Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1985, Blaðsíða 1
fllmagttttltfftikife B PRENTSMIÐJA MORG UNBLADSINS SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985 BLAÐ Rætt við Gunnar Þórðarson, hljóm- listarmann MorgunblaðiA/RAX. VIÐTAL SVEINN GUÐJÓNSSON Fyrir tíu árum, árið 1975, voru fyrsta rokk- tónlistarmanninum á íslandi veitt lista- mannalaun. Sá maður var Gunnar Þórðar- son. Tíu árum áður, ár- ið 1965, kom út fyrsta bítlaplatan á íslandi, tveggja laga plata með Hljómum frá Keflavík. Höfundur laganna var gítarleikari hljóm- sveitarinnar, Gunnar Þórðarson. Tuttugu árum áður, í janúar 1945, fæddist svein- barn norður í Hólma- vík og sjálfsagt hafa menn nú þegar getið sér til um að hér var í heiminn borinn hinn sami Gunnar Þórðar- son. „Já, tíminn líður,“ segir hann annars hugar þegar við rifjum upp þessi tímamóta- atvik í lífi hans. Gunnar Þórðar- son hefur hald- ið sínu striki og lifir enn og hrærist i mús- íkinni. Þegar ég hitti hann var hann að ljúka æfingu með hljómsveit sinni á Broadway. Þar var verið að fín- pússa syrpu með gömlum „Brim- klóarlummum" og ég spyr hann hvað sé eiginlega á seyði? „Maður verður að hafa þetta með. Eftir svona skemmtanir eins og með Ríó-tríóinu vill fólkið fá eitthvað, sem það þekkir og getur sungið með. Þegar fólk er að skemmta sér og komið á þriðja glas kemur samkenndin upp og menn vilja taka þátt í þessu. Við höfum líka lítið verið með íslensk lög og „vertinn“ hefur kvartað yfir því. Sjálfur er ég fyllilega sáttur við þetta því að þegar við erum að Sjá bls. 4B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.