rökfastur og fylginn sér, talaði hreint mál og gott. Verklaginn var hann og verkvandur. Það eru nær tveir áratugir síðan Þorgeir lézt. Mig minnir það væri haustið 1966 sem móðir hans lézt norður á Húsavík. Fóru þau hjón- in norður til þess að vera við út- förina ásamt fleiri skyldmennum. Á bakaleiðinni er komið var að Öxnadalsheiði var lífi hans snögg- lega lokið. Ég fluttist til Húsavíkur haust- ið 1940 og var þar barnakennari í þrjá vetur. Ég þekkti þar ekki neina utan fólk á einu heimili. Eitthvað var liðið á fyrsta vetur- inn, er mér var sagt, að ég ætti þar frænku eina. Sú héti Ólöf Bald- vinsdóttir og ætti heima í Vík úti á Bakkanum. Ég var dálítið forvit- inn og með nokkrum spurningum komst ég að því, að þessi kona mundi vera systir Hildar á Klömbrum, sem ég hafði heyrt um og vissi að var mér skyld. ólöfu hafði ég aldrei heyrt nefnda. Fljótlega gerði ég mér ferð út að Vík til þess að sjá þessa frænku mína og heilsa henni. Það var ekki löng ganga frá Hliðskjálf, þar sem ég þá hélt til, og að Vík. Ég gladd- ist er ég hitti þarna fallega og fyrirmannlega konu. Já, ég hika ekki við að segja eina glæsilegustu konu sem ég hef séð og kynnzt. Mig minnir að þetta væri á sunnu- degi. Hún var ekki skrúðklædd en smekklega búin og sérstaklega veitti ég hreinlætinu eftirtekt, en það blasti alls staðar við úti og inni. Og þannig var umhverfi hennar ætíð, hvort ég kom til hennar á Húsavík eða í Kópavogi. Ég set hér hendingar úr kvæði eft- ir Jakob Thorarensen, af því að þær minna mig alltaf á Ólöfu frænku: Og blærinn er samur um híbýli og hug, — að hreinlætið djúpgróna situr að völdum, því grómi er þar vísað og blettum á bug. Oft blómilmi að fagna að daganna kvöldum. En svo ég víki aftur að fyrstu komu minni að Vík man ég eftir systrunum tveimur, sem ég var búinn að þekkja úr skólanum og eitthvað rámar mig í lítinn snáða sem mun þá hafa verið yngsta barnið á bænum, Arnar, sem nú er læknir í Svíþjóð. En hver var þarna í rúmi? Jú, auðvitað amm- an, Halldóra Þórarinsdóttir. Hún var þá alveg komið í rúmið og átti ekki eftir nema tvö ár héma meg- in. Ég gaf mig á tal við hana. Hún virtist ekki vera farin að sljóvgast að mun. Ég áttaði mig ekki á þvi, að hjá henni hefði ég getað fengið margan fróðleik. Það var víða fátækt á Húsavík á t Eiginmaður minn, ASGEIR KRISTÓFERSSON, andaöist i Landakotsspítala miövikudaginn 14. febrúar. Jaröarförin veröur auglýst siðar. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna. Sigriöur Sigurjónadóttir. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og systir, RÓSA MARÍA PÁLSDÓTTIR, Birkiteigi 4, Keflavfk, andaöist i sjúkrahúsi Keflavikur 11. febrúar. Hún veröur jarösungin frá Keflavikurkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Guðrún Júliusdóttír, Karl Geirsson, og synir Sigríður, Barnfrföur, Bergþóra og Gróa Pólsdætur. t Faöir okkar, MAGNÚS EIRÍKSSON vélstjóri, veröur jarðsunginn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Þeim er vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands. Ásdfs, Helga og Nanna Rósa Magnúsdætur. t Faöir okkar og stjúpfaöir, BJARNI EYJÓLFSSON, Túngötu 18, Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Bjarni G. Bjarnason, Guöný Bjarnadóttir, Elfn Loftsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö við jaröarför fósturfööur okkar, ANDRÉSARJAKOBS BJARNASONAR framkvæmdastjóra, Jörfabakka 32. Jónina Haraidsdóttir og fjölskylda, Hjálmar Haraldsson og fjölskylda. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞÓRUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR. Sérstakir þakkir viljum viö færa starfsfólki Sjúkrahúss Suöurlands á Selfossi fyrir frábæra hjúkrun á liönum árum. Arnheiöur Sigurðardóttir, Valdimar Sigurðsson, Sigþóra Siguröardóttir, Bjarnþór Bjarnason og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir færum vlö öllum þeim sem sýndu okkur samúö viö fráfall eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, GUDJÓNS JÓNSSONAR, Hvassaleiti 42. Margrót Þóröardóttir, Þóröur Rafn Guöjónsson, Katrln Hllf Guójónsdóttir, Jón Hlióar Guöjónsson, tengdabörn og barnabörn. þessum árum, og ekki voru þau Ölöf og Þorgeir efnuð, en þau kunnu vel með að fara. Alltaf voru systurnar vel klæddar í skólanum. Fólkið bar ekki fátæktina utan á sér. Þau áttu kú og nokkrar kind- ur, eins og margir Húsvíkingar á þeim tímum, og það kom sér vel. Ekki man ég gjörla hvenær þau fluttust til Reykjavíkur, en það mun hafa verið nálægt 1950. Nokkru síðar byggði Þorgeir húsið í Kópavogi, sem áður er um getið. Þar bjuggu þau svo til enda á að- alhæðinni en á rishæð var lítil íbúð og þar voru stundum ein- hverjir afkomendur, en stundum var hún leigð óskyldum. ólöf gerði ekki víðreist framan af ævinni, en eftir að hún var orð- in ein, fór hún að ferðast. Tvisvar fór hún ásamt fleira af öldruðu fólki úr Kópavogi til suðurlanda og þrisvar sinnum a.m.k. fór hún til Svíþjóðar að hitta son sinn og hans fólk. Hún hafði gaman af að ferðast. Síðustu árin þurfti hún að fara á sjúkrahús um tíma, en allt- af skyldi hún heim aftur. Þá hafði hún heimilishjálp stund úr degi. Alltaf talaði hún vel um konur þær sem komu henni til aðstoðar. Loks var svo komið heilsu hennar að hún gat alls ekki verið ein. Þá fékk hún að dvelja á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlfð í Kópavogi. Þar hitti ég hana síðast 19. jan. sl., stanzaði nokkuð lengi hjá henni, leiddi hana að kaffiborðinu og sat þar með henni við kaffi- drykkju. Við ræddum margt sam- an. Ég átti ekki von á því að þetta yrði síðasta samvera okkar. En hún kvaddi jarðlífið hálfum mán- uði síðar. Börn þeirra Ólafar og Þorgeirs voru þessi: Guðrún d.; hún giftist Jónasi Haralz bankastjóra og bjuggu þau í Kópavogi hin síðari ár. Adam; hann er kvæntur Guð- rúnu, dóttur Friðriks Hjartar skólastjóra. Þau búa á Akranesi. Adam lærði múraraiðn. Hrafn- hildur; maður hennar var Bene- dikt Vestmann, vélsmiður. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. Hrafnhildur giftist aftur og þá óskari Eggertssyni rafvirkja- meistara. Hann var umsjármaður Andakílsvirkjunar og bjuggu þau þar en nú í Kópavogi. Hjördís; hún var gift Gunnari Axelssyni píanó- leikara sem lést sl. haust. Þau bjuggu í Kópavogi. Arnar; læknir í Svíþjóð, kvæntur Guðríði Guð- mundsdóttur. Barnabörn Ólafar eru 14 og svo var hún orðin langamma nokkurra barnabarna en um tölu þeirra er ég ekki viss. Ég sendi öllum sem hér sakna samúðarkveðjur. Ég sakna líka þessarar ágætu frænku minnar. Mér fannst hún alltaf vera systir mín — góð systir. Eiríkur Stefánsson í dag þegar við kveðjum ólöfu ömmu okkar finnst okkur sem hún sé farin á vit ástvina sinna sem þegar hafa kvatt þennan heim. Við getum ekki annað en vonað það þar sem við vissum að það var ósk hennar. Við minnumst ömmu sem skemmtilegrar og ákveðinnar konu. Oft vildi svo til að athuga- semdir hennar komu okkur til að brosa en þó komu þær stundum við kaunin. Okkur er minnisstætt áttræðis- afmæli hennar sem hún hélt upp á þann 1. júlí 1984 í fallegu veðri. Ættingjar og vinir komu og glödd- ust með henni þennan dag og hún var sannarlega ánægð. Við gætum lengi skrifað niður skemmtilegar minningar um ömmu en við látum þessi fáu orð nægja. Minningarnar um hana bera með sér söknuð og hlýju um góða ömmu. „Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við songinn, sem aldrei þagnar.” (Davíð Stefánsson) Sigrún og Auður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.