Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 1
72SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
49. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri:
Dollarinn fallið
hvað eftir annað
en jafnan náð sér
„ÉG HELD að það sé ekki hægt að draga miklar ilyktanir af þessu, því það
hefur kumið fyrir hvað eftir annað að dollarinn hafi lækkað límabundið, en
síðan náð sínum styrkleika fljótlega aftur. Enn er ekki hægt að segja að
þetta sýni neina breytingu frá þeirri þróun sem verið hefur að undanfornu,“
sagði dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri í samtali við Morgunblaðið, er
hann var spurður hvað hann teldi mikla lækkun dollarans gagnvart vestur-
þýska markinu og enska pundinu hefði í för með sér.
Seðlabankar um alla Vestur-
Evrópu gripu í dag til sérstakra
aðgerða til að stemma stigu við
síhækkandi gengi Bandaríkjadoll-
ars gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Höfðu aðgerðirnar þau áhrif, að
gengi dollars hrapaði talsvert og
er gjaldeyrisstofnanir tokuðu var
gengi dollars hið lægsta í heila
viku, en dollarinn hefur sett met
gagnvart öðrum gjaldmiðlum,
fleiri eða færri, 16 af 18 viðskipta-
dögum þessa mánaðar.
Sjá nánar frétt á bls. 28.
Ráðherra segir
verkfalli lokið
LoiidúauRi, 27. tebniu. AP.
„VERKFALLINU er lokið, komið
ykkur aftur til vinnu sem enn þráist
við og framleiðum kol til útflutnings,
því fyrr sem þessi ömurlega deila
heyrir fortíðinni til, því betra," sagði
Peter Walker, orkumálaráðherra
Bretlands í dag, en þá tilkynnti Kola-
Flugræningj-
ar gáfust upp
Vínarbore 27. febrúar. AP.
TVEIR ungir Sýrlendingar rændu í
dag farþegaþotu af Boeing 727-gerð
í eigu vestur-þýska flugfélagsins
Lufthansa. 43 menn voni um borð, 5
manna áhöfn og farþegar.
Þotan var í áætlunarflugi frá
Frankfurt til Damascus í Sýrlandi
en lenti í Vínarborg í Austurríki.
Seint í kvöld gáfust ræningjarnir
upp, en nokkru áður höfðu þeir
sleppt öllum farþegum þotunnar.
Þeir höfðu beðið um hæli sem póli-
tískir flóttamenn i Austurríki en
vestur-þýsk yfirvöld höfðu gert þá
landræka og voru þeir á leið heim,
nauðugir.
námufélagið, að meira en helmingur
kolanámumanna væru mættir til
vinnu, mesti fjöldi frá upphafi verk-
fallsins.
Arthur Scargill, leiðtogi kola-
námumanna viðurkenndi að ein-
hverjir námamenn hefðu haldið
aftur til vinnu, en sagði tölur kola-
námufélagsins „hreinar lygar", 80
prósent þeirra sem hófu verkfallið
væru enn „tryggir".
Talsmaður kolanámufélagsins
sagði að 1.218 námamenn til við-
bótar hefðu mætt til vinnu á
morgunvakt í dag og þar með væru
næstum 94.000 af 186.064 kola-
námumönnum við vinnu. Alls
hefðu 5.308 manns snúið aftur til
vinnu á mánudag og þriðjudag.
Peter Walker sagði jafnframt, að
stjórnvöld litu svo á að um leið og
helmingur námamanna væri far-
inn að vinna á nýjan leik væri
verkfallið runnið út í sandinn.
Walker sagði þetta i samtali við
BBC og í sama fréttatíma var við-
tal við Scargill. Þar sagði hann töl-
ur kolanámufélagsins „hugarburð"
og að hvernig sem málinu lyktaði
stæði verkfallið uppi sem „minn-
isvarði um hetjulegustu og hörð-
ustu baráttu fólks fyrr og síðar".
AP/Símamynd
Sovéskur risakafbátur í norðurhöfum
Myndin er af risastórum sovéskum eldflauga-kafbáti af „Typhoon“-gerð í Barentshafi. I>etta er ný tegund
kafbáta og er hún 25.000 lestir að stærð. Þetta eru stærstu kafbátar sem smíðaðir hafa verið, þrisvar sinnum
stærri en hinir bresku „Polaris" og 6.000 lestum heldur en hinir bandarísku „Trident". „Typhoon“-kafbátarnir
eru vopnaðir langdrægum kjarnorkueldflaugum og er talið að Sovétmenn eigi nú þegar þrjá slíka kafbáta. Allir
eru þeir taldir vera í norðurhöfum, en „Typhoon“-bátarnir geta leynst í hvaða hafi sem er og samt valið hvaða
skotmark sem er á jörðinni.
Ame Treholt:
Dregur Evensen
inn í málsvörnina
OhIó. 27. febrúor. Frí Klisabetu Jonasdottur,
fréttaritara Mbl.
ÞAÐ VAKTI mikla athygli í réttar-
höldunum í dag þegar Arne Treholt
skýrði frá viðbrögðum Jens Even-
sens, fyrrum hafréttarráðherra, við
handtöku Gunvör Galtung Haavik
árið 1977. „Evensen tjáði mér, að
hann liti á tímasetningu handtök-
unnar sem hreina ögrun af hálfu
CIA og norsku leyniþjónustunnar,“
sagði Treholt.
Dómsformaður bað Treholt um
Grænland:
Danskur róðrarklúbbur
lengi haft eins fána
(■renlandi, 27. febrúnr. Frá Nils J. Bruun, fretUr. Mbl.
GR/ENLENDINGAR hafa fengið sinn eiginn fána, en nú hefur komið í
Ijós, að nákvæmlega eins fáni er til fyrir, ekki þjóðfáni, heldur félagsfáni
róðrarfélags í Árósum í Danmörku.
Róðrarfélagið hefur sent græn-
lenska landsþinginu eintak af
fána sínum og Jónatan Motzfeld
formaður landstjórnarinnar sýndi
landsþinginu fánann í dag, og
staðfesti þar með að Grænland og
danskur róðraklúbbur hafa nú al-
veg eins fána.
Þetta gaf andstæðingum rauða
og hvíta fánans byr undir báða
vængi, en það kemur þeim þó að
engu haldi, því komið hefur í Ijós,
að fáninn sem einnig kom til
greina og andstæðingar rauða og
hvíta fánans hafa viljað frekar,
eða hvítur kross á grænum
grunni, er einnig til. Slíkan fána
nota byltingarsinnar í Puerto
Rico.
En þrátt fyrir tilvist hins rauða
og hvíta fána róðrarfélagsins,
samþykkti meirihluti landsþings-
ins að halda tryggð við fánann,
þrátt fyrir að sérfræðingar hafi
kallað hann ófrumlega blöndu af
japanska og pólska fánanum og
með slíkum fána skeri Græn-
lendingar sig frá Norðurlöndun-
um sem öll hafa hvíta krossinn í
fána sínum.
Verdens Gnng/Simamynd
ARNETREHOLT
undirbýr sig fyrir málsvörnina í
upphafi dags og blaðar í pappírum.
að endurtaka þessa setningu og
gerði hann það en bætti því svo
við, að verið gæti, að hann myndi
þetta ekki alveg rétt. Sagði Tre-
holt, að á þessum tíma hefði mikil
spenna verið í norskum innanrík-
ismálum og að Evensen hefði verið
óánægður með, að honum skyldi
ekki nógsamlega þakkaður árang-
urinn, sem náðist í samningavið-
ræðunum við Sovétmenn um haf-
réttarmál.
Treholt sagði, að vegna þessarar
óánægju Evensens og vegna af-
stöðu hans til handtöku Gunvör G.
Haavik, hefði hann ákveðið að
segja Evensen ekki frá því, að
hann hefði sjálfur verið búinn að
eiga marga fundi með Gennady
Titov áður en Gunvör var hand-
tekin og samband hennar við
Titov kom í Ijós. „Samband okkar
Evensens var eins og föður og son-
ar og ég vildi ekki valda honum
vandræðum. Eftir á að hyggja sé
ég, að það var rangt að láta hann
ekki vita," sagði Treholt.
Fyrr í dag sagði Treholt frá því,
að Sovétmaðurinn Gennady Titov
hefði beðið hann um að hafa aldrei
simasamband við sig í sendiráð-
inu, og einnig, að hann skrifaði
það aldrei í minnisbókina þegar
þær ættu fundi saman.
Lars Quigstad, saksóknari,
skýrði frá því I dag, að Jens Ev-
ensen, sem nú er dómari við Al-
þjóðadómstólinn í Haag, yrði kall-
aður fyrir sem vitni síðar.
Sjá nánar á bls. 29.