Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 35

Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 35 Áttum von á vel- vild opinberra aðila — segir Tryggvi Magnússon markaðstjóri Slippfélagsins Fyrirtækið fær ekki leyfi til að dreifa bæklingi um skaðsemi sniffs í skólana SLIPPFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur nýlega sett á markað lím sem ekki hefur að geyma lífræn leysiefni og er því ekki hægt að komast í vímu af að þefa af því. Tryggvi Magnússon markaðs- stjóri Slippfélagsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrir- tækið hefði byrjað að leita fyrir sér með framleiðslu á leysiefna- fríu lími eftir að mikil umræða um þessi mál hófst hér á landi þegar ungur piltur varð fyrir miklu andlegu og líkamlegu tjóni af völdum sniffs. Slippfélagið hóf síðan sam- starf við breska fyrirtækið Uni- Bond, sem framleiðir leysiefna- fritt lím, og hóf framleiðslu und- ir merki þess. Fyrirtæki þetta gekkst fyrir miklum áróðri gegn sniffi i heimalandi sínu í samvinnu við ýmsar heilbrigðisstofnanir, skóla o.fl. Gefin voru út bækling- ur og veggspjald með upplýsing- um um skaðsemi sniffs og var þessu alls staðar vel tekið. „Okkur langaði til að gera kynningu á sama hátt og gert var í Bretlandi og áttum von á að fá velvilja hlutaðeigandi opin- berra aðila hér á landi,“ sagði Tryggvi. „f trausti þess létum við útbúa bækling í 35.000 eintökum og 1.500 veggspjöld og greiddum við allan kostnað sem þessu fylgdi, en prentunarkostnaður- inn var um 200.000 krónur. f bæklingnum og á veggspjaldinu koma fyrst og fremst fram upp- lýsingar um hættuna samfara sniffi, en ekki um efnið sem við framleiðum. Á veggspjaldinu er aðeins merkið UniBond og aftan á bæklingnum stendur „Sniff frítt UniBond. Framleiðandi Slippfélagið í Reykjavík hf... Við hófum viðræður viþ menntamálaráðuneytið og land- læknisembættið um samvinnu við að dreifa þessu í skólana, en fengum neikvæðar undirtektir. Landlæknir treysti sér ekki til að leggja nafn embættisins við áróður, sem einkafyrirtæki stæði straum af. f menntamála- ráðuneytinu var talið að ekki væri rétt að taka þátt í þessu, bæði vegna þess að hér væri um einkafyrirtæki að ræða og að með þessum áróðri væri verið að draga út eitt ákveðið vímuefni. Þeir vildu að tekin yrði upp fræðsla á skaðsemi allra vímu- gjafa. Við höfum aldrei óskað eftir þvi að þessir aðilar tækju þátt í kostnaðinum við þetta. Við ósk- uðum eingöngu eftir stuðningi þessara aðila við að dreifa upp- lýsingunum til barna og ungl- inga sem eru í þessum áhættu- hópi.“ Tryggvi sagði að Slippfélagið ER HÆTTULEGT HEILSU PINNI Forsíða beklingsins, sem Slippfélag- ið í Reykjavík befur látið útbúa. hefði hins vegar átt mjög gott samstarf við Félagsmálastofnun og Æskulýðsráð og liggja bækl- ingar frammi á samkomustöðum unglinga sem eru á þeirra veg- um. Einnig hefur Slippfélagið dreift bæklingum til þeirra sem selja vörur fyrirtækisins. Fjölbreytt myndlist- arsýning á Húsavík Háaavfk, 26. febniar. SÉRSTÆÐUR listviðburður verður á Húsavík um næstu helgi þegar samsýning (sölusýning) yfir 50 lista- manna hefst í Safnahúsinu. Sýning- in stendur frá 1. til 4. mars. Margir af þekktustu lista- mönnum þjóðarinnar eiga þar verk, sem seld verða til styrktar sumarbúðum ÆSK við Vest- mannsvatn. Á sýningunni verða olíu- og akrylmálverk, vatnslita- og pastelmyndir, grafík, högg- myndir, ljósmyndir og fleira. Það er Gunnar Rafn Jónsson læknir, sem á hugmyndina að þessari fjársöfnun og hefur haft forgöngu um framkvæmd hennar. Á skólaárum sínum var hann um tíma forstöðumaður sumarbúð- anna. Við Vestmannsvatn hafa nú verið starfræktar sumarbúðir í 20 ár, svo eðlilegt er að þar sé þörf á ýmsum endurbótum og viðaukum. Allir sem hér hafa lagt hönd að verki hafa sýnt ungu fólki virð- ingu og stuðning á svonefndu ári æskunnar. — (Fréttaritari.) Bíóhöllin sýnir „Heim- komu njósnarans“ BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á nýjustu mynd Terence Young, Heim- koma njósnarans. Efni myndarinnar er á þá leið að Philip Kimberly (Michael Caine) var dyggur föðurlandi sínu og var í bresku leyniþjónustunni. Árið 1974 flýr hann yfir til Rúss- lands, en skilur eftir mikilvæg gögn í Bretlandi. KGB-leyniþjón- ustan sér leik á borði og nú er öllum brögðum beitt til að komast yfir hin mikilvægu skjöl. Aðalhlutverk eru í höndum úr- valsleikaranna Michael Caine, Laurence Olivier, Susan George og Robert Powell. Leikstjóri er Ter- ence Young. (FrétUUIkjrnnÍBK) Ingólfur Arnarson, Kóbert Guðfinns- útgeröarfrKðing- son, útgerðartækn- ur, framkvemda- ir, aðstoðar- stjóri l>ormóðs framkvrmdastjóri ramma hf. á Siglu- Þormóðs ramma firði. hf. Nýir stjórnendur Þormóðs ramma hf. NÝTT skipulag verður tekið upp hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Þormóði ramma hf. á Siglufirði á fostudaginn, þ. 1. mars. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn, Ingólfur Arnarson, sjávarútvegsfræðingur. Aðal- verksvið Ingólfs verður á sviði fjármála, markaðsmála auk stýr- ingar á veiðum og vinnslu. Hann er 29 ára og lauk prófi í sjávarút- vegsfræðum frá háskólanum f Tromsa í Noregi 1984. Þá hefur Róbert Guðfinnsson, núverandi framleiðslustjóri, verið ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri. Hann mun hafa með hönd- um stjórn á allri framleiðslu og umsjón með rekstri togara fyrir- tækisins. Jafnframt verður hann staðgengill framkvæmdastjóra. Róbert er 27 ára og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum 1979 og síðan í út- gerðartækni frá Tækniskóla Is- lands 1981. Núverandi framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf., Einar Sveinsson, mun láta af störfum i lok mars og hefja þá störf hjá Sjólastöðinni hf. í Hafnarfirði. Kvennadeild Rvd. Rauöa kross íslands Fræöslu- og kynningarfundur fyrir væntanlega sjúkravini veröur haldinn fimmtu- daginn 7. marz kl. 20.00 í Múlabæ, Ármúla 34. Þátttaka tilkynnist í sölubúðum eöa bókasöfnum sjúkrahúsanna eöa í síma 28222 á skrifstofunni Öldugötu 4. Stjórnin. Snjóbíll til sölu Til sölu Kássbohrer-snjóbíll 1982 meö dísil-mótor. Bíll- inn er allur vökvaknúinn. Sæti fyrir 10. Bílasala Alla Rúts, sími 81666. r>Dale . Larnegie námskeiÖið Kynningarfundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:30 að Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. Námskeiðið getur hjálpaö þér: ★ Aö öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. ★ Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart lífinu. ★ Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjölskyldu og vini. ★ Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöu- mennsku. ★ Aö eiga auöveldara meö aö hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. ★ Aö veröa hæfari í því aö fá örvandi samvinnu frá öörum. ★ Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. ★ Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, persónuleg markmiö. ★ Carnegie-námskeiöin eru kennd í 62 löndum og metin til háskólanáms í Bandaríkjunum. Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.