Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 35 Áttum von á vel- vild opinberra aðila — segir Tryggvi Magnússon markaðstjóri Slippfélagsins Fyrirtækið fær ekki leyfi til að dreifa bæklingi um skaðsemi sniffs í skólana SLIPPFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur nýlega sett á markað lím sem ekki hefur að geyma lífræn leysiefni og er því ekki hægt að komast í vímu af að þefa af því. Tryggvi Magnússon markaðs- stjóri Slippfélagsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrir- tækið hefði byrjað að leita fyrir sér með framleiðslu á leysiefna- fríu lími eftir að mikil umræða um þessi mál hófst hér á landi þegar ungur piltur varð fyrir miklu andlegu og líkamlegu tjóni af völdum sniffs. Slippfélagið hóf síðan sam- starf við breska fyrirtækið Uni- Bond, sem framleiðir leysiefna- fritt lím, og hóf framleiðslu und- ir merki þess. Fyrirtæki þetta gekkst fyrir miklum áróðri gegn sniffi i heimalandi sínu í samvinnu við ýmsar heilbrigðisstofnanir, skóla o.fl. Gefin voru út bækling- ur og veggspjald með upplýsing- um um skaðsemi sniffs og var þessu alls staðar vel tekið. „Okkur langaði til að gera kynningu á sama hátt og gert var í Bretlandi og áttum von á að fá velvilja hlutaðeigandi opin- berra aðila hér á landi,“ sagði Tryggvi. „f trausti þess létum við útbúa bækling í 35.000 eintökum og 1.500 veggspjöld og greiddum við allan kostnað sem þessu fylgdi, en prentunarkostnaður- inn var um 200.000 krónur. f bæklingnum og á veggspjaldinu koma fyrst og fremst fram upp- lýsingar um hættuna samfara sniffi, en ekki um efnið sem við framleiðum. Á veggspjaldinu er aðeins merkið UniBond og aftan á bæklingnum stendur „Sniff frítt UniBond. Framleiðandi Slippfélagið í Reykjavík hf... Við hófum viðræður viþ menntamálaráðuneytið og land- læknisembættið um samvinnu við að dreifa þessu í skólana, en fengum neikvæðar undirtektir. Landlæknir treysti sér ekki til að leggja nafn embættisins við áróður, sem einkafyrirtæki stæði straum af. f menntamála- ráðuneytinu var talið að ekki væri rétt að taka þátt í þessu, bæði vegna þess að hér væri um einkafyrirtæki að ræða og að með þessum áróðri væri verið að draga út eitt ákveðið vímuefni. Þeir vildu að tekin yrði upp fræðsla á skaðsemi allra vímu- gjafa. Við höfum aldrei óskað eftir þvi að þessir aðilar tækju þátt í kostnaðinum við þetta. Við ósk- uðum eingöngu eftir stuðningi þessara aðila við að dreifa upp- lýsingunum til barna og ungl- inga sem eru í þessum áhættu- hópi.“ Tryggvi sagði að Slippfélagið ER HÆTTULEGT HEILSU PINNI Forsíða beklingsins, sem Slippfélag- ið í Reykjavík befur látið útbúa. hefði hins vegar átt mjög gott samstarf við Félagsmálastofnun og Æskulýðsráð og liggja bækl- ingar frammi á samkomustöðum unglinga sem eru á þeirra veg- um. Einnig hefur Slippfélagið dreift bæklingum til þeirra sem selja vörur fyrirtækisins. Fjölbreytt myndlist- arsýning á Húsavík Háaavfk, 26. febniar. SÉRSTÆÐUR listviðburður verður á Húsavík um næstu helgi þegar samsýning (sölusýning) yfir 50 lista- manna hefst í Safnahúsinu. Sýning- in stendur frá 1. til 4. mars. Margir af þekktustu lista- mönnum þjóðarinnar eiga þar verk, sem seld verða til styrktar sumarbúðum ÆSK við Vest- mannsvatn. Á sýningunni verða olíu- og akrylmálverk, vatnslita- og pastelmyndir, grafík, högg- myndir, ljósmyndir og fleira. Það er Gunnar Rafn Jónsson læknir, sem á hugmyndina að þessari fjársöfnun og hefur haft forgöngu um framkvæmd hennar. Á skólaárum sínum var hann um tíma forstöðumaður sumarbúð- anna. Við Vestmannsvatn hafa nú verið starfræktar sumarbúðir í 20 ár, svo eðlilegt er að þar sé þörf á ýmsum endurbótum og viðaukum. Allir sem hér hafa lagt hönd að verki hafa sýnt ungu fólki virð- ingu og stuðning á svonefndu ári æskunnar. — (Fréttaritari.) Bíóhöllin sýnir „Heim- komu njósnarans“ BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á nýjustu mynd Terence Young, Heim- koma njósnarans. Efni myndarinnar er á þá leið að Philip Kimberly (Michael Caine) var dyggur föðurlandi sínu og var í bresku leyniþjónustunni. Árið 1974 flýr hann yfir til Rúss- lands, en skilur eftir mikilvæg gögn í Bretlandi. KGB-leyniþjón- ustan sér leik á borði og nú er öllum brögðum beitt til að komast yfir hin mikilvægu skjöl. Aðalhlutverk eru í höndum úr- valsleikaranna Michael Caine, Laurence Olivier, Susan George og Robert Powell. Leikstjóri er Ter- ence Young. (FrétUUIkjrnnÍBK) Ingólfur Arnarson, Kóbert Guðfinns- útgeröarfrKðing- son, útgerðartækn- ur, framkvemda- ir, aðstoðar- stjóri l>ormóðs framkvrmdastjóri ramma hf. á Siglu- Þormóðs ramma firði. hf. Nýir stjórnendur Þormóðs ramma hf. NÝTT skipulag verður tekið upp hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Þormóði ramma hf. á Siglufirði á fostudaginn, þ. 1. mars. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn, Ingólfur Arnarson, sjávarútvegsfræðingur. Aðal- verksvið Ingólfs verður á sviði fjármála, markaðsmála auk stýr- ingar á veiðum og vinnslu. Hann er 29 ára og lauk prófi í sjávarút- vegsfræðum frá háskólanum f Tromsa í Noregi 1984. Þá hefur Róbert Guðfinnsson, núverandi framleiðslustjóri, verið ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri. Hann mun hafa með hönd- um stjórn á allri framleiðslu og umsjón með rekstri togara fyrir- tækisins. Jafnframt verður hann staðgengill framkvæmdastjóra. Róbert er 27 ára og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum 1979 og síðan í út- gerðartækni frá Tækniskóla Is- lands 1981. Núverandi framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf., Einar Sveinsson, mun láta af störfum i lok mars og hefja þá störf hjá Sjólastöðinni hf. í Hafnarfirði. Kvennadeild Rvd. Rauöa kross íslands Fræöslu- og kynningarfundur fyrir væntanlega sjúkravini veröur haldinn fimmtu- daginn 7. marz kl. 20.00 í Múlabæ, Ármúla 34. Þátttaka tilkynnist í sölubúðum eöa bókasöfnum sjúkrahúsanna eöa í síma 28222 á skrifstofunni Öldugötu 4. Stjórnin. Snjóbíll til sölu Til sölu Kássbohrer-snjóbíll 1982 meö dísil-mótor. Bíll- inn er allur vökvaknúinn. Sæti fyrir 10. Bílasala Alla Rúts, sími 81666. r>Dale . Larnegie námskeiÖið Kynningarfundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:30 að Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. Námskeiðið getur hjálpaö þér: ★ Aö öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. ★ Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart lífinu. ★ Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjölskyldu og vini. ★ Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöu- mennsku. ★ Aö eiga auöveldara meö aö hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. ★ Aö veröa hæfari í því aö fá örvandi samvinnu frá öörum. ★ Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. ★ Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, persónuleg markmiö. ★ Carnegie-námskeiöin eru kennd í 62 löndum og metin til háskólanáms í Bandaríkjunum. Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.